Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 4
VI SIR . Þriðjudagur 4. maí 197L Ray Kennedy hinn 19 ára miðherji Arscnal. Bifvélavirkjar Viljið þið auka tekjur yðar? Fullkominn varahlutalager, vinnuskilyrði, tækjabúnaður og sérverkfæri, ásamt kennslu sérfræðinga frá Skodaverksmiðjunum gera okkuf kleift að bjóða yður ákvæðisvinnu. Þér aukið tekjur yðar og viðskiptavinurinn fær öruggari og ódýrari þjónustu. Gjörið svo vel og hafið samband við okkur, vanti yður betri vinnu. Skodaverkstæðið hf. Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Sími 42604. MELAVÖLLUR í kvöld kl. 20.00 leika r Fram — Armann Mótanefnd. SÍTT eða STUTT Látið snyrta hárið reglulega. Meistarafélag hárskera. Til sölu Arsenal meistari í Til sölu Ford árg. ’62 yfirbyggður sem söluvagn, með innréttíngu úr ryðfríu stáli og rafmagnslögn fyrir 110 volt. — Einnig Dodge ‘57 station- vagn. — Uppl. í Bif- reiðastillingunni, Síðumúla 23. Sími 81330. fyrsta sinn í HÖRÐUSTU KEPPNI sem um getur um meistaratitil- inn enska í knattspyrnu lauk í gærkvöldi í Lundúnum með sigri Arsenal, þegar liðið sigraði nágrannaliðið Tottenham á leikvelli þess White Hart Lane með 1—0 og skoraði miðherji Arsenal, hinn 19 ára Ray Kennedy sigurmarkið, þegar tvær mínútur voru til leiksloka — þá loks gátu aðdáendur Arsenal, sem voru í miklum meirihluta á vellinum andað aðeins léttar. Áður hafði knötturinn borizt milli marka og allt gat gerzt — og eitt mark hjá Tottenham þá hefði fært Leeds meistara- tignina, en markalaust jafntefli Arsenal á þrettán þús- undustu úr marki. Furðulegt. ar White Hart Lane var sannar- lega White Hot Lane í gærkvöldi og áhorfendur urðu vitni að mjög skemmtilegum leik, öfugt við það, sem búizt var við. Nær allir æptu með Arsenal, enda aðeins þrir km milli valla félaganna í Lund- únum. Spurning fyrir leikinn var. Hvað ætlaði Arsenal að gera? Reyna að leika upp á markalaust jafntefli eða knýja fram sigur? — Liðið reyndi hið síðara, og því varð leikurinn skemmtilegur. En oft skulfu aðdáendur Arsenal, með ,an á , leiljnum „ptóð, rm i >í — '• 64 stig Stigatalan. sem Leeds hlaut' 1 nú í 1. deild 64 stig, er sú 1 I hæsta, sem lið í öðru sæti *i I I keppninni hefur hlotið. Aðeins | tvisvar áður hafa lið komizt yf- ir 60 stig — af 84 möguleg- I um — og ekki sigrað, það er I i Leeds 1965 og svo Liverpool | 1969, árið, sem Leeds vann. 1 Bæð; liðin hlutu 61 stig. Frakkar koma eftir Arsenal náði betri tökum á miðju vallarins, en sóknarleikur- inn skildi stundum eftir göt í vörn inni, þegar Tottenham sneri skyndi lega vörn í sókn. Oharlie George var ógnvaldurinn í framlfnu Arse- nal og áttj tvívegis skot, sem Pat Jennings varði sniildarlega. Martin Peters gegndi sama hlutverki hjá Tottenham — tvívegis sleiktu hörkuskot hans þverslá Arsenal- marksins. Tottenham sótti heldur meira í fyrri hálfleik en 'i þeim síðari náði Arsenal undirtökunum, en spennan var alltaf mikil og lokamínúturnar barst knötturinn marjta.á.,ipiUi,,,, Og tveimur mín. fyrir leikslok var hægri bakvörður Tottenham, írskj landsliðsmaðurinn Joe Kinn- ear með knöttinn og ætlaöi að spyrna frá, en tókst ekki betur en svo, aö hann spyrnti beint fyrir eigið mark. George skallaði á mark — Jennings varði og s’ó knöttinn frá, en beint til George Armstrong, sem send; hann enn fyrir markið á Ray Kennedy, sem skallaði ó- verjandi í mark. Fagnaðarhróp flestra hinna 52 þúsund áhorfenda heyrðust þá vítt og breitt um Lundúnaborg og þetta 24. mark Kennedýs á leiktfmabilinu innsigl- aði sigur á frábæru keppnistíma- bili hjá Arsenal — sem þó er ekki lokið, því á laugardag leikur Arse nal til úrslita við Liverpool í bik- arkeppninni. Tekst liðinu það „ó- mögulega“ að sigra bæði í deild- og bikar á sama árinu? Margir eru á þeirri skoðun, eftir hinn ágæta sigur í gærkvöldi. Aðeins einu liði 'hefur tekizt það á þessari öld — Tottenham 1961. Aldrei hefur keppnin um meist aratitilinn verið jafn hörð og að þessu sinni, Arsenal hlaut 65 stig en Leeds 64 og fyrirnokkrum vik um virtist sem meistaratitillinn færi til Leeds. En lokasprettur Arsenal hefur verið hreint frábær — átta sigurleikir í röð, þar til jafntefli varð gegn WBA fyrra laug ardag — en á sama tíma gaf Leeds talsvert eftir, og einkum var tap- ið gegn WBA á heimavelli örlaga ríkt. Það var mikill fögnuður í High- bury-hverfinu f Lundúnum í gær kvöldi og fram á morgun. Enn einu sinni gátu íbúamir þar sung ið „We are the greatest" (við er- um beztir), söngur sem oftast hef ur hljómað í Liverpooj og Man- chester sfðasta áratuginn. Heilla- skeyti til Arsenal og framkvæmda- stjórans, Bertie Mee, streymdu að — og áreiðanlega nokkur frá ís- landi — og eitt var frá Don Revie, framkvæmdastjóra Leeds. Hann óskaði Arsenal til hamingju og sagði m. a. „Það gladdi mig mjög, að meistaratitillinn skyldi vinnast á betri stigatölu, en ekki marka- hlutfalli". —hsím viku Franska landsliðið í knattspyrnu er væntanlegt hingað til lands eft- ir nákvæmlega viku — næsta þriðju dag — og á miðvikudagskvöld fer fyrri leikur Islands og Frakklands í undankeppni Ólympíuleikanna fram á Laugardalsvellinum. Leik- urinn hefst kl. átta. Litlar fréttir hafa borizt af franska liðinu, en þó er vitað, að það hefur tekið þátt í nokkrum leikjum með allgóðum árangri. Þetta ætti að geta orðið tVisýnn leikur hér á Laugardalsvellinum, því íslenzka liðiö hefur einnig und irbúið sig á raunhæfan hátt og leikið marga leiki i vor. Endanleg skipan lands'iðsins verður ekki birt fyrr en um helgina. Síðari leikur landanna verður svo í París 16. júní og það landiö sem sigrar í þessum leikjum heldur áfram í keppninni en fleiri hindr anir verða þó f veginum, áður en Miinchen-leikarnir eru framundan. Þarna eru tveir Arsenalmenn, sem mikinn þátt hafa átt í vel- gengni iiðsins, George Armstrong (til hægri) og John Radford sem skorað hefur 17 mörk í vetur, í keppni við Blackpool.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.