Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 3
3 V1SIR . Mánudagur 8. febrúar 1971. í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason: Innrás hafin í LAOS 20 búsund Suður-Vietnamar inn fyrir landa- mærin <— Stefnt að eyðileggingu Ho Chi Minh- leiðarinnar □ Hersveitir Suður-Víet- nama réðust í nótt inn fyrir landamæri Laos. Ó- staðfestar fregnir herma, Nixon — aukinn stríðsrekstur. 9 Konur í Sviss fengu í gær í fyrsta sinn kosningarétt í þing- kosningum. Mikill meirihluti karlmanna studdi í þetta sinn kosningarétt kvenna. Við þjóð- aratkvæði, sem aðeins karlar tóku þátt í, studdu 621.403 kosn ingarétt kvenna en 323.596 voru andvíggir Þátttaka var 57%. 9 Nú höfðu orðið endaskipti á hlutunum, síðan seinast var kos- ið um þetta. Árið 1959 höfðu 654.926 verið andvígir kosninga- að bandarískir ráðgjafar séu í förinni. Takmark inn- rásarinnar er að eyðileggja aðflutningsleið Norður-Ví- etnam um Ho Chi Minch- veginn. Innrásarsveitirnar munu vera um 20 þúsund manns. Bandarískar her- sveitir í norðurhluta Suð- ur-Víetnam eru við öllu búnar. Suður-Víetnamar og Bandaríkja- menn hafa undanfarna daga safnað miklu liði í norðurMuta S-Víetnam við landamæri Laos. Bandaríska stjómin vildi ekkert upplýsa um tilgang liðssafnaðarins, en margir spáðu því, aö innrás yrði gerð í Laos. í Laos eiga hersveitir stjómar- sinna í vök að verjast. Kommún- rétti handa konum en að- eins 323.306 fylgjandi. Sviss var eina landið í Evrópu og eitt af fáum í heiminum, þar sem kon- ur höfðu ekki kosningarétt 1 þingkosningum. í nokkrum fylkj um hafa konur mátt kjósa áöur. 9 það voru einkum þýzkumælandi Svisslendingar, sem voru and- vígir kosningarétti kvenna, en frönsku og ítöiskumælandi menn studdu yfirleitt kosninga- réttinn. istar í landinu, Pathet Lao, og Norður-Víetnamar em í sókn. Ho Chi Minh-leiðin er aðalflutn- ingaleið frá Norður-Víetnam til Suður-Víetnam. Með þessu hefur stjórn Banda- ríkjanna aukið þátttöku Bandaríkj- anna í Indó-Kínastríðinu. Mun það vafalaust valda öl'gu í Bandarfkj- unum og annars staðar. Bandaríkja maðurinn Wililim Aiken er ráðu- nautur við innrásipa. Hann sagði í morgun, að Suður-Víetnamar væru vel búnir til bardaganna. Hann segir, að engir Bandarfkja- menn séu f innrásarliðinu. Þetta sé þáttur f þeirri stefnu Bandarfkja- stjómar að vemda lff bandarfskra hermanna í Suður-Víetnam. Nixon Bandaríkjaforseti gaf í APOLLO 14 LENDIR ANNAÐ KVÖLD APOLLO 14 var á hraðri leið til jarðar í morgun og geimfararnir við góða líöan. Þrátt fyrir nokk- ur smáóhöpp er talið, að þessi sé, hingað til að minnsta kosti, bezt heppnuð tunglferða. Apollo 14 á að lenda á Kyrrahafi kl. 21.03 annað kvöld. Vel tókst aö tengja tunglferj- una við stjórnfarið í fyrradag, þegar þeir MitcheM og Shepard skutu sér aftur upp frá tungli og sameinuðust meginhluta geim farsins, þar sem félagi þeirra Roosa hafði sveimað um tungl síðan á föstudagsmorgun. Rannsóknir þeirra félaga á yf- irborði tungls tókust vel. Þeir fóru tvívegis í gönguferð og söfnuðu sýnishornum. Smáleki varð • f búningi Mitchel'ls, en kom ekki að sök. | Síðasta ,karl- mannaveldið' fallið 4000 HEIMILISLAUSIR EFTIR JARÐSKJÁLFTA 18 fórust i hinum fornfræga bæ Tuscania, sem geymir minjar frá menningu Etrúska, fyrirrennara Rómverja í jarðskjálftum í ítölsku borginni Tuscania fórust 18 og rúmlega 200 eru slas aðir samkvæmt seinustu fréttum. 4000 eru heimilis- lausir og búa í tjaldbúðum utan við borgina. Tuscania hefur verið talin ein- hver fegursta borg Mið-Ítalíu. Þar eru merkar fomminjar, sem marg- ar skemmdust í jarðskjálftanum. Enn einn jarðskjálftakippur var f gærkvöldi, en aðaljarðskjálftarnir urðu á laugardagskvöld. Meðal þeirra húsa, sem hrundu, var 370 ára gamalt sjúkrahús borgarinnar. Vegum til borgarinnar var lokað, meðan sjúkrabílar og fjölmargir vörubflar óku til Tuscania með ull- arteppi og vindsængur. Hjálpar- sveitir komu fljótt á vettvang. Það var einn íbúi Tuscania, sem fyrstur tilkynnti um jarðskjáliftana. Hann stökk á vélhjól í miöjum ham förunum og ók til næsta þorps, þar sem hann skýrði frá ástandinu. — Hjálparstarf hófst samstundis. Enn í morgun var leitað f rústum að eftiríifandi. Emilio Colombo for- sætisráðherra fer til Tuscania í dag. Nýjasti hluti borgarinnar er lítið skemmdur, og þar var .tftur komið rafmagn f gærkvöldi. Hin fornfræga Tuscania var mið- stöð menningar Etrúska, sem réðu ríkjum fyrir daga Rómverja. Þarna eru einnig merkar minjar frá mið- öildum Tvær fagrar kirkjur frá 8. öld evðilögðust, Péturskirkjan og Maríukirkjan í Tuscania. Jarðskjálftamir nú voru hinir mestu á Ítalíu síðan 1968, en þá fórust um 200 1 jarðskjálftum á Vestur-Sikiley. gær þá yfirlýsingu, að „bandarískir hermenn yrðu í Víetnam, meðan Norður-Víetnamar héldu bandarísk um stríðsföngum í haldi“. Þetta er í fyrsta sinn, að stjómvöld gefa slíka yfiriýsingu. „Gomulka og æðsta stjórn flokksins fyrirskipaði, að skotið yrði á fólkið án þess að spyrja miðstjórnina,“ sagði Gierek, nýi for- maðurinn, í gær. Myndin sýnir Gomulka, sem nú er sjúkur og sviptur mannvirðingum. Át'ókin i Póllandi: 45 féllu, 1165 særðust Sól Wladislaw Gomulka er að síga til viðar. Gomulka var æðsti maður pólska kommúnistaflokksins þar til um jól, og f gær var hann sviptur sæti sínu í miðstjórn. Tveir stuðn- ingsmenn hans viku einnig úr mið- stjóminni, stjórnandi efnahagsstofn unarinnar Jaszbzuk og hugmynda- fræðingurinn Kliszko. Þetta er ein afleiðing uppþotanna í Norður-Pól- landi í vetur. Gierek hinn nýi forystumaður kommúnistaflokksins hefur styrkt aðstööu sina. Hann sagöi f gær, að æðsta flokksstjórnin hefði borið á- byrgöina á því ástandi, sem leitt heföi til uppþota. Gierek sagði, að 45 hefðu fail'lið i borgum Norður- PóMands í átökunum og 1165 særzt. Er þetta í fyrsta sinn, sem viður- kennt er, að svo margir hafi týnt Hffi. Efnahagsmálaforingjanum Jaszc- zuk er kennt um ranga stefnu, sem hafi valdið mikilla óánægju almenn- ings. Stjórn Trausta félags sendibifreiðastjóra vill vekja athygli á lögum nr. 36/1970 um letigubif- reiðar, sem tóku gildi 1. júlí 1970 og hlotið hafa sam- þykki og löggidlingu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæj- arstjórnar Kópavogs og sýslunefnda Garða-, Álftanes-, Seltjarnarnes- og Mosfellshreppa. Samkvæmt því er þeim einum heimilt að stunda leigu- akstur á sendibifreiðum, sem hafa afgreiðslu á viður- kenndri sendibílastöð og eru félagar í Trausta félagi sendibifreiðastjóra. Atvinnurekendum og öðrum við- skiptamönnum er vinsamlega bent á, að óheimilt er aö hafa aðra í vinnu en þá sem fullnægja framan- greindum skilyrðum. Við viljum ennfremur vekja athygli á auglýsingu frá Samgöngumálaráðuneytinu dags. 3. okt. 1956, þar sem segir að frá og með 25. þess mánaðar sé skylt að hafa gjaldmæla í öllum sendibifreiðum, sem aka fyrir al- menning gegn gjaldi. Við munum hlutast til um að allir, sem brjóta gegn lögum og reglugerðum þessum, verði tafarlaust kærð- ir og látnir sæta ábyrgö. Reykjavík, 4. febrúar 1971. Stjórn Trausta félags sendibifreiðastjóra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.