Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 6
V í SIR . Mánudagur 8. febrúar 1971. FARCJALDID FYRIR JÓN VAR VCL ÞESS VIRDI! Hafði nær stöðvað sigurgöngu FH i gær- Jón Hjaltalín reyndist gjörsam- lega óstöðvandi og skoraði 10 mörk, aðeins eitt þeirra úr víta- kasti. Hér æðir hann upp, stekk- ur og skorar enn eitt markið. Áhorfendur hrifust mjög af leik kvöldi — æsispennandi áfók Vikinga og FH — 22:21 eftir vafasaman dóm undir lokin 1400 borgandi áhorfendur auk 200 boðsgesta og annarra dáðust að leik Jóns Hjaltalín í gær með Víkingsliðinu, — 10 glæsi- leg mörk og gjörbreytt Vík ingslið með tilkomu þessa góða handknattleiks- manns. Sannarlega áttu Víkingar meira en tap skil- ið. — Jafntefli var það minnsta, en 1—2 marka sigur þeirra hefði ekki ver- ið ósanngjarn. Síöari hálfleikur Víkinga er með þvi allra bezta í þessu allra bezta íslandsmóti, sem sögur fara af. Þriggja marka forysta FH frá í hálfleik var jöfnuð, og þá fengu áhorfendur að sjá FH-inga í al- gjörri taugaveiklun. Liðið virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. F!H byrjaði annars ekki illa, komst l 4 mqr^i-mjin j seinni hátf-. leik, 13:9 og 'Í4:10, en þá skora þeir Georg og Jón Hjaltalín með stórglæsilegu skoti, en Rósmundur Jónsson, sem nú er orðinn mark- vörður Víkings, varði stórvel skot' af línunni og annað úr horni. Það var eins og þetta kveikti eld í Vfkingunum og Öm á skot, sem lendir í stöng. Hins vegar skorar Guðjón Magnússon á 9. mínútu 14:13 og þá er leikurinn orðinn fyrst æsispennandi og Ólafur Ein- arsson, stórskytta FH brennir gróf- iega af. Það á ekki af FH að ganga. Vitakast er dæmt á Víkinga eftir að Geir skorar mark, — Geir mótmælir við hinn unga dómara Hauk Þorvaldsson, sem vísar Geir umsvifalaust af velli í 2 mínútur, enda Geir búinn að steyta göm við dómarana fyrr i leiknum. Að vísu skorar Ólafur Einarsson úr þessu vítakasti, — en FH-menn hafa misst sinn bezta mann af velli. Jón Hjaltalín skorar nú glæsi- lega 15:14 yfir vömina og Rósmund ur ver enn stórvel. Jón HjaltaMn skorar svo á 13. mínútu jöfnunar- markið 15:15 með rosalegu upp- stökki og skoti. Og til að þjarma enn að FH, þá ver Rósmundur enn eins og höfðingi. Loks þegar Geir er kominn aftur í leik, skorar hann 16:15, en Magn- ús Sigurðsson svarar meö góöu skoti utan úr horninu, 16:16. Þetta er um miðjan seinni hálfleik. Birgir Bjömsson skorar 17. mark FH, en Jón Hjaltalín jafnar. Geir og Örn eiga tvö næstu mörk, og nú halda menn að sé komið að þeim kafla, þegar FH tekur völdin sakir reynslu sinnar. Þetta staðfest- ir Ólafur Einarsson með 20:17 úr vítakasti. En Víkingar eiga eftir að koma enn einu sinni á óvart. Guðjón skorar fyrst, þá Sigfús, þá em 5 mín. eftir, og þegar Víkingsvörnin gliðnar, stekkur Geir inn, en Rós- mundur ver fínuskotið við mikinn fögnuö áhorfenda, og enn ver Rós- mundur skot, og sókn Víkinga er hafin. Um þetta leyti vom FH-menn einum færri, Birgi Bjömssyni var vísað af velli þegar rúmar tvær mínútur vom eftir af ieiktímanum. Og nú skorar Jón Hjaltalfn Magn ússon af iínunni, — 20:20. Eftir em 80 sekúndur, — þá skorar Kristján Stefánsson, sá gamli og góði leikmaður, sem er nú einn bezti maður liðs síns á ný eftir áralanga hvíld, — 50 sekúnd- ur em eftir, segir klukkan okkar, og þá skorar Jón Hjaltalín 21:21 og æsingurinn er satt að segja oröinn ógurlegur. í síðustu sókn FH, tekur Jón Hjaltalín undir sig stökk, stekkur á einn FH-manna, greinilega til að brjóta af sér og fá þannig leiktöf, — en Jón Friðsteinsson vísar hon- um réttilega af velli, en laetur stöðva klukkuná. Tvær sekúndur eru eftir, þegar brotið er á FH- menn á réttá. sem dæmir, — skotiö fer frá Geir gegn- um klof Rósmundar i markinu. GóÖur leikur þetta, — talsvert mikið fyrir inngangseyrinn. FH vann bama enn eitt stigaoarið i safn sitt, — og siglir nú frarp<j>. f.yrir Val á töflunni, — aðeins einu stigi hafa FH-menn tapað í 6 leiki- um s'inum. Geir var góður sem fvrr, en Ólafur Einarsson kom ekki eins vel út og í fyrri leikjum. ætti e. t. v. ekki að leika svo lengi í einu sem hann var látinn gera nú, bvf hann er éhn ungur og ó- revndur. Annars er þetta FH-lið áreiðan- lega þaö bezta í sögu félagsins. Hraðinn í byrjun hefur áreiöanlega átt að setja Víkingá út af laginu, —og haföi raunar nær gert það, staöan var orðin 6:2, 7:3 og 9:4, 10:5, þegar 3 Víkingsmörk koma, 10:8, rétt fyrir hálfleik, en þá skor- ar Ólafur Einarsson úr vel fram- kvæmdu aukakasti 11:8 fyrir FH á lokasekúndunni. Víkingsliðið átti stórkostlegan leik. Væntanlega á liðið eftir að hrósa sigri yfir veikari aðilum en FH — ef Jóns Hjaltalíns nýtur við, sem mun verða að sögn forráða- manna Víkings, því hann mun verða með næstu 3 leikj Víking- anna. Guðjón féll mjög í skugga Jóns í fyrri hálfleik, en kom fram i þeim s'iðari og var góöur. Einar Magnússon hefði getaö veriö virk- ari. Rósmundur var góður í mark- inu, en liöið sem heild gott. Dómararnir, Jón Friðsteinsson og Haukur Þorvaldsson voru góöir, mun betri en nokkum óraöi fyrir fyrirfram. Það þarf hæfileika til aö dæma leik sem þennan en þeim tókst vel, enda þótt ákvörðun Jóns skilii eftir efasemdir, varðandi stöövun klukkunnar. — JBP Haukarnir slógu ÍR út af laginu — Tiltölulega jafn fyrri hálfleikur — rassskellur i jbe/m siðari Haukar fóru allt of létt með IR- inga í 1. deildinnj i handknattleik í gærkvöldi unnu þá með 26:14 f leik sem margir höfðu reiknaö með að yrði jafn og spennandi til síð- ustu mínútu. Haukar náðu góðri for ystu í byrjun 5:2 6:3 svo nefnd séu dæmj en ÍR-ingum tókst að jafna muninn og jafna f 7:7 en Guð mundur Gunnarsson varði stórvel fyrir ÍR. í hálfleik var staðan 11:8 fyrir Hauka alls ekki óvinnandi vegur að sigra fyrir ÍR-inga. En hvað gerðist. Haukasóknin fór allt í einu hrein- lega að labba gegnum vömina hjá ÍR sem virtist gatslitin. Hins veg ar þjappaðist vöm Hauka saman og tókst iR ekki að skora nema 6 mörk í síðari hálfleik þar af ekki nema 2 mörk fyrstu 19 mínútur leiksins. Haukar tóku að sigla rólega fram úr, alltr virtist heppnast þeim, ekk ert fyrir ÍR-ingum. Vítaköst ÍR- inga voru varin, linuskot runnu úr höndum leikmanna yfir markið OÆ.frv. en Haukaskotin áttu ótrú- lega greiða leið í markiö af ótrúleg- ustu færum, Lokastaðan varð 26:14, — mjög óviðunandi úrslit fyrir ÍR-liðið, sem er mun betra en svo að þaö saetti sig við slfka útreið. Mörkin: Stefán 6, Þórarinn 6, Við ar 5, Ólafur Ól. 3, Hafsteinn 2, Þórður 2, Sig. Jóakimsson 1 og Hall dór 1 fyrir Hauka. Fyrir ÍR skoruðu Vilhjálmur 6, Þór arinn 3. Brynjólfur 2, Ágúst, Ás- geir og Jóhannes eitt hver. ! Áhorfendur á OLD TRAFFORD j • • ! brostu í gegnum tárin i — grein H. Sim. verður að geymast til morguns vegna þrengsla Urslit f getraunaleikjum helg arinnar urðu annars þessi: Arsenal—Manch City 1:0 Blackpool—Wolves 0:2 C. Palace'—Ipswioh Everton—Huddersfield Leeds—Liverpool Manch. Utd.—Tottenham Newcastle—Chelsea 0:1 Nottinm For—Southampton 2:0 Stoke—Coventry 2:1 WBA—Bumley 1:0 1:0 West Ham—-Derby 1:4 2:1 Leicester—Hull 0:0 0:1 TÓLF RÉTTIR eru því sem hér 2:1 segir: 121—121—211—12x.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.