Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 2
• JOHN PROFUMO fyrrum varnarmálaráðherra Bret- lands og fórnarlamb hneykslis- ins, sem Kristín Keeler hratt af stað, getur nú rétt aðeins úr kútnum. Það hefur aðeins birt til yfir honum. Drottningin hans, hún Elísabet heilsaði honum nefnilega um daginn með handa- bandi og brosi á vör, auk þess sem hún sagði: — Gaman að sjá þig aftur. wywwww f-JW xf,, - » „Unisex“ á hárgreiöslustofunni: — í London hefur veriö opnuð hárgreiðslu- og snyrtistofa (við götu samhliða Portobello Road), sem afgreiðir bæði karla og konur jöfnum höndum. Ef óskað er má einnig taka sér þar bað og það tvö í einu, því baðkerið er stórt. Stofan heitir „Heads“, og á meðfylgjandi mynd má sjá annan herramannanna, sem að henni standa. Þetta er Max og hann er þarna ásamt sýningarstúlkunni Pam Russell að sýna fram á hversu vel getur farið um par í baðkeri snyrtistofunnar. Nýjung á hárgreiðslustofu / London: Tveggja manna baðker fyrir viðskiptavinina Nú getur fólk tekið sér bað I risastóru baðkeri hjá hárskerum í London. Ekkert er þvi til fyr- irstöðu, að pör noti sér stærð baðkersins og fari þar saman i bað. Og þau geta valið á milli hinna ýmsu baðsáputegunda, og auövitað freyðir freyðisápa um allt. Og við baðkersbrúnina log- ar á kertum í bronsstjökum. Sú nýja hárgreiðslu- og snyrtistofa,, sem þannig þverbrýtur allar gamlar venjur, heitir einfaldlega „Höfuð“. — Það er ekki um að ræða neina sérbása fyrir dömuklipp- ingar annars vegar og herraklipp- ingar hips vegar, segja þeir fé- lagar Max Krijn og Colin Clark er þeir kynntu slna nýju þjón- ustu. í baðherbergi þeirra eru vegg- ir klæddir húðum lamadýra og hlébarða. Greinilegt er, að þessi nýjung í þjónustu þeirra Max og Clarks mælist vel fyrir. Viðskiptavinir streyma til þeirra. — Og það er nokkuð sem er nýtt fyrir hár- skera i London, rétt eins og væri hérlendis. . . . Færri fóru í bíó í Danmörku Aðsókn að kvikmyndahúsum Danmerkur fer stöðugt minnk- andi. Á fyrstu þrem ársf jórðung- um síðasta árs seldu kvikmynda- húsin 5 milljónir og 269 þúsund- ir aðgöngumiða á móti því er þau seldu 5.972.000 aðgöngumiða á sama tíma á árinu 1970, að því er hagstofa Danmerkur hefur upplýst. Hin minnkandi aðsókn gaf kvikmyndahúsunum samtals Það þekkja allir Englendingar stúlkukindina þessa. Hún heitir Maj Britt og er aðdráttarafl vel flestra auglýsinga í blöðum og tímaritum í Englandi. — Og hún selur ljómandi vel, segja auglýs- endurnir, og það þarf ekki að hafa svo mörg orð um það. Hér er myndin og skýrir betur en nokkur orð við hvað þeir eiga tuttugu og fjórum milljónum minna í kassann. Aðgangseyrir- inn taldist nefnilega vera 425 milljónir króna á þessum níu mánuðum, en á sama tíma í hittéðfyrra taldist hann vera svo Ruth Carlsen dönsk-kanadísk stúlka, búsett í Toronto hafði ó- venjulega sögu að segja lögregl- unni þar í borg. Ungur maður með byssu hafði stöðvað hana er hún var á ferli eftir að skyggja tók kvöld eitt í síðustu vjku. Neyddi maðurinn hana til að fylgja sér inn í dimmt port, mikið sem 447 og hálf milljón ísl. króna. Sætanýtingin varð ekki nema 22,6 prósent á árinu, en á sama tíma á árinu 1970 var sætanýt- ingin 24,7 prósent. og bar heimtaði hann peningana, sem hún hafði meðferðis. Hún sá að ráðlegast var að fara að fyrirmælum hans og rétti að honum þá tíu dollara, sem hún átti. Þá var það, að hann gaf henni helminginn til baka, með orðunum: — Ég þarf ekki á nema 5 dollurum að halda. DeiSdi bróðurfega

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.