Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 2
Drykkjusýki: Olnbogabam læknisfræðinnar Ef skofta á drykkjusýki sera hvern annan sjúkdóm, þá kemur Frú Leonard Gearin situr þama við þann ágæta radíófón í leiguibúðinni sem hún og fjöiskyldan búa nú í. ERFÐU 17,6 MILLJÓNIR — og skemmtu sér / tvö ár „Það var sko sannarlega þreyt- andi að eignast alla þessa pen- inga og eyða þeim á skömmum tíma“, segir frú Leonard Gearin, frá San Pedro i Kaliforníu. Fyrir tveimur árum erfði hún húseignir eftir föður sinn, og seldi þær fyrir 200.000 dollara (17,6 milljónir ísl. króna). Og hún, maður hennar og fjög- ur börn þeirra, beittu nú allri orku sinni í að eyða peningum aö . viM. Þau keyptu sér margt fallegt og margt gott: Bíla, vélhjól fyrir drengina tvo, sendibíl, radíófón fy.rir næstum 200.000 krónur, föt, skíða-útbúnaö. .. þau borguðu fyrstu afborgun af nýju einbýlis- húsi, létu lagfæra tennurnar fyrir morð fjár og feröuðust einar 200,- 000 mílur. Frú Gearin Iét lyfta á sér brjóst unum — og öll vörðu þau nokkru fé í sálfræðinga. Fyrir hálfum mánuði var öllu fénu eytt, og Gearin-fjölskyldan býr nú i íeiguhúsnæði niörj við höfnina í Los Angeles. „Viö blésum peningunum út í veður og vind“, sagði frú Gearin f blaðaviðtali. Konur reyna oftast — en körlum tekst sjálfsmorð oftar Þeir karlar, sem sjálfsmorö fremja, eru fleiri en konur, sem það gera — hins vegar reyna miklu fleiri konur sjálfsmorö en karlar. Eða svo segir í skýrslum, sem sérfræðingar úr sjö löndum hafa gert og borið saman. Dr. Ruth Ettlinger hefur rann- sakað 265 sjálfsmorðstilraunir, sem áttu sér stað 1965. 90 af tilfellunum voru karlar en hitt konur. 56% þeirra, sem reyndu sjálfs- morð, áttu við langvarandi veik- indi að stríða. í ljós, að læknavisindin standa sig ákaflega illa í þvi að lækna mcnn áf þeirri veiki (alkóhólisma) — segir f skýrslu, sem fram kom á ráðstefnu um drykkjuböiið, sem haldin var Karlsruhe í Vestur Þýzkalandi. Sjötíu og sjö prósent þeirra drykkjusjúklinga, sem gangast undir einhverja meðhöndlun til lækningar, hverfa aftur að flösk- unni áður en langt líöur. Læknar í Þýzkalandi munu nokkuð sammála um, að orsök þess hve illa gengur aö lækna drykkjusjúklinga, sé fremur lækn ingaaðferðunum að kenna en að* drykkjusjúkiingum bjóðist ekki næg tækifæri til aðstoðar við lækninguna. Ein orsök þessa er sú (a. m. k. f Þýzkalandi) að þar læra lækna- nemar næsta lítið um drykkju- sýki og í mjög mörgum tilfellum hafa læknar lítinn áhuga á þess- ari veiki. S,vo er líka hitt, að álkóhólistar hafa yfirleitt Wtið samband við lækna. 3—5 milljónir drykkjusjúklinga AA-samtökin í Þýzkalandi segja að skráðir drykkjusjúklingar í Þýzkalandi séu 1,4 milljónir, af þessum fjölda séu 50 prósent kon ur. Eigi hins vegar að telja einnig þá er drelcka að stáðaldri og í laumi (sem AA kallar svo), þá séu cfrykkjusjúklingar eitthvað á mifli þriggja og fimm milljóna. Margir þessara síðarnefndu drykkjumanna eru á spítölum. en undir allt öðru yfirskinl en aíkó- hólisma. Þeir eru kallaðir tauga- sjúklingar, magasjúklingar eða bara veikir af ofþreytu. Menn reyna nefnilega yfirleitt að klóra yfir drykkjuskap sinn, svo lengi sem það er mögulegt. Yfirlýstur sjúkdómur 1968 yar það samþykkt í V- Þýzkalandi, að skoða drykkjuskap sem sjúkdóm, en þótt svo hafi verið, eru enn margir læknar, sem halda því fram, aö drykkju- skapur sé ekki sjúkdómur, og því sé ekki hægt að ætlast til að lækn ing alkóhólista verði greidd af sjúkratryggingum. • „Þegar maður drekkur af ein- skærri ánægju og löngun — þá getur hann alltaf fundiö ástæðu fyrir drykkjunni — hann er ekki veikur, en ístöðulaus . Ég held að það sé ástæðulaust að verð- launa alkóhólista með því að láta þá fá ókeypis lækningu og dagpen inga meðan á meðferð stendur“, sagði dr. Lecher, geðlæknir, sem starfar við geðdeild sjúkrahúss í Kinzigtal, á fyrrnefndrj ráðstefnu í Karlsruhe. „í lífi margra kemur að þvi, að persónan reynir að leysa eða losna undan vandamálum sínum með aöstoð áfengis. Og smám saman verður það að vana, aö drekka til að geta losnaö undan álagi. Per- sónan getur þó ekki lengur lifað án áfengis, og þær voðafréttir leiða til þess, að hún reynir enn að leysa þau vandamál sem af drykkj unni leiða — með því að drekka enn meira“. ••«••••••••••••••••••••• ■ \ Utsmognir atkvæöaveibarar Pólitikusar eru misjafnlega út- smognir í áróðri sfnum, þegar kosningar nálgast. Lindsay' í New York, bo.rgar- Sovézkur læknir, prófessor Alexei Sosúnof, hefur með þvi að sanna, að vírus getur orðið fyrir áhrifum af segulsviði, gert það kleift að skýra samhengið milli áhrifa sólar og inflúensufaraldra. Það hefur verið vitað um skeið, án þess að nokkur skynsamleg skýring hafi á því fundizt, að út- breiðsluhraði inflúensufaraldra er breytilegur eftir áhrifum sólar. Þar eð sólin hefur áhrif á segul- svið jarðar, tók prófessor Sosúnof að rannsaka áhrif segulsviðsins á gerlaætur (vírusa, sem eyðileggja bakteríur). Hann komst að því, að tímgunarhraði vírusagnanna jókst verulega, þegar styrkur segulsviðs ins jókst. Rannsóknarstofnun í Moskvu staðfesti niðurstöður hans. Gerðar voru allmargar tilraunir, þar sem segulsvið var látið verka á bæði vírusa og bakteríur. Þá kom i ljós, að eftir þessa meðhöndlun var viðnámsþróttur stafylokokka gegn tetracylini fjórum sinnum meiri, og gegn penicillíni 300 sinn um meiri. En um leið voru bakt- eríurnar orðnar 100 til 1000 sinn- um um viðkvæmari gagnvart vir- usnum. Það virðist sem sagt full ástæða til að ætla að það séu tengsli milli áhrifa sólar á ástand segul- sviða og sveiflnanna í smitstyrk inflúensufaraldranna. stjóri sá er nú elur með sér drauma um að verða næsti for seti Bandaríkjanna, þykir kvenna gull hið mesta, enda svipfríður maður, og hefur honum nú tekizt að koma áróðursklausum á maig an konurassinn. Rosemary Eberhardt heitir þessi stúlka þama, og hún sýnir hverjum sem hafa vjll nýju sokka- buxurnar sínar — með Lindsay- stimplinum aftan á. „Lindsay’s Sexy. My Choioe for Prexy“, sem kannski má þýða: Lindsay finnst mér sætur, og vel hann þvi sem næsta forseta". En Lindsay er ekki eirm um að koma skrifi sínu á kvenrassa. Fre nokkur Harris á vísan stuðning margra kvenna, ©g hafa þær klæðzt buxum, á hverra rass hef- ur verið ritað: „Fred Harris is A-Okie Dokie With Me“. Og Nix- on er líka farinn að búa sig undir næstu kosningar með því að koma sér fyrir á lendum kvenna. Hans orðtak er ritað á sokkabuxur: „Nixon Is Right on, Baby“. (Eigi er hér Nixon langt undan, ástin góð), eða eitthvað í þá áttina. Og nú er eins gott að hjón séu ekki fylgismenn síns fram- bjóðanda hvort, því að eflaust lík aði það mörgum Nixonsinnum illa að siá eieinkonuna iafnan fletta upp pilsum og strjúka vangasvip Lindsays, ef pólitík ber á góma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.