Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 9
gL WHW—■M———I smiðja er útbúin á svipaðan hátt og Blaðaprent, og Östraat var fenginn að láni til þess að fylgjast með því, að hvergi gleymdist nú þýðingarmikill gripur eða einhver dýrmætur hlekkur í vélasamstæðurnar. Þegar vélarhlutarnir fóru að berast að, mátti líkja því við risa-púsluspil, að koma öllu fyrir. östraat fannst mikið til um þá hagræðingu, að fjögur dag- löð væru um eina prentsmiðju, og sagðist ekki þekkja nein dæmi þess í Noregi, nema þá f hæsta lagi tvö blöð um sama prentverkið, og þá annað tfma- rit, en hitt dagblað. Hann full- yrti, að þessi prentsmiðja væri eins og þær gerast fullkomnast- ar á Norðurlöndum ... “ og eitt hefur hún fram yfir aðrar. Hús- ið og salarkynnin eru alveg sniðin til þess að koma vélun- um fyrir á sem þægilegastan máta. En flest önnur prentverk hafa orðið að hola sínum offset vélum f húsnæði gömlu prent- smiðjanna, þar sem salarkynn- in voru öll sniðin fyrir gamlar úreltar aðferðir. V í SIR . Laugardagur 22. janúar 1972. Baaa«g.B Gljáandi stendur hún úti á miðju gólfi í stórum sal inni í Síðumúla, og suðandi spýtir hún út sér stöðugum straum af dagblöðum. Ef gengið er að blaðastaflan- um, sem hlaðizt hefur upp fjáll- liár undir kvöldið, og einhverju blaðinu flett, blasa við fyrir- sagnir á borð við: „DETTE ER En TITILSETTER — — I DAG MAA VI LAVE FLERE TITLER“ En þótt prentararnir, sem standa álengdar, virðist gjör- samlega uppnumdir af þessari splunkunýju Gosspressu, þá ranka þeir strax við sér, ef einhver ætlar að laumast burt með eitt blaðeintak. — „Heyrðu góði, þetta fer ekki héðan út úr húsinu!“ Ekkert þessara blaða kemur fyrir augu áskrifenda. Þau eru bara „prufur“, sýnishorn, ár- Harry Östraat, framkv.stj. fylgist með því, að hver hlutur lendi á réttum stað og Andre- angurinn af tilraunum prent- sen, Ijósmyndasérfræðingur, Ieitar ráða hjá honum. Handaviiman unnin aftö/vu ZJh i „Goss-pressan var ekkl smíðuð til skrauts, heldur miðuð við mikil afköst, og hún getur prentað 16.500 eintök á klukkutimanum,“ sagði Tomas Hjaimarsson frá Stokkhólmi. 1 staðinn fyrir blý handfjatla offsetprentarar fllmur, elns og Andresen frá fyirirtækinu Gerh. Ludvigsen A.S. (umbm. Ilford) sýnir Sigurði Guðmundssyni en „einfalt eins og saumavél i meðferð", segja prentsérfræðingarnir aranna, sem eru að þreifa fyrir sér með notkun nýrra tækja í offset-prentsmiðju Blaðaprents h/f. Undanfarna daga hafa þeir verið að æfa sig í meðferð þeirrar nýju tækni, sem sam- fara er breytingu úr gömlu prentaðferðinni yfir í „offset- ið“, eins og þeir orða það. Undir handleiðslu norskra og sænskra sérfræðinga hafa þeir þreifað sig áfram í notkun vél- aiina, þar sem um er að ræða „fullkomna sjálfvirkni", „tölvu vinnu“ og hvaðeina annað, sem gengur undir álíka háfleygum heitum. „Iss, þótt þetta líti afskap- lega flókið út, þá sára ein- falt að stjórna þessum tækj- um,“ sagði sérfræðingur frá Ósló, sem stóð yfir tveim tövlu- setjaravélum, þegar blaðamann irm baraö þar í gær. Gataðir strimlar runnu út og inn um vélarnar, sem Jonn Martinsen, sölustjóri frá Grafisk Maskin- service a.s. stóð yfir. — Hann brosti að spurningunni um það, hvort hann væri rafeindaverk- fræðingur. „Það væri i bezta falli hægt að kalla mig fúskara í þvi fagi,“ sagði Martinsen. „En maður kemst læra á þessa gripi, eins-og ég er búinn að vera viðstaddur margar uppsetningar á þeim. — Fyrirtækið mitt hefur sett upp 80 svona tæki af ýmsum gerðum og stærðum í Noregi frá því í júni 1970, og það má öðlast reynslu af minna til- efni.“ En það, sem Martinsen full- yrti að væri sára einfalt, kom undirrituðum fyrir sjónir — þegar Martinsen sýndi honum inn í einn gripinn — eins og innvolsið úr 100 transistortækj- um hefði verið fest á eitt spjald. — Martinsen bjóst við’ að verða bara 2 mánuði að kenna þeim, sem taka eiga við, handbrögðin. „Þetta er nokkuð sem kemur af sjálfu sér með reynslunni, og ég hef heyrt, að prentarar, sem ég hef sagt til, hafi tekið mestum framförum, eftir að ég var farinn frá þeim. Á með- an ég var nærstaddur, gátu þeir treyst á mig og kallað, þegar eitthvað bjátaði á. En bv| íj öðluðpst ... |eir auðvitað aektureýnsíuná; þegar þeir stóðu uppi einir og óstuddir,“ sagði Martinsen, og ráðgerir greínilega íslenzku prenturun- um sömu miskunnarlausu ör- lögin. — Hann var fullur bjart sýni um, að nýja prentsmiðjan mundi reynast vel, og átti í fórum sínum hafsjó af frásögn- um, hve vel þess konar tæki hefðu reynzt norskum prent- smiðjum, enda maðurinn sölu- stjóri síns fyrirtækis. „Þetta er afbragðs lausn — að fjögur dagblöð skuli slá sér saman um sömu prentsmiðj- una," sagði Hany Östraat, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá prentsmiðju Harstad Tid- ende í Norður-Noregi. Sú prent „Sem vinnustaður er þetta einhver sá glæsilegasti og snyrtilegasti, sem ég hef komið inn í,“ sagði Östraat. — GP. „i raunij|ni'sáraeinfalt!“ sagði Jonn Martinsen frá Oslo og sýndi okkur inn í tölvuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.