Vísir


Vísir - 24.06.1971, Qupperneq 1

Vísir - 24.06.1971, Qupperneq 1
Útsvörin í Reykjavík samtals 1167 milljónir — 36.9 °]o hærri en i fyrra vegna mjög vaxandi tekna 61. árg. —Fimmtudagur 24. júní 1971. — 139. tbl. SKATTSKRÁIN kemur á morg- greiðendum. Tekiur manna voru un með venjulegum skjálfta í skatt- I yfirleitt mun meiri í fyrra en árið Óvenjulegt farartæki var á ferö eftir Reykjanesbrautinni í gær Þar sem var þessi Piper-flugvél, sem nauðlenti viö Straumsvík. íáUÐLENTI FRAMAN VID gÍL á REYKJANESBRAUT „O, nei. Okkur brá ekki svo mjög. Við sáum að þú varst í einhverjum vandræðum, væni minn,“ sagði eldri öku- maður við flugmanninn, sem rétt áður hafði nauð lent einhreyfils flugvél á Reykjanesbrautinni, beint framan við bifreið sem var á leið til Reykja- víkur. Fjögurra sæta, Piper Cherokee flugvél, var í æfingaflugi rétt sunnan við álverið í Straumsvík þega'r hún bilaði um' kl. 22.40 í gærkvöJdi og flugkennarinn varö að nauðlenda henni á steinstevptum veginum. „Við höfum vart verið nema ■ 10 mínútur á lofti, þegar óhapp ið vildi til,“ sagði Bragi Helga- son, flugkennari — reyndur og þaulvanur flugmaður. „Nemandinn var aö æfa „Of- ris“, þar sem flugvélin er látin klifra bratt upp í loftið, en sið- an er dregið af mótomum, og vélin látin detta niður í renni flug. — Þegar svo átti að auka bensíngjöfina inn á mótorinn og hækka flugið aftur, svaraði mót orinn ekki. Augljóslega hafði rofnað bens ínsambandið, og ég fór strax að svipast um eftir lendingarstað. Við vorum í góðri hæð rétt sunn an við álverið, og vegurinn var alveg tilvalinn til þess að lenda á honum. Við vorum heppnir.með, hve litil umferð var á honum. Að- eins einn bíll, sem við létum okk ur svífa fram fyrin áður en við lentum á beina káflanum milli beygjanna á hæðinni surinan gjaldskyiisins", sagði Bragi flug kennari. Or flugtuminum var lögregl- unni gert viðvart, og þegar flug virki hafði gert við bensíngjöfina sem hrokkið hafði úr sambandi vegna samsetningargalla, tók flugm'aðurinn hana á loft aftur af veginum og flaug henni til Reykjavikurflugvallar. Á meðan var umferð stöðvuð eftir Reykja nesbrautinni. —GP áður. Af því leiðir, að í Reykjavík verða útsvörin samanlagt 36,9% hærrj en í fyrra, að sögn borgar- hagfræðings. Útsvör í Reykjavík munu i ár nema 1167 milljónum króna, en í fyrra voru þau 853 milljónir. Lagt er á samkvæmt sömu reglum og í fyrra, og þessi hækkun verður þrátt fyrir hækkun skattvísitölu. Hækk- unin stafar af almennri tekjuaukn- ingu, kauphækkunum í fyrra, minna atvinnuleysi og lengri vinnu- tíma fólks og fiölgun skattgreið- enda 1 borginni, Eins og kunnugt er, vega útsvör- in þyngst í skattinum. Fyrirframgreiðslur hafá hækkað í ár, og hefur átt að greiða 60% af skatti síðasta árs á fyrri hluta þessa árs í stað 50% í fyrra. Þetta verður til þess, að hækkun skatt- greiðslna verður mönnum ekki jafn þungbær seinni hiuta ársins og annars væri, því að menn hafa greitt meira. það sem liðiþ er af árinu. Gjaldheimtustjóri sagði í morgqn, að innheimta fyrirframgreiðslna geng; samkvæmt áætlun. Hann minnti á, að hafi menn ekki lokið fyrirframgreiðslu fyrir tilskilinn tíma. munu þeir missa helming út- svarsfrádráttarins við álagningu næsta ár. — HH Diem vildi enga hermenn — sjá bls. 3 Að viðgerð lokinni býr flugmaðurinn sig undir að taka vélina á loft, en jeppi flugumferðarstjómar- innar ekur á undan til þess að ryðja veginn. — Um stundarsakir tók einn flugumferðarstjórinn að sér stjórn umferðarinnar á Reykjanesbraut. ___ Hljóp undan loganum Fékk „aðeins" 38 þús. fyr- ir helgarveiðina i laxánni Miðfjarðará hefur reynzt veiði mönnum gjöfulli í upphafi þessa veiðitímabils, heldur en mörg undanfarin ár, þegar laxveiði- menn hafa vart talið það svara fyrirhöfn, að veiða í henni fyrstu dagana. Fjórir laxveiöimenn veiddu í ánni daglega 19.—21. júní, þrjá- tíu og tvo laxa — átta til tólf punda þunga — sem er metveiði í ánni á þessum tíma sumars. Þessa.sömu helgi lækkaði lax- inn í verði um 100 krónur niður í 320 krónur. Þegar aflakóngarnir komu til byggða eftir helgina, mættu þeim þær fréttir, að laxinn hefði lækkað i verði yfir helgina um kr. 100 niðuj- í 320 kr. kílóið. Einn veiðimannanna, sem veitt hafði 19 velstóra laxa yfir helg- ina, varð að láta sér lynda kr. 38.000 fyrir veiðina, i stað kr. 53.000 á gamla verðinu. Hefðu þeir náö deginum fyrr til byggða með aflann, munaði það hann um 15.000 krónum. — GP — jbrir menn fengu 2. og 3. gráðu brunasár Eldsúlurnar teygðu sig iangt út úr klefanum „Eldsúlurnar teygðu sig Iangt út úr klefanum, og höfðu nærri náð til okkar hinna, sem stóðum álengdar og sáum sprenginguna“, sagði elnn starfsmanna í Sút- unarverksmiðju SS við Grens ásveg. „Ég nánast hljóp undan log unum, enda teygðu þeir sig líka yfir blettinn, sem ég hafði staðið á“, sagði Hörður Magnússon, starfsmiður Sút unarverksmiðjunnar. Þrír menn brenndust, þegar mikil sprenging varð í klefa, þar sem fita er hreinsuð af skinnum f bensínblönduðum legi. Hlutu mennirnir annarrar og þriðju gráðu bruriasár á hönd- um, fótum og andliti, og voru lagðiT inn á Landspítalann. Einn þeirra, Jón Árnason að nafni, var staddur inni í klefan- um að störfum, en hinir tveir, Óskar Guðjónsson og Amór Guðlaugsson, stóðu næstir klef- anum. Arnór stóð við dymar að klefanum, er voru opnar, en hann vaj- nýbúinn að skiptast á orðum viö Jón inni í klefanum, þegar sprengingin varð. Enginn veit enn, hvernig eld- ur komst aö bensíninu, en loft í klefanum var mettað aí bensín gufu. Kléfinn er einangraður og eldtraustur, og urðu litlar sem engar skemmdir á honum. Hins vegar skemmdust um 360 skinn, sem voru i verkun í klefanum. Jafn skyndilega og eldurinn blossaöi upp, dó hann út aftur, nema þar sem hann náði að læsast í eldfima hluti. Starfs- menn réöu niöurlögum þeirra loga með handslökkvitækjum. . h GP

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.