Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 13
V í SIR . Laugardagur 22. janúar 1972.
13
Sjóliðabúningurinn endurnýjaður af Cardin
— hér úr brúnu bómullarsatíni með appel-
sínirgulum fléttuböndum. Skozka munstrið
hjá Dior í síðum pilsum og chiffonblússur
við.
Vortízkan 1972
Blóm og rendur hjá Ungaro — litirnir eru rautt, svart og hvítt.
Ennþá eru það hátízkuteikn-
ararnir frönsku, sem eru leið-
andi í tízkunni. Hér birtast
nokkrar myndir af fötum, sem
þeir hafa sett á markaðinn í
fjöldaframleiðslu og eru ætluð
fyrir vorið og sumarið.
Eins og oftast nær áður tekst
þeim ótrúlega vel að fylgja
sameiginlegri línu, sem mun
hafa áhrif á fataframleiðsluna
í heiminum næstu mánuði. Lín-
an fyrir árið 1972 er þannig:
Axlasvipurinn á fötunum mun
vera breiður, fötin verða frem-
ur aðskorin í mittið og frem-
Patou notar rauðar og
hvítar rendur og grænt
prjónabindi og skyrtu-
snið. Hér er regnkápan
hans Saint Laurent sem
er sígild í sniði og minn
ir á regnfrakkana, sem
leikarinn Bogart kom í
tízku. Hún er úr beige-
litaðri bómull.
ur víð að neðan og síddin um
hnéð.
Saint Laurent hefur breiðan
axlasvip á fötum sínum og not-
ar gjarnan axlapúða. Nýjustu
regnkápurnar hans minna mjög
á regnfrakkana, sem leikarinn
vinsæli Humphrey Bogart var
í — í mörgum kvikmynda
sinna.
Það er óhætt að spá þessu
sniði vinsældum enda hefur
það t.d. verið mikið notað hér
á landi og er sígilt regnkápu-
snið.
Frá vöggu til grafar
Fallegar skreytingar
Blómvendir í miklu
úrvali.
Daglega ný blóm
Mikið úrval af
nýjum vörum. —
Gjörið svo vel að líta
inn.
Sendum um allan bæ
SILLA & VALDAHÚSINU
Álfheimum 74. Simi 23.5.23.