Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 22. janúar 1972.
cyVlenningarmál
Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir
Stelpurnar
I
sem nann
var skotinn í
Óskar Aðalsteinn:
Dísir drauma minna
Skáldsaga
Skuggsjá 1971. 151 bls.
Það er vísast að síöustu sög-
ur hans, Eplin í Eden, 1969, og
framhald hennar nú, Dísir
drauma minna, séu veigamestu
rit Óskars Aðalsteins til þessa.
Þrátt fyrir allmargar bækur,
meira en þrjátíu ára rithöf-
undarferil að baki hefur þess-
'um höfundi ennþá ekki auðn-
azt nein staðfesta í bókmennt-
unum, verk hans enn ekki orðið
öllu meir en tilhlaup af ýmsu
tagi. Fyrstu sögur Óskars Að-
alsteins, raunsæisleg samtíðar-
og samfélagslýsing þeirra, þóttu
að ég held fjarska efnileg byrj-
andaverk, en þá var höfundur
kornungur maður. Eftir stríð
var hins vegar engu líkara en
hann kæmist í kreppu sem tor-
' velt reyndist að ráða fram úr.
Síðan hefur höfundur reynt sig'
við sannsöguleg frásagnarefni,
samið sögur handa unglingum,
síðan skopsögur með ádeilu-
sniði öðrum þræði. Vera má
að siðustu sögur hans byggist
að einhverju leyti á minninga-
efni — lýsing þeirra á uppvexti
og æsku skáldgefins, sveimhug-
uls drengs í afskekktu sjávar-
þorpi einhvern tíma fyrir styrj-
aldarbyrjun. Svo mikið er víst
að saga Hrings Sverrissonar er
fráleitt öll þegar þessari sögu
sleppir og hann leysir landfest-
ar sínar heima í þorpinu — í
leit að heiminum og sjáifum
sér.
En það er því miöur ekki
þar með sagt að þessar sögur
séu veigamikil, ýkja markverð
rit þrátt fýrir ótvíræð skáld-
skaparefni þeirra. Það er engu
líkara en Óskar Aðalsteinn sé
sífellt að reyna að gera eitt-
hvað það úr söguefni sínu sem
efnið stendur ekki til og leyfir
reyndar ekki.
Fyrri sagan. Eplin í Eden,
lýsti fyrir alla muni „raun-
hæfu“ yrkisefni, og sagan gerð-
ist innan ramma hefðbundinnar
og raunsæislegrar þorpslýsing-
ar. Það sem maöur saknaði í
þeirri sögu var fyrst og fremst
viðlíka trúverðug sálfarslýsing
sögumannsins, raungild æsku-
lýsing — sem ljóðrænn íburð-
ur og stílfarslegt útflúr sög-
unnar, cins og hún kom fyrir,
megnaði ekki að leysa af hólmi.
Dísir drauma minna er eins
og hin fyrri að forminu til sjálf-
stæð saga, og á ekki annað en
sögumanninn sameiginlegan
með henni, auk lauslegrar um-
hverfislýsingar. Hún tekur við
nokkru eftir að Eplunum í Ed-
en sleppir, lýsir unglingsárum,
æskuástum Hrings — og áfram-
haldandi draumum hans um
list og menntir, sem í þetta sinn
beinast einkum að söng og tón-
list. Hringur bjástrar við smíð-
ar og sjóróðra, setur á stofn
bíó í þorpinu, undankomuleið
hans að heiman verður að ráð-
ast á þýzkan togara senl leitar
þar hafnar með slasaða skips-
menn. En það er, eins og nafn
hennar bendir til, ekki hinn
leiði hversdagsleiki sem sagan
fjallar um, heldur þvért á móti
draumlíf sögumannsins, hans
ljóðræna hugarflug sem á, trúi
ég, að setja mark sitt á stíl sög-
unnar. En það skrýtna'er hve
'orvelt reynist að koma þessu
ínnra lífi, efnivið æskuíýsing-
arinnar niður á jörðina og inn
á meðal manna. Engu er líkara
en það setji hínn efnislega
veruleika sögunnar úr skorðum
og færi hann upp á svið til sín.
Þetta á jafnt við um böklestur
og aðrar andlegar iðkanir
Ilrings sögumanns og viðræður
hans við annað sögufólk, eink-
um dísir sínar: stelpurnar sem
hann er skotinn í, með öðr-
um oröum, allt furðu íbyggið
og hátíðlegt, og fjálglegar frá-
sagnir af leiksýningum, söng-
leikum og samkvæmislífi í
þorpinu hans. Það er t.a.m.
bágt að festa trúnað á aðra
eins frú og Silvu lækniskonu
í samhengi sögunnar — og það
Stafar bæði af sýn sögumanns-
ins á hana og þeim rómantísku
hægindum, glæsibrag fram-
koniu og umhverfis sem höf-
undinum þykir þvílík kona
þurfa við i sögunni. Aðrar
kvenlýsingar — Una, Bía, Ingi-
leif — eru svo lýriskar og létt-
vægar að þær nánast feykjast
framhjá lesandanum. Frekast
er að þær sem virðast gerðar
úr raunhæfu frásagnarefni —
Edda sem giftist Steindóri
kaupmanni, Björg sem um
skeið er kærasta Hrings — fái
líf og lit í frásögninni. Þetta ber
að sama brunni sem fyrr: að
það sé í rauninni efniviður sál-
fræðilegrar frásagnar í raun-
sæissniðum sem Óskar Aðal-
steinn freistar að gera úr sína
rómantisku og ljóðrænu hug-
smíð.
Það fer lirollur um lesand-
ann þegar þau frú Silva og
Hringur koma sér saman um
það að sögulokum að þýzki tog-
arinn sé í verunni „skip Kól-
umbusar, Santa María“, sjálf-
ur sé hann að leggja upp í leit
að „nýjum Indíum" . . . í sínu
eigin brjósti, auðvitað. Æijá.
Samt er nóg mannsefni i Ilring,
söguefni Óskars Aðalsteins nóg
til þess að lesandi spyrji enn
sem fyrr hvort von sé til að
hann komi Hring heim aftur,
— þangað sem verulegu lifi sé
lifað. Þangað sem saga gæti
gerzt og strákur orðið að
manni.
Smurbrauðstofan 1
Njálsgata 49 Sími 15105
Odýrari
en aðrir!
SHODI1
LEIGAN
vUÐBREKKU 44-46.
SIMi 42600.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 11. 13. Qg 14. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1971 á eigninni Selvogsgötu 16 A, Hsfnarfiröi
þingl. eign Jóhanns Lárussonar fer fram eftir kröfu
Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn
25. jan. 1972 kl. 2,15 e. h.
Bæjarfógetinn i HafnarfirÖi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 56. 62. og 64. tölublaði Lögbirtinga-
bjaðsins 1971 á eigninni Smyrlahrauni 24, 1. hæð,
Hafnarfirði þingl. eign Sigurðar Jónssonar fer fram
eftir kröfu Fiskveiðisjóðs íslands á eigninni sjálfri
þriðjudaginn 25. jan. 1972 kl. 3,00 e. h.
Bæjarfógetinn f Hafnarfirðl.
Nouðungaruppboð
sem auglýst var í 19. 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 á hluta í Jörvabakka 14, talinni eign Vilhelms
Júlíussonar fer fram eftir kröfu Jóns Skaftasonar hrl.,
á eigninni sjálfri þriðjudag 25. janúar 1972, kl. 11,30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 56. 5S. og 60. tbl. Lögbij-tingablaðs
1971 á Klappapstíg 11 þingl. eign Dagvins Guðlaugs-
sonar o fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í
Reykjavík á eigninni sjálfri, þriðjudag 25. jan. kl.
14,30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 56. 58. og 60. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 á Heiðargerði 76, þingl. eign Guðmundar Eggerts-
sonar fer fram eftir kröfu GjaJdþeimtunnar í Reykja-
vík á eigoinni sjálfri, miðvikudag 26. jan. 1972 kl.
14,30. ' .
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungoruppboð
sem auglýst var í 27. 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 á Lambastekk 4< talinni eign Kristvins Krist-
inssonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka
íslands á eigninni sjálfri, miðvikudag 26. jan. 1972,
kl. 11,00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72. 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaös
1970 á Réttarholtsvegi 93, þingl. eign Gústafs M. Guð-
mundssonar fer fram eftir kröfu Borgarskrifstofanna
á eigninni sjálfri, miðvikudag 26. jan. 1972, kl. 13,30.
Borgarfögetaembættið f Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á húseign á SeJásbletti 8, þingl. eign
Önnu M. Marinósdóttur fer fram á eigninn sjálfri,
miðvikudag 26. jan. 1972, kl. 10,30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nouðungoruppboð
sem augiýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbirtingablaös
1971 á hluta í Ferjubakka 6, talinni eign Kristins A.
Antonssonar fer fram eftir kröfu Hákonar Kristjóns-
sonar hdl. og Veðreijdar Landsbanka íslands á eign-
inni sjálfri, miövikudag 26. jan. 1972 kl. 14,00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.