Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Þriðjudagur 4. maí 1971 VÍSIR Otgefandi: KeyKJaprenr dl. FramkvæmdasMöri: Sveinn R Eyjðlfssoo Ritstjðri ■ Jönas Kristjánsson Fréttastjöri: Jón Birgir Pétursson Ritstjömarfuiltröi • Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands f iausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöia VIsis — Edda hf. Óttast um örlög sín Svo er að sjá á skrifum í Þjóðviljanum, að komm- únistar séu hræddir um að lenda utangarðs þegar næsta ríkisstjórn verður mynduð. Er ekki hægt að skilja kveinstafi blaðsins á annan veg en þann, að þótt núverandi stjórnarflokkar misstu meirihlutann, yrði einhvern veginn reynt, að komast hjá að taka kommúnista í ríkisstjórn. Þess vegna talar blaðið um ,,hættu á afturhaldsstjórn" og er nú farið að jórtra einu sinni enn gömlu tugguna um „helmingaskipti“ Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það er ekki ný bóla, þegar líður að kosningum, að Þjóðviljinn fari að tala um leynimakk annarra flokka og jafnvel gerða leynisamninga um þvingunarað- gerðir gegn verkalýðnum eftir kosningar. Þess vegna sé þjóðinni lífsnauðsyn að efla Alþýðubandalagið sem mest til þess að koma í veg fyrir, að hin leynilegu áform verði framkvæmd. Þetta er svo gem meinlaust hjal, sem langmestur hluti þjóðafinnaj t§Hpr„e%e$ mark á. En eitthvað verða þessir menn að segja, þegar þeir eru að bjóða landsfólkinu forsjá sína og forystu. Saga síðustu tólf ára, sem þeir hafa verið í stjórnar- andstöðu er samt á þann veg, að það er fjarskalega ótrúlegt að þeim hafi aukizt fylgi. Þvert á móti bendir allt til þess að útkoma þeirra í næstu kosningum verði slæm enda leynir óttinn um það sér ekki í ritstjórnar- greinum Þjóðviljans. Það getur varla kallazt annað en brosleg fjarstæða, þegar málgagn kommúnista er að tala um að „aftur- haldsstjóm" hafi verið við völd hér á íslandi síðan samstarf núverandi stjórnarflokka hófst. Þetta hefur verið mesta framfara- og velmegunartímabil í sögu þjóðarinnar, eins og hvert mannsbam í landinu veit. Hvernig hefði slíkt mátt verða, ef afturhaldsstjóm hefði setlð au völdum? Þeir sem hafa opin augu og óbrjálaða skynsemi, hljóta að ~eta sagt sér það sjálfir, hvort þær umbætur, sem orðið hafa í landinu síðasta áratug hefðu verið framkvæmdar, ef ekki hefði verið hér frjálslynd og víðsýn ríkisstjóm. Halda menn að afturhaldsstjórn hefði bmgðizt við vandanum eins og núverandi ríkisstjóm gerði þegar efnahagsáföllin miklu dundu yfir fyrir fjómm árum? Skyldu þeir fyrir austan jámtjaldið hafa tekið þann- ig á málunum, ef líkt hefði staðið á þar? Þangað aust- ur hafa íslenzkir kommúnistar fyrr og síðar sótt hug- myndir sínar um stjórnarfar, og því stjómkerfi eru þeir enn sem fyrr algerlega háðir, þótt þeir þykist vera sjálfstæður, frjálslyndur og saklaus vinstriflokkur. Þeir sem greiða flokki íslenzkra kommúnista at- kvæði eða styðja hans með öðmm hætti t.d. þeim að láta áróður hans blekkja sig til andstöðu og mótað- gerða gegn nauðsynlegum ráðstöfunum stjórnvalda, em vitandi eða óvitandi að stofna efnahagslegu og andlegu frelsi þjóðar sinnar í hættu. VERÐA AMERÍKANAP VATNSLAUSIR 1980? svo segir Ralph Nader — verði ekki gripið sfrax til aðgerða gegn mengun Kringum árið 1980 munu Bandaríkjamenn nota 560 billj- ónir gallona af vatni á dag. Sú tala er meira en helmingi hærri en árið 1960. Þetta merkið það, að Bandaríkjamenn verða á ein hvern hátt að hreinsa ofan í sjálfa sig melra og meira magn af vatni og hið hreinsaða vatn verður að vera fyrirliggjandi, þannig að hægt verði að grípa til þess, hvenær sem er. Meng un vatna og vatnsfalia er hins vegar svo mikil og ör, að vand- kvæðum er bundið að hreinsa jafnóðum nægilega mikið vatn, þannig að hafizt undan mengun inni. Ríkisstjórnin er með eitt- hvað á prjónunum f mengunar- málum og vatnshreinsun, og hefur reyndar verið með það nokkur si. ár, en sumum mönn um finnst fjarri því að nóg sé að gert. Ralph Nader heitir maður. Sá er einhver frægasti neytenda- talsmaður sem uppi er í heim- inum, hefur oftar en ekki skot- ið framleiðendum og seljendum vara skelk í bringu. Fræg er viðureign hans við ameríska b'ila framleiðendur. Ralph hefir virkj að stóran hóp stúdenta, sem vjnna fyrir hann og með hon- um að ýmsum hagsmunamjil-; úm hins almenna borgára. Fyrir hálfum mánuði lagði Ralph Nad er fram skýrslu upp á 700 blað síður. og kallaöi hann skýrslu þessa: „Water Wasteland", af- hin einstöku ríki oft leiðzt út ’i að slaka til á ákvæðum um vatnsgæði, þar sem fyrirtæki hafa lagt hart að þeim. Núna, eru 22 ríki Bandaríkjanna, sem ekki framfylgja fyllilega lögun- um um vatnsgæði eða hreinleik vatns. Þessu til viðbótar hefur svo stjórnin í Washington látið sér nægja að semja við hin einstöku ríkj um að þau fari fyllilega eftir lögunum. Slíkir samningar taka langan tíma og standa hugsanlega endalaust. Nader segir, að £ Bandaríkjunum sé vatnið hvað eitraðast f Houston skipaskurðinum, Buff- alo, Cuyahoga, Escambia Pass- aic, Merrimack, Rouge og Ohio. Betur má ef... I Bandarikjunum hafa þeir u rk nokkur undanfarin ár valið s« einn dag á ári til að vekja sérstaka athygli á baráttunni gegn mengun andrúmslofts og umhverfis. Það er svokallaður „jarðardagur", „Earth Day“. 1 ár verður hann lengdur í „Earth Week“. Stjómvöld eru ekki með öllu heyrnarlaus fyrir mengun arumræðunv ^iix^n beitir sér sjálfur fyrif áröðursvagn and- mengunarmanna, og hann sjálf ur flytur nú frumvarp á þingi um að gæöi vatns verði með ein hverjum ráðum að bæta. Ed- Nader við skrifborðið. IIIIIIIIIIIE m ■1IVII8I1III Umsjón: Gunnar Gunnarsson. Nader í hópi stúdenta er hann stríddi sem harðast gegn General Motors: Temjum G.M. rakstur rannsóknar, sem tók Ralph og stúdenta hans 21 mán uö að framkvæma. Niðurstaöa skýrslunnar er í stuttu máli sú, að þrátt fyrir 15 ára starf aö vatnshreinsun, 3 billjón doll- ara fjárveitingu í því markmiði, þá segir Nader hina opinberu áætlun í mengunarstríðinu vera „ömurleg mistök“. Eitraðasta vatn í Houston Allt frá því Bandaríkjaþing samþykkti lög um vatnsgæði. en það var árið 1956, hafa rík isstjórnir að mestu leytj látið hinum einstöku ríkjum eftir að framfylgja þeim lögum. Og þar sem iðnaðarfyrirtækjum er ekkert um það gefið að eyða fé í að hreinsa vatn, þá hafa mund Muskie, þingmaður, sem framarlega stendur f Demókrata flokknum og er jafnvel orðað- ur við forsetaembættið 5 náinni framtíð, hefur og hreyft meng- unarmálinu á þingi. Ralph Nader er hins vegar ekki ýkjahrifinn af tilburðum Muskies og Nixons. Bendir Nader á, að Johnson hafi í sinni forsetatíð talað um að eyða 3,4 billjónum dollara til fram- kvæmda ) vatnsmengunarmál- inu, en fyrstu þrjú árin eftir að hann spennti bogann svo hátt. fór hann aldrei fram á meiri fjárveitingu til þessara mála en 642 milljónir. Nixon stóð sig engu betur en Johnson og í raun var það þingið sem neyddi Nixon til að verja 1 billjón dollara til vatnshreins- unarmálanna. Hreinsunarherferð skapar atvinnu Nader viðurkennir í sinni skýrslu, að vissulega lappi frum vörp Muskies og Nixons eitt- hvað upp á núverandi ástand en þau séu hvergi nærri nægjanleg. Segir að frumvörp þeirra séu götótt og ófullnægjandi, og kemur hann reyndar með nokkr ar tillögur um hvernig hægt sé að fylla í þessi göt. Til dæmis: Alríkis-mengunar-eftirlit og starfsmenn þess ættu að hafa leyfi tii að rannsaka öll mál, þar sem mengun ber á góma og refsa þeim sökudólgum, sem ekkj fara að lögum um vatns- gæði. Nader skýrslan er sögö skrif uö af tilfinningahita og óþol- inmæði lýsi af henni, eins og reyndar er mjög einkennandi fyrir allt það sem Nader tekur sér fyrir hendur. Nader ræöst harkalega á þá gömlu röksemd, að allsherjar mengunarherferð mun; ganga nærri efnahag landsins: Mikil hreinsunarherferð, segir Nader, mun sennilega skapa fleiri mönn um vinnu, heldur en hún upp- ræti störf, „vegna þess að á hreinsunarsviðmu eru meiri verkefni fyrirliggjandi". Um það geta menn svo þrætt, hvortrétt sé. Nader-skýrslan hefur vnkið næsta lítilvæg mótmæli í Banda ríkjunum, enda eru allir þeir sem eitthvað hafa hugsað um eða starfað að mengunarmálun- um svokölluðu, vissir um að ekki dugi annað en að grípa til rót- tækra ráðstafana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.