Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 7
V í S I R . Þriðjudagur 4. maí 1971. cTMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: SHOW Þjóðleikhúsið: Zorba Söngleikur í tveim þáttum, byggður á skáldsögu eftir Nikos Kazantzakis Leikritun: Joseph Stein Söngtextar: Fred Ebb Tónlist: John Kander Þýðing: Þorsteinn Valdimarsson Leikstjóri: Roger Sullivan Koreografía: Dania Krupska Leikmyndir og búningateikning- ar: Lárus Ingólfsson Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. gýningu Þjóðleikhússins á am- eríska söngleiknum Zorba er augljóslega að því miöað aö endurtaka frægan sigur Fiðlar- ans á þakinu frá því fyrir tveim- ur árum — eins og líklegt er að músíkalið sjálft um Zorba sé samið að fyrirmynd hins fyrri leiks. En það er ekki far- sæliegt að láta sér naegja að endurtaka sig og þaö sem áöur hefur álivel tekizt. Fyrir minn smekk stendur söngleikurinn langt aö baki kvikmyndinni meö sama nafni, svo ekki sé talaö um skáldsöguna um Zorba, sem einnig hefur komið út hér á landi, og veitir engan veginn viðlíka skemmtun og Fiðlarinn á þakinu geröi. En það er þar fyrir jburöarmikið „show“ sem gest- ir Þjóöleikhússins, Roger Sulli- van og Dania Krupska, hafa bú- ið á svið leikhússins af miklum dugnaði, og þeim notast aiivel í sýningunni söng- og leikkraft- ar Þjóðleikhússins, áhugi, kapp og vinnugleði sem jafnan virö- ist þar tiltækt þegar fyrirferðar- miklir söngleikir eru annars vegar. Cagan af Zorba er eitthvert rómaðasta verk Nikosar Kazantzakis. Sagan greinir í stvtztu máli sagt frá fundum höfundarins, eða staðgengils hans í sögunni, fulltrúa ungrar menntaðrar kvnslóðar, við frum- stætt og óspillt grískt mannlíf á Krítarey, holdtekju eða manns- hugsjón slíkra lífshátta þar sem er grikkinn Zorba. Satt að segja hefur íhugun hins frumstæða og þjóðlega, sjálfslýsingin í sögunnj aldrei höföað til mín. Þótt at- buröarásin sjálf, ævintýri Zorba séu fjarska læsileg, jafnast hún ekki fyrir minn smekk á við aörar sögur Kazantzakis. En það er augljóslega hinn þjóðlegi ,,exótismi“ frásagnarinnar, hin framandlegu og rómantísku söguefni, vegsömun hins frum- stæóa og skrýtna i lýsingu Zorba sem einkum og sér í lagi höfðar til kvikmynda- og músík- alhöifunda, þótt ný og ný til- reiðsla þessa efnis feli í sér sí- fellda einföldun þess. Þetta á Zorba allt sammerkt með Fiðl- aranum á þakinu. En af Zorba sjáifum er ekki öllu meira eftir í söngleiknum en yzta gervi, fyrirfram ráðin manngerving af frægð skáldsögunnar og vinsæld um kvikmyndarinnar eftir henni, og má nærri geta að Ró- bert Arnfinnssyni veittist létt að færast í tilhlýðilegar Zorba- stellingar og fylgja fram hinu nauðaeinfalda hlutverki af við- eigandi þrótti. Aðeins á einum stað, trúlofun þeirra Búbúiínu í öðrum þætti, örlaði á því að eitthvað meira væri i hlutverkið spunniö, sem þau Róbert og Herdís Þorvaldsdóttir fóru fallega og ísmevgilega með. Hlutverk á við Zorba þennan er auðvitað nærtækt hlutskipti stjörnu-leikara. En er það ekki óþörf lítilþægni af leikhúsinu og leikaranum sjálfum að nota sér nafn og krafta hans á þennan hátt? j söngleikpum er.auðvitafwhájdí ið til haga helztu efnisatriö- um skáldsögunpamrásíum eekþjs... unnar, námugreftrinum, kvenna- málum Zorba . .. En áhugi leiks- ins og sýningarinnar beinist miklu frekar aö litskrúðugri þjóðháttalýsingu, yfrið miklu af „grískum" söngvum og dansi, en frásögn atburða og mannlýs- ingum í sögunni. Það hygg ég að sýning Zorba skipi með alveg frambærilegum hætti sinn stað í söngleikjaröð Þjóöleikhússins, fylgi vel fram hinni sömu show- stefnu sem einatt hefur gefizt leikhúsinu vel ti'l vinsælda og aðsóknar. Sýningin er fjarska fjölmenn, fjörleg og litskrúðug, og hin fjöilskipuðu dansatriði og söngvar tókust allajafna álit- lega til að mér sýndist, auk þess sem sýningin býður upp á aðrar eins nýjungar og bazúku-leik, magadansmeyjar og stökkdans með hnífum. Ennfremur ef dá- lítiö gaman að fylgjast meö því hvernig hinum settlegri leikur- um Þjóðleik'hússins vegnar í þessum darraðardansi ásamt með kórfólki, dönsurum og að- fengnum leikfimismönnum. Ann að mál er það að tónlistin í Grískur dans: Zorba, Róbert Arnfinnsson í hópi þorpsbúa á Krít. leiknum er fyrir minn smekk heldur tómleg og óminnrleg og geldur eflaust samanburðar við hina alkunnu tónlist úr kvik- myndinni um Zorba, eftir Theodorakis,- Tii að efla enn og auka hiö „þjóðlega“ efni söngleiksins er aukið í hann „grískum kór“ þar sem þriðji gestur leikhúss- ins, Suzanne Brenning, er for- söngvarinn. Falleg rödd og frarn- ganga, skaphiti og kolsvört klæði leikkonunnar hjálpast allt aö því að gera hlutverkið eftir- takanlegt — en það er varla hennar sök að þessi leikauki orkar víða fjarska uppgerðar- lega, beinlínis til ama þegar^ verst gegnir. En eins og stundum „áður.undrast maður hyort raun- hætti, skopvísum leik með hlut- verk gömlu frú Hortensu, einnig nefndrar Búbúlínu, líkast til þakkl'átasta hlutverkið í leikn- um. Aðrir skulu ónefndir að sinni — en leikmynd og búning- ar Lárusar Ingólfssonar virtist alveg hæfilega íborið og róman- tískt verk með þannig lagaðri „grískri" tiilíkingu ferðafrá- sagna og auglýsinga sem sýning- in stefnir öll að. Textann og þýðingu Þorsteins Valdimars- sonar skal hins vegar ekki reynt að meta eftir aö heyra hann einu sinni — að því leyti sem texti heyrist og skilst í fiutn- ingi. ^áfálaúkt'' verður Zorba vin- ______________ _________ ______ sæf'sýning f'vor og fram verulega hafi verið þörra gesta*’*”Sfrhf sumri f'TPjóðleikhúáinu, ög teik í hlutverkinu: er ekki á að skipa hér ungum söng- og leikkonum sem hefðu getað leyst það af hcndi með hægu móti? Cem fyrr segir er Zorba fjarska fjölskipaður leik- ur og á mest komið undir framgöngu leikhóps- ins i heild. Fæst hlutverk eru skýrlega skilgreind né skera sig úr hópnum önnur en Zorba. Þó ber auðvitað að nefna sögu- mann skáldsögunnar, sem hér er nefndur Nikos rétt og slétt, og veröur það satt að segja ógn vandraiðalegt blutverk í þessari útgáfu, með miklum andköfum og æsingum eftir dráp ekkjunn- ar, en þau eru hér helzta lífs- mark Nikosar. Jón Gunnarsson er drengilegur leikari en honum var alveg um megn aö gæða þetta hlutverk lífi eða lit. Mar- grét Helga Jóhannsdóttir reynd- ist líka harla sviplítil í hlut- verki hinnar ástríðuheitu ekkju, en Herdís Þorvaldsdóttir fór með verulega ísmeygilegum skal ekki fundið að því. Músíkal efni er einnig á verksviði Þjóö- leikhússins þótt það megi vissu- lega velja og haga því af meiri metnaði, listrænni ti'lætlunar- semi en í þetta sinn. En jafnan kemur manni spurning í hug á hinum viðurMutameiri músíkal- sýningum Þjóðleikhússins: hvað væri ekki hægt að vinna í leik- húsinu ef viðlíka áhugi, kapp og vinnugleði beindist þar að öðr- um stórsýningum, bókmennta- legra og listrænna efnis en söng- leikirnir, — til að mynda Shakespeare-sýningum, eða Brecht eða ýmsum nútímaverk- um handa fjölskipuðum leikhóp- um? Spyr sá sem ekki veit. Og þó varð Marat/Sade .um árið til marks um að einnig slík verk hei'ur verið og er hægt að vinna þar i leikhúsinu;, . Grískur kór: Forsöngvarinn, Suzanne Brenning, í miöju. /jUrud Ug DUUUillld* Xlt I Ulo rUl VcUUaUUllH #

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.