Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 4
V1SIR. Þriðjudagur 12. október 1971. * ; 11!!! Sætur sigur með ör- litlu súrbrugði þó — þegar Breibablik sigraði Keflavik á sunnudag íslandsmeistararnir frá Keflavík voru slegnir út í Bikarkeppninni, á heima- velli, af ferðafélögum sín- um í Lundúnaförinni, Breiðabliksmönnum og komu þau úrslit nokkuð á óvart, þar sem Keflvíking- ar sigruðu þessa sömu mót herja í 1. deildinni með all miklum markamun. Leikur inn fór fram á grasvellin- um í Keflavík í norðanroki og frosti, svo naumast er hægt að segja að veðurskil yrði hafi verið ákjósanleg til knattspyrnu, þótt hinir fjölmörgu áhorfendur hafi látið fara notarlega um sig, flestir hverjir í upphituðum bifreiðunum, en svo hagar til á nýja vellinum, sem þeim gamla, að auðvelt er að koma mörgum bifreið- um fyrir á áhorfendasvæð- inu. Keflvíkingar léku undan rokinu fyrri hálfleikinn og virtust, þrátt fyrir nokkur forföll í liðinu, hafa öllu méiri tök á leiknum, en mót herjamir, sem þó höfðu enga minni máttarkennd fyrir meistumnum vörðust af dugnaði og bægðu hverri hættu frá marki sínu, utan einu sinni, er Jón Ólafur fékk knött- inn rétt utan vítateigslínu, lagði hann fyrir sér og skaut, föstu og hnitmiðuðu skoti, sem hafnaði í markinu, úti við stöng, eftir að háfa breytt örlítið um stefnu, á bak hluta eins varnarmanna Breiða- bliks 1:0. Þegar langt var liðið á hálfleik ínn, gerðist örlagaríkt atvik — og umdeilt mjög. Einar Gunnarsson, annar miðvörður iBK, nær knettin um út við hliðarlínu, rétt um miðju. Haraldur Steinþórsson kem ur þar aðvífandi og brýtur á Ein- ari. — Báðir falla við, og fætur þeirra flækjast eitthvað saman. Ein ar rykkir öðrum fæti sínum til, að mér virtizt, (séð af styttra færi, en dómarinn) og kemur um léið við Harald. Hánnes Þ. Sigurðsson, dómari ieiksins, sem blásið hafði ekki síður en Kári, það sem af var leiksins, kemur hlaupandi að Einari og bendir honum umsvifa- 'laust út af leikvelli. Hvorkj Einar né félagar hans virtust í fyrstu átta sig á brott- rekstrinum. en er þeim varð ljóst nvert stefndi, leit um sinn út fyr ir að hendur yrðu látnar skipta, af hinum skapríkari mönnum liðs- ins, en hinum rólyndari tókst að íoma í veg fyrir það. Aðspurður í hléi kvaðst Einar ekki hafa spark að 1 Harald, sem eftir leikinn gerði lítið úr þessu atviki. Ýmislegt bend ir því til þess að Hannes hafi ver ið full fljótur á sér, og látiö augna bliksreiði ráða úrskuröi sínum, en dómarar geta víst verið breyskir, eins og aðrir menn. En þar með voru úrslitin ráðin. Tfu gegn . ellefu og norðanrok inu voru lítii líkindi til að ÍBK gæti varizt hálfleikinn út án þess að fá á sig mark, enda fór það svo að Breiðablikspiltamir skoruðu tvö. Hið fyrra er Ólafur Friðriks- son komst inn fyrir vörnina og skaut frá vítateig, lágskoti, sem Þorsteinn lagði sig ekki fram til að verja, þótt hann reyndi. Lenti knötturinn framan á marksúlunni og hrökk út til Þórs Hreiðarssonar, bezta manns Breiðabliks, sem skor aði af miklu öryggi. Þegar um hálftími var liðinn af hálfleiknum, fengu Breiðabliksmenn innkast fram við endamörk vinstra megin. Knettinum er varpað til hins fót fráa miðherja Guðmundar Þórðar- sonar, sem leikur meðfram enda- mörkum og sendir knöttinn á milli varnarleikmanna iBK og fyrir mark ið til Gunnars Þórarinssonar, sem sendir knöttinn óverjandi í netið, 2:1, fyrir Breiðablik. Litlu síðar munar ekki nema hárs breidd að Steinar Jóhannsson jafni fyrir ÍBK, meö þrumuskoti, sem Ólafur Hákonarson, getur með naumindum slegið í horn. Ekki hefði samt verið óeðlilegt þótt Breiðablik, hefði skorað tveimur til þremur mörkum meira í hálf- leiknum, en Þorsteinn Ólafsson kom í veg fyrir það með frábærri vörzlu í markinu. ■ Sigur Breiðabliks var sannarlega sætur, íneð örlitlu súrbragði þó. Aö leika einum fleiri helming leiksins sannar ekki yfirburði. Skemmtilegra hefði verið að sigra mótherjana af allan vafa um hvort liðið væri betra. Sannast mála mátti þar ekki á milli sjá meðan báöir aðilar léku með fullt lið. Sigurin.i hefði þrátt fyrir það alveg eins getað fallið Breiöabliki í skaut, enda hefur lið ið á að skipa efnilegum leikmönn- um, þótt Þór Hreiðarsson og Ein- ar Þóhallsson hafi borið nokkuð af. Einnig er vert að geta þeirra, Ólafs Friðrikssonar og Gunnars Þórarins sonar, fyrir góðan leik. Keflvikingar hafa ekki komizt langt í bikarkeppninni á undanföm um árum o-g brugöu ekki út af vananum að þessu sinni, Guðni, Ástráður svo og Gísli Torfason áttu allir mjög öflugan vamarleik. í framlínunni var Ólafur Júlíus- son, mjög virkur og Friðrik Ragn arsson, sem leikur með að nýju, eftir handleggsbrotið, gerði margt laglega. —emm Ovæntur sigur Dana Danir komu á óvart á sunnudag-, inn og sigruðu Rúmeníu í landsleik f knattspymu með 2 — 1 á Idræts- parken og var sá sigur fyllilega verðskuldaður. Leikurinn var liöur í undankeppni fyrir Ólymp’íuleik- ana í Múnchen næsta ár. Rúmenski bakvörðurinn Boc skoraði sjálfsmark þegar á 3. mín. og eftir 10 mín. stóð 2 — 0 fyrir Dani, þegar Birger Pedersen skor- aði. Dembrowsky skoraði mark Rúmena strax í byriun síöari hálf- í gær tóku tveir kunnir fyrrverandi landsliðskappar í knatt- spyrnu, Bjarni Guðnason og Ellert Schram, í fyrsta skipti sæti á Alþingj fslendinga og tók Bjarnleifur þessa mynd af þeim, þegar þeir muust í pingsölum. Prófessorinn lék sinn fyrsta landsleik, þegar Svíar voru sigraðir í þeim fræga leik á Melavellinum 1951 4—3, en Ellelrt klæddist Íandsliðsbuningnum fyrst 1959 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Heimsmet í lyftingum Pólskj lyftingamaðurinn Czeslaw Paterka bætti heimsmet Sv’ians Hans Bettembourgs í pressu í létt- þungavigt þegar hann pressaöi 177 kg, á lyftingamóti í Bydgoszcz á KR sigraði Fram í úrslitaleik 5. flokks á sunnudaginn með 4—3 í skemmtilegum leik, sem háður var á undan bikarleik Víkings og Akureyrar á Melavellinum. Eftir leikinn fengu hinir nýju ís- landsmeistarar KR verðlaun sín og þarna skoða strákamir bikarinn hrifnir. Ljósm. BB. F.H. vann Gróttu Úrslit leikja sunnudaginn 10. okt. í Reykjanesmótinu i handknatt- leik urðu þessi: 2. flokkur karla: FH—Njarövík (Njarðvík mætti ekki til leiks). ÍBK—Stjarnan (6—3) 14:11. Grótta—Breiðablik (4—6) 10:13. Meistaraflokkur FH—Grótta (10—10) 21tl8, og vann FH þar með styttu þá, er Fjarðarprent gaf til keppni í m.fl. í annaö sinn. Næstu leikir í Hafnarfirði verða n. k. miðvikudag 13 okt. Þá verður keppt í 3. flokki: FH—Umf. Njarðvfk ÍBK—Stjaman (Þessir leikir áttu að verða 15. okt. — aðrir leikir í 3. fl. verða á Seltjamamesi.) 2. flokkur Grótta—Stjarnan. ÍBK—Breiðablik. Keppni hefst kl. 20.00 Leikib í flóöljósum 1 kvöld fara fram í flóðljósum undanúrslit milli Fram og Keflavlk- ur V bikarkeppn; 1. flokks. Liðin mættust fyrir nokkru suður í Keflavík og varð þá jafntefli 3—3 eftir frámlengdan leik, svo greini- legt er að þessi félög hafa jöfnum liðum á að skipa Leikurinn hefst kj. 20.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.