Vísir - 20.03.1972, Síða 6

Vísir - 20.03.1972, Síða 6
6 Vlsir. Mánudagur 20. marz 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ✓ • Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjóm: Siöumúla 14. Simi 11660 ( 5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Tiðin góða Tiðin góða er á hvers manns vörum. Menn segja það ekki geta talizt neinn vetur, þegar vorveður er dag eftir dag á þorranum og góunni. Hitinn i janúar og febrúar var langt yfir meðallagi og svo er einnig um það, sem af er marz. Á veturna dregst byggingarvinna yfirleitt veru- lega saman vegna óheppilegrar tiðar. í vetur hafa framkvæmdir hins vegar verið i fullum gangi og jafnvel verið erfitt að fá fólk til starfa við þær. Hvarvetna er verið að reisa hús og mannvirki. Það er þvi létt brúnin á byggingamönnum og verktökum um þessar mundir. Atvinnuleysið er löngu horfið og hefur ekkert látið á sér kræla aftur. Það var á miðju árinu 1970, að eftirspurn eftir vinnuafli fór upp fyrir framboðið. Siðan þá hefur fólkseklan alltaf verið að magnast. Þess vegna má búast við, að skólafólkinu verði yfir- leitt tekið opnum örmum, þegar það leitar sér vinnu i vor. Veturinn hefur verið bændum fóðurléttur og eru það nokkur viðbrigði frá hinum hörðu vetrum kal - áranna. Bændur eru birgir af heyjum um þessar mundir og horfa með bjartsýni til vorsins. Til sjávarins hefur atvinnulifið einnig gengið vel. Loðnuvertiðin er orðin hin mesta i sögunni og flest bendir til sæmilegrar eða góðrar netavertiðar. Hinar miklu pantanir á skuttogurum kunna að endurspegla bjartsýni útgerðarmanna og sjó- manna. Haustblikur Horfurnar eru þó ekki eins góðar, ef litið er lengra fram i timann. Svo virðist sem verðbólga hljóti að segja til sin i vaxandi mæli, eftir þvi sem liður á árið. Henni fylgir vaxandi hætta á, að samkeppnis- aðstaða fiskiðnaðarins versni um of á erlendum markaði. Sama er að segja um annan útflutnings- iðnað, sem skotið hefur ört rótum á undanförnum árum. Þar með hlýtur staða islenzku krónunnar að veikjast. Nýja skattakerfið hlýtur að valda nokkurri kjara- rýrnun á árinu. Þegar rikisvaldið tekur til sin aukinn hlut af þjóðarbúinu, hlýtur minni hlutur að verða eftir hjá almenningi til neyzlu og fjár- festingar. Visitölukerfið megnar ekki að bæta fólki upp kjaraskerðingu, sem framkvæmd er með skattakerfinu. Góðœri enn Um leið ber lika að lita á hitt, að velmegun er mikil i landinu um þessar mundir. Mikil aðsókn er að ferðalögum til útlanda, nýjum bilum og bættu húsnæði. Margt fólk virðist hafa töluverða peninga handa milli og ætti þvi að vera vel undir það búið að mæta hækkuðum sköttum og hækkuðu verðlagi á siðari hluta ársins. Ekki eru horfur á, að erfiðleikar almennings og atvinnulifs fari að segja til sin, fyrr en á siðari hluta ársins. Og erfitt er að spá um, hve hratt það gerist. En við getum verið bjartsýn um næstu vikur og mánuði. Góðærið er ekki enn á enda, ekki sizt vegna þess að lánið og tiðin hafa leikið við okkur að undan- förnu. Eva hrygg. Illlllllllll )) Umsjón: \\ Haukur Helgason //Guð er svört kona" / „Hvernig litur guð j út?” Þessari algengu \ spurningu barna, og ( reyndar fullorðinna ekki / siður, þótt minna beri á, j kynni einhver að svara: j ,,Hún er svört”. Þetta er ( kannski brandari, en / hvers vegna? í réttinda- ) baráttu svertingja hafa j margir hafnað kenning- \ unum um hvitan guð. ( ,,Hvi skyldi okkar guð / ekki vera svartur eins ) og við?” spyrja þeir. Á j sama hátt hefur kven- \ frelsisbarátta i nýjustu / mynd sinni leitt til þess, ) að sumar þær „hörð- j ustu” segja, að guð sé \ kona. j Miklu fremur er þó dregin I efa I sú viðtekna kenning kristindóms, ] að guð sé „hann”. Guð er „faðir” Isamkvæmt kennisetningum, Jesús er „sonur” og heilagur andi er einnig karlkyns. Kristin- dómurinn er því í ríkum mæli byggður á karlkynsveldi, ef menn vilja túlka þetta þannig. Hins vegar eru kirkjuleiðtogar, sem leggja megináherzlu á guð sem anda, er sé hvorki „karlkyns” né „kvenkyns”. tslendingar höfðu forðum daga kvenguði, gyðjur, og viða um lönd finnast þær enn. t hindúatrú er til dæmis Kali, svört og kvenkyns. Fræðimenn telja, að i Evrópu hafi eitt sinn ekki verið neinir guðir, heldur „gyðjan mikla”, ódauöleg, óbreytanleg, alvöld. Af skilningi á tilurð barna og hlutverki karl- mannsins i þvi (sem menn áttuðu sig vist ekki á i byrjun) spratt vaxandi hlutverk karlkynsins i guðstrúnni. Akuryrkjuþjóðfélög trúðu á sinar frjósemisgyðjur oft auk karlguða, en hirðingjar kon- unglega karlguði. Þjóðfélag gyðinga, grundvallað á karlaveldi, gerði guð sinn karl- kyns, Jave. Kristindómur var framhald gyðingdóms. 1 þrjár þúsundir ára hefur sú guðfræði rikt. Karlmaðurinn Adam var skapaður fyrst, en siðan konan Eva honum til aðstoöar. Athyglin beinist að Evu, sem ginnti Adam til að eta af hinum forboðna ávexti. Með rökum, sem menn kunna að hafa skiliö betur fyrir 3000 árum, var þetta orsök út- skúfunar af hendi guðs. Adam kvartaði sáran undan konunni, sem hafði gefið sér eplið, en raun- ar birtist Adam sem mesti vesa- lingur i þeirri sögu, svo að varla hallast á. Sagan er hins vegar rökrétt og hefði getað gerzt i gær þess vegna. Kirkjufeður ráðskuðust með kenningarnar. Siðan segir i bibliunni, að konur skuli börn sin fæða i þjáningu, og þær skuli vera körlum sinum undirgefnar. Karlmannaveldið i kristinni kirkju varð fljótt til að festa yfir- burði karlkyns, á sama veg og kirkjufeður þeirra tima ráðsk- uðust með hvaðeina i kenningum Krists og bibliunni, sem við höf- um enn ekki komizt upp úr. Við þekkjum siðalög kirkju miðalda um hórdómssök og refsingar, Drekkingarhyl, undirgefni. Hins vegar er til litils að skammast við kirkjuna um margt þess háttar. Rikjandi kenningar i stjórn- málum, kirkju og þjóðlifi öllu eru miklu fremur afleiðing efnahags- legra raka og atvinnuhátta sér- staklega en afleiðing fornra kennisetninga eða duttlunga ein- stakra valdmanna á hverjum tima. Karlaveldið hefði vafalaust sprottið og haldizt án tillits til trúar, miklu fremur voru rikjandi siðalögmál trúarhöfðingja af- leiðing þess karlaveldis, sem til var, að visu til þess fallin að styrkja það. Kristur jók hlut kvenna. Jesús Kristur bryddaði upp á nýjungum i afstöðu til kvenna i þessum efnum. Hann vék burt forréttindum karla til hjónaskiln- aðar og konur skiptu töluverðu máli i trúarbyltingu hans. Hann ræddi opinberlega um trúmál við konur, bjargaði vændiskonu frá aftöku og þrjár konur voru fyrstu vitni að upprisu hans. Postular Jesús voru hins vegar allir karl- menn. Guðfræðingar segja, að af- staða Páls postula til þessara mála hafi verið nokkuð tviræð, en þó gerði hann hlut kvenna að minnsta kosti meiri en eftirmenn hans. Þeir, sem dýpst skoða i orð bibliunnar, þykjast sjá þar merki um jafnrétti. t sköpunarsögu er Eva látin koma af rifi Adams, og segja þeir, að þetta gefi i skyn jafnan rétt við karlmanninn (Adam), ella hefði hún verið gerð úr fæti hans eða slikt. Konur hafa smám saman i seinni tið unnið á i kirkjunni. Kvenfrelsiskonum þykir þó karl- mannaveldið um of rikjandi og gera atlögu að þvi. Engir karlguðir. Brandarinn „guð er svört kona” eða „guð er kona” mundi ekki vekja nein bros sums staðar. Hin forna jarðargyðja Sybil.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.