Vísir - 05.02.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 05.02.1971, Blaðsíða 1
Fá LaxárdalsE 135 miEiiónir að utan? Það hefur komið til tals hj okkur að leita til erlendra nátt-| úruverndarsamtaka til að afla 1351 mi'lljóna krónanna, sem undirréttur úrskurðaði, að við yrðum að leggja fram, ef' setja á lögbann á fram- kvæmdir Laxárvirkjunar við Gljúf- urversvirkjun, sagði Eysteinn Sig- urðsson, bóndi á Arnarvatni í við- tali við Vísi í morgun. Eysteinn er einn aðal forvígismaður Laxdael- inga í aðgerðum gegn virkjunar-^ framkvæmdum Laxárvirkjunar. | Ég hef raunar alls ekki reiknað ■? með, að hæstarétti sé stætt á að staðfesta úrskurð undirréttar, sagði Eysteinn. Ef svo ótrúlega kynni þó r að fara, að hæstiréttur úrskurðii skilyrðislausan rétt fjármagnsins, I bá neyðumst við út í það, að leitaþ aðstoðar erlendis. Við höfum þeg-J ar haft samband við þýzk náttúru-| verndarsamtök, sagði Evsteinn. i . — VJ r Bsfunga S mílur út uf Struuannesi Is hefur nálgazt land á Vest- fjörðum með vestanáttinni. Varð- skipið Óðinn kom í morgun að ís- tungu sem lá næst'8,5 sjómílur frá Straunmesi. Þ.etta var rekís, ískurl að sögn Landhelgisgæzlumanna. Landhelgisgæzlan mun senda flugyél vestur í dag til þess að Irjmno ící-nn —TiR Geimfaramir. Roosa, eheli (iengst til hægrs> vinstri, sveimar umhverfis tungl, meðan Shepard og Mit- g unáir gönguferð um tunglið. • ® baði geimfarana — Taugaspenna víð iendíngu á tungfí © Geimfararair Alan Shepard og Edgar Mit- chell lentu heilu og höldnu á tungli klukkan 9.18 í morgun, eftir mikla taugaspennu, sem stafaði af villandi upp- lýsingum tölvu í tungl- ferjunni. — Samkvæmt** tölvunni var tunglferjan á leið frá tungli og aftur á braut, þegar hún í raun og veru var að lenda. L'íklega höfðu óhreinindi kom izt í tölvuna. Mitchell iamdi í hana, og þá var hún rétt um stund, en skömmu síðar gaf inin aftur rangar upplýsingar. Menn nrAn crrvaríT-i+ír* Goimeifní’kin í Houston gaf geimförunum fyrir mæli um að reikna allt á nýj- an leik, og var það gert á sein ustu stundu. Síöan stýrði Shepard tungl- ferjunni sjáifur síðasta hlutann og valdi sjálfur lendingarstað. Þetta heppnaðist fullkomiega, og var lent þar, sem ákveðiö hafði verið. Lendingin var tveimur mínút- um eftir áætlun. e/1 allt fór vel Tunglferjan, „Antares“, hafði fjórum og hálfri stundu áður skilizt frá stjórnfarinu og farið á braut um tungl. Þrettán m'in- útum fyrir lendingu skutu þeir félagar tunglferjunni af braut og til lendingar á tungli. Þeir fóru fram hjá fjallaklasanum Hippar cos og gígnum Ptolemaes og áfram yfir Haf skýjanna. Lentu þeir á fyrirfram ákveðnum stað náiægt Hafi stormanna. Roosa geimfari mun halda áfram hringferð um tungl, þang að til þeir Shepard og Mitchell skjóta sér aftur frá tungli og tengjast stjómfarinu. Klukkan tíu mínútur yfirtvö í dag fara þeir félagar göngu ferð um mánagrund, sem á að standa fjórar eða fimm klukku- stundir. Önnur gönguferö þeirra verður í fyrramálið. Kiukkan 18.47 á morgun eiga þeir að fara frá tungli að nýju. —HH 3JA ARA DRENGUR KAFNAÐI í HÚSBRUN A Hjón með fírjú önnur börn einnig i hættu við eldsvoða i Hafnarfirði i morgun Þriggja ára drengur kafnaði af völdum reyks, þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi aö Álfaskeiði nr. 16 f Hafnarfirði í morgun. Aðrir íbúar hússins, foreldrar drengsins og þrjú systkini, fengu forðað sér út, þegar eldsins var vart um kl. hálf sjö í morgun, en þá uppgötvaðist að drengurinn hafði orðið eftir inni. Var farið inn í logandi húsið aftur og fannst þá drengurinn meðvit- undarlaus í reyknum, og honum var bjargað út Hann reyndist vera látinn, þegar komið var með hann á slysavarðstofuna. Kviknað hafði í eldhúsi, en eld- inn lagt út um gluggann og teygt sig upp í glugga á efri hæð, þar sem svefnherbergj fölksins var. — GP Rétt ísland á dökku kápunni, en á þeirri ljósu eru Vestfirðir komnir þar, sem Austfirðir eru á veniulegum landakortum og öfugt. Öfugt ísland ú útflutningslcápum Það kann að vefjast fyrir út- lendingunum hvernig ísland sé nú eiginlega £ laginu, þegar þeir sjá tvær útgáfur af landinu á útflutningskápum, sem á að drífa á Evrópumarkað í mikilli söluherferð, sem hefst innan tíð ar. Tvær gerðir eru af þessum kápum og samanstendur munstr ið af víkingaskipum og íslands- korti. Á annarri káputegundinni kemur ísland út eins og íslend ingar eru vanir að sjá það á kortum, en í hinni útgáfunni hafa Vestfirðir veriö settir þar sem Austfiröir eru venjulega og öfugt. En þannig mun standa á þessu, að sama efnið er notað i báðar flíkurnar og rangan lát- in snúa út á káputegundinni þar sem Island kemur út öfugt. Þessar kápúr eru meðal 200 flí'ka, bæði stórra og smárra, sem verða sýndar næstu 8—10 vikurnar á kaupstefnum og í fyrirtækjum í Evrópu. Það eru Otflutningsskrifstofa iðnaðarins, Álafosis og Samband ísl. sam- vinnufélaga, sem standa að þess um sölusýningum og útflutningi ísienzkra tízkufata. — SB Bítlurnir búnir % Þorsteinn ( Thorarensen hefur ritað margar Föstudagsgreinar um a'lla helztu stjómmálaforingja aila helztu st'jómm'á'laforingja heimsins. I dag fjallar Þorsteinh um óvenjulegt efni, Bítlana, sem einnig hafa markað veruleg spor undanfarin áratug. Föstudagsgrein- in á bls. 8 heitir BÍTLARNIR BÚNIR. Byssu eðu sfúkru- hús fyrir særður skepnur Löngum hefur byssan verið tál- in bezta liknartæ'kið, þegar um hef- ur verið að 'ræða veik dýr. Um lækningu á skepnunum hefur varla verið að ræða í mörgum ti'Hfellum. Víða eriendiis er þessi hugsunar- háttur ekk; lengur við lýði, — dýraspítalar hafa verið reistir. Hugmynd er 'komin uipp hér á landi um slíka stofnun, — og að sjálf- sögðu eru það dýravemdunarmeim, sem hafa þessa hugmynd og kynna hana. Viðtal er í hlaöinu í dag á bls. 9 við Þorstein Einarsson, í'þróttaiMi'trúa, — BYSSAN TAL- IN BEZTA LÍKNARTÆKIÐ. — ! i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.