Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 1
VISIR 61. árg.— Mánudagur 8. febrúar 1971. — 31. tbl. „Hér er ekkert kalt — jb/ð ættuð oð vera i A/ew York" — Helgi Tómasson kominn til Reykjavikur Helgi Tómasson ballettdansari kom í morgun frá New York ásamt konu sinni, Marlene og syni þeirra Christian. Með þeim hjónum var og Elizabeth Carroll, sem dansar á móti Helga hér. þessari rússnesku, sem strauk. Bruun er orðinn 45 ára og telst víst gott af dansara að endast svo lengi.“ Helgi er 28 ára — þann- ig að hann þarf ekki að kvíða framtíðinni. — GG Elizabeth Carroll, Helgi og sonurinn Christian og Marlene, kona Helga. — Myndin var tekin heima hjá móður Helga um 10-leytið í morgun. Óttazt um tvo bræður u 11 tonna báti — Ásu RE leitað i alla nótf. — Viðtæk leit hafin á sjó og landi. Ekkert spurzt til bátsins siðan á laugardag „Ég er eiginlega j í fríi núna,“ sagði Helgi blm. Vísis í stuttu spjatli á heimili móður Helga í morgun. „í gær var síðasta sýning hjá mér' með New York City ball- ettinum, og mun ég ekki dansa með þeim fyrr en í vor. Þegar ég fer héðan mun ég dansa sem gest- ur með Melissu Havden og í apríl hittumst við Elizabeth Carro'll aft- ur, þá í New Orleans, þar sem við dönsum bæði gestaleik." Helgi sagði, að það væri ekkert kaldranalegra á Islandi núna en í New York og kvaðst hann mjög ánægður meö þær viðtökur, sem hann fengi hér, uppselt á allar 4 sýningamar, „en verið ekki of fljót- ir á ykkur aö dæma, þið hafið nú ekki enn séð mig dansa.“ „Það er stórkostlegt tækifæri að koma héi: fram og dansa á móti Helga“, sagði Elizabeth Carnoll við blaðamann Vísis. Helgi tjáði Vísi, að ballett væri erfið listgrein og þyrfti hann ætíð að vera í líkamlegri þjálfun, „ég slappa reyndar stundum af, en frí- in mín eða hvíldirnar fara jafnan .. eftir þvl hversu þreyttur ég er.. .. Nureyev? — jú, ég þekki til hans, en ég þekki betur Danann Erik Bruun, þann sem dansar á móti Lítils báts með tveimur mönnum á hefur verið leitað í alla nótt, bæði á sjó og af landi. Vélbát- urinn Ása RE 17, sem er nýr 11 tonna trébátur, fór í róður frá Reykjavík klukkan 10.30 á laugar- daginn. Skipverjar eru bræður tveir, Vilberg og Sigurþór Sigurðssynir, báðir þaulvanir sjómenn og þaulkunnugir hér um slóðir. Ætla menn að þeir hafi hugsað sér að renna fyrir fisk úti á Hafnarleirnum. Eins er ekki lofcu fyrir það sfcotið að þeir hafi farið út á Hraunin hér í Fló anum. Til bátsins heifur ekkert spurzt sfðan, nema hvað líkur benda til að sézt hafi til hans úti af Hvalsnesi á laugardagskvöld. Þegar báturinn sinnti ekki til- kynningarsfcyildu sinni í gær, , fór Slysavamafélagið að spyrj- ast fyrir um hann í verstöðvum al'lt frá Þorláiksihöfn, vestur á Snæfellsnes, þar sem hann hefði hugsanlega leiitað vars. — Veð ur fór versnandi. Leit var hafin f gærkvöldi. Fyrst voru bátar á þeim slóðum, sem Ása er helzt talin hafa haldið sig á, beðnir að 9Vipast um eftir henni. Síðan var hafin skipulögð leit. Bátar frá Akranesi, Reykjavík og af Suð- urnesjwm haffa leitað í nótt, enn fremur varðslkipið Óðinn, Goð- inn og þýzifca eftirlitsskipið 'Meerkatze. Svæði, sem mark- ast af sjónlínu frá punfcti fimm mílum úti af Garðskaga vestur að Amarstapa í SnæffeHsnesi hef ur verið leitað rækilega í nótt. I morgun var lert hafin á landi- Björgunarsveitir Slysavarnafé- lagsins í Grindavífc, Höifnum, Sandgeröi, Garði, A'kranesi og Borgarnesi ganga nú fjörur ef ske kynni aö báturinn hefði.ein- hvers staðar tekið land. Bræðurnir tveir Vilberg og Sigurþór eru á fimmtugsaldri. Þeir eru sjálfir eigendur báts- ins. Þegar Visir fór í prentun fyrir hádegið, hafði enn ekkert tii bátsins spurzt. Leitarfilokkar voru þá á leið út á Mýrar og ver ið var að leita meö sjö á Reykja nesi. Eftir hádegi átti að fá flug vélar ti'l leitar. —JH Mótmælafundurinn við ameríska sendiráðið að leysast upp í gær- kvöldi, —iráuðar málningarslettur sjást á vegg sendiráðsms. (Ljósm.rWsis;sBGi. . BÖRN LOKUÐUST INNI í KJALLARA í BRUNA Litlu munaði að illa færi i húsbruna i Eyjum i gærmorgun Hjón með sjö börn voru hætt komin, þegar eldur kom upp í íbúðarhúsinu NorðurgarSi í Vest mannaeyjum árla á sunnudags- morgun. Þegar lögreglan kom að forenn- andi húsinu um kl. 6.14 um morgun inn ,þurfti hún að brjóta upp dyr í kjallara, til þess að bjarga þaðan út þrem drengjum, sem j>ar höfðu svefnherbergi. Eldurinn hafði komið upp í einu herbergi í vesturhluta hússins, og lagði frá þeim hluta hússins mik- inn reyk, þegar silökkvilið og lög- reglu bar að. Tvö barnanna, sem voru í næsta herbergi við það, sem eldurinn lék iaus í, höfðu orðið eldsins vör og gert foreldrum sín um viðvart. Hafðist fólkið með 4 barnanna viö I næsta herbergj við eldinn, þar til því var forðað út í lögreglubíla. Vesturhluti hússins, sem er einn ar hæðar timburhús með. kjallara skemmdist mikið af hita, reyk og vatni, en hins vegar breiddist eld- urinn ekki mikiö út. Var húsið ekki íbúðarhæft eftir brunann og eyði- lagðist töluvert af búslóðinni. I húsinu bjuggu hjónin, Stefán Jóhannsson og Kristín Þórðardóttir, og voru þau flutt ásamt hörnum þeirra sjö til gistingar á lögreglu- stöðinni í gærdag. Til bráðabirgða fluttu þau síðan inn í „Vestunhús- in“ fbúðarhús í eigu bæjarins, sem staðið hefur mannlaust. —GP Plastpokum með rauðri máln- ingu kastað á sendiráð Rauðar málningarskellur hér og þar á húshlið bandaríska sendi- ráðsins blöstu við þeim, sem gengu þar fram hjá í gærkvöldi, að Ioknutn mótmælafundi, sem Víetnamhreyfingin hafði staðið fyrir. Plastpokum með rauðri málningu hafði verið kastað að húsinu, og -rifnuóu pofcamir, þegar þeir skullu á húsveggoum, og skildu eftir sig rajw$ar sikellur. Ein rúða brotnaði. Fundurinn hafði farið friðsam- lega fram. Byrjað hafði verið vestur við Hótel Sögu fyrir utan skrif- stofur Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna um kl. 18.30. Söfnuðust þar saman um sjötíu manns. Að loknum ræðuflutningi þar hélt hóp- urinn að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg, og þar hélt einn fundarmanna stutta ræðu. Um kl. 20 í gærkvöldi var mót- mælafundinum lokið og flestir fund armanna héldu sínar leiðir, en nokkrir einstaklingar stóðu eftir fyrir utan sendiráðið. Upphófust nokkur hróp, og einhverjir köstuöu málningarpokum að húsinu. Lögreglan fjarlægði þrjá menn ölvaða, sem reyndu að æsa við- stadda til óláta, og færðist þá fljót- lega kyrrö á aftur. Slökkviliðið var fengið tíl þess að má málningarslettumar af húsinu, en það va>r seinlegt verit, ogt ekki auðunniö. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.