Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 2
Yfirburðir hvítra „Ég trúi á yfirburði hvíta kyn stofnsins og mun gera svo, þar til tekizt hefur aö innræta svert- ingjum ábyrgðartilfinningu að ein hverju marki“, sagði leikarinn John Waine nýlega í viðtali við tímaritið Playboy" og ég held að við höfum ekki gert rangt, Ame- ríkanar, er við tókum landið af Indíánunum. í>að var þá fjöldi fólks til staðar, sem hafði þörf fyrir landið, og Indíánamir voru að reyna að halda þessu landi á mjög svo eigingjarnan hátt... Stríðsmaður friðarins Henry Blyth heitir 72 ára gam- all maður í Plymouth, Englandi, sem stendur á því fastar en fót- unum að hann geti kotnið í veg fyrir stríð i heiminum með því að dáleiða hersveitir og fá þær þannig til að kasta frá sér vopn- um sínum. Hann fékk tæki- færi til að reyna aöferö sína, þegar sex gamlir herforingja voru með nýliða á æfingu. Blyth var nærstaddur, og þegar nýliðunum var skipað að „skjóta og hætta ekki hvað sem í boði væri“ tók Blyth upp hátalara og sagði: „Lokið augunum og hugsið um frið. Leggið frá ykkur vopnin og gerizt boðberar friðarins“. Blam- blam-blam-blam og bang! heyrð- ist frá hermönnunum og ekkert annað meðan þeir tæmdu skot- færabirgðir sínar á skotmarkið. „Ég held“, sagði Blyth „að ég þurfj að fullkomna mína tækni“. Hjónaband Sonur Dean Martin, Dino litli sem er ekki nema 19 ára var nýlega að kvænast tvítugri stúlku, Oliviu Hussey, sem fræg varð fyrir að leika Júlíu í kvik- mynd um hana og Rómeo. Sögðu þeir sem viðstaddir voru hióna- vígsluna, að Olivia hefði verið föl, næstum eins hvít og satínið sem hún klæddist við athöfnina, sem fór fram í kapellu í Las Vegas. Dino, sem er fyrrverandi lækna- stúdent við UCLA, sagði að það yrði ekki um það að ræða að þau færu í brúökaupsferð, þar sem hann yrðj aö leika í tennis- keppni daginn eftir. Faðir brúð- gumans spiallaði soldið við blaða menn og ljósmyndara eftir brúð- kaupið, bað þá blessaða aö eyða ekki miklum tíma fyrir sér meö ljósmyndastandi: „Farið nú að hætta strákar, þetta tekur svo míkinn tíma frá drykkjunni". Flökku-stúdentar Timothy, 21 árs gamall stúdent, nam i fyrra viö University of California, USA. Timothy stóö sig mjög vel í námi, og foreldrar hans og aðrir nákomnir þóttust vissir um aö innan tíðar myndi ættin eignast góðan skurölækni. En Timothy litli brást þeim hrap- allega. Hann sagöi sig úr skóia, hristi þvermóðskufullur sinn úfna svarta koll þegar pabbi gamli reyndi aö „koma vitinu fyrir hann“ og tók sér far til Miami. Þar fór hann aö sækja tíma í hin- um og þessum fögum, lét sér samt ekki til hugar koma að láta innritast f skólann. Timothy haföi einfaldlega gengið í hinn stöðugt fjölmennari hóp flökku- stúdenta eða hinna svokölluðu „drop-in“ stúdenta. „Stórkostlegt líf!“ Timothy tók síðan saman við fallega stúlku Gael að nafni. Hún er flugfreyja, og þau búa saman í íbúðarkríli skammt frá háskólan um i Miami. Þau keyptu sér gamlan MG sportbíl. og á honum þeytast þau milli skólans og heim ilisins, út á strönd og út fyrir borgina þegar þau langar til. Timothy eyðir miiklum tíma í félagsskap stúdenta í Miami, og fólk heldur yfirleitt að hann sé líka innritaður f skólann, en svo er vissulega ekki. Hann veit ekk- ert skemmtilegra en að fara út á strönd með Gael, fara í öku- ferðir eða bátsferðir og stundum fær hann sér einhverjg vinnu, og þar fyrir utan fær hann reglu lega senda einhverja peninga að heiman. Stórkostlegt líf! segja þau bæði: „Ég veit í raun ekki. hvað ég ætla að gera, hvað ég vil gera“, sagði Timothy nýlega, er hann var í stuttri heimsókn hjá foreldrum sínum, „ég hef bara fyrirlitningu og lýsi frati á þetta „lífsgæða kapphlaup". Við Gael vildum helzt fá okkur bát og sigla um Karíbahafið". En þau Gael hafa heldur engin áform um að ganga f hjónaband — hvort með öðru eða einhverju öðru fólki — og þessi óvissa fer ekkert f taugarnar á þeim. Þau eni hamingjusöm. Niður með lífsþæginda- kapphlaupið! Um eitt eru þau þó handviss bæöi tvö: Þau vilja ekki láta neyða sig út f eitthvað sem þau kæra sig ekki um. Þau vilja ekki láta neyða upp á sig lifn- aðariháttum, sem hindra að þau geti ti! fullnustu notið hvers andartaks, hvers dags eins og þeim bezt hentar og fýsir hverju sinni. Tim og Gael eru meðal tuga þúsunda ungs fólks, sem snúið hefur baki við þjóðfélaginu, en þess í stað gerzt eins konar sígaunar í háskólum og kennslu- stofum. Engar tölur eni til yfir fjölda flækings-stúdenta, en vitað er að þeim fjölgar stöðugt og að þeir eru þegar orðnir mjög marg- ir. Flökku-stúdentar eru úr öllum þjóðfélagsstigum. Margir þeirra búa ennþá heima hjá foreldrum sínum. Aðrir halda til f kommún um, en á þessu mun allur gangur. Stúdentar þessir eru Ifka á öllum aldri, a-llt niður f 15 ára, eins og hún Mary Ann Vecchio, sem hvarf af heimili sínu og foreldrar hennar vissu ekkert hvar hún ól manninn fyrr en þeir sáu myndir af hennj í öllum dagblöðum, teknar við Kent State háskólann, þar sem stúdent einn var myrtur af hermanni úr þjóðverðinum. Sumir þessara flökkustúdenta hafa tekið að sér að skipuleggja samtök stúdenta, baráttusamtök eða bara einhvers konar samtök. S<imir flökkustúdentar eru stað- ráðnir í því að læra, stunda nám- ið vel og eru á allan hátt „til fyrirmyndar" á borgaralega vísu: þeir koma bara aldrei í próf og eru naumast lengur en árið á hverjum stað. Gott dæmi um slík an stúdent er Laura Levy frá Jamaica. Eftir að hún tók loka- próf úr Queens College með láði, komst hún að þeirri niður- stöðu að alls ekki heiði verið tímabært fyrir hana að fá þetta próf. Og hún fór einfaldlega að sækja tíma aftur í Queens Coll- ege sem utanskólanemandi. Helzti samkomustaður flökku- stúdenta í New York er Washing ton Square Park. Þar halda sér- vitringar ræður, börn úr lista- mannahverfinu Greenwich Vill- age ieika sér þar og þar vSVkla menn með eiturlyf og pantsetja úrið sitt fyrir mat eða víni. Við New York University er hvað hæst prósenttala stúdenta óinn- rituð. Gott dæmi um slíkan flökkustúdent er náungi, sem þekktur er undir nafninu Tokyo. Það nafn fékk hann þar eð faðir hans er japanskur. Fyrir nokkru reikaði Tokyo inn í hóp stúdenta í New York og sagði þreytulega: Drengir, hvar get ég hallað mér, Þeir bentu honum á friðsamt horn, hvar hann svaf af nóttina á bekk. Síðar flutti hann inn á nærliggjandi hótel. Býr þar og sækir stundum tíma í NYU, en aðallega ver hann dögunum I að skrifa í skólablað stúdenta, „Washington Square Joumal“, og stundum fær hann sér starf í Greenwich Village sem söngvari á krá, eður því um líkt. „Ég hefði svo sem ósköp vel getað orðið fyrirmyndarstúdent hér“ segir Tokyo, „og dundað mér við að taka hér hæstu próf í sögu skólans, en mér geðjast bara svo vel að götulífinu hér í þorpinu. Þar fyrir utan finnst mér hundleiðinlegt að fást við einhvem einn ákveðinn hlut um langan tfma“. ?>Ekkert hægt að gera“ Skólayfirvöld eru ekkert hrifin af þessum stúdentum, sem þannig sækja fyrirlestra ókeypis. En þau geta ekkert gert annað en látið þessa flökku-stúdenta í friði: „Það þýddi ekkí hætis hót að banna þessum sígaunum að- gang að skólunum", sagði einn rektorinn ,,hinir stúdentamir, þeir innrituðu, myndu standa með sígaununum og fara úr skólan- um“. En þessi flökkualda kemur sér mjög illa á þessum tímum, þegar einkaskólar eiga 1 miklum fjárhagsörðugleikum. Vorsnjór í Englandi Ekki er hægt að kvarta yfir því, að vorveðrið hér hafi verið amalegt. því að það er töluvert langt um liðið síðan snjór sást á götum Reykjavíkur. Erlendis þar sem yfirleitt vorar fyrr en hér getur þó brugðið til beggja vona. 1 Suður-Englandi og Wales snjóaði síðustu dagana í apríl og það er óvenjulegt. Þessi mynd var tekin í borginni Bristol í Englandi síðast í apríl, og stúlkan á myndinni virðist vera fremur dauf á svipinn og leið á að bíða eftir vorinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.