Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 08.02.1971, Blaðsíða 16
PSSS VISIR Mánudagur 8. febrúar 1971. g»r|ý verk ísienzkrea listiamsinna hafa — Nýju sáttatiHögurnar tilgangslausar, segir Hermóður Guðmundsson seizf á farand- sýningu Sýningin „Fjórar kynslóðir nú- lifandi fslenzkra myndlistarmanna“ sem verið hefur á ferðalagi um Nor eg er nú komin til Svíþijóðar og hefur undanfarið staðið yfir f Gauta borg. í Gautaborg seldust verk sriggja myndlistarmanna, málverk eftir Vilhjálm Bergsson og Gunn- laug Gíslason og höggmyndir eftir Ragnar Kjartansson. Frá Gautaborg fer sýningin til Stokkhólms. Seinna mun sýningin fara til Osló, þar sem hún verður liður í listaihátíð þar. —SB □ Landeigendur á Lax- ár- og Mývatnssvæð- inu eru nú með skaða- bótarmál á hendur Lax- árvirkjun í undirbún- ingi. Munu skaðabóta- kröfur sennilega nema eitthvað á annað hundr- að milljónum króna, að því er Hermóður Guð- mundsson frá Árnesi, einn forystumanna bænda, sagði í viðtali við Vísi. Hermóður sagði, að undirbúningur málsins væri enn ekki svo langt kominn, að unnt væri að fullyrða ná kvæmlega um upphæð- ina í jskaðabótakröfun- m Gerðar eru krðfur til bóta á spjöllum sem maonvirki Laxár- virkjunar hafa vatdið á iandi og fiskirækt, en vegna stíflumann- virkja telja bændur aö vatns- borðshækkun f Mývatni hafi valdið þar iandspjöllum. Varð- andi nýjar sáttatiHögur, sem Jó- hann Hafstein, forsætisráöherra skýrði frá á A'liþingi, að lagðar hefðu verið fram til lausnar deil unni, sagði Hermóður, að hann teldi þær tilgangslausar. í þess- um tiHögum er aðeins gert ráð fyrir lítils háttar breytingum frá sáttatH'lögunum, sem ræddar vora hér í Reykjavfk í nóvem- ber sl. Er m. a. gert ráð fyrir htfls háttar breytinguni á jarð- göngum og stöövarhúsi. Hermóð ut sagði, að enginn grundvöllur væri til þess að bændur tækju þátt í viðræðum fyrr en fram- kvæmdir við núverahdi áfanga virkjunarinnar hefðu verið stöðv aðar. Þá sagði hann, að forsend- ur fyrir áframhaldandi fram- kvæmdum viö þennan áfanga væru, að vísindalegar rannsókn- ir sönnuðu ótvirætt, að þær yllu ekki spjöllum á vatnasvæði Laxár. — VJ Hélt heim með 200 þúsund krónur handa Laxárbændum Skemmtunin i Háskólabiói heppnaðist mj'óg vel • Feikileg stemmning var í Háskólabíói í gær, er nátt- úruverndarmenn fjölmenntu til samkomu, sem haldin var til að sanna þingeyskum bændum, sem stríða við virkjunaryfirvöld, að hauka eigi þeir í homi hér sunnanlands. Töfðust vegna skridufalls í Hvalfirði Milli 7 og 8 smábílar urðu að biða meðan veriö var að ryðja veginn í Hvaifirðinum í morgun, en skriöa féll á veginn hjá Múlafjalli. Stórir bílar komust hins vegar í gegn. Vegagerðin vann að þvl að ryðja veginn I morgun og á hann aö vera fær í dag. SkriðufaMið varö tiil þess, að smúbílarnir töfðust um tvo klukkutíma frá hálf átta ti'l um hálf tíu I morgun. Hjá Vegagerðinni fékk Vísir þær upplýsingar í morgun, að víðast hvar væri greiðfært um landið og ekki tðljandi vegaskemmdir vegna rigninganna um helgina. Vísir hafði einnig samband viö Botnsskála í Hvalfirði í morgun og félck þær upplýsingar, að vegurinn væri mjög blautur og mætti ekki gera mikið meiri rigningu til þess að hann spiiltist ekki. — SB Kemur heim frá Svíþjóð til að leika handbolta í 1. deild K I I I \ Islenzkur námsmaður I Sví- þjóð, Jón Hjaltalín Magnússon var hetja kvöldsins i Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi, eins og útvarpshlustendur hafa eflaust heyrt á Iýsingu Jóns Ásgeirs- sonar frá leik Víkings og FH í 1. deild I handknattleik. Jón leikur annars ekki aðeins með íslenzku 1. deildarliði, held ur og með sænsku 2. deildarliði í Lundi, sem er að vinna sig upp í sænsku 1. deildina. Víkingar eru í fallbættu hér heima, og því var horfið að því ráði að fá Jón hingað heim gegn FH, — hann skoraði 10 mörk og var nærri búinn aö framkalla sigur gegn þessu bezta liði ís- lands. Eftir 9 daga verður Jón kom- inn aftur heim til íslands, — þá leikur hann 2 eða 3 leiki með Víkingum í 1. derld. „Það er áreiöanlega þess virði að borga farið fyrir Jón“ sögðu forráða- menn Víkings, sem horfir fram á stórfellt fjárhagstjón, ef félag- ið dettur enn einu sinni í 2. deild i handknattleiknum. — SJÁ ÍÞRÓTTASÍÐUR I DAG. Sikemmtiatriði voru fjölbreytt á samkomunni og ræður snjaliyrtar, enda engir ómenkari menn en Gunn ar Gunnarsson og Finnur fuglafræð ingur Guðmundsson, sem brýndu menn tii samstöðu með bændum og náttúru landsins. Háskólabíó var þéttsetið og marg ir urðu að standa upp á endann níeð veggjum fnam, og sögðu starfs- menn hússins, að langt sé síðan þvl- lfkt lófatak hafi heyrzt í þessu húsi og I gær, þegar Jón Múli Árna- son, sem sá um að halda stemning unni við, sagði söigur af sjálfum sér og hraðbrandi (Trabant) sínum, mil'li þess sem hann reyndi að kotna flestum þeim, sem fram á sviðið tróðu I ættir við Þingeyinga. Margt merkra listamanna af þing eyskum ættum lagði sitt af mörk- um við skemmtanina, til deemis Leifur Þórarinsson og hljómsveitin Náttúra, sem nú fékk leyfi til að leika tónsmíðarnar tvær, sem sjón varpiö afþakkaði pent fyrir nokkru. Þá lásu upp frægir leikarar og söngvarar. AHa samkomuna út, vár skuggamyndasýning á breiðtjaldi i bíósins — sýndar stórkostilegar lit- ' myndir af iandslagi Þingeyjarsýslu. Hápunktur samkomunnar var, þegar Hermóður Guðmundsson, bóndi í Ámesi, formaður Land- eigendafélags Mývatns- og Laxár- bænda, sté á sviðið og tók við ágóð anum af fundinum úr hendi Jóns Múla. 1070 manns keyptu sig inn í húsið fyrir 250,00 kr. hver, en einnig mun eitbhvert fé hafa safn- azt í samskotabauka, þannig að Hermóður heifur ef að likum lætur farið með vel yfir 200.000,00 kr. norður að Laxá handa bændum upp I lögbannstrygginguna. —GG Gerir okkur að 2. // flokks kennurum — segja kennaraskólanemar um Kennaraháskólafrumvarpib // „Við lýsum yfir velþóknun okkar á meginatriðum Kennaraháskóla- frumvarpsins, en mótmælum ein- dregið þeirri réttindarýrnun, sem við, að okkar áliti, verðum fyrir. Við teljum aö meö þcssu frumvarpi séum við gerð að annars flokks kennurum, bæði hvað snertir at- vinnumöguleika og laun. Þetta eru bein svik af hálfu hins opinbera. Við hófum námið í trausti þess, að við yrðum fyrsta flokks kenn- arar“. Þannig komast kennaraskólanem ar m. a. að orði i ályktun, sem þeir hafa sent menntamálanefndum alþingis og fjölmiðlum. 1 ályktun- inni krefjast þeir þess, að próf frá Kennarasköla íslands, tekin eftir 1963, veiti rétt til inngöngu í Há- skóla Islands og í fyrirhugaðan Kennaraháskóla og geti nemendur úr Kennaraskólanum lokið prófi i Kennaraháskólanum á tveimur ár- um í stað þriggja vegna þeirrar séi menntunar, sem þeir hafa umfram stúdenta. Nemendur vísa til stuðnings kröf- um sínum til niðurstöðu Stúdenta- ráðs Háskólans úr rannsóknum síð- asta sumar á námsefni til kennara og stúdentsprófs. Þar var kennara próf talið jafngildi stúdentspröfs Þá er kennarapróf metið hærra er stúdentspróf í starfsmati BSRB of samninganefndar ríkisins. Nemendurnir, sem undirrita þetta bréf segjast mæla fyrir munr margra kennaranemenda og segjasl munu leggja aukna áherzlu á kröf ur sínar I verki, ef þurfa þykir — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.