Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 2
Bíll handa hverjum manni Hinir 900 verkamenn og hvit- flibbamenn, sem starfa hjá Weiss- enberger byggingafyrirtækinu í Bergisch-Gladbach, Vestur-Þýzka- landi, eru nú öfundaðir af starfs- bræðrum sínum um allt Þýzka- land. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, hinn 40 ára gamli Franz Weissenberger, hefur nefnilega ákveðið að fyrirtækið kaupi bfl handa sérhverjum starfsmanni sínum. Hvort sem viðkomandi er múrari, deildarstjóri, símastúlka eða verkamaður. Fyrstu 300 bil- amir eru þegar komnir í gagnið og hinir 600 eru þegar væntan- legir innan fárra daga. Fyrirtækið mun bera allan kostnað af þess- ( um bflum - einnig skattagreiðsl- ur af þeim og tryggingagjöld. Starifsmenn Weissenbergers verða aðeins aö annast bílinn sinn vel, halda honum ævinlega hreinum og í góðu lagi. Fyrirtækið borgar einnig bensín á hvern bfl, þ. e. a. s. bensín sem þarf til að aka ti-1 og frá vinnu dag hvera, en annan akstur svo sem í þágu fjölskyldunnar út um sveitir um -helgar, verða verkamenn að borga sjálflr. Franz Weissemberger segist vera svo höfðinglegur vegna þess að hann $egist vilja binda sér- hvem starfstnann fastari böndum við fyrirtækið og hindra hina stöðugu hreyfingu á verkamönn- um milli byggingafyrirtækja, sem tfðkazt hefur í Þýzkalandi. Einnig vi'1'1 hann veita starfsmönnum sín um nokkurn h-lut f velgengni fyr- irtækisins, þakka þeim þannig fyrir vinnu þeirra. Framkvæmda- stjórinn gerir engum hærra undir höfði en öðrum — skrifstofu- maðurinn og deildarstjðrinn aka f alveg eins bflum og ófaglærði verkamaðurinn frá Spáni, Tyrk- landi eða Júgóslavíu. Og litur bflsins er einnig eins konar ein- kermisklæði: Rauður. □aaa Mandy litla Hornsby í Lond- on er sögð einstaklega heilbrigt og skemmtilegt bam, enda skortir hana ekkert — nema hendumar. Hún er eitt af hin- um svokölluðu „Thalidomide- bömum“ — þau fæddust á ýms- an hátt bækluð vegna þess að mæður þeirra höfðu neytt lyfs- ins thaiidomide — meðan með- göngutíminn stóð, án þess að hafa fengið vitneskju um hversu hroðalegar afleiðingar þess geta orðlð. En það sem kann að vanta á Mandy líkamiega bætir hún sér upp á andiega sviðinu. Vilja- styrkur hennar er sagður ein- stakur. Nágrannar hennar og foreldra hennar í London hafa frá því hún fæddist dáðst að henni og eins og til að láta aðdáun sína í ljósi, gáfu þeir henni reiðhjól í afmælisgjöf um daginn, þegar hún varð 9 ára. Og nú þeysir Mandy um á hjól- inu, rétt eins og leikfélagar hennar. Burton og Taylor í helgan stein „Það er með mig alveg eins og pabba gamla, mér er það lífsnauðsyn að fara á fyllirí annað slag- ið,“ sagði Richard Burton blaðamanni einum ný- lega, „en mín fyllirí standa sjaldan lengur en í 3 daga. Pabbi gat vérið fullur og í fínu formi vik- um saman.“ ,nn hins vegar aldrei. Ée held Liz var kpmin í upptökusalinn i ráuiív£rUlegar' sé'1 ¥ia?in 'gra’utfú ll' Töngu áöur en hún skyldi koma e.crs vppri3 “ z c-oLm**. -----------x —* - * — Liðnir kynsprengjudagar Og ekki stendur betur í bólið hjá frúnni, Taylor, Hún er orðin 38 ára, feitlagin og fær ekki leng- ur kynsprengjuhlutverk. Hún reynir að fela hrörnun sína bak við þykkt lag af andlitsfarða, og þetta málriingarfjall skreytir hún svo með gimsteinum fyrir margar milljónir. Taugaveiklun hennar ágerist og segja gamlir kunningj- ar þeirra hjóna, að þeim leiðist hversu mjög þau, eða einkum Liz, leggja sig í líma við að laða að sér athygli meö nýjum aðferðum. Fyrir nokkrum mánuðum var Liz Taylor gestur f sjónvarps- þætti þess brezíka Davlds Frost. ,,gamla“ var mætt og ekki enn búin að farða sig, tókst honum með einhverjum brögðum að fá hana til að koma fram fyrir sjón- varpsmyndavélamar farðalausa Þegar hún uppgötvaði hrekkinn, varð hún æf aif vonzku, kallaði Frost „Iítinn tíkarson" og storm- aði burtu. „Snyrtileg jarðarför“ í Wales Burton hefur í seinni tíö státaö stundum af peningaviti sínu. Hann hefur sagt að hann gæti aldrei orðið blankur, hversu brjál- aður sem hann yrði f að eyöa fé sínu, því hann hafi búið svo um hnútana að fé ætti hann alla tíð faliö í einhverri smugu. Og nú er hann farinn að velta því fyrir sér, að verðlauna sjálfan sig rækilega eftir slítandi starfsferil. Hann langar að taka sér bólfestu f þorpi því í Wales, sem hann fæddist og ólst upp í. Segist hann hafa eignazt eitthvert fé með an hann var drengur, og það fé hafi hann lagt á bankabók og hafi ekki snert við því sfðan. Hef- ur hann hug á að láta það koma að einhverju gagni núna með þvi að kosta „snyrtilega jarðarför“, eins og hann orðaði það og setjast í helgan stein a. m. k. um tíma — „þaö er víst ófrávíkjanlegt lögmál að maður geti ekki að eiiffu haldið áfram að leika elsk- huga", á Burton að hafa sagt ný- lega — sá skarpgáfaði maður. Rauðskeggjaðir Indíánar Þjóðfræðingar hafa fundið áður í óþekktan ættbálk Indíána ein- t hvers staðar 1 myrkviði Amazon- ; frumskógarins. Eru þetta æði ‘ undarlegir Indíánar. Þeir em Ijós- t ir á hörund, nánast hvítir og i rækta á sér rautt skegg sem eins < konar manndómsmerki.. I Indíánar þessir þykja undarleg- > ir um margt. Þeir fela konur sín- \ ar og böm og eftir því sem blaðið l „Jomal do Brasil“ segir, þá / rækta þeir hnetur, korn og svart- / an pipar. Þeir kunna að búa til ’ ilát úr keramiki, nota vopn og 1 ræktunaráhöld úr steini. \ Þjóðfræðingar þeir, sem fundu -j Indíánana, segja þá lága vexti, \ aðeins klædda tuskubleöli um 4 mittið og tungumál þeirra er ó- ^ Mkt tungum annarra Indíána, sem nærri þeim búa — reyndar búa ^ þeirra næstu nágrannar í 250 mílna fjarlægö — þjóöfræðing- amir segja þá aö útliti til helzt j minna á Kákasusmenn. ) Richard Burton hefur aldrei reynt að fela drykkjuhneigö sína, enda væri það naumast mögulegt þvílíkur viskíbelgur sem maöur- inn hefur alla tíð veriö. Hann er nú oröinn 45 ára og Bakkus virð- ist stöðugt ná sterkari tökum á Ieikaranum. Heilsa hans er heldur Iéleg orðin og vinnuþrekiö er sagt fara hraðminnkandi. Hann þykir hafa fallið í „gæðaflokki“ hvað snertir leikhæfni a. m. k. hafa hans síðustu myndir ekki þótt minna neitt á það sem hann gerði bezt hér á árum áöur. Reyndar fékk Burton frábæra dóma fyrir leik sinn í „Anne of a Thousand Days“, en það skyggir mjög á ánægju hans með þá mynd að hann bjóst fastlega við að fá fyrir hana Óskarsverðlaun- in, on svo varð ekki. Vinur Burtons sagði nýlega að Burton hafi fundizt að hann ætti aö fá Óskarsverðlaun fyrir mynd- ina, eða leik sinn í henni og eng- inn annar kæmi til greina. „Og svo situr það líka í honum, þótt hann láti sem ekkert sé og grínist með það, aö Liz kona hans, hefur tvisvar fengið Óskarsverðlaun — \ s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.