Vísir


Vísir - 26.03.1971, Qupperneq 4

Vísir - 26.03.1971, Qupperneq 4
V I S I R . Föstudagur 26. marz 1971» Sannarlega líta Norður- landameistarar íslands í handknattleik sigur- stranglega út þegar aug- um er rennt yfir kepp- endaskrá landanna. — í liði okkar gegn Dönum í kvöld teflum við fram 6 af Norðurlandameistur- unum ásamt nýliðum, sem hafa vakið feiknar- lega athygli í 1. og 2. deild í vetur. Danir hafa aðeins einn mann, sem lék með í Norðurlanda- mótinu í fyrra, — allir hinir eru nýliðar. En því miður er dæmið ekki svona einfalt. Við megum ekki ganga sigurvissir til leiks. Norö Verja þeir Norðurlandatitilinn? — / kvöld leikum v/ð gegn Dónum i Norður- landamóti unglinga i handknattleik — v/ð eigum stórt verkefni crð vinna um helgina urlöndin leggja mikla áherzlu á unglingalandsliðin sín, þrepið fyrir neðan A-landsiðið, og þar eru engír aukvisar á ferö. Auk þess höfum við enn enga vissu fyrir því, hvernig þeir góðu kraftar, sem við höfum á að skipa, vinna saman í einni heild. Aðeins Finnar senda 8 leik- menn, sem hver um sig hefur 4 landsleiki með UL, hin lönd in eru að iangmestu leyti með nýliða. Svíar eru með 2 leik- menn, sem áður hafa leikið unglingalandsleik, Norðmenn með 3 ieikmenn. Þetta mót verð ur því mpt nýliðanna eins og oft vill verða. Á fundi mað blaðamönnum kom Axel Einarsson fram 'á ný fyrir Handknáttleikssambarid ið í gamalkunnu hlutverki frá sinni formannstíð. En nú gaf hann upplýsingar um unglinga- landsliðið, en hann féllst á að starfa við Noröurlandamótið nú. Axel kvað það hafa verið harðsótt á sínum tíma aö kom ast með í Norðurlandahópinn í þessu tilliti. ísiand var þó meö 1962 og síðan. Forsala aðgöngumiða hefst i kvöld kl. 17 í Laugardalshöll og skal bent á að hægt er að kaupa afsláttarkort á alla leik- ina. Verðlaunagripurinn, sem keppt er um, prýðir nú skrifstofu HSl í Laugardal, — og það er greini legt að ætlunin er að hann dvelji þar a. m. k. eitt ár til viðbótar. Gripurinn var gefinn af Stokkhólmsblaðinu Dagens .vf^ýiheter, , .lU,,M ÍBf^ j Menntamálaráðherra mun af- henda sigurvegaranum í mót- inu gripinn á eftir leik íslá'nds og Svíþjóðar á sunnudagskvöld- ið. Þá munu beztu leikimenn mótsins að mati fréttamanna fá verðlaun, sem fjölmiðlarnir gefa sameiginlega. Það lítur sem sagt vel út fyrir kvöldið í kvöld og tvö þau næstu, lið okkar virðist sterkt, — e. t. v. einum of lítið hugsað um línuspilara, en markvarzlan ættj að vera í góð- um höndum, — og skotmenn eigum við næga. Hilmar Björnsson er þjálfari liðsins og liðssfjóri verður fyrir liðí Norðurlandameistaranna í \ fyrra, Stefán Gunnarsson í Val. Áreiðanlega munu áhorfendur fjölmenna til að sjá leiki lið- anna, — margir muna árangur knattspyrnulandsliðs unglinga fyrir nokkrum árum, þá áttu áhorfendur sinn mikla þátt. Heimavöllurinn er góður, — svo -framarlega sem áhorfendur mynda vegg um lið sitt með einlægum stuöningi, hvemig sem allt gengur. Leikur er aldrei tapaður fyrr en honum lýkur, og því eiga menn að hvetja lið sitt fram í rauöan dauðann. Vonandi verða góöar fréttir í blaðinu á mánudaginn af þess ari keppni, — og þegar við segjum góðar, þá meinum við auðvitað að íslandihafi vegnað vel. —JBP STÖÐVAR KR VETRAR- LANGA SIGURGÖNGU ÍR? — vertiðarlok i körfuknattleik um helgina Skallagrímur úr Borgarnesi eða Snæfell úr Stykkishólmi. Annað hvort þessara liða leikur í 1. deild í körfuknattleik næsta ár. sigurgöngu ÍR, sem hefur tvíveg-’ is unnið KR afskaplega naumlega í ingum verður mikið niðri fyrir, þeg I æsispennandi leikjum. Mótsslitin ar þeir mæta ÍR. Hafa þeir það veröa í Leifsbúð 'i Hótel Loftleiðum eitt í huga að stöðva vetrarlanga ‘ kl. 9 annaö kvöld. TÁKNRÆNT FYRIR HANDKNATTLEIKS YETURINN MIKLA 0 Þessi mynd er ekki frá árunum þegar allt var leyfum háð og biö- raðir mynduðust af því einu saman aö einhver kaupmaðurinn haföi önglaö sér lcyfi til að kaupa inn skóhlífar eöa hárgreiður. Nei, þessi mynd er frá Laugardalshöllinni og var tekin klukkan rúmlega 5 á mið- vikudaginn. 0 Þá var múgur og margmenni við miðasölur Laugardalshaliar, og mik- iö fjör í miðasölunni. Hurfu allir miðar löngu áður en leikurinn hófst, — og komust miklu færri á leikinn en vildu. 0 Talsvert táknræn mynd fyrir handknattleiksveturinn mikla, — en aðsókn hefur verið meö eindæmum, sennilega meiri eða allt að því eins mikil og að 1. deild í knattspyrnu, og ágóði félaganna er mjög ánægjulegur og stuðlar að því að gera handknattleikinn betri, því afla allra hluta eru peningarnir, ekki satt? Úrslitaleikurinn í 2. deild körfu knattleiksins er á morgun kl. 3.30 á Seltjarnarnesi og að þeim leik loknum lýkur 1. deildinni, sem ÍR hefur þegar unnlð. En ýmsum spurningum er ó- svarað enn. Hver verður t. d. stiga hæsti leikmaður mótsins, — Ein- ar Bollason, I<R er með 262 stig,- Jón Sigurðsson, Ármanni með 260 stig og Þórir Magnússon, Val með 257 stig. — Sama er að segja um keppnina um vítaköstin, — þar er álíka hart barizt. Og ekki má gleyma því að KR- Þetta er Norðurlandamótsliðið okkar, — margir knáir piltar skipa þetta lið, sem miklar vonir eru bundnar við.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.