Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 9
U1SIR. Föstudagur ±-.. maí 1971. þá ekkert annað en norrænt hús og þýðingamiöstöð og kannski nokkrir skólastyrkir og bók- menntaverölaun. Allt þetta hiýtur að fylla okk- ur nókkrum ugg. Okkur finnast inngangsskilmálar í Efnahags- bandalagið of aögönguharðir, þar sem þeir leysi upp gamlar þjóðernishugmyndir og selji okk" ur sem smáþjóð undir vald stórfjármagns suður í Rínardal. Einn af ráðherrum okkar lætur ugg sinn í Ijósi við erlenda blaöamenn og lætur í þaö skína, að við upplausn Fríverzlunar- bandalagsins eigum við ekki annars úrkosta en að segja skil- ið. farvei frans við Evrópu. í stað þess verðum við að treysta á viðskipti við Bandart'ki Ameríku og Rússland. T íka þetta minnir á tíma gamla Hansa-sambandsins, Það voru alvarlegir atburðir fyrir 700 árum þegar víkinga- þjóðir Norðurlanda byrjuðu aö fara halloka fyrir sameinuðum krafti, fjármagni og snilli hinna þýzku borgríkja. Áður höfðu hinir grimmu og hraustu og djörfu forfeður okkar drottnað yfir öllum norðurhluta álfunn- ar með ránsskap, en nú kreppti að þeim og þeir voru settir til réttar af nýju evrópsku aflí. Bráðlega drottnuöu Hansa- menn yfir Norðurlöndum, þeir náðu Dana-konungi í skulda- klær, þeir iðkuöu síldveiðar við Svíþjóöar- og Noregsstrendur, og þeir tóku fiskverzlunina frá Noregi og Islandi í sínar hend- ur. Fyrir okkur íslendinga úti á fjarlægri úthafseyju hafði sókn Hansa-kaupmanna alvarleg áhrif. Hún var e.t.v. efnahagsleg forsenda fyrir því, að við misst- um sjálfstæði okkar með Gamla sáttmála. En þrátt fyrir allt, voru það áhrif Hansa-manna, sem þá mótuðu Norðurlönd eins og þau síðar urðu. Frá þeim stafaöi borgamyndun og nýtt skipulag verzlunar og iön- aöar, sem var vísir að framtíð- inni. Ef til vili stöndum við nú gagnvart sömu sjónarmiöum. Við óttumst alveg eins og þá að við verðum háðir þessu gamla skelfilega Rínarvaldi, sem virðist búa yfir ótakmörkuðu fjármagni. framtaki og snilli. Við þolum ekki samkeppni við hina stóru Evrópu óttumst að við vesalingarnir kremjumst undir. Alveg eins og á tímum Hansa-sambandsins höfum viö grun um, að þeir vildu helzt hramsa tii sín yfirráðin yfir fiskveiðum og fiskverzlun Norð- urhafa. Okkur finnast óhugnan- legar þær reglur, sem þegar hafa verið settar innan Efna- hagsbandalagsins, sem fela í sér afnám fiskveiðilandhelgi. Og það má til sanns vegar færa, að það yrði okkur nýr Gamli sáttmáli ef við neyddumst til að selja okkur úr hendi fiski- miðin, sem eru undirstaða efna- hags okkar og allt lífs í þessu landi. Tj’n þrátt fyrir allt eru nú aðrir tímar en 13. öldin og þó við spyröum um möguleika á tengslum við gömlu Evrópu, þá þurfum við tæpast að ímynda okkur að sú þjóðasamkunda myndi ætlast til að ísland skuli verða fátækradeild Evrópu. Það er afar ótrúlegt, að við get- um ekki komizt að einhverri hagkvæmrí lausn á því vanda- máli. Hitt er fjarstæðukennt, að Island eigi að segja skilið viö gömlu Evrópu og gerast í þess stað einhver angi og aðili að Bandarikjum Ameríku eða Rúss- landi. Nýtt tímabil sögunnar fer i hönd og einhvern veginn á ég bágt með að trúa því, að við Islendingar hættum á því fram- tföarskeiðj að telja okkur til gömlu Evrópu. Þorsteinn Thorarensen. Verk- og tæknimenntunarnefnd skilar tillógum: Yerk- og tæknimenntun gjörbreytt fyrir 1982 NtJ ERU Á DÖFINNI víðtæk ar breytingar á verk- og tæknifræðinámi hér á Iandi, þvf áð undanfarið hefur nefnd starfað að því að gera tillögur um, hvernig því námi verði bezt hagað í framtíð- inni. Formaður nefndarinnar er Andri ísaksson, sálfræð- ingur, en nefndin hélt loka- fund sinn á Laugarvatni nú um helgina, þar sem endan- lega var gengið frá tillögun- um. Þrenns konar lausnir Um tækninám á framhalds- skólastigi hefur nefndin sam- ið fyrstu drög að framkvæmda áætlun, þar sem gert er ráð fyr ir, að breytingamar komist í framkvæmd í þremur áföngum, það er að segja með „skamm- tímalausn", sem gildir á árunum 1972 til 1976 eða þar um bil. Sú tillaga felur f sér að iðn- nám verði þriggja ára skólanám eða um það bil þrisvar sinnum ellefu mánuðir, en námstíminn skiptist á hverju ári í almennt bóknám í fjóra og hálfan mán- uð, fjögurra og hálfs mánaðar verklega þjálfun og síðan tveggja mánaða starfsreynslu. Á Reykjavíkursyæöinu er einkum gert ráð fyrir, að’ slfkít námi verði kom!’5 á í rafiðnaði, hús'agerð, málmiðnaði og fisk- vinnslu. I öðrum greinum er þó gert ráð fyrir að verklega námið verði á vegum meistara, en lögð verð; fram ný og endur skoðuð námsskrá fyrir hverja iðngrein og þar með ákvörðuð lengd námsins í hverju tilviki. Sömuleiðis er gengið út frá því, að fyrsta árið í námi búfræð- inga verði heimilt að byggja á eins árs námi á matvæla-kjör- sviði við framhaldsdeild ga-gn- fræðaskóla. Miðlausn Gert er ráð fyrir, að miðlausn in gildi á árunum 1976 til 1982 eða þar um bil, og þá verði miðað aö því, að iðnnám með verkskólasniði aukist utan Reykjavfkursvæðisins í rafiðn- aði, húsagerð, málmiönaði og fiskvinnslu, þ.e.a.s. f þeim grein um sem gert var ráð fyrir í Reykjavík þegar á fyrsta stigi. Síðan mun miöað að því að fjölga á Reykjavíkursvæðinu þeim iðngreinum sem iðnaðar- menn nema að öllu leyti f iðn- skóla og því næst komi slfk fiöleun til í öðrum landshlut- um eftir því, sem þurfa þykir að undangenginni hagkvæmni- rannsókn, Langdræg lausn Áætlað er, að hin langdræga lausn komi til framkvæmda frá og með árinu 1982. Þá er ætl- azr til, að iðnnámi með verk- skólasniði verði komið á í öll- um greinum, nema i tilteknum mjög fámennum greinum, þar sem verknámið verður um ó- fyrirsjáanlega framtíð á vegum meistara. Sérstakar tillögur eru gerðar um tilhögun náms i vissum greinum eins og sfm- Verk- Og tæknimenntunamefnd gerjr ráð fytir breytingum á flestöllum sviðum verklegrar mennt^unar,, þanpig aö udirbún- ingurinn fyrir atvinnuh'fið verðl í samræmi vð þróun hinna ýmsu greina þess. virkjun, loftskeytanámi og flugnámi. Varðandi símvirkjun er stungið upp á því, að sím- virkjanemendur teldust vera nemendur samræmds framhalds skóla og fengju þar fræðslu í ýmsum greinum, en Landssími Islands sæi um verklega þjálf- un og tilheyrandi tæknibók- nám. En á þessu stigi (og ef til vill fyrr) virðist eðlilegt, að símaskóli sinni eingöngu þeim sérhæfðu námsþáttum, sem ekki verða á námsskrá fyrir sam- ræmdan framhaldsskóla. Verk- og tæknimenntunar- nefndin getur þess, að loft- skeytamönnum (í eldri skiln- ingi) virðist fara fækkandi, og trúlegt sé, að stjómendur skipa og flugvéla muni enn f auknum mæli taka að sér störf loft- skeytamanna, um leiö og fjar- skiptatækni verður fullkomnari. Á landj er af sömu ástæðum líklegt, að störf við fjarskipta- stöðvar verði í framtíðinni fyrst og fremst eins konar tækja- varzla og viðhald, og með hlið- sjón af þessu sýnist nefndinni eðlilegt, að í langdrægri lausn falli loftskeytanám inn í sam- ræmdan framhaldsskóla. Einn- ig er sagt, að verði breyting í þessa átt gerð.fyrr, virðist hinn tæknilegi hluti námsins liggja næst Vélskólanum, en hæfjlegt nám f erlendum tungumálum mætti vfða stunda á framhalds- skólastigi. Flugnámið er taliö vera nokk- uð sérstætt, og því telur nefnd- in ekki ástæðu til að gera ráð fyrir öðru en því, að þetta nám verði áfram á einkagrundvelli eins og verið hefur, bar sem um mjög sérstætt og sérhæft nám er að ræða. Tækjamiðstöð Þá hefur að imdirlagi Verk- og tæknimenntunamefndar ver- ið sett á laggimar nefnd til að kanna þörf fyrir stofnun sam- eiginlegrar tækjamiðstöðvar, þar sem nemendur f tæknileg- um skólum fengju aðstöðu til verklegs náms. Meðal verkefna þessarar nefndar verður að kanna þönf hinna einstöku skóla fyrir tæki og aðstöðu til verklegrar tækni- kennslu, ennfremur að kanna að stöðu til slíkrar kennslu í skól- um og rannsóknastofnunum og möguleika til að koma henni við á öðrum stöðum. Sömuleið- is á nefndin að gera tillögur um stofnun sameiginlegrar tækja- miðstöðvar, ásamt heiidaráætl- un um kostnað, húsnæðisþörf og starfshætti. Og loks' á nefnd- in að kanna, hvaða kvaðir um kennslu gætu hvflt á einstökum tæknilegum rannsðknastofnun- um og gera tillögur um æski- lega framtíðarskipan þeirra mála. Verk- og tæknimenntunar- nefndin hefur gert margvísleg- ar tillögur um tengsl menntun- ar og atvinnulífs, þar sem gert er ráð fyrir, að komið verði á skipulegri og formlegr; sam- vinnu milli yfirstjórnar mennta- mála annars vegar og fulltrúa atvinnulífs og hagsmunasam- taka hins vegar í þeim til- gangi, að innan samstarfskerfis atvinnulífs og skóla verðl m. a. unnin undirbúningsvinna að mannaflaspám fyrir sérhæft, tæknimenntað vinnuafl, en menntamálaráðuneytiö sam- ræmi síðan og fullgeri spárnar. 1 þessu sambandi er bæði átt við sérmenntun, sem þegar er fyrir hendi og einnig nýjar sér- greinar á ýmsum menntastigum. Slíkar mannaflaspár ættu síðan að leiða til aðgerða í skóla- kerfinu, sem gerðu þvf fært að fullnægja mannaflaþörfinni f hlutaðeigandi starfsgrein. Þá er gert ráð fyrir því, að kennurum á tæknisviðum verði gert að taka vinnuleyfi á á- kveönum fresti og starfa þá ekk; við kennslu, heldur vinna í hlutaðeigandi atvinnugrein, kynna sér hana erlendis eða starfa að samningu námsbóka eða námsgreina í kennslugrein sinni. Skipulag verknáms Ætlazt er til þess, að verk- nám verði f framtíðinni skipu- lagt þannig, að f 7. til 9. bekk grunnskóla gefist nemendum kostur á því að velja sér náms- greinar, verklegar, listrænar eða bóklegar að nokkru marki. í slíku valgreinakerfi verði heildar kennslustundafjöldi nemenda breytilegur eftir þvf hvað valið er, t. d. nokkru hærri en ella, ef nemandi velur sér eingöngu list- eða verkgreinar, sem ekki er gert ráð fyrir heimavinnu f. Þannig má í stórum dráttum rekja helztu tillögur Verk- og tæknimenntunamefndarinnar um tækninám á framhaldsskóla- stigi, en nefndin gerði einnig tillögur um tæknifræðf og verk- fræðinám, þannig að gert er ráð fyrir, að tæknifræðinám verði þriggja ára nám á háskólastigi, sem starfi sem tiltölulega sjálf- stæð stofnun innan H.í. með sérstaka fjárveitingu og eigin stjóm, sem skipuð sé kennur- um, stúdentum og fulltrúum frá atvinnulffinu. Skóli þessi á að útskrifa tæknifræðinga eftir 3 ára nám en verkfræöinga og tæknihagfræðinga eftir 4 til 5 ára nám. I tillögum nefndarinnar nm tækniháskólann segir svo: „Sem háskólastofnun ber tækniháskól- anum að sinna rannsóknum og tryggja kennurum sínum að- stæður til slíkra starfa. Skólan- um ber þó ekki síður að stunda kynningarstarfsemi, sem stuðli að því að auðvelda þjóðinni að nýta möguleika tækninnar á hverjum tíma. Eðlilegt er, að margir kennaranna starfi einnig utan veggja skólans f nánum tengslum við atvinnulíf lands- manna." Þannig em tillögur nefndar- innar í höfuðdráttum. Megin- stefnan er sú, að bæði almenn verk- og tæknileg menntun á framhaldsskólastigi verið í fram tíðinni veitt að langmestu leyti í samræmdum framhaldsskóla, er hafi margar námsbrautir og valfrelsi námsgreina, og yrði námið þá skipulagt og metið f samræmi við einingakerfi, þar sem ein eining tæki við af ann- arri í hverri námsgrein, og veitti hver lokin eining ákveðinn stiga fjölda og rétt til að hefja nám í næstu einingu. Eins og kom fram í upphafi er gert ráð fyrir að hinar end- anlegu tillögur nefndarinnar verði að veruleika árið 1982 — ef alþingi samþykkir tillögum- ar óbreyttar. — ÞB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.