Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 8
VISIR . Mánudagur 8. febrúar 1971. Otgefandi: Reykjaprenr nt. FramkvæmdastiOri: SveinD R Eyjölfsson Ritstjöri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarful’trúi • Valdimar H. JóhannessoD Auglýsingar- Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjón • Laugavegi 178 Simi 11660 (5 llnur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Vtsis — Edda hf. tSBBHBrasnnaanMMHBiBaHHaBMnB Margs þarf oð gæfa XJnniö hefur verið kappi í þrjú ár að rannsóknum á sjóefnavinnslu á Reykjanesskaga. Rúmlega 10 millj- ónum króna hefur verið varið til rannsóknanna og er ráðgert að verja tæpum fimm milljónum króna til þeirra í ár. Vonazt er til, að fyrir árslok komi fram lokaskýrsla um hagkvæmni fyrstu þrepa sjóefna- vinnslunnar. saltvinnslu og vinnslu á magnesíum- klóríði. Ýmislegt jákvætt hefur þegar komið fram í rann- sóknunum. Komið hefur í Ijós við boranir niður fyrir 1000 metra dýpi, að jarðhitasvæðið á Reykjanesi er mun víðtækara en menn héldu áður. Þá benda at- huganir til, að jarðsjór sé mun víðar undir Reykja- nesskaga. Eru því taldar hverfandi líkur á, að hann eyðist, þegar farið verður að taka af honum. Orkan og hráefnið ætti því að vera meira en nóg. í skýrslu Vilhjálms Lúðvíkssonar verkfræðings um stöðu málsins þessi áramót segir einnig um magnesí- umklóríðið: „Hefur notkun skeljasands sem felliefnis reynzt mjög jákvæð og sömuleiðis jónskiptaaðferð sú, er Baldur Líndal hefur þróað til framleiðslu á magnesíumklóríði.“ Rannsóknir hafa ennfremur leitt í Ijós, að mjög hentugt væri að reisa slíkt -ver.._i Straumsvík. Talsverðan jarðhita þarf til slíkrar vinnslu, líklega frá Krísuvík. Sú hugmynd kom upp, að nota sama vatnið til hitaveitu fyrir Hafnarfjörð og Kópavog, þannig að þessir staðir nýttu vatnið undir 100 stig- um, eftir að magnesíumverið hefði nýtt hitann yfir því marki. Fyrstu niðurstöður athugana á þessu eru sagðar mjög athyglisverðar. Þannig virðast hinir íslenzku sérfræðingar geta leyst hvert tæknilega vandamálið á fætur öðru. Hins vegar er meiri óvissa í markaðsmálunum. Lfm það segir í skýrslunni: „Líklegt er, að markaður mettist um 1974, en eftir þann tíma er framtíðin óljós og háð viðbrögðum bílaframleiðenda við lækkuðu markaðs- verði, auknum framleiðendafjölda og nýjum mótun- araðferðum við úrvinnslu málmsins. Með hagstæðari þróun gæti aukning eftirspumar vaxið mjög ört.“ Ljóst er, að allir hagkvæmniútreikningar kollvarp- ast, ef umtalsverðar breytingar verða á markaðsverði. Fari svo, að offramleiðsla leiði til lækkunar á verði afurða saltvinnslunnar, gæti vinnslan reynzt óhag- kvæm hér, þrátt fyrir ágæt náttúruleg og tæknileg skilyrði. Hitt er svo líka mögulegt, að vinnslan verði svo hagstæð hér, að hún þoli lækkað markaðsverð. Sérfræðingar okkar telja því tímabært að snúa sér af alefli að viðskiptalegum hliðum saltvinnslunn- ar og kanna væntanlega markaðsþróun erlendis. Þær athuganir eiga að geta verið búnar í lok þessa árs. Þá fyrst skýrist, hvort draumar íslendinga um víð- tæka sjóefnavinnslu geta rætzt. Margs þarf að gæta í svona flóknu og umfangsmiklu máli. Því er undra- vest, hve langt málið er komið á stuttum tíma. Mary Morrassy frá Nashwille, Elizabeth Campell frá New Orleans og Ellen Bronaugh frá New York — Allar tvítugar og helzt að læra þjóðfélagsfræði í Kaupmannahöfn. — „Jeminn! Kemur mynd af okkur í blaði?“ // Þið eruð iiú skrítnir ÉÉ „Hey, þú! Ertu blaðamaður?" „Má ég spyrja þig nokkurra spuminga?“ „Gjörðu svo vel.“ „Hvernig geðjast þér að ís- Iandi?“ „Tja.. “ „Ætlarðu ekki að spyrja mig hvemig mér geðjast að íslandi? Spyrðu ekkj aha útlendinga að því? Amerískir blaðamenn spyrja útlendinga alltaf að því, hvemig þeim líld Ameríka.“ „Hvernig geðjast þér aö Banda ríkjunum?“ „Tja .. « s»iiian „Helduröu að þú vildir búa ■ji'Minnu'B-atntlarfM, ■ . „Ég veit það nú ekki. Ég hef aldrej verið annars staðar. — Sko... ef bú vilt lifa æsandi lifi, viðburðariku. Ef þú vilt berjast áfram 1 villtu þjöðfélagi, þá geðjast þér eflaust vel að Bandaríkjunum. Einnig, ef þú nennir ekki að ota þér áfram, villt bara dóia i þínu skoti, og leiða veraldarvafstrið hjá þér . .ef þú viit lifa einangruðu lífi.“ „Nixon hræðilegur“ Vísismaður var á fimmtudags kvöldið I siðustU'Viku á rangli meðail gesta á hótel Loftleiðum, bandarfskra stúdenta, 240 tals- ins, sem stönzuðu hér 2 daga á leið til Danmerkur, hvar þeir munu nema við Hafnarháskóla til vors. Stúdentar þessir voru ærið mislitt fé. AMir á aldrinum 19 —21 árs, en ef klæðalburður þeirra og útlit er sniðgengið, virtust unglingamir eiga eitt sameiginlegt. Þau eru bamalegri en íslenzkir jafnaldrar. Ekki komin með neinn lífsreynslu- svip kringum augun, drukku frekar létt vin en sterk„ og virt- ust æst í að tala við 'landann. Ekki til þess að spyrja um ís- land þótt forvitnj um landið væri vissulega fyrir hendi — frekar af Iöngun tiil að segja frá lfifinu heima hjá sér. Sá sem vitnað var i hér að ofan heitir David Kutz, 19 ára listnemi, hvítur á hörund og með snarhrokkið hár Sá hafði býsna ákveðnar skoðan ir á fööurlandi sínu: „Það er ekki vært lengur i New York. Ég á heima þar rétt hjá — NY er eiginlega rétt hand an við hornið bar sem ég bý. maður er ekki nema 6 klst að aka þangað í bíl. Borgin er orð- in eins og búr, villidýrabúr. Þar er ekk; hægt að anda lengur. Ég ætla svo sannarlega að vera í Evrópu i sumar, vinna eitthvað og læra. Ég held að það sé að verða sáluhjálparatriöi fyrir mig að komast burtu — geta virt Nixon og þessa ríkisstjórn hans fyrir mér úr fjarska um teið og ég anda að mér hreinu lofti“. — Þér líkar ekki við Nixon? „Nixon er skepna, ófreskja. I-Iann er hræðilegur". — Er hann ekki manneskja? „Hann er fyrst og fremst stjömmálamaöur En hann nær e|$d (neinum árangri f starfi nema vondtim árangri. Hann seg ir eití f .dag og annað á morgun. Hann er þvalur. há'll. Honum er aldrei hægt að treysta. Menn eins og Lindsay, Muskie — að ég nú ekki tali um John Kenn- edy, heitinn— þannig stjómmála menn eru ennþá manneskjur, og ég myndi kjósa þá. Nixon er ófreskja." — Þetta er bara staðhæfing. Þú veizt, Nixon er mannleg vera. Hvað heldurðu um þanka gang Nixons? „Ég held að hann hafi ekki þankagang. Ég held að hann hafi varla skoðanir... Jú, kannski hefur hann það greyið, en hann er fyrst og fremst hræðilega þröngsýnn (narrow minded).“ Verðbólgan og Víetnam Þau voru ekki öll svona fljót til að svara, eða höfðu svo á- kveðnar skoðanir á Nixon og David Kutz, ungmennin sem blm. spjallaðj við, en ÖM vildu þau segja eltthvað um utanri'kis stéfnu . Nixons-stjórnarinnar, efahagsstefnuna — verbólguna, og einkum þó stríðsreksturinn í Víetnam. LftM hnáta, sem leit út fyrir aö vera 13 ára, sveif á blaða- manninn og spurði: „Er það satt. að það sé banda rfsk herstöð á íslandi? Já. Ég held beir séu 2000 þessir landar þínir í Keflavík, þeir tilhevra vamarstvrk Banda ríkianna á NATO vegum í Evr- ópu. „Mér fvndist óbolandi að hafa íslenzka hermenn. eða útlenda hermenn vfirleitt. staðsetta á bandarískri grund Af bverju rekiö bið bá ekki úr landi?“ — Við tókum við þeim sjálf viljusir. ..Heyrðu. þið emð nú eitthvað skrítnir, er það ekki?“ Það er víst ekki allt mál- ið. „Að uppgötva heiminn“ Þótt þessi stúdentahópur virt- ist burðast með talsvert drjúgan sikenf af heimssamvizku, stóð hún ekkert í vegj fyrir því, að þau væru kiát og brosmJld. — Framfcoma þeirra var sérlega að- laöandi: „Sjáðu til“, sagði dökk- Ieitur náungi Andy að nafni, sem leit út fyrir að vera af ættbáTki Apadhe-Indfána, „það fer ekki hjá því, að það sé okkur öllum stðrkostleg lífsreynsla að bom- ast til Evrðpu — að ég nú ekki tafli um sérkermílegs lands eins og Islands. Mfldffl meirihluti Bandaríkjamanna fer áldrei tH útlanda. Langar ekki tJl þess. Við erum hér að uppgötva ver- öldina — en auðvitað er stór hiluti af henni heima, og við er- um stolt af því — ég og þau öll hin komum frá menntaskólum í USA. Við höfum öll okkar sið- ustu ár búið mestan hluta árs f „campus“ heimavist. Við kom- umst ekkert burtu. Við erurn bara í skólanum. Skemmtum okkur með skólafélögunum — í mesta lagi að maður laumist ? bfó inn í borgina en á vfnveit- ingastaði og klúbba förum við ekki Kannski finnst ykkur við barnaleg, en okkur fannst eins og við værum komin á elliheim- ili, þegar við heimsðttum Há- skóla íslands í dag og hittum þar stúdenta.“ Fleíri stúlkur en piltar Knut Helm Ericsen, danskur háskólakennari, sem kom með bandarísku stúdentana hingað hefur haft mikil kynni af amer- ískum ungmennum gegnum árin en núna kom hann til tslands * 6. sinn. Kvaðst hann vissulega ætla að halda áfram að-stanza hér við með bópana sína á leið inni til Danmerkur F.ricsen tiáð- fsi, að bað væri athvglisvert. að kvenfölk væri ’ miög miklnn- meirihuta í bes=um hópum — „Það stafar einfaMlega af þvf'' sagði Ericsen. ,að stúlkur bandariskum háskólum eru mnr fleiri en piltar Það er Hka a”* veldara fvrir bær að fá pahh- gamla til að borga svorra few' fvrir sig 0» sfðgst en ekki si’’7' þá er erfitt fyrir pilt.ana að sleppa undan herkvaðnin°n ‘ —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.