Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 3
3 V# SIR. Föstudagur 14. maí 1971. I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND i MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND UPPCJÖRIEGYPTALANDI Umsjón: Haukur Helgason Opin átök milli þeirra, sem vilja sættir v/ð Israel, og hinna róttækari — Sadat sigrabi i iyrstu lotu Alvarlegri stjómmála- kreppa er nú í Egyptalandi en nokkru sinni síðan í júní stríðinu 1967. Mikil óvissa er um framtíðina eftir deil- ur, sem hafa orðið, frá því að Nasser lézt og náðu há- marki í gærkvöldi. Opin barátta stendur milli Sad- ats forseta og ýmissa á- hrifamanna, eftir að sex ráðherrar sögðu af sér í Fjármálaráð- herra gefst upp vegna ofþreytu Fjármálaráðherra Vestur-Þýzka- lands Alex Möller sagði af sér í gær, að því er virðist vegna of- þreytu eftir margra mánaða erjur um fjárlögin. Með því verður Karl Schiiler efna hagsráðherra aðalmaöur ríkisstjórn arinnar á eftir Willy Brandt því að nú verður fjármáiaráöuneytið sam einað efnahagsráðuneytinu í eitt „súper“ ráðuneyti, sem Schiller stjórnar. Blaðafulltrúi stjórnarinnar Ahlers lagði áherzilu á það f gær, að hinn Schiller er nú búinn að fá „súper“ ráðuneyti 68 ára Möller hefði ekki beðizt lausnar frá embætti sínu vegna deiina um að gefa gengi marksins frjálst. Möller hefur viljaö fara var lega í eyðslu ríkisins. Ahlers benti á erfiðleikana ög mikið vinnuálag á Möller, sem varð að koma saman fjárlögum, sem hinir ýmsu ráöherrar gátu ailir un- að, á tímum, sem sérhver ráðherra krefst mikilla fjármuna til umbóta og brevtinga. gær með Mohammed Faw- zi hermálaráðherra og Gomaa innanríkisráðherra í broddi fylkingar. Framtíð Sadats er óviss. Frétta- menn segja, að baráttan standi milli þeirra aifla f arabfska sósíal- istaflokknum, sem viiji sættir við ísraelsmenn og Sadat sé foringi fyr ir, og hinna, sem ekki vilji neina eft irgjöf. Sadat boðaði í gær breytingar á stjórnarstarfinu í lýðræðisátt. Það bendir ti'l þess, að hann treysti á fylgi almennings í átökunum. Spurningin er sú, hvemig her- inn muni bregðast við. Sadat mun telja sig hafa nægan stuðning þar til þess að geta knésett andstæð- ingana. Sadat hefur gert svo miklar breyt ingar á æðstu stjórn, að jaðrar við ,,stjómarbyltingu“. Forsetinn æt'lar að tala í útvarp til þjóðarinnar síðd. f dag og gera grein fyrir ástandinu og skora á al menning að veita sér brautargengi. Útvarpið f Kaíró ákærir andstæð inga forsetans um aö beita kúgun araðgerðum og hafa gert samsæri gegn kjörnum leiðtoga þjóðarinnar. ForsStinn Béfíif fyrriskipað aö öll starfsemi, sem skerði frelsi ein- staklingd/- skuii tafarlaust stöðyuð. Aðeins sjö mánuöum eftir að Sadat tók við völdum að Nasser látnum hefur skotlið á háskaleg stjórnarkreppa sem enginn veit, Verkamanna- flokkurinn vann um 1500 sœti Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í bæja- og sveita- stjórnakosningum í Bretlandi í gær. Orsakirnar eru taldar vera vax- andi atvinnuleysi og verðhækkanir. Þegar talningu mátti heita lokið í 350 sveitarfélögum í nótt, hafði Verkamannaflokkurinn bætt viö sig 1463 ful'ltrúum, en ihaldsflokkur Edwards Heaths forsætisráðherra tapað 1294 fulltrúum. Anthony Crosland, fyrrum ráð- herra í stjórn Wilsons, segir að úr- slitin séu miki'll sigur. Formaður í- haldsflokksins, Peter Tliomas, segir að gert hafi verið ráð fyrir breyt- ingum, en þó hafi hann orðið fyrir miklum vonbrigðum. Rétt er að hafa íhuga, að árið 1968 tapaöi Verkamannaflokkurinn 1500 fulltrúum til Ihaldsflokksins í bæja- og sveitastjómarkosningum. Þá var Verkamannaflokkurinn í stjórn. Nú hefur flokkurinn því bætt fyrir tapið 1968. 60 FÓRUST I FLÓÐUM í SUÐUR-AFRÍKU Meira en sextíu hafa drukknað, flestir svertingj ar, í miklum flóðum í Dur ban og Zululandi í norður- hluta Suður-Afríku. Flóðin urðu vegna gífurlegra rign inga, en regnið komst upp í 50 mm á einum sólar- hring. Alvarlegasta slysið varð, þegar langferðabifreið með 70 svertingj- um sópaðist út af veginum í flóð- inu. 49 lík höfðu í morgun fundizt af fólkinu, sem var í bifreiðinni. Sjónarvottar hafa sagt frá því, þegar 150 manns reyndi að kornast yfir fljót, en brúin var þá komin 1,80 metra undir vatn. Fólkið not- aði reipi, og komust flestir yfir, en sjónarvottar sáu að straumurinn hrifsaði nokkra með sér. Fyrir norðan Durban hefur flóðið valdið því aö mikill hluti vega og járnbrautateina liggur undir vatni. Milcið tjón hefur orðið á ökrum. Víða er símasambandsiaust. hvemig fara mun. Fyrirboði krepp unnar var fyrir skömmu, 'þegar hinn vinstri sinnaði Aly Sabry sagði af sér varaforsetaembættinu til að mótmæla sáttavHja Sadats forseta gagnvant ísraelsmönnum. Sadat Kirkjunni kennf um misrétti kynjanna Kristin kirkja hefur nú orðið fvrir gagnrýni frá nýrri hlið. Hóp- ur kvenna, sem numið hafa guð- fræði, hefur undanfama rriánuöi beint spjótum sínum að kirkjunni. Segja þessar konur, að kristindóm- urinn með hugtaki sínu um guö fööur hafi átt hvað mestan þátt í að skapa og viðhalda þjóðfélagshátt- um, þar sem réttur kvenna hafi ver ið fyrir borð borinn. — Myndin sýn ir konu úr kvenfrelsishreyfingunni mótmæla. Vonir um frelsi bandarískra stríðsfanga Vonir glæddust i morgun um að bandarísku stríðsfangarnir, sem N- Víetnama hafa i haldi muni verða látnir lausir. Norður-Víetnamar féll ust með vissum skilyrðum á að taka við föngum, sem Suður-Víetnamar vilja láta lausa. N-Víetnamar hafa áður verið .tregir að taka við sín- um eigin mönnum, sem Suður-Víet- namar hafa tekið en vilja senda aftur til Norður-Víetnam. N-Víet- nam hefur ekki fallizt á fanga- skipti. Bandaríski sendihcrrann í Saigon Ellsworth Bunker lítur á samþykki N-Víetnama í morgun sem ánægju legan viðburð og „fyrsta skrefið á beim vegi, sem muri leiða til bers, aö Bandaríkjamönnunum verði sleppt". í fréítum frá Hanoi segir, aö meðal þeirra skilyrða, sem N- Víetnamar setji fyrir viðtöku 570 stríðsfanga frá S-Víetnam sé að þeir verði fluttir milli skipa í grennd við hlutlausa beltið í Víet- nam.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.