Vísir - 09.11.1971, Page 9

Vísir - 09.11.1971, Page 9
V í S I R . Þriðjudagur 9. nðvember 137’ 9 r 'S — jbótt aldrei hafi áður verið annað eins byggt af ibúðum 0 Húsnæðisvandræði steðja að Reykvíkingum. Fólki reynist mjög erfitt að finna ^r húsnæði, ef skipta þarf um íbúð, og sumum tekst það raun- ar ekki. Einhverjir verða undir í slagnum um íbúðarhús- næðið, og þrýstingurinn á Félagsmálastofnunina þyngist. Við húsnæðisleysi er ekki ;nema eitt að gera: Byggja fleiri hús. 0 Við ætlum nú aðeins að kanna, hve mikið 6r byggt í Reykjavík og nágrenni- Hve mikið af blokkaríbúðum og hve mikið af dýrum einbýl- ishúsum. Meira núna en í fyrra? Meiri eftirspurn núna en áður? Hvað kostar ein þriggja herbergja íbúð? Hvernig komast menn yfir það fjármagn er þarf til að komast í eigið húsnæði? 700 íbúðir tilbúnar fyrir áramót „Það er til tmrna meira hús- næðj i byggingu núna en í fyrra“ sagði Sigurjón Sveinsson, byggingafulltrúi Reykjavíkur, er Vísir spjallaöi við hann. „Núna eru 1800 íbúðir í bygg ingu, en f fyrra voru 1600 ibúð ir í byggingu Reykjavík. Af þessum 1800 íbúðum er áætlað að lokið verði viö 700 íbúðir. Auk þessa ibúðarhúsnæðis eru svo opinberar byggingar, þ. e. byggingar á vegum borgarinn- ar.“ — Hve möirgum íbúöum var úthlutað í ár? „Alls um 1000 íbúöum. Af þessum 1000 voru 876 í fjöl- býlishúsutn, 120 raðhúsaíbúöir og 25 einbýlishús." Skólar og nýtt Iðnó Næsta haust á aö vera lokið byggingu barnaskóla f Breið- holti 1 og brátt veröur farið af stað með skólabyggingu í Breið holti III. Skóli er í byggingu i Árbæjarhverfi, en hluti a'f hon um hefur reyndar verið í notkun um nokkur ár. Dagheimili eru í bygglngu og leikskólar og einnig nýtt „Iðnó“, þ. e. ekki nýtt borgar- leikhús heldur hús Iðnaðar mannafélagsins við Hallveigar- stVg. Við Háskólann er verið að byggja hús yfir lagadeild og verkfræðideild. Nýtt veðurstofu- hús er í byggingu, og raunar sitthvað fleira á veguen þess opinbera. „M5:I1 gróska“ Það er miki! gróska í bygging ariðnaöinum núna, sa«íði Sigur jón byggingafulltrúi. Verið er að byggia lengsta hús á íslandi, þ. e. hús Framkvæmda nefndar byggingaráætiunar en á því var byrjað í október“sl. Þá er og í byggingu stórhvsi upp á 8 hæðir, sem Breiðholt hf. bvggir á móti Byggingasam vinnufélagi atvinnubifreiðar- stjóra, en ’i því húsi verða 300 íbúöir. Alls verða fullgerðar á árinu 100 fleirj íbúðir en í fyrra, og ætti það nokkuð að koma til móts við húsnæðisþörfina. .Borgin sjálf á hluta íbúö- anna í „lengsta húsi á íslandi“, sem FB byggir, og þegar þær ibúðir verða fullgeröar. hefur borgin liðlega 600 íbúðir til úthlutunar. Skortur á iðnaðar- mönnum Eins og ævinlega, þegar kipp- ur kemur í byggingaframkvæmd ir, verður hörgull á iðnaðarmönn um. „Þaö er einna verst að fá múrara til vinnu,“ sagöi bygg ingafulltrúinn „mér hefur skil- izt að þeir hafi miklu meira af verkefnum framundan en þeir ráða við.‘‘ Þegar iönaðarmenn hafa meira en nóg að gera, finna þeir helzt fýrir Þeim vinnuaflsskorti, sem býgija einbýlishús, eða ánnað á ’ eigin vegum. Betur gengur að fá iðnaðarmenn til að vinna stærri verkefni, eins og t. d. mörg fjölbýlishús fyrir sama að- ilann svo sem Framkvæmda- nefndina. Byggingaalda í Hafn- arfirði Miki] fólksfjölgun hefur orðiö í Hafnarfirði upp á síðkastið. Og Hafnfirðingum fjölgar ekkj ein vörðungu fyrir það hve frjósam ir þeir eru. Fólk hefur flutt í stórum st’il úr Reykjavík, og öðrum nágrannabæjum suður í Fjörð, epda ekki verra fyrir þá ÍÍÉ i * * j y ^ sem vinnu stunda í Reykjavík, að búa í Firðinum en t. d i Árbæjarhverfj eða annars stað ar í Reykjavík, þar sem l-.ngt er að sækja í miðborgina. „Þbð eru núna um 550 íbúö ir f smíðum i Hafnarfirði," sagði Friðþjófur Sigurðsson, byggingafulltrúi er Vísir spjall aði við hann í gær. „og af þess um 550 var byrjað á 244 á þessu ári. í fyrra var byrjað á 153 íbúðum. Það hefur veriö mikið um þaö að fólk flytti hingað sufSur eftir úr Reykjavík, og ég veit satt að segja ekki, hvort eitt bæjar- féfag ræður við það að byggja svona mikið, en þaö er kannski annað mál“. Flestar af þeim íbúðum sem 1 smíðum eru — eða þá nýgerö ar — eru í noröurbænum svo- kallaða nýju hverfj á Flata- hrauni, og þar mun bráölega rísa fyrsta háhýsið í Hafnarfiröi. Er það átta hæða fjölbýlishús með verzlanamiðstöð á jarðhæð inni. Þa er Kaupfélag Hafnfirðinga sem byggir þetta hús. Auk Vbúðarhúsa eru í bygg ingu 2 áfangar Víðistaðaskóla, sem er hverfisskóli fyrir norður bæinn, og verður þá aðeins eftir að byggja 3. áfanga auk leikfimi húss og fl. þ. h. Friðþjófur sagði að nokkur ásókn væri enn í lóðir einkum í norðurbænum, og væri nú að því kómið aö endurskððá' þýfftí' ■ skipulag þess hverfis með áfram haldandi úffilutun íýri'r aiigurhV' 700 íbúðir losna . Vísir hefur talsvert um það rætt síðustu daga. hve mjög húsnæðisleysi sverfi að Reyk- víkingum. Ef tekst að fullgera 700 íbúðir fyrir næstu áramót, þá lítur út fyrir að húsnæðis vandinn linist nokkuð. „Guð fslendinga er hús“, sagöi einhvern tíma aðkomumað ur hér. Getur ve] verið og hús er okkur reyndar miklu meira en átrúnaöaratriði: Verðbólga undangengin ár hefur séð til þess, að almenningur ávaxtar naumast fé sitt á fljótvirkari og öruggari hátt en meö þvl að festa þaö í steinsteypu. Og það er rétt að slá botninn í með sögunnj af „þeim dæmigerða". Hann er kunningi okkar hér á Vísi, og fyrir hálfu öðru ári var hann nýsloppinn úr skóla. Farinn að búa og vinna og skuldaði 50.000. Honum var sagt upp húsnæði fyrirvaralaust. Kunningj okkar varð ævareiður. Rauk til byggingameistara eins og bað hann selja sér íbúð. — Hvað áttu af peningum? spurði meistarinn. — Ég skulda 50.000 sagði vinur vor. Sláðu þá önnur 50, láttu mig fá þau í næstu viku og svo borg arðu mér 200 þúsund eftir átta mánuði og færð íbúðina. Vinur vor gerði þaö. Rak konu s’ina í vinnu og eftir átta mánuði átti hann 200 þúsund handa meistaranum. Fékk 540 búsund kr. Húsnæðismálastj. lán sló 300 þúsund til við- bótar í bönkum og hleypur nú um götur léttilega með skulda klafann sinn Hann er í eigin húsnæði, sem hann hefur von um aö eignast alveg smátt og smátt. Trygging: Hans eigiö fjör Verst að hann skuli ekki vera líftryggður. það er nefni- lega hjartagalli í ættinni. — GG — Hvað finnst yður um verðhækkanirnar á afenííi og tóH,'í? Birgir Símonarson, stýrimanns- nemi: — Mér stendur alveg ná- kvæmlega á sama um þær. Ég er nefnilega farmaður og bar sem ég reyki ekki og drekk ekki svo mikið nægir mér alveg toll- urinn... Sveinbjöm Vaidimarsson. verzl unarstjóri: — Fari vinstri stjórn in til helv.... segi ég nú bana. Guðrún Michelsen, ritari og 'húsmóðir: — ivfér er alveg sama um þær persónulega. Ég revki nefnilega ekki og ég bragða ekki áfengi. Ég vona, að hækkanirn- ar megni að draga að minnsta kosti eitthvað úr áfengis- og tóbaksneyzlu margra. Þó er ég ekki svo viss um aö hækkanirn ar geti dregið mikiö úr nevzl- unni. Það lætur sennilega marg ur eitthvað annaö á móti sér fremur en að minnka við sig áfengis- og/eöa tóbaksnotkun- ina. * Þórunn Erlendsdóttir, skrifstofu stúlka og húsmóðir: — Mér finnast þær koma sér alveg á- gætlega. Það veitir víst ekki af að draga úr áfengisneyzlu Is- lendinga. Hún viröist fara það vaxandi. Hækkanirnar ættu aö stuðla að því að draga þar eitt- hvaö úr. Ég reyki raunar ekki sjálfur og neyti ‘áfengis f Htlum mæli, en samt lízt mér engan veginn á þessar hækkanir. — Það má vel vera. aö fáar aðrar vöruteg- undir liggi eins vel yiö verðhækkunum og áfengl og to- bak, en þessar hækkanir finnast mér að minnsta kosti of miklar til að þær séu réttlætanlegar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.