Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 9
VISIR. Þriðjudagur 4. maí 1971. > „Hitaveitan fyrir allan ; Húsavíkurbæ kostaði ! vísnt spyfj alls 60 milljónir króna, og það er óhætt að segja að lögninni í allan bæinn sé lokið. Við eigum að- eins eftir að sá í ruðn- inga og snyrta í kring“, sagði Björn Friðfinnsson bæjarstjóri á Húsavík í samtali við Vísi nýlega. Sagði Björn, að miðað við olíukyndingu teldi hann hitaveitu vera 35% ódýrari, „og hér áætlum við að hitaveitan verði ívið dýrari en í Reykja- vík, a. m. k. þangað til lán hafa verið greidd niður“. „Við lukum við iögnina í október í haust, en heita vatniö er leitt til bæjarins 19 km leið frá Hveravöllum í Reykjahverfi, og bæir þeir, sem eru á leið lagnarinnar, fá einnig vatn úr leiðslunni, en eftir er aö koma þeim í samband“. Biörn sagði. að inntakiö í hvert einstakt hús á Húsavík hefði kostaö frá 23 upp í 30 þúsund krónur, og þar fyrir utan greiða neytendur svo ákveðið gjald á hvern mínútu- litra. Þeir „Viö erum ekki með neinn sérstakan mæli, heldur er áætl- aö hvað hvert hús, eða hver notandi þarf mikið vatn, það er frá 3 og upp í 10 m'inúlnmia Mínútulítrinn kostar svo 363 kr. á rnánuði", sagði Björn bæj- arstjóri. Húsvikingar voru svo heppnir við sína heitavatnslögn til bæj- arins, að fyrirtæk; það sem lögnina hannaði gerði ekki ráð fyrir neinum dælustöðvum á leiðinni, heldur var lögninni svo haganlega fyrirkomið, að vatnið er sjálfrennandi inn í bæinn. „Lögnin sjálf er svo úr as- besti og einangruð utan með jarövegi, sem til staðar er, og sú einangrun gefst mjög vel, því aö hitatapið í leiðslunni er ekki nema 15%. Og þar sem vatniö er sjálfrennandi, og engar dælur þarf til að koma því til neyt- enda, er þessi hitaveita alveg óháð rafmagni, þótt rafmagn fari af, sem hér gerist oft, helzt hiti á húsum eftir sem áöur“. Seltirningar komnir af stað. Heitavatnshugur er í fleira fólkj en Húsvíkingum. Seltirn- ingar ætla sér aö hafa komið vatnslögn í % húsa Seltjarnar- neshrepps í nóvember í haust eöa þar um bil. Hallgrímur Sandholt, verkfræð- ingur Seltjarnarneshrepps tjáði Vísi fyrir nokkru, aö Seltiming- ar skiptu hitaveitunni í 3 á- fanga. Það er sá fyrsti sem þeir ætla að Ijúka í haust, „og áætl- um við að hann muni kosta 50,8 milljónir króna. Þaö er ámóta upphæð og öll fjárhagsáætlun hreppsins árið 1971, þannig að hitaveitan verður að verulegu — Eruð þér ánægður með hitaveituna? Olga Þorkelsdóttir, húsmóðir: — Já, hún er alveg prýðileg. Við höfum alltaf haft góða hitaveitu í Hl’iðunum. Vera Jóhannsdóttir: — Já, ég er reglulega ánægö með hana. Hita- veitan hefur reynzt mér vel. Borað verður eftir heitu vatni á Krýsuvíkursvæði, og er þar um rannsókn á svæðinu að ræða. og bíða Hafnfirðingar spenntir eftir niðurstöðum úr þeim rann- sóknum, Hefur Hafnarfjörður látið gera fyrir sig kostnaðar- áætlun fyrir hitaveitu, og sam- kvæmt henni mun það kosta kringum 360 milljónir króna að leggja hitaveitu í bæinn, að því er bæjarstjórinn í Hafnarfiröi, Kristinn Ó. Guömundsson tjáði Vísi. Orkustofnun, þ.e. jarðborana- deild borar áfram á Siglufirði í sumar, Ólafsfirði, Dalvik, Sauðárkróki, og í Grindav’ik og Keflavík verður borað i rann- sóknaskyni. Akureyringar gera sér vonir um að geta leitt heitt vatn frá Þelamörk, þar hefur verið borað við Hörgá, en ekki hefur nægi- lega mikið vatn fyrir Akureyrar- bæ fengizt úr holunni, sem þar er, þótt hún gjósi vatni sæmilega kröftuglega úr sér, 10—15 Iítr- um á sekúndu. Hörgárskólinn nýtir þá holu eitthvað, en ekkert verður boraö þar í sum- ar. Stóri gufuborinn sem Orku- stofnun á, verður hér í Reykja- vik í sumar á vegum Hitaveit- unnar — og ekki veitir hitaveit- unni reykvlsku af að hafa nægi- legt vatn tiltækt, a.m.k. ekki ef til stendur að „flytja út“ heitt vatn tij Kópavogs. Eins og Vísir hefúr skýrt frá, standa nú yfir samningar milli Hitaveitunnar og Kópavogs um að Kópavogur fái heitt vatn frá Syðri-Reykjum, og myndi því vatni þá væntanlega verða veitt inn á Kópavogskerfið. — GG Af heitu vatni eigum viö gnótt — svo er bara aö koma því í gagn. „Ef nægt vatn fæst í sumar, er vel hugsandj að við getum lagt vatn út að Kleifum, byggð- inni sem er hér andspænis bæn- um en sérstaklega gerum við okkur vonir um að geta veitt vatni I þau fyrirtæki sem þess óska — og það verður án efa ekki verra fyrir atvinnuástandið hér ef iðnaðarfyrirtæki vita hér af heitu vatni og geta nýtt það“ sagði bæjarstjórinn að lok- um. Borað víða um land Halldórsson, sölustjóri: — Ágætlega, ég bý á þannig svæði. leyti lögð fyrir lánsfé". Hallgrtm ur sagöi, að æt'unin væri að halda áfram meö 2. og 3. á- fanga hitaveitunnar strax og þeim fyrsta veröur lokið — „en það fer auðvitað nokkuð eftir því hvernig tekst að afla lánsfjár- ins“. Seltirningar fá heitt vatn úr borholu, sem er sunnanvert á nesinu, en fyrir hina 2 áfang- ana þarf að bora aftur og er reiknað með að borað veriö rétt hjá Nesi. Reiknað er með, aö fyrst í staö verði kostnaður við hita- veituna 10% lægri en af oliu- kyndingu. Stækkun á Ólafsfirði Ólafsfiröingar hafa kynt bæ sinn með heitu vatni um nokkurt skeið, og „við áh'tum að kostnaður við hitaveituna sé 40—50% lægrj en af olíu- kyndingu, en vitanlega er veit- an farin að borga sig mikiö nið- ur. Við byrjuðum í fyrra að end- urbyggja lagnir hér í bænum", sagði Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri Vísi, ,,og reiknum með aö þeirri endurbyggingu ljúki á þessu ári. Nú er reyndar svo komiö, að hitaveitukerfið þolir ekki frekari stækkun þar sem við erum orðnir tæpir með vatn. Við fáum vatn í svoköll- uðum Skeggjabrekkudal, og þar, rétt hjá er meiningin að bora aftur í sumar. Sérfræðing- ar halda að við getum gert okk- ur góðar vonir um að fá vatn þar, og er ekk; vanþörf á, þar sem byggðin hér í Ólafsfirði stækkar, og sum fyrirtæki vilja einnig fá vatn“ Ásgrímur sagöi að vatnið úr Skeggjabrekkudal væri sjálf- rennandi, og þyrftj aðeins að dæla því upp á hæðina, sem hæst ber í bænum. Borun á Seltjarnamesi. Orkustofnun verður víða á ferðinni f sumar með bora sina. Jóhann Sigurðsson, sjómaöur: — Ljómandi vel, Það hefur verið prýðisheitt á Bergþórugötunnt Á tímabili var hitaveitan ekki góð hjá okkur. En nú síðastliöh 3 ár hef ég ekkert þurft að hringja í hana og kvarta. fræðingur: — Alveg prýðilega. Það hefur verið bæði ódýr og ágætur hiti hjá okkur í vestur- bænum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.