Vísir - 10.01.1972, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 10. janúar 1972.
„Alltaf skrefí á
eftir smyglurunum
jqwS98 - •'V'7'>TV
//
„Enginn okkar hér í svokallaðri eiturlyfjadeild
hefur fengið neina þjálfun í að annast þessi mál“.
— „Með núverandi mannafla og tækjum erum við
alltaf skrefi á eftir eiturlyfjasmyglurum". — „Eitur
lyfjasmygl hefur farið vaxandi í haust og vetur
og menn jafnvel gerðir út í innkaupaferðir til ann-
arra landa. Okkur vantar mannafla og tæki til að
hafa eftirlit með slíku“. — Hasshundurinn er ekki
þjálfaður til að finna LSD eða örvunarlyf“.
Vonlítil barátta við
eiturlyfin.
Ofansreindar tilvitnanir eru
glefsur úr samtölum sem Visir
hefur átt við þá aðila frá lög-
r-eglu og todlgæzlu, sem hafa
það hilutverk að fiska eiturlyfja
smyglara og eiturlyfjaneytendur
Samkvæmt þeim virðast þeir
berjast vonlítilli baráttu við
þann bölvaid sem virðist vera
að ryðja sér braut hérlendis.
„Til þess að ná árangri í þess
ari baráttu er frumskilyrði að
stofnuð verði sérstök deild sem
artnast þessi mál. Eftir að það
hefur verið gert er hægt að
fá menn t. d. frá Scotland Yard
eða FBI til að koma hingað og
þjálfa mennina eða þá að þeir
verði sendir til þjálfunar er-
iendis um nokkurra mánaða
skeiö,‘‘ sagði Kristján Péturs-
son deildarstjóri tollgæzlunnar
á Keflavíkurflugvelli. Kristján
hefur um 4 ára skeið kynnt sér
þess; mál og undanfarin 2y2
ár hefur hann unnið mikiö að
þessum málum hérlendis.
Hann vann ásamt nokkrum
öðrum mönnum í samstarfsnóp
um þessi mál sem síðan skilaði
tillögum um úrbætur eftir að
hafa kynnt sér eftir föngum á-
standið í þessum málum hérlend
is Ein megintillagan um úr-
bætur er sú að stofnuð verði
sérstök deild tii að fjalla um
þessi mál og starfsmenn henn
ar sérþjálfaðir. Skýrslunni var
skilað I byrjun nóvember og
átti Kristján síðan viðræður
við ráðherra og þingmenn um
nauðsyn á stofnun deiidarinnar.
Tóku þeir aöilar vel í málið og
sóttj hann fyrir hönd hóps-
ins um 4,9 milljón króna fjár
veitingu til þessa máls Umsókn
in var afgreidd með 700 þúsund
króna fjárveitingu í fjárlögum.
Þá sagöi Kristján að aðrar til-
lögur hefðu verið hundsaðar af
dómsmálaráðuneytinu. Því hefði
hann ákveðið að hætta afskipt
um af þesstim málum utan starfs
sviðs sins hjá tollgæzlunni.
Núverapdi Js|and. /
Eituriyfín berast einkum á
fernan hátt inn í landið. Með
flugfarþegum, í pósti, frá vam
arliðsmönnum og með skipum.
Til þess að sporna gegn eit
urlyfjasmygli virðist það vera 4
menn og einn hundur sem eink
um starfa við slikt Á Kefla
vikurvellj er Kristján sá eini
af tollvörðunum sem hefur
kynnt sér þessi mál í Reykja
vík starfa þrír menn, 2 lögreglu
menn og einn tollvörður í svo-
kallaðrj ,,eiturlyfjadeild“ lög-
reglunnar. Þá er einn maður sem
annast hasshundinn Einnig má
bæta því við að samkvæmt upp
Hér er Kristján Pétursson að vinna við greiningu á lyfjum.
lýsingum rannsóknarlögreglunn
ar er þar einn maður sem eink
um er í eiturlyfjamálum, „en
það er ákaflega Htið um svo-
leiðis mál hjá okkur,“ var blaða
manni Vfsis sagt.
Af þessum fjórum „smyglrás
um“ virðast þó aðeins tvær sem
reynt er að fylgjast með eftir
því sem hægt er. Það eru flug-
farþegar og pósturinn. Eftirlit
með vamarliðsmönnum er erfitt
og samkvæmt upplýsingum
Kristjáns Péturssonar hefur að-
eins einu sinn; verið gerð sér-
stök leit að fíknilyfjum um
borð í millilandaskipi og fannst
þá eitthvað magn á einum
manni. Á pósthúsinu hefur hund
urinn farið um þefandi og einn
ig eru póstmenn og tollverðir
vel á verði. Virðist nokkuð hafa
dregið úr eiturlyfjasmygli í
póstsendingum upp á síðkastið.
„Við áWtum að aðrar leiðir en
pósturinn séu stórtækari," sagði
tollvörðurinn í eiturlyfjadeild
lögreglunnar Og þá er að snúa
sér að flugfarþegum.
Sem fyrr segir er Kristján
einj tollvörðurinn þar sem hefur
kynnt sér eiturlyfjasmygl þótt
aðrir tollverðir geri að sjálf-
sögðu sitt bezta „En það þarf
mikla þjálfun og kennslu til.að
vinna'. þetta starf. Þóft ég h|afi
farið, tyær kynnisferðj^ til j3t-
landa og reynt að lesa mér til teft
ir mætti tel ég mig langt frá þvl
að vera útlærðan," sagði Krist
ján „Ef við höfum grun um að
með véi sem er að koma sé
fólk með eiturlyf þarf að taka
það strax úti í flugvélinni Ef
fyrrnefnd deild værj starfandi
með 4—-5 sérþjálfuðum mönn-
um væri hægt að gera skyndi
kannanir fyrirvaralaust áður en
fólkið yfirgæfi vélina.“
— En getur ekki hasshundur
inn komið þarna að góðu eagni?
„Að vissu leyti getur hann
þaö. En hann er bara þjálfaður
til að leita að cannabisefnum
og hráópíum Hann hefur ekki
verið þjálfaður til að þefa uppi
LSD eða örvunarlyf t d. prehi-
din. Það mun þó vera hægt að
þjálfa hann upp í þaö. Við höf
um hér ófullkomin tæki til að
framkvæma prófum á efnum og
hef ég fengið þau gefins per
sónuléga erlendis frá eða héðan
af vellinum. Ef við höfum grun
um að farþegar með eiturlyf hafi
sloppið i gegn og til Reykjav’ík
ur gerum við lögreglunni þar
aðvart."
Eiturlyfjadeildin.
„Eiturlyfjadeild er of stórt
orð. Samstarfshópur vær; 'étt-
ara,“ sagði tollvörðurinn sem
þar vinnur ásamt tveim lögreglu
þjónum. ,.Við höfum ekkj feng
ið neina fræðslu um eituriyf
nema það sem Kristíán hefur
sagt okkur og svo það sem við
höfum ge^ð lesið okkur til um.
Það er alltof iítið tekið á þess
um málum. Smyglararnir eru
alltaf skrefi á undan okkur og
erum við hræddir um aö dálitið
af LSD sé á markaði hér Frlk
virðist frekar óttast hasshund-
inn og auðvelt er að smygla
LSD inii í ]andið.“ sagði toll-
vörðurinn og nefndi nok.;u-
dæmi því til sönnunar. Þeir hafa
þama ófullkomið tæki tfl að
gera frumrannsóknir sem síðan
Reynt er aS fylgjast úlfeð
mögulegum sendingum fíkni-
lyfja í pósti.
eru sendar Háskólanum til frek
ari greiningar ef ástæða þykir
til. Þar vantar tilfinnanlega tæki
sem getur ákvarðað 5 skyndi
hvort um eiturlyf cr að ræða
eða ekki. „Okkur vantar þjálfun
í að leita að og greina eiturlyf.
Sérþjálfun er nauðsynleg í þessu
starfi.“
Úrbætur á döfinni?
Jón Thors hjá dómsmálaráðu
neytinu gaf blaðinu þær upplýs
ingar að meira fé en 700 þúsund
færi í baráttuna við eiturlyfin.
Ætlazt væri til að hinn almenni
löggæzlukostnaður greiddi kostn
að af þessari baráttu. Ekki
lægju fyrir að svo stöddu áætl
anir um sérþjálfum manna en
ætlast væri til að tollverðir og
lögregluþjónar önnuðust þessi
störf.
„Það þýði ekkert fyrir dóms
málaráðherra að skrifa bréf til
lögreglustjóra og sýslumanna
landsins og biðja þá um að
vera á verði gagnvart eiturlyfj
um,“ sagði Kristján Pétursson.
„Það eru ekki fyrir hendi neinir
þjálfaðir menn til að rannsaka
slík mál Þess vegna er nauð-
synlegt aö deild sárhæfðramanna
verði komið á fót og það *-ekur
1—2 ár að- þjálfa menn. Ráða-
menn virðast ekkí koma auga
á hættuna og það voru t. d.
ýmis áhugamannafélög sem söfn
uðu fyrir hasshundinum."
Blaðinu tókst ekkj að ná tali
af dómsmálaráðherra, en hins
vegar sagði aðrmðarráðherra
heilbrigðismálaráðherrans að
þess; mál hecðu lítillega verið
rædd í því ráðunevti. En alla
vega virðist nokkuð vanta á að
þessi má] hafi verið tekin nægi
lega föstum tökum. —SG
9
— Hafið þér farið á
sinfómutónÍÞ?-?^?
Sigríður Guðmundsdóttir, rit-
ari: — Já, en aðeins einu
sinni Það var með skólanum
sem ég fór Það gæti hugsazt,
að ég færi aftur á slíka tón-
leika, ef eitthvað áhugavert er
á efnisskránni. En, sem sagt,
áhuginn hefur enn ekkj vakn-
að.
Jóhann G. Jóhannsson, pop-tón-
listarmaður: — Nei það hef ég
ekki gert lengi Ég fór hins
vegar á þá nokkra, sinfóníu
tónleikana. á meðan ég var viö
nám í Tónlistarskólanum. Það
er öllu frekar af trassaskap en
áhugaleysi, sem ég hef ekki
skellt mér á sinfóníutón 1 eika eft
ir að ég hætti í skólanum.
Jón Arason, afgreiðslumaöur:
— Ha ... Nei, sinfóníutón-
leika hef ég aldrei farið á.
Einu kynni mín af ^infóníu-
flutning; á ég útvarp’inu að
þakka. — Hvort ég lilustj sér-
staklega eftir sinfóniuflutningi
f útvarpi? Nei, maður bara heyr
ir ávæning af þessu öðru hvoru.
Það er alltaf kveikt á tækinu
hjá mér. Mér er satt að segja,
gjamara á að lækka niður í
tækinu þegar það flytur sinfón
íur.
Hafsteinn Sörensen, sjómaöur:
— Nei, aldrei. Ahuginn hefur
ekki verið nægur. Ég tek að
minnsta kosti æði margt frarn
yfir sinfóníur Því er þó ekki
að neita. að þær eru til nokkrar,
sem maður leggur alltaf eyrun
eftir ósjálfrátt ...
Sigurður Skúlason, sjómaður:
— Nei en það mætti vel segja
mér, að slíkt gæti verið afar
ánægjulegt. Ég er bara ulltaf
á sjónum og hef aldrei fengið
áhuga fyrir að eyöa tíma min-
um í landj % sinfóníutónleika.
Helga Bjarnadóttir, MR: — Já.
Þaö var á sklóatónleika Ég
man ekk; hvað var á efnis-
skránni, man bara, að ég var
ánægð með tónleikana EkkJ
vaknaði þó hia mer nægiraguí
áhugi til að ég færi á fleiri
tónleika.