Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 16
• : ISIR Ptiðjudagur 4. maí 1971. GANGA Á FJORUR OG SKJÓTA OLÍUBLAUTAN FUGL Veður versnar / Djúpi Enn er talsvert um olíublautan fugl f Isafjaröardiúpi, þótt engin olía hafi smitazt úr togaranum frá bví tönkum skipsins var lokað. Lögreglumenn og fleiri, sem yfir byssum ráða á ísafirði, hafa skotið fugl í fjörum til þess að binda endi á þjáningar hans, en fuglinn er talinn algjörlega dauðadæmdur, ef hann á annað borð lendir í olíunni. Hlýjasti apríl í sjö ár Aprílmánuður nú er hlýjastl apríl eftir árið 1964 og mun hlýrri en undanfarin ár, 1967—1970. Þau ár var heilu hitastigi kaldara I apríl en var nú. Meðalhiti aprílmánaðar nú var 3,8 stig, sem er 0,7 stig yfir meðailagi áranna 1931—1960. Adda Bára Sigfúsdóttir veður- fræðingur veitti Vísi þessar upplýs ingar í morgun og gat þess, að úrkoma hefði mælzt 44 mm í apríl, sem sé heldur minni en í meðaíári. Á Hveravöllum var meðalhiti aprfl mínus þrjú stig, sem er samt hiýrra en á sama tíma undanfarin fjögur ár. — SB Sjóskátar kaupa kappsigiara Hamarshögg og önnur álíka at- hafnahljóð, sem flest kvöld undan- :.rið hafa borizt úr bilskúrnum að Urðarstekk 10 í Breiðholti, hafa ekk; getað leynt því, að þar inni standa yfir einhverjar meiriháttar framkvæmdir. „O, jæja, öllu má nafn gefa, — við erum hálfpartinn búnir að Krpyta skúrnum 5 slipp,“ sagði Guðmundur Jónsson, húseigand- inn — einn úr hópi sjóskáta Aust- urbæjar — þegar blaðamann Vísis bar að. Þegar litið var inn í „slippinn" gat að líta 17 feta langan kapp- siglara — svona þegar betur var að gáð gegnum mergð af unglings piltum, sem skriðu undir hann of an á honum og inni í honum. Hver maður var vopnaður sköfum og sandpappír. Guðmundox upplýsti okkur um það, að skútan væri kappsiglar; af svonefndri Ramb!er-gerð, sem ver ið hefði í eigu Skúla Magnússonar, flugstjóra en sjóskátarnir hefðu keypt fyrir nokkru. „Viö erum að gera hana sjó- klára, en síðan flytjum við hana að Hafravatni, þar sem við höfum skála og aðstöðu. Þar notum við hana til æfinga fyrsta kastið, og njótum þá tilsagnar fyrri eiganda hennar, Skúla flugstjóra. — En jafnskjótt og við teljum okkur hafa náð tökum á því að stjórna og sigla henni förum við með hana hérna út á Viðeyjarsundið.“ sagði Guðmundur okkur. —GP Forsetahjónin / Noregi: Hluti af sama meaningarsvœði“ „Ég þakka hlý ávarpsorð yðar til konu minnar og mín og viðurkenn ingarorð yöar um íslenzku þjóðina . . Það sem við áður vissum hefur verið staðfest, að samkennd og vinátta miili Norðmanna og Is- lendinga er svo sem sjálfsagöur hlutur, enda örugg staðreynd,“ sagði forsetj íslands, dr. Kristján Eldjárn I ræðu þeirri er hann hélt í veizlu sem Ólafur Noregskonung ur hélt forsetahjónunum til heið- urs, en til Oslóar komu forsetahjón in í gær, og dveljast þar til mið- vikudags, er þau halda í oninbera heimsókn til Svíþjóðar. í ræðu sinni í konungsveizlunni ræddi forsetinn um skyldleika með Islendingum og Norðmönnum: „Og sagan sameinar. íslenzka þjóð in er frá hinni norsku runnin, ís- land byggðist af Noregi. Það vek ur oss því aðeins gleði og stolt, þegar Noregur- er nefndur feðra- land íslands . . I stórum drátt- um eru lífshættir Hkir í löndum vorum. Vér erum hvorir um sig hluti af sama menningarsvæði. Vér aðhyllumst sömu hugsjónir um mannréttindi og lýðræði, þjóðfélags lega og stjórnmálalega eigum vér margt sameiginlegt. Vér eigum einnig að nokkru leyti við svipuð vandamál að etja. Úr norðrinu er sjónarhornið til hins stóra heims álika, hvort sem er frá Noregi eða islandi . . .“ Forsetahjónin komu til Fomebu flugvallar með Gullfaxa F. í. rétt fyrir hádegi í gær, og tók norska konungsfjölskyldan á móti hjön- unum á flugvellinum, en síðan var haldið til hádegisverðar f kon- ungshöllinni. Síðdegis tóku for- setahjónin á móti erlendum séndi- herrum og frúm þeirra i höllinni og klukkan 20 hófst veizlan, en til hennar komu kringum 200 manns. í dag heimsækja forsetahjónin söfn, sitja boð rikisstjórnar Nor- egs hafa síðan boö fyrir íslend- inga í Noregi og í kvöld heldur forsetinn veizlu á Grand Hotel þar sem Noregskonungur. krón prins og krónprinsessa verða gestir Rétt eftir hádegi fara forsetahjón in flugleiðis frá Fornebu til Sví- þjóðar. —GG Norskur björgunarsérfræðingur, sem bíður á Isafirði, fer daglegar eftirlitsferðir út í togarann með lóðsbátnum og virðist þar lítið hafa breytzt. Talsverð forvitni hefur gripið fólk eins og oft vill verða og eru smábátar að sniglast í kring um togarann alltaf við og við, en c'.tkj virðist hafa verið hróflaö við neinu um borð. íslenzka varðskipið, sem kom á staðinn stuttu eftir strandið hafði burt með sér radar, talstöð og ýms ’/erðmæt siglingatæki og varðveit- ir þau. Björgunarskipin tvö em væntan- l,eg til Isafjarðar á morgun, fyrra skipið, en á fimmtudaginn seinna r.kipið, en þeim sækist seint sigl- ;nein, þar sem þau eru með fyrir- ferðarmikla flotpramma í eftirdragi, Heldur hefur veður versnað í Djúp- inu og á Vestfjörðum voru í morg- un 6 vindstig, snjókoma á Horn- bjargi og hálfgert svikalogn 1 Æð- ey að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings. Við Arnarnes hélzt þó sæmilegt veður og sjór var kvrr á strandstað. Slökkvibíilinn hafði bilað orsakir slyssins. „Þegar skipta þarf vélarorkunnj yfir á vatns- dæluna er togað í sérstakt hand fang, og það hafði dælustjóri gert. En handfangið dregur til sérstakan vír, sem togar drifið úr tengslum. Þegar bíllinn var rannsakaður eftir á, kom í ljós, að þessi vír var slitinn. Billinn var þvf tengdur við akstursdrif- ið. þrátt fyrir að allar venju- legar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að rjúfa þau tengsl. — Um leið og stjórnandi dæl- unnar jók bensíngjöfina til að herða á dælunni, ók bíllinn af stað.“ Rannsókn er ekki lokið á orsökum slyssins, né liggur neitt Ijóst fyrir, hvers vegna virinn slitnaSi. En vírinn bar merki þess, að hann hafði farið sund ur áður og verið soðinn saman. — Slökkviliðið hefur sitt eigið bílaverkstæði, þar sem annazt er viðhald og viðgerðir á slökkvi bílunum. —GP á sama hátt áður ;», • Fimm slösuðust, þegar slókkvibill rann stjórnlaust af stað Fimm menn urðu fyrir slökkviliðsbíl, sem rann af stað stjórnlaus í Ein- holti 2 í gærdag, meðan slökkviliðsmenn voru að slökkvistörfum. Bíllinn rapn allt í einu af stað ög fór af klossum, sem skorðaðir voru fyrir hjólum hans, en hann hélt beint inn í hóp manna, sem stóðu álengdar og fylgdust með slökkvistarfinu. Við áreksturinn köstuðust tveir menn frá bílnum og sluppu með minniháttar skrámur, en fjórir drógust með honum meðfram girðingu og inn í port, þegar bíllinn fór í gegnum grindverk og stöðvaðist á húsvegg í Ein- holti 11. Fjórir voru fluttir á slysa- varðstofu, en tveir reyndust það I'itið slasaðir, að þeir fengu heim fararleyfi, eftir að gert hafði ver ið að sárum þeirra. Fimmtugur maður og tíu ára drengur. voru lagðir mikið meiddir inn á Borg arsjúkrahúsið. Maðurinn hafði hryggbrotnað og fótbrotnað, en reyndist ekki lífshættulega slas- aður, og var líðan hans í morg un eftir atvikum sæmileg eftir góðan svefn í nótt. Drengurinn hafði brákazt og meiðzt á hálsi, en ekki var við því búizt, að hann þyrfti langa sjúkralegu, áöur en hann fengi að fara heim. „Bíllinn er sjál-fskiptur og mótorinn knýr áfram annað hvort drifið til aksturs, eða vatnsdæluna við slökkvistarf,“ sagðj Gunnar Sigurðsson vara- slökkviliðsstjóri aðspurður um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.