Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 13
V Í SI R. Þriðjudagur 4. maí 1971. Ólíkt betrí þjónusta — nú geta menn fengið linsur i augu sin með fárra daga fyrirvara Körfubíll til leigu Upplýsingar í síma 36548 og 18733. ■áj.'.'.'lt” 'T'ímaritið Newsweek skýrði frá þv!i fyrir fáum vikum, að heilbrigðisyfirvöld í Banda- ríkjunum hefðu tekið ákvörð- un um að leyifa innflutning og gerð „contact-linsa“, sem um ýmislegt eru frábrugönar þeim linsum, sem hvað lengst hafa verið í brúki á Vesturlöndum. Þessar nýju linsur eru úr plasti (eins og reyndar allar linsur sem framleiddar eru — annað efni er naumast hugsan- legt), en þær eru til muna þynnri en þær eldri, og þannig í eðli sinu, að þær mýkjast við að koma í vökva. Segja fram- leiðendur þeirra, sem eru tékk- neskir, að linsur þessar haf; það fram yfir eldri gerðir, að þær valdi engum óþægindum í aug unum, og þar sem þær séu mjúkar og leggist þétt að aug- anu, hafi þær ekki tilhneigingu til að detta úr því. í Bandaríkjunum munu milli 8 og 10 milljónir manna nota contact-linsur, en það er fyrir tækið Bauch and Lomb sem nú hefur fengið leyfi U. S. Food and Drug Administrati- on“ til að framleiða tékknesku linsurnar. Síðan 1960 Á íslandi er það Jóhann Sóf- usson í Gleraugnahúsinu, sem séð hefur um að koma linsum í augu þeirra sem þess hafa óskað eða þurft með. Vísir gerði Jóhanni nýlega heimsókn !i Gleráugnahúsið og fræddist nokkuð af honum um linsúr: „Ég fer jafnan á ráðstefnu „optikera“ einu sinni á ári“, segir Jóhann, „við komum þá saman víðs vegar að úr heim- inum og reynum að fræðast hver af öðrum, og spjöllum þá um nýjungar í sjónglerjasmíð. Þessar tékknesku linsur hafa verið á dagskrá á hverr; ein- ustu ráðstefnu sem ég hef far ið á síðan upp úr 1960. Enn hafa flest lönd ékki séð ástæðu til að leyfa þessar linsur, og i Bretlandi, þar sem ég þekki bezt til, þykir mönnum að ekki sé enn komin nægjanleg reynsla á þau gler til að óhætt sé að dreifa þeim meðal almennings. Helztu gallar á þessum lins- um eru þeir, að þær eru gróðrar stia fyrir bakteríur. Og það er mjög alvarlegur galli. Svo er líka það, að þær eru vandmeð- famar. Ævinlega þarf að geyma flAflIAl/l fíP Þrátt fyrir hraða nútímans, FVIðlVlU gleymist ekki vellíðan farþegans. Um borð í þotum Flugfélagsins fáið þér góða þjónustu, skjóta .p , og þægilega ferð á Ieiðarenda. tfltFinÍnnilNIIF ^ y^ur tfóar ferðir milli flogferð þátfur ferðalags Islands og nágrannalandanna og greiðum götur yðar þaðan, hvert sem þér óskið. & FLUCFÉLAC ÍSLANDS Hraði - Þjónusta - Þægindi linsur þessar í vökva til að þær haldist mjúkar, ella er hætta á að þær springi eða rifni.“ Tekur tíma aö venjast linsu „Fremur en stéttarbræður mínir á Vesturlöndum utan Bandaríkjanna nú, þá sé ég ekki ástæðu til að flytja inn þessar tékknesku linsur, a. m. k. ekki fyrr en einhver frekari reynsla er kotnin á þær, og gallar þeirra yfirstignir." Þangað til fyrir um ári flutti Jóhann inn allar linsur, sem hann seldi fólki, en í fyrra setti hann sjálfur upp vinnu- stofu með fullkomnum tækj- um, skellti sér á námskeiö í Englandi og lærði að búa til linsur. „Og meö því að búa þetta til sjálfur í minni vinnustofu, hef- ur þjónustan við almenning stórum lagazt. Hér áður þurfti fólk kannsk; að bíða nokkrar vikur eftir að fá linsu pantaða frá útlöndum, og þaö kemur sér mjög bagalega, einkum þeg ar um er að ræða linsu, sem viðkomandi hefur tapað. Það tekur nefnilega ævinlega nokk- urn tíma, upp undir hálft ár að venjast nýrri linsu óg. sé mað- ur án linsu, sem maður hefur vanizt, í nokkrarivikur, er hætta á að viðkomandi hafi afvanizt linsunni og þurfi að ganga gegn um alla byrjunarörðugleikana aftur, þegar linsan loks kemur frá útlandinu. Þetta er ekki þannig lengur, Ef einhver tap- ar linsu, þarf hann ekki að biða eftir að fá nýja nema 2—3 daga.“ út. Það myndast á því eins kon- ar tota. Slíka galla er vont við að eiga, en linsan hjálpar nokk- uð upp á með því að hún leggst á sjáaldrið og hindrar að sjá- aldrið haldi áfram að vaxa út. Hins vegar gengur fólki, sem sl’ik augu hefur, oft erfiðlega að venjast linsunum, þar sem þær geta ekki fallið þétt að sjáaldr- inu, heldur veldur totan því, að linsan gapir frá jöðrunum". Hvaö kosta svo linsur? „Það fer nú nokkuð eftir þvi hvernig þær eru. Auðvitað eru þær misjafnlega dýrar eftir styrkleika, en ég held að óhætt sé að nefna töluna 5000.00 — og þá á ég við fremur dýrar linsur. Oftast eru þær ekki öllu dýrari en gleraugu". — GG Tildur eða nauðsyn? Eru linsur bara tildur — eða eru þær einhverjum nauðsyn? „Lmsur eru í flestum tilfell- um þægilegri en gleraugu. Þær leggjast alveg yfir augastein- inn og færast síðan með hon- um, þegar litið er til hliðar, upp eða niður. Ef maður þarf að ganga með þykk, mjög sterk gleraugu, eru kostir linsunnar fram yfir gleraugu ótvíræðir. Gleraugu þynnast út viö jaðr- ana, og þegar litið er til hliðar, sér viðkomandi ekki eins vel og þegar hann horfir beint fram. Sumir hafa svo þannig sjón- eða augngalla, að sjáaldrið vex Enn er ekki komin nægileg reynsla á tékknesku linsurnar... segir Jóhann Sófusson, sem sér um sjóngler í augu íslendinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.