Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 10
w
V í S I R . Föstudagur 14. maí 1871.
DEEP PURPLE til íslands
í næsta mánuði?
BREZKA popp-hljómsveitin Deep
Purple, sem á að baki nær sex ára
frægðarferil, heíur gengizt inn á
það, að koma til Reykjavíkur í lok
næsta mánaðar og koma fram á
, liljómleikum í Laugardalshöllinni.
Ian Gillian, söngvari Deep Purple,
en hann ók mjög hróöur sinn meö
því að syngja hlutverk Jesús Krists
í pop-óperunní „Jesús Christ Super
star“, sem vakið hefur alheims-
athygli — og m a. verið leikin af
hljómplötu við mcssu í reykvískri
kirkju.
Er nú útrætt við umboðsmann
hljómsveitarinnar um öll smáatriði
samningamir berist undirritaðir í
una og er aðeins beðið eftir að
samnjngarnir berizt undirritaðir í
hcndur Ingibergs Þorkelssonar, —
sem stendur fyrir hljómleikunum,
en fyrr en samningamir eru komn-
ir er málið ekki fyllilega komið i
höfn.
„Ég þekki það af fyrri reynslu",
sagði Ingibergur í morgun, „að
þessar hljómsveitir geta verió fljót
ar að snúa baki við öllum samn-
ingum. Brezka popp-hljómsveitin
Jethro Tull hætti t.d. við að koma
til íslands í janúarmánuði sl. rétt
áður en þeir ætluðu aö senda mér
samningana undirritaða. Þeim haföi
þá skyndilega boðizt hljómleika-
ferðaiag til Ameríku"
„Jú“, svaraði Ingibergur aðspurð
ur, „það hefur verið gengið frá
leigusamningum á Laugardalshöll
inni fyrir hljómleikahaldið en enn
á ég eftir að sækja um gjaldeyris
leyfi, skemmtanaleyfiog atvinnu-
leyfi fyrir hljómsveitina, en slíkt
leyfi á ég raunar skjalfest frá þvi
ég átti von á Jethro Tull“.
Hljómsveitin Deep Purple hefur
á siðustu tveim árum aukið mjög
á hróður sinn, sem var þó geysi-
mikill fyrir. Sjálfsagt á aukin ástr
íða þeirra á hljómleikaferðalögum
mikinn þátt í því, en hljómsveitin
hefur farið fjórar hljómleikaferöir
til Ameríku og hverja ferðina á
fætur annarri til Evrópulanda. —
Um þessar mundir er hljómsveit-
in í Frakklandi. — ÞJM
Hörgull á lögreglumönnum
í Reykjavík
„Lögregluliðið í Reykjavik er
fulskipað nú yfir sumartímann,
því að eins og undanfarin ár
hafa verið ráðnir bæði kennarar
og stúdentar til starfa,“ sagði
Sigurjón Sigurðsson lögreglu-
stjóri í viðtali við Vísi í morgun.
„Áftur á móti er nokkur hörgull
á fastráðnum lögreglumönnum.“
Lögreglustjóri sagöi, að nýverið
hefði Lögregluskólanum verið slit-
ið, og þá brautskráðust 26 lögreglu
menn úr framhaldsdeild skólans,
14 þeiira voru úr lögregluliðinu ut
an Reykjavíkur.
Lögregluskólinn starfar í tveim
ur deildum, byrjendadeild er hófst
23. okt. og lauk 11. des., og fram
haldsdeild, sem hófst 11. jan og
lauk 8 maí. Skólinn, sem er til
húsa í nýju lögreglustöövarbygg-
ingunni við Hverfisgötu er heils
dags skóli, þannig aö kennsla hefst
kl 8 á morgnana og lýkur kl. 16
á daginn.
Nemendur skólans hafa komið úr
öllum lögsagnarumdæmum landsins
t ilað stunda nám, en til þessa hafa
122 lokið námi í framhaldsdeild.
Námið skiptist i tvo meginhluta,
verklegt og bóklegt, og tekur yfir
flest það, sem að starfi lögreglu-
manna lýtur. i sambandi við verk
legt nám má til dæmis nefna lík-
amsþjálfun, umferðarstjórn, hand-
tökur, leit að týndu fólki, björg-
unaræfingar o.fi. í bóklega náminu
er fjallað um ýmsar lagagreinar,
stjórnarskrána og lögreglusam-
þykktina, umferðarlöggjöf, skýrslu
gerð o.fl.
Lögreglustjóri sagði, að skólinn
væri strangur skóli, því að ýmsum
veittist erfitt að standast lokapróf
ið, en Lögregluskólinn hefur nú
verið starfræktur í fimm ár eftir
núgildandi reglugerð. —ÞB
Dssnssýning í
Háskólnbíói
á morgun laugardag kl. 3 og sunudag kl. 2
sýna félagar úr Þ.R. börn og fullorðnir dansa
frá ýmsum iöndum. Aðgöngumiðasala við inn
ganginn.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
ÍKVQLdI I DAG H iKVÖLD f
VEÐRIÐ
í DAG
Hæg breytileg
átt og skúrir
fyrst. Norðan
eða 'norðvestan
gola og að mestu
bjart veður í
nótt. Hiti 5 stig.
Það eru nákvæmlega 7 minút-
ur þar til strætó fer... viltu
vekja mig eftir sex mínútur?
sjónvarpS
*
Föstudagur 14. maí
20.1*0 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Frá sjónarheimi. Á aldar-
morgni. 1 þessum þætti ef fjall
að um heliamálverk steinaldar-
manna um sunnanverða Evróptj
frá einföldum útlínumyndum af
veiðidýrum og allt til þess
tíma, er þróuö myndlist veiði-
mannanna tekur aö mótast af
trúarbrögðum akuryrkjumanna
með fastari búsetu. Umsjónar-
maður Björn Th. Björnsson.
21.00 Chaplin. Stjörnuhrap.
21.10 Mannix. Sér grefur gröf ...
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.00 Erlend málefni. Umsjónar-
maður Ásgeir Ingólfsson.
22.30 Dagskrárlok.
fyrir
érum
Söngpróf var í Menntaskólan-
um i gær, og leikfimipróf hafa.
verið undanfarna daga.
Vísir 14. mai 1921.
SJÓNVARP KL. 22.110:
Breytt sambúð Kína og
Bandarikjamanna og deilur
um nýjan flugvöll við London
Þátturinn „Erlend málefni“ er
á dagskrá sjónvarpsins í kvöld.
Vísir hringdi í Ásgeir Ingólfsson
umsjónarmann þáttarins og
spuröi hann hvað yrði á dagskrá
í þættinum að þessu sinni. Ásgeir
sagði’ að í fyrsta lagi væri það
breytt sambúð Kina og Banda-
rikjanna. Og í öðru lagi væri það
deilur, sem standa yfir vegna
nýs flugvallar viö London.
TiLKYNNINGAR
SKEMMTISTAÐIR •
Glaumbær. Örlög og diskótek.
Lækjarteigur 2. Hljómsveit
Jakobs Jónssonar leikur, tríó
Guðmundar skemmtir.
Sigtún. Gömlu dansarnir í
kvöld. Hljómsveit Rúts Hannes-
sonar leikur.
Þórscafé. Félagsvist og dans.
Hefst kl. 8.30.
Röðull. Hljómsveit Magnúsar
Ingimarssonar leikur, söngvarar
Þuríður Sigurðardóttir, Einar
Hólm og Jón Ólafsson.
Silfurtunglið. Trix leikur ti! kl.
1.
Ingólfscafé. Gömlu dansarnir í
kvöld, hljómsveit Garðars Jóhann
essonar ieikur. Söngvari Björn
Þorgeirsson.
Skiphóll. Færeyingafélagið held
ur sumarfagnað í kvöld. Ásar
leika.
Hótel Loftleiðir. Hljómsveit
Karls Lilliendanl leikur, söng-
kona Linda C. Walker. Eva Ray
og Chico skemmta.
Leikhúskjallarinn. Tríó Reynis
Sigurðssonar leikur.
Hótel Borg. Kvöldgleöi fyrir
alla. Hljómsveit Ólafs Gauks leik
ur, söngkona Svanhildur. Jörund
ur skemmtir. Kristín og Helgi
syngja.
VÍSIR
50
Frá Mæðrastyrksnefnd. Hvild-
arvika MæÖrastyrksnefndar að
Hlaðgerðarkoti í Mosfeilssveit
byrjar um miðjan júni, og veröa
2 hópar af eldri konum. Þá mæð-
ur með börn, eins og undanfarin
sumur. Umsækjendur leiti til
skrifstofunnar Njálsgötu 3, sem
allra fyrst. Skrifstofan er opin
frá 2 — 4 daglega, nema laugar-
daga, síminn er 14349.
BIFREIÐASKOÐUN #
Bifreiðaskoðun: R-6751 til R-
6900.
FUNDIR •
Kvenfélag Hallgríniskirkju, —
sumarfagnaður mánudaginn 17
maí kl. 8.30 f félagsheimilinu
Skemmtiatriði: Einsöngur Guð
rún Tómasdóttir. Sumarhugleið
ing o. fl. Kaffi. — Konur bjóði
með sér gestum.
Kvenfélag LaugarnesSóknar hef
ur kaffisölu skyndihappdrætti í
Veitingahúsinu Lækjarteigi 2 á
uppstigningardag, 20. maí. Félags
konur og aðrir velunnarar félags
ins, tekið verður á móti kökum í
veitingahúsinu eftir kl. 10 árdegis.
Náttúrulækningafélag Reykja-
víkur heldur félagsfund í Kirkju
stræti 8 mánudaginn 17. muí kl.
21. Fundarefni: erindi flytur
Zophónías Pétursson „Stefnu-
mark hugans“ Félagsmál. Veit-
ingar. Allir velkomnir,
Nemendasamband Kvennaskól-
ans í Reykjavik heldur sitt ár-
Iega nemendamót í Tjarnarbúð
laugardaginn 22. maí n. k. kl.
19.30 sama dag og Kvennaskól-
anum f Reykjavík er slitið. Það
hefur ávallt verið tilvalið taeki-
færi fyrir eldrj nemendur og af-
mælisárganga að hittast á nem
endamótinu og rifja upp gamlar
samverustundir. Nýútskrifuðum
námsmeyjum er boðið á nemenda
mótið og setur það sinn svip á há
tíðina. Formaður Nemendasam-
bands Kvennaskólans er frú
Regina Birkis.
BANKAR
Landsbankinn Austurstræti II
opið kl. 9.30—15.30
Samvinnubankinn Bankastræti
7: Opinn kl. 9.30—12.30, 13-16
og 17.30—18.30 (innlánsdeildir)
Dtvegsbankinn Austurstræti 19
opið kl. 9.30—12.30 og 13—16
Sparislóðui :eykjavíkui og
nágr., Skólavörðustig 11: Opið ki
9.15-12 au 3.30—6.30 Lokar
laueare>
Seðlabankinn: Afgreiðsla
Hafnarstræti 10 opin virka daga
kl 9.30—12 og 13—15 30
Bætt sambúð Kina og Bandaríkjanna. Nixon og Mao.
Sigurður Stefánsson, fyrrveran.Ii
*■ vigslubiskup aö Möðruvöllum,
Framnesvegi 26, andaðist 8. maí
67 ára að aldrj. Hann verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjujmi kl. Í0.30
/