Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 8. febrúar 1971. i niHT—' I nóvember var haldinn sáttafundur hér í Reykjavík að frumkvæði Jóhanns Hafsteins forsætisráðherra, en fundurinn varð én árangurs. 66. skoðanakönnun VISIS: Viljið jpér, að virkjunarframkvæmdirnar i Laxá i Þing- eyjarsýslu verði stöðvaðar eða jbe/'m haldið áfram? „Hvað næst? — Virkjun Gullfoss?" □ „Þetta er mikið vandamál fyrir okkur Akur- eyringa. Þó tel ég að stöðva verði framkvæmd- irnar, þar til að fundinn er grundvöllur til að halda þessum framkvæmdum áfram.“ — „Raf- orkan er nauðsynleg, en það er náttúruvemd einnig. Þess vegna verður að sætta þessi sjónar- mið áður en haldið er lengra." — „íslenzk stjórn- völd eiga ekki að kvabba á saklausum al- menningi með öðrum eins ofbeldisaðgerðum og þeim við Laxá.“ — „Það má ekki gleymast, að raforkunnar er þörf fyrir norðan.“ □ „Það er orðið assgoti dýrt að hætta við fram- kvæmdirnar. Ég held því að þeir neyðist til að halda þeim áfram.“ — „Þetta er falleg sveit og fallegur dalur. Við skulum því ekki ana að neinu og kanna fyrst í kjölinn, hvaða áhrif virkjunar- framkvæmdirnar geta haft.“ — „Laxá ög Mý- vatn verða að fá að halda sér eins og þau eru.“ — „Þeim verður að halda áfram. I fyrsta lagi tel ég þetta ekki vera náttúmspjöll og í öðru lagi er þetta eina leiðin til að afla Norðurlandi raf- magns í bili.“ □ „Er ekki alltaf verið að tala um, að aðeins hafi verið virkjuð örfá prósentustig af vatnsafli landsins? Af hverju þurfa þá kontóristar að ráð- ast að helgustu stöðum landsins? Hvað kemur næst? Virkjun Gullfoss? Náttúruvemd er góð út af fyrir sig. Samt verðum við að nýta þær fáu auðlindir, sem við höfum, á sem hagkvæmastan hátt.“ — „Þessi virkjun er of lítil. Betra virðist að virkja stærra annars staðar á Norðurlandi.“ Niðurstööur úr skoðanakönnuninni urðu þessar: Stöðva..........95 eða 48% Halda ófram .. 48 eða 24% Óákveðnir.. • • 57 eða 28% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lítur taflan þannig út: Stöðva....... 67% Halda áfripm , N. 33% bþ'/ !Jf* Týi' ' .'SirhMVI t TVTáttúruvernd er tiltölulega ungt hugtak í íslenzku a. m. k. í þeirri mynd, sem orðiö er notað núna. Þó aö náttúru- vemdarnefndir og ráð hafi verið til aö nafninu til í allmörg ár hafa ekki komiö upp alvarleg ágreiningsmál vegna náttúru- verndar fyrr en undanfarin 2—3 ár. >að er fyrst við virkjunar- framkvæmdir í Laxá í Þingeyjar- sýslu og við byggingu álvers- ins í Straumsvík sem almennur og víðtækur áhugi og ágreining- ur hefur skapazt um náttúru- vemdarmál. Átökin um núver- andi virkjunaráfanga f Laxá hafa þó yfirgnæft allt annað, sem gerzt hefur í náttúruvernd- armálum á íslandi til þessa. Þvf lagði Vísir þessa spumingu fyrir fódk í 66. skoðanakönnun sinni: Viljið þér, að virkjunar- framkvæmdimar í Laxá f Þing- eyjarsýslu verði stöðvaðar eða þeim haldið áfram? Niðurstöður úr þessari skoð- ana'könnun eru mikill sigur fyr- ir Laxárbændur og náttúru- verndarmenn aðra. Aðeins 24% landsmanna telja að halda beri áfram framkvæmdum, en 48% viilja að þær verði stöðvaðar. AM tnargir eru óákveðnir eða 28%. Ef aðeins voru taldir þeir, sem afstööu tóku, vilja 67% láta stöðva framkvæmdimar, en að- eins 33% að þeim verði haldið áfram. Samkvæmt þessu vill ótvíræður meirihluta þjóðarinn- ar, að framkvæmdimar verði stöðvaðar. Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir mestu hugsanlegu skekkjunni, 5% fráviki, I hverj- um flokki, er meirihlutinn ótví- ■ræður. Afstaða fólks eftir búsetu á landinu er mjög áþekk. Eini staðúrinn, sem skar sig nokkuð úr var Akureyri. Þar vom fleiri Laxárbændur sprengdu Míðkvjslarstífluna Innar enn frekar að deilunni. loft upp í sumar og beindist athygli þjóðar* hlynntari því, að virkjunarfram- kvæmdum yrði haldið áfram, en annars staðar á landinu. Þó voru nokkrir þar því andvígir. Eini munurinn á afstöðu fólks hér á höfuöborgarsvæðinu al- mennt og fólks annars staðar á landinu var sá, að hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu vildu heldur færri að framkvæmdum yrði haldið áfram, en hér voru jafn- framt hlutfallslega fleiri ó- ákveðnir. Hlutfall þeirra, sem vildu láta stöðva framkvæmdir var alls staðar mjöe áþekkt. Laxárvirkiunarmáilið er nú komið á það stig, að það verð- ur ekkj Iengur leyst án mikils ti'lfeostnaðar, hvorir sem bera sigur úr býtum, stjóm Laxár- virkjunar eða bændur oe nátt- úruvemdarmenn. Bkki þarf að efast um, að stjórn Laxárvirkj unar datt ekki sá mö»uleiki í hug að virkjunin myndi mæta slíkri andspyrnu, sem raun hef- ur oröiö á, eins og hún sagði Maðamönnum f vetur, begar hún fór með þá í Laxárdal til að sýna þeim aðstæður allar. Það verður því að líta á þetta mál sem slvs — slvs, sem öll bióð- in verður að bera, Mest er bó um vert núna, að tryaet verði að stærra slvsi veri afstýrt en beg ar er orðið. Tvennt er nauðsyn'les>t að hafa í huga við lausn deilunnar. — Trygaia barf Akurevri oe Norð- urlandi næga og ódýra raforku, og trvagía barf, að ein bezta lax veiðiá landoins og eit.t mikílvæv asta Og fallegasta va+niOTmoði og sveit landsins bfði ekki hnekki við framkvæmdirnar. — Hððan f frá oatur janrn a'drei Orðið ..ód’Or'* hvort s#m 1au«nin verður „hundur að sunnan" eða „skaðlaus" virkjun f Laxá. —VJ Viljið þér að virkjunar- framkvæmdir við Laxá verði stöðvaðar eða beim haiaiö álram? Guðmundur B. Guðmundsson málarameistari: — Þær ætti að stöðva á rneðan umræður fara fram. — Mér finnast bændumir hafa mikið til síns máls. Magnús Jóhannsson jámsmiður: — Eins og málin horfa við mér finnst mér ekkert annað koma til greina en að virkjunarfram- kvæmdimar verði stöðvaðar. — Tæknitega séð skilst mér nefni- lega, að þessi virkjim verði aldr- ei nema bráöabirgðastöð og komi ekki til að verða nein fram tíðarlausn í raforkumálum þeirra þama fyrir norðan. Svo finnst mér líka bráðnauösynlegt, að tekið sé ful'lt tillit til hinnar sérstæöu náttúrufegurðar við Laxá og þess gætt, aö sú fegurð glatist ekki, Hilmar Haraldsson blikksmiður. — Ég hef hreinlega ekki mynd- að mér neina ákveðna skoöun I þessu máli. Friðrik Þórisson bflstjóri: — Ég held nú, að það ætti aö stööva framkvæmdimar í þeirri mynd, sem þær eru nú fyrirhugaðar. Jón Bergsson storkauwmaður: —• Eigum við bara eliki láta bænduma ráða því?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.