Vísir


Vísir - 24.06.1971, Qupperneq 9

Vísir - 24.06.1971, Qupperneq 9
^ ISIR. Fimmtudagur 24. júní 1971 — Hefðuð þér viljað búa í Reykjavík fyrir 100 árum? Reykjavík áriö 1862. Myndina gerði A.W. Fowles. BæjarráSsmemt voguðu lífí, góssi og blóði fyrir danskan kóng Blaðað í ritinu „Bæjarstjórn i mótun 1836-1872" ! I í eina tíð voru reykvískir bæjarráðsmenn pligtugir til að vilja voga lífi, góssi og blóði fyrir danskan kóng, og sömuleiðis unnu þeir eið að því að hlýða ávallt rödd sam vízkunnar um sannleika, rétt læti og almenningsheill og forðast drottnunargirni og valdasýki, hlutdrægni, hatur og öfund. jC'itthvað hefur þessi eiðstafur breytzt, að minnsta kosti hvað varðar skyldur og hollustu við einvalda Danmerkur. Og fleira hefur breytzt varöandi bæjarstjóm Reykjavíkur. Nú er komin út hjá Sögufé- laginu bók, sem heitir „Bæjar- stjórn í mótun 1836—1872“, og er annaö bindið í ritröðinni Safn til sögu Reykjavíkur. Fyrsta bindið heitir „Kaup- s’taður í hálfa öld 1786—1836“. í „Bæjárstjórn í mótun 1836 —1872“ er sagt frá því, hvern- ig Reykjavík breyttist úr dönsk- um kaupstaö í íslenzkan bæ, og þar er greint frá mótun fyrstu bæjarstjómar í Reykjavík. Allar kjörskrár Reykjavíkur eru birtar í bókinni og kosn- ingaúrslit, einnig allar fjárhags- áætlanir og fundargerðir bæj- arstjórnar. Ennfremur eru í bókinni umræði*.4}íejacstjó^ogr., •um brunavamir, hafnarbætur, T þessari miklu bók er sem sagt mikinn fróðleik aö finna, þannig að fræðimenn fagna útkomu hennar örugglega. En þar fyrir utan er bókin hin skemmtilegasta lesning fyrir leikmenn og gutlara. Kannski ekki beint tilvalin bók til að byrja á blaðsíðu eitt, því að spennan eykst Ktið þegar aftar dregur og endirinn kemur ekki fyrr en á bls. 488. Samt sagöi forseti Sögufélagsins, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur; að útkomutími bókarinnar hefði ef til vill verið valinn með tilliti ti! þess að um þessar múndir er lengstur sólargangur, svo að menn þurfa ekki að eyða ljós- meti við að kynna sér sögu höfuðborgarinnar. Það er margt, sem kemur manni spánskt fyrir sjónir, þeg- ar blaðað er í þessari fróðlegu bók. Fjárhagsáætlunin er býsna kyndug lesning, svona yfirleitt. Fyrir réttum hundrað árum voru niöurstöður bæjarreikning- anna eða fjárhagsáætlunarinnar 5302 ríkisdalir og 16 skildingar. Tekju- og útgjaldaliðir eru ,m og supjir Íjjta« skrytmr eins- og 35 dala- tekjur af vatnsbólurrum og-4sríkisdala -‘tékjúr af aktólunum. Sama ár, eða 1871, hafði næturvörður Reykjavíkurbæjar 210 ríkisdali í árslaun, og af þeirri upphæð var honum uppálagt að kaupa sér yfirhöfn. 4'' reinilegt er að bæjaryfir- ^ völdúm hefur fundizt það rausnarlegt að veita nætur- verði fé til kaupa á skjólgóöri flík, en það kom á daginn, að sjaldan launar kálfur ofeldi, því síöár um árið hefur næturvörð- urinn fært sig upp á skaftið og fer þess á leit við bæjar- stjómina, að hún skaffi skýli, sem. hann geti hafzt við ’i að næturlagi. Stiftamtmannsbústaður og Mylla 1862. Auk þessara húsa sjást hesthús stiftamtmanns, smiðja 5 Jónasar Helgasonar og Bemhöftsbakarí (talið frá vinstri) Þetta mál var að sjálfsögðú tekið föstum tökum af bæjar- stjórninni, sem eins og aörar bæjarstjórnir var á móti öllu bruðli, því að á 221. fundi bæj- arstjórnar, 4. október 1871, er þessj málaleitan næturvarðarins afgreidd á svohljóðandi máta: „Næturvörðurinn hefur bréf- lega beiðst að fá skýli til að vera í á næturtíma og finnur bæjarstjórnin ekk; ástæðu til aö veita þessa beiðni.“ Svo mörg voru þau orð, og nætur- vörðurinn varð að láta sér ‘ HAlÉbU 'jyTHa< öúga. Næst á eftir synjuninni til næturvarðarins hefur bæjar- stjórnin afgreitt mál, sem kem- ur manni í fyrstu kunnuglega fyrir sjónir, því að þar er þess getið, að Sverri Runólfssyni hafi verið ávísað 316 ríkisdöium og 64 skildingum fyrir vega- gerð í Ö-skjuhlíð. Liklega er þetta þó ekki neinn nákominn ættingi þess Sverris Runólfssonar, sem við þekkjum I dag fyrir áhuga á vegagerð og fieiri stórverkum. Cennilega er þessi yfirhöfn næturvarðarins einhver sú flík, sem umræddust hefur verið hér í Reykjavík. Sýknt og heil- agt er bolla’agt um yfirhöfnina, til dæmis samþykkir bæjar- stjórnin það árið 1858, að næt- urvörðurinn skuli ekki fá græn- an túskilding tii fatakaupa það árið, því það hefur spurzt, að næturvörðurinn hafi fyrir skemmstu fengið sér nýja yfir- höfn. Að frátalinni yfirhöfn nætur- varðarins er einna oftast minnzt á „sigurverkið‘‘ í fjárhagsáætl- un bæjarins, og venjulegast er varið 10 dölum til gæzlu á sig- urverkinu Peningum er varið til snjó- moksturs og klakahöggs og á miðri síðustu öld þóttu vega- lengdimar hér innan bæjar svo miklar, að manni, sem bjó á Grímsstöðum var synjaö um vinnu við snjómokstur í Austur stræti á þeim forsendum, aö hann ætti of langt að sækja Það er ótal margt athyglisvert og skemmtilegt eða þá smáskrýt ið, sem maður rekst á, þegar blaðað er í bókinni „Bæjar- stjórn f mótun 1836—1872“ og það er sannarlega lofsvert fram tak hjá Sögufélaginu að veita Reykvíkingum og öðrum lands mönnum tækifærj til aö Kynn- ast sögu höfuðborgarinnar — ÞB Lísa Pá^sdóttir, sendill hjá Hafskip: Já, mjög gjarnan. Þetta hafa ábyggilega verið skemmti- legir tímar. Og ekki hefði ég saknað þægindanna, það er orð- ið alltof mikið af þeim. Pétur Snæland, skrifstofumað ur: Já, ég hefði frekar viljað búa í Reykjavík fyrir 100 árum, held ur en úti á, landsbyggðinni. Siguriaugur Þorkelsson, hjá Eimskip: Já, svipað sjónarmið, ef maður setur sig inn í aöstæð- urnar eins og þær voru þá. Örn Tryggvi Gíslason, blað- sölustrákur. Já, kannski. Ásgeir Amar Jónsson, Vinnu- veitendasambandinu: Mér væri alveg sama, en ég held að ég vildi frekar búa í Reykjavík nú á tímum. Daði Kristjánsson, sjómaður: Þessu get ég ekki svarað, ég get ekki svo vel gert mér grein fyrir því hvernig Reykjavík var fyrir 100 árum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.