Vísir - 03.07.1971, Page 2
f Hollywood gerðu þeir
einu sinni kvikmynd, sem
hét „Lassie snýr heim“.
Kannski hefur hún verið
sýnd hér á landi, en hún
f jallaði um hundinn Lassa
sem gekk á eigin vegum
frá Skotlandi og til Suður
Englands. Lassi hundur
lenti í mörgum ævintýr-
um og þrengingum á leið-
inni, en á endanum komst
hann til húsbónda síns,
sem hafði flutt frá honum
10 ára stráklings.
Þessi saga endurtók sig nýlega,
en nú í raunveruleikanum.
Það var í Frakklandi að svartur
Scheaffers hundur, Biackie að
nafni, leitaöi að húsbónda sínum
um landiö allt, gekk raunar þvert
t yfir landiö — samanlagt sennilega
LEITIN STÓÐ I HÁLFT ÁR
og />ó fann hundurinn loksins húsbónda sinn
talsvert yfir 2000 km — þar sem
hann hefur ekki farið beina leið.
Leit Blackies að húsbónda sínum
tók 6 mánuði, en þá loksins bar
hún árangur.
Þegar farin er bein leið frá þorp
inu Chateau Renard rétt hjá Lille
og i norðvestur til þorpsins St.
Remys de Provence rétt hjá Mar-
seilles, mun vegalengdin vera um
1300 km.
Jámbrautarstarfsmaðurinn Jean
Marie Valembois hafði löngum
verið á flækingi milli þorpa, þar
sem starf hans krafðist þess, en
ævinlega hafði hann Blackie með
sér. Svo ákvað hann að skiljast
við hundinn fyrir fullt og fast,
og fór frá Renard hundlaus til
Remys.
„Stórkostlegt”
„Þetta byrjaði allt um áramót-
in“, sagði Jean-Marie blaðamanni
einuni, „þá var ég enn einu sinni
fluttur ti’l og þegar ég frétti að ég
ætti að flytja í annan landshluta,
fannst mér einhvern veginn að ég
gæti ekki haft hundinn með. —
Hann gaf því frænda sínum hann.
Viku eftir að Jean-Marie var
fluttur úr þorpinu, hvarf Blackie
sporlaust.
Frændinn sendi Jean-Marie
skeyti: „Mér þykir það ieytt. —
Hundurinn þinn e^ stunginn af.
Enginn veit hvert“.
Hálfu ári‘ seihna' birtíst kfanga-
legur og þvældur hundsvesalingur
í St. Remys de Provence, þar sem
Jean-Marie nú starfar.’
Blackie kom til þorpsins og
ráfaði þar um og I kring í fáeina
daga. Þá létu kunningjar Jean-
Marie hann vita af þessum skritna
hundi, þar sem þeir höfðu heyrt
hann segja af ínmdi sínum, og
hvemig hann hefði horfið á eftir
sér.
Jean-Marie fór út að leita og
fann hundinn i hnipri úti á akri.
Hann kallaði varlega: Blackie!
Sekúndu síðar lá Blackie í örm
um hans. Vinimir höfðu fundið
hvor annan.
Skiljum ekki oftar
Enginn getur skýrt hvemig
hundinum hefur tekizt að finna
rétt þorp, þar sem Jean-Marie
vinnur núna.
Þeir félagar höfðu aldrei komið
til þessa landshluta áður — þann
ig að Blackie hlýtur aö hafa próf-
að sig áfram kerfisbundið og hann
hefur sennil. á einhvem hátt gert
sér grein fyrir að húsbóndi hans
væri að störfum sem áður við
einhverja jámbrautarstöð. Þeir
höfðu verið saman í tvö ár, og oft
flutt saman til nýs þorps. Þegar
Jean-Marie svo ákvað að flytja
einn tók Blackie málið á sfnar
hundsherðar og hóf leit að hon-
um.
Jean-Marie: „Að hugsa sér að
nokkur hundur geti verið svona
tryggur. Við skiljum dski oítar
við Blackie“.~~ -—- —
Harry Keller-
man vill
skaðabætur
■
Harry Kellerman, verkfræðing
ur í Camarillo í Kaliforníu hefur
höfðað mál á hendur Cinema Cent
er Films fyrirtækinu og krefst
hann 105.000 dollara (9,2 millj.
ísl. króna) í skaðabætur, þar sem
hann segir að titill kvikmyndarinn
ar „Hver er Harry Kellerman og
hvers vegna segir hann þessa
hraeðilegu hluti um mig“, baki
honum leiðindi og almenningur
muni fyrirlíta sig.
Kellerman krefst einnig að kvik
myndafélagið breyti auglýsingum
um mynd þessa — einkum plaköt
um sem sýna Dustin Hoffman,
sem í my.ndinni leikur pophljóm-
listarmann, standa og horfa undr-
andi á titil myndarinnar.
— „Gömlu víkingarnir ættu
oð sjá afkomendur sína á
Islandi núna — sérstaklega
á laugardagskvöldum!"
Nú er ferðamannatím-
inn á íslandi. Ferðamanna
straumur hingað er víst
varla til að tala um, ef
miða á við það sem ger-
ist úti í þeim stóra heimi
— en hvemig sem það nú
er, þá erum við ævinlega
dulítið spennt að heyra,
hvernig útlendingum falli
'’ð koma hingað. Hvemig
hetta undarlega land, og
hetta undarlega fólk,
komi venjulegum Breta
eða venjulegum Amerí-
kana fyrir sjónir. Hér kem
ur á eftir þýddur úrdrátt-
ur úr grein eftir banda-
rískan blaðamann.
Við skulum gægjast á stöku
stað í grein, sem John Barbour,
fréttamaður á snærum AP frétta-
stofunnar bandarísku, skrifaði um
Island og dreiföi út um allan
heim. Við rákumst á greinina um
Island eftir John Barbour í „The
Miami Herald". Hún birtist þar
snemma í vor.
„Reykjavík. íslandi — hvernig
verður heimsendir? Ferst jörðin ,
í eldi, i ís? Vatnsflóði? Eða úr
leiðindum?
Hvernig sem heimsendi ber að
höndum, þá er ísland tílbúið. Is-
lendingar hafa lifað með þessum
fjórum plágum gegnum aldirnar,
og sigrazt á sérhverri þeirra.
Þeir hafa beizlað heitu hverina,
er neöanjarðar eldfjöll halda gang
andi, þannig að þeir geti fram-
leitt heitt vatn fyrir alla höfuö-
borgina og hitað hana upp.
Þeir hafa beizlað bráðnandi
skriðjöklana og jökulárnar sem
undan þeim renna og framleiða
ódýrasta rafmagn í heimi, svo ó-
dýrt, að svissneskt fyrirtæki
byggði stóriðjuver á Islandi til
að vinna ál úr boxíti sem flutt
er þangað frá Ástralíu. Samt hef-
ur ísland aðeins beizlað um 2%
af vatnskrafti sínum.
Og. ó jú, leiðindin. IslendingaT
fundu upp föstudags og laugar-
dagskvöldin til að stöðva leiö-
indin. Þeir virðast lifa næsta hljóö
látu lífi alla vikuna — en svo
er líka sparkað úr klaufunum um
helgar.
Þótt þessar 200.000 sálir —
helmingur þeirra býr í Reykjavík
— séu einangraðar — þá hafa ís-
lendingar komið sér af sjálfstKÖ-
um I samband við veröldina. Ef
víkingarnir, ?orfeður þeirra og
Keltamir gætu séö þá núna, þá
hefðu þeir orðið mjög stoltif af
bömum sínum, sérstaklega samt
á laugardagskvöldum...
Bandaríkjamönnum gætí farið
svo að þeim fyndust íslendingar
í fyrstu hrottafengnir I framkomu.
Gróf framkoma þeirra þarfnast
skýringar. Frekja og framhleypni
merkir á íslandi allt annað en í
Bandaríkjunum.
Á föstudögum og laugardögum,
þegar manni virðist öll þjóðin
þyrpast saman á þessa fáu dans-
staði 1 Reykjavík til þess að
drékka og dansa, þá virðast Is-
lendingar slæmir með að velja
sér mannsöfnuð, þar sem hópur-
inn stendur þéttast og ryðjast
beina leið í gegn. Stundum slá
þeir flösku niður a? borði — eða
allt borðið um koll og ryðjast
þannig að farþegar í neðanjarðar
lestum New York minna mann
helzt á þægar rollur í samanburði.
íslendingur skýrði þennan sí-
fellda ruðning fyrir mér: Hann
sagði að h'kast til væri dæmigerð-
ur íslendingur ekki /anur fólks-
fjölda. Hann er vanur því að kom
ast þangað sem hann ætlar sér.
Islendingar eru ekki dónalegir af
ásettu ráði. Bandaríkjamenn eru
frekar framhleypnir og ef einhver
er frekur við þá, velta þeir því
fyrir sér. hvaö sá freki maður
hafi í hyggju. Fri'kur Islendingur
hefur ekkert sérstakt í hyggju,
hann er bara svona ...“