Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 22.01.1972, Blaðsíða 8
3 V f SIR . Laugardagur 22. janúar 1972. VISIR UtgeTanai: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Rltstjór) • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir,'Pétursson Ritstjómarfuiltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhanneason Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Sfmar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Sími 11660 Ritstjórn: Siöumúla 14. Símd 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Prentsmiöja VIsis — Edda hf. Se/n/r að átta sig Alþingi er nú komið saman aftur. Varla verður sagt nú eins og forðum að „vonin mæni þangað öll.“ Sönnu nær mun að nú sé litið með vonleysi og kvíða til hall- arinnar veglegu við Austurvöll. Eftir þeirri reynslu sem þegar er fengin af ríkisstjóminni, því sem hún hefur þegar gert og þeim aðgerðum, sem hún boðar, er tæplega við því að búast, að almenningur sé bjart- sýnn. Mikið er t. d. talað um það núna, hverjar efndir stjórnarinnar verði á loforðinu um 20% hækkun kaup- máttarins hjá láglaunafólki á tveimur árum. Flestum sýnist horfa í öfuga átt — að kaupmátturinn minnki, en aukíst ekki. í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er sagt að hún leggi „ríka áherzlu á, að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hafi sér stað í efnahagsmálum undanfarin ár og leitt til síend- urtekinna gengislækkana og óðaverðbólgu.“ Þessi 6- sköp skyldu nú vera úr sögunni. Nú skyldi breytt um stefnu og tryggt að verðlag hækkaði ekki hér á landi meira en í helztu nágranna- og viðskiptalöndum. Til- þess að ná því marki átti að beita ströngu verðlags- eftirliti, að ógleymdu hinu „nána samstarfi" við sam- tök launafólks. Það er margt líkt með skyldum. Allt þetta er svo til orðrétt hið sama og vinstri stjórnin fyrri lofaði þegar hún settist að völdum. Hún þótti standa illa við loforð sín og varð skammlíf, en ekki fór hún þó eins geyst af stað með svikin og þessi hefur gert. Það þarf mikla ósvífni til að tala eins og núverandi fjármála- ráðherra gerir þegar hann er að verja gerðir og á- form ríkisstjórnarinnar. Hann segist hreinlega „ekki átta sig á því“, að stjórnin sé að gcra irn’tt af sér, þegar hún er að taka 4—6% af öllum launþegum í landinn næs+u ^agana eftir að búið var að undirrita nýja kjaracainrúnga efr.ir langv!nnar deilur. En bú:f hann átti sig ekki á þéssu, eða þykist ekki gera það, má hann reiða sig á, að þeir sem þessi ósvífni bitnar á, munu átta sig á því og hafa flestir gert það nú þeg- ar. Ráðherrann hefur þá víst ekki heldur áttað sig á því, að nokkuð athugavert hafi verið við það, hvem- ig ríkisstjórnin tók kurteislegum tilmælum stjórnar BSRB þegar hún fór fram á viðræður um endurskoð- un á kjarasamningum opinberra starfsmanna. Hvaða augum sem stjómin leit á skoðanir stjómar BSRB, virtist ekki taka að sýna þá kurteisi, að gefa kost á viðræðum. Flokksbróðir fjármálaráðherra, Kristján Thorlacíus, var a.m.k. fljótur að átta sig á því, að þetta væru kaldranaleg viðbrögð hjá ríkisstjórninni, eftir að forsætisráðherra hafði s.l. sumar ritað BSRB bréf, þar sem hann óskaði eftir „sem vinsamlegustu og nánustu samstarfi við banda!agið.“ — Ríkisstjóm- in virðist enn eiga eftir að „átta sig“ á æði mörgu, sem alm?nn:ngi cr þegar orðið Ijóst. Eru Danir oð tapa laxastriðinu? Bandarískt innflutningsbann hugsan Eru Danir að tapa laxa- stríðinu? Um árabil hafa danskir veiðimenn móðg að sportfiskimenn og náttúruverndarmenn með því að veiða feiki- magn af laxi við strend- ur Grænlands. Nixon hefur fengið nýtt vopn í hendur í stríðinu við Dani. Lög um vemdun laxastofnsins, er banda ríska þingið samþykkti fyrir skömmu með ó- vfN-'nl.rgum liraða, gefa forsetanum vald til að banna innflutning sjáv- arafurða frá ríkjum, sem ofveiða ákveðnar fisk- tegundir í úthöfum. Rent hefur verið á, að með samþykkt sinnj hafi bandaríska þingið tekið undir svipuð við- horf og liggja að baki stefnu fslendinga í landhelgismálum. íslendingar halda því fram sem aðalatriði landhelgismálsins að allar þjóðir, sem veiöar stunda við ísland, mun; hagnast á út- færslu og aukinni vernd, þegar fram í sækir. Bing Crosby vinnur mikinn sigur Með laxalögunum er spjótum beint aö veiöum Dana við Grænland. og Þau eru mikill sigur umhverfisvemdannanna í Bandarlkjunum, einkum og sér ega næsta T Iagi hins kunna söngvara Bing Crosbys. Bing reisti merki umhverfisvemdarinnar fyrir rúmu ári, samtfmis því, að hann fór fögrum orðum um dvö] sína á íslandi við laxveiði í friðsælum fljótum og fögru' umhverfi. Danir flytja sjávarafurðir til Bandarfkjanna fyrir um þaö bil 2000 milljónir króna á ári. Þessi útflutningtir hefur vaxið með hverju ári. Fiskifræðingar eru ekki alveg sammála f laxveiðimálinu. Bandarískir umhverfisverndar- menn og sportfiskimenn halda því fram að með veiðunum gangi Danir á stofninn og löx- um munj fækka I ám í náinni framtíð. Með þvi muni skerðast bæði tekjur, sem ýmis riki hafa af laxveiðum í land; sfnu, og gjeði manna af laxfiski og lax- veiðum T ám. Bara venjuleg breyting milli ára? Hins vegar halda margir fiskifræðingar í Danmörku þvT fram, að þessj kenning hafi ekkj við rök að stykjast. Þeir segja, að engar sannanir séu t.i] Þ'rir því, að laxveiði við Grænland hafi undanfarin ár á neinn hátt valdið fækkun lax- fiska til dæmis á Bretlandi eða í Bandaríkjunum. Þeir vitna í tölur, sem sýna, að minnkun laxveiði i fersk- vatni í Englandj og Skotlandi 7 fyrra var innan „normal" breytinga milli ára. Sem sagt, að tölurnar sanni ekki, að gengiö hafj á stofninn. Laxveiði er mísjöfn milli ára, og hlut- fajlslega sama minnkun hefur orðið fvrr á árum, án þess að laxveiði Dana við Graenland væri tij að dreifa. Gagnstætt þessum kenning- skrefið um danskra fiskifræðinga haWa fiskifræðingar vfða annars stað ar því fram, að áframhaldandi veið; við Grænland eða önnur slík muni óhjákvaemilega valda minnkun laxveið; f ýmsum lönd um innan tíðar og töhimar frá Englandj og Skotlandi séu ein- mitt vísbending um, hvert stefni. En Grænlendingar vilja Dani burt. Danski sjávarútvegsráðJierr- ann nýi, Christian Thomsen, gerir gys að þeim staðhæfing- um, að „tólf tij fjórtán bátar frá Danmörku, sem stunda veiöar við Grænland, getivaldið þeim vandræðum, sem þeim er um kennt“. Hann bendir á mengimina í BandarTkjunum og segir, að þar liggi hundurinn grafinn En Grænlendingar sjálfir kunna að vera annarrar skoð- unar Grænlandsmálaráðherr- ann Knut Hertling, er Grsen- lendingur, og hann vill, að Dön um sé bannað að veiða við Grænland. Um þetta vandamál ráðherranna hefur verið mikið fjallað í dönskum blöðum. Jens Otto Krag forsætisráðherra hef- ur reynt að miöla málum milli ráöherra sinna. Grænlendingar hafa nú meiri völd í dönskum stjórnmálum en áður, þar sem minnihlutastjóm jafnaðar- manna hefur hangið á atkvæð- um grænlenzku þingmannanna, þótt þeir séu ekki í jafnaðar- mannaflokknum. Danska stjóm in hefur sett hámark á því magni, sem Danir mega veiða við Grænlandsstrendur, og reynt, án mikiis fjaðrafoks að fá fiskimenn til að snúa sér annað. En Bandarikjamenn kunna að eiga naesta leik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.