Vísir - 11.06.1971, Page 1

Vísir - 11.06.1971, Page 1
Bætur almannatrygginga hafa tvöfaldazt á 10 árum Jbegar búið er að taka tillit til verðbólgunn- ar — 4/4 milljarður / tryggingakerfið Almannatryggingar hafa stór- tukizt á síðasta áratug. Nú í ár munu fjórir og hálfur milljarður fara inn í tryggingakerfið. Þar SÓLSKIN í sólskinsskapi komu þær gangandi eftir Lækjargötunni rétt fyrir klukkan níu í morgun á leið í sundlaugarnar. Sú litla fremst á myndinni gaf gleðinni lausinn tauminn og hoppaði í parís á gang- stéttarhellunum. Enn var það góða veöriö, sem lieillaði Reykvíkinga, þegar þeir vöknuðu í morgun. Á Austur- velli var þaö letileg stemmning klukkan hálf níu í morgun og fólk sat þar á bekkjum og teygði andiitin móti sólu, krakkarnir í unglingavinniinni fækkuðu föt- um og iéttklæddar dömur stigu út úr strætisvögnunum, þegar Austurstræti vaknaði til lífsins rétt fyrir klukkan níu. Þótt fólk hraðaði sér til vinnu gaf það sér samt tíma til að njóta góða veð ursins. Þeir, sem gengu fram hjá Tjörninni horfðu á nndarungana litlu og æðarfug'inn, sem gaf frá sér langt úa í göðviðrinu. — SB af eru iðgjöldin, almannatrygg- ingagjald, sjúkrasamlagsgjald og iðgjöld atvinnurekenda, 1300 milljónir og tilfærslur frá opin berum aðilum annars rúmir þrír milljarðar. Allar bætur almannatrygginga- kerfisins nema um fjórum miMjörð um króna samtals i ár. Kaupmáttur þessara bóta hefur vaxið mikið. Þegar búið er aö taka ful'lt tifflit til verðbóigunnar, samsvara þessir 4 miHjarðar því, að bætur hafi aukizt um 50% á síðustu fimm árum og að þær hafi meira en tvöfaldazt á s:fðasta áratug. í hlutfalli viö þjóðarframleiðsluna eru bætumar nú 8 prósent en voru 5,8% árið 1966 og 4 prósent 1956 en aðeins 1,7 prósent árið 1946, en þessi samanburður gefur nokkuð góða mynd af aukningunni, eins og hún er í rauninni. Jafnframt hafa þjóðartekjur vax > nk! |l, Hann sat í þungum þönkum við Hringbrautina í morgun ekki langt frá Umferðarmiðstöðinni og virtist gefa góða veðrinu lítinn gaum. Með bakpoka og annan bún að var ekki að sjá annað en þessi ungi ferðamaður væri að bíða eftir fari út á landsbyggðina, en svo var þó ekki. „Nei, nei“, sagði Riohard Azott, þegar hann var spuröur ,,ég kom aðeins fyrir nokkrum mínútum og nú er ég að hugsa um hvað ég eigi að gera og hvert ég eigi að fara“. Það kom í ljós að hann hafði hug á að útvega 'sér samastað með an hann væri í Reykjavík, en hér á íslandi ætlar hann að dveljast í mánuð og fer ekki til annarra landa I þetta skiptið. Þessi ungi Bandaríkjamaður er einn hinna fjölmörgu feröamanna, sem nú gista landið — bakpoka- maður, sem stundar nám við há- skólann í Massachusetts I kennslu- fræðum og ætlar að verða kennari. Siðan bjó hann sig til að ganga Lækjargötuna að Ferðaskrifstofu rikisins til að fá upplýsingar um gistiheimili í Reykjavík og aðrar hagnýtar upplýsingar — en um ís- land veit hann þó nokkuö þar sem fræösla um ísland er á kennslu- skrá í skólanum þar sem hann nem ur. — SB MhI „Hvert skal fara — hvert á að snúa sér...?“ Þótt Reykjavík sé ekki stórborg á heimsmælikvarða getur hún verið flókið fyrribæri þeim sem' kom til landsins fyrir nokkrum mínútum, og þá er betra að hugsa sig um í morgunsárinu við Hring brautina. 50% aukning sólarferða — ánægjuhljóð hjá ferðaskrifstofum'ónnum „Það er gríðarmfkil inga úr landi — mikil aukning í ferðum Islend- aukning frá því í fyrra, ög til marks um það“, sagði Geir Zoega, for- stjóri ferðaskrifstofu Zoega, „ er sú staðreynd að við höfum ekki svo mjög haft með að gera ferðir íslendinga úr landi. í vor hefur þetta aukizt. Það er kannski ekki svo gott að segja til um, hversu margir hafa farið, eða hve margir munu væntanlega f ara á okkar vegum úr landi, því að íslendingar á- kveða ekki ferðalög fyrr en á síðustu stundu, en það er mikil aukning.“ Ferðaskrifstofa Zoega sér að- eins um einstaklingsferðir, þ. e. ekki stærrj hópferðir, en á því sviði virðist aukning einnig vera mjög mikil. „Við sendum 4000 manns til sólarlanda í fyrrasumar," sagöi Guðni Þórðarson hjá Sunnu, „en í vor var miklu fyrr byrjað að bóka í ferðir, og miðað viö fjöldann á sama árstíma í fyrra — og ef ég reikna með aö bók- að verði fram eftir sumri, eins og var þá, þá spái ég þv'f að aukningin verði 50%, að við förum með 6000 manns suöur á bóginn í sumar. Þetta er að vfsu spá án ábyrgðar, en það er spá eftir öllum sólarmerkjum“. Sagði Guðni að þegar hanntalaði um 6000 manns, ætti hann að- eins við þá sem fara með leigu- fiugvélum til Spánar eða Portú- gals, en ekki þá sem fara til annarra staða og utan við allar hópferðir. Örval, ferðaskrífstofan, stend ur að ferðum tfl Mæjorku í ágúst, september og október, og „við getum selt 600 manns hótelpláss,“ sagði Steinn Lárus- son, framkvæmdastjóri, „og það lítur út fyrir aö okkur muni takast það. Við höfum þegar selt helminginn af þessum ferð- um þannig að þetta lítur vel út.“ „Ég gæti trúað að aukningin frá í fyrra væri 60%,” sagði Ingólfur Guðbrandsson, for- stjórj Útsýnar. Það var miklu fyrr byrjað að panta í vor, og það ef næstum uppselt f 10 feröir suður á Costa del Sol. Þar fyrir utan erum við svo með ferðir um London og suður til Grikklands og Júgóslavíu og svo einnig um Kaupmannahöfn. Það er aukning í öllum þessum ferðum. Að vísu er aldrei hægt að segja til um hve margir munu fara, en ef pantanir frá í fyrra á sama tíma, eru bornar saman við þær sem nú eru komnar, þá verður aukningin 60%,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson. — GG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.