Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 2
2
Visir. Mánudagur 27. marz 1972.
Asa -Ottesen, fulltrúi. Alls ekki.
Kemur ekki til mála. Ég er alveg
sérlega mikið á móti þessu Kefla-
vikursjónvarði og læt mér nægja
að horfa á það islenzka. Enda er
það ágætt.
viassro
Gætuð þér hugsað yður að skrifa
undir lista þess efnis, að Kefla-
vikursjónvarpið verði stækkað,
þannig að sem flestir gætu notið
sendinga þaðan?
Hanna Agústsdóttir, verzlunar-
inær. Já, hvers vegna ekki. Ég
held ég kæmi bara til með að
skrifa undir þennan lista. Ég
horfi þó nokkuð á þetta Kefla-
vikursjónvarp, en þó meira á það
islenzka.
Kristinn Helgason, sjómaður.
Nei, nei, nei, nei og aftur nei'. Það
kæmi aldrei til mála hjá mér. Og
bara burt með þennan lýð og
þeirra sjónvarp, burt af landinu.
Jakob Hilmarsson, Þinghóls-
skóla. Jahá, það mundi ég sko
gera, alveg hiklaust. Mér finnst
mjög gaman að horfa á Kanann,
og ég held ég taki það fram yfir
það islenzka, og þó, — kannski
ekki alltaf.
Kristin Sigur jónsdóttir, hús-
móðir.Nei, mér finnst nú ekki að
það ætti að stækka það, en aftur á
móti er ég ekkert á móti þvi að
leyfa þvi að vera eins og það er
núna. En annars held ég bara, að
ég sé alveg hlutlaus.
Elsa Brynjólfsdóttir, Lauga-
lækjarskóla. Æ, mér er eiginlega
alveg sama, ég horfi svo ósköp
litið á sjónvarp. En ég næ ekki
Kananum, — ætli ég mundi ann-
ars ekki bara skrifa u
Magnús Mór með Vísi
1 Magnús Már Lárusson, rektor Háskólans leit yfir Visi síðustu
viku, og punktaði sfðan hjá sér þau áhrif, sem blaðið vakti hjá
honum.
1 Magnús fjallar um blaðið sem heild, tinir ekki til einstaka
efnisliði eða fréttaklausur og segir siðan merka sögu af langafa
sinum, er hann fékk gegnum simann voðafregnir frá Reykjavik.
Hann spurði þann er fréttina sagði: „Gaztu nokkuð hjálpað?”
Visir hefur
óneitanlega tekið
miklum stakkaskiptum
frá þvi, sem áður var.
Geysimikil vinna hefur
aðsæiiega verið lögð i
það að breyta útliti, upp-
setningu og framsetn-
ingu og gera lestrarefnið
aðgengilegt, fjölbreytt
og aðlaðandi. Það er ef
til vill til of mikils mælzt
enn að túlka heiti blaðs-
ins á þá lund að það hafi
orðið konungur, en eigi
visir að dagblaði — samt
má þó segja, að visirinn
gefi góða von um ber
með timanum. Það er
skemmtilegt að sjá, að
meiriháttar lesmál og
fréttir eru með fanga-
merki blaðamanns á la
Figaro. Auglýsingar eru
glöggar og auðratað um
efni smáauglýsinga,
sem óneitanlega hefur
orðið mér þrásinnis til
björgunar úr klipum,
svo sem stifiuðum hol-
ræsum eftir að öll vara-
ráð höfðu brugðizt.
Þótt sjálfs sé höndin hollust og
veröur aö reyna állt til þrautar
áður en neyðarkallið er sent.
En er ætið rétt mat á þvi sem er
frétt?
Timinn flýgur áfram nú til
dags eins og afstæðiskennt
hugtak. Hann er i raun orðinn
styttri en áður var og minna tóm
til djúprar hugsunar. Visir er
visastur til að kynna komu
Marzbúa — hrylliauglýsing — en
er ekki aðaltilgangur blaða-
mennsku sá að greina frá það,
sem máli skiptir og auka sam-
skipti manna?
Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð
og ég veit að blaðamönnum er
það ljóst. Samt eru þeir ofurseldir
sama lögmáli og við hinir, að
timinn hundeltir þá og gefur enga
grið. Vélarnar biða og svo og svo
mikið lesmál og myndir verður að
fylla á pappirinn i snarhasti. Oft
hef ég minnzt orða langafa mins,
er tengdasonur hans færði honum
blindum fréttina um brunann
mikla i Reykjavik hjá frú Zoega
— fyrir löngu á mælikvarða sam-
tiðarinnar — . Hann hafði verið
eldheitur i simamálinu og viljað
þráðleysið. Eigi bætti það úr
skák. Er hann hafði meðtekið
þessa hrollvekjandi frétt, sem
barst um simann, þá þagði hann
lengi og réri sér á rúmstokknum
unz hann sagði — og dró þá
seiminn —: ,,Og gaztu nokkuð
hjálpað?”
Það er kjarni málsins. Fréttin
ein er ekki aðalatriðið, heldur
áhrifin af henni — andsvarið, sem
hún kallar fram til góðs eða ills.
Megi islenzkir blaðamenn
halda áfram að eflast i sinni list
og þjálfa sig i grein, sem blátt
áfram verður að telja til listar
eins og nú er komið.
„Fréttin ein er ekki aðalatriðið, heldur áhrifin
af henni — andsvarið....”
Kveðið um
ferðaskrif-
stofukónga
Og enn berast okkur stökur um
ferðaskrifstofukónga:
„Ýmsum gáfu undir væng,
ástar þráðu bruna,
þau ættu að ganga i eina sæng,
Ingólfur og Sunna”.
Þráinn.
Lesendur
hafa
ardw
Föðurlandsvinur skrifar:
Stjórnturn fyrir lögreglu á slysahornum
„Eina leiðin til að gera hornið á
Kringlumýrarbraut og Háaleitis-
braut fullkomlega öruggt er að
reisa þar sjórnturn fyrir lögreglu.
Menn ættu t.d. að athuga stjórn-
turninn i laugunum og þá skilja
þeir alveg, við hvað ég á.
Þær eru ófár milljónirnar, sem
þetta horn hefur kostað
tryggingafélögin. Sinnuleysi lög-
regluyfirvalda og hugmynda -
leysi hefur þannig stuðlað að
stórlækkuðum iðgjöldum bif-
reiðatrygginga vegna árekstra-
tiðni. Ég skora á viðkomandi að-
ila að koma upp slikum turni fyrir
sumarið. Það væri leiðinlegt að
skemma bil sinn á þessu horni á
leið i sumarfriið, þegar leikur
einn er að gera það fullkomlega
öruggt fyrir slikum slysum.”
Ofhlaðnir vörubílar
BB skrifar:
„Skelfing finnst mér litið eftirlitið
með stórum vörubilum, sem
sifellt aka um allar götur fullar
af alls konar jarðefnum, sandi og
möl, allskonar grjóti og hús-
brotum, sem flutt eru úr grunn-
um. Það er viðtekin venja að
hlaða bilana þannig, að á þS
verður ekki sett steinvala i við-
bót. Og reglan um að skjólborð
skuli vera aftast á pallinum er
þráfaldlega brotin.
Nú úm daginn var það snarræði
minu að þakka, að ég lenti ekki á
stóreflis bjargi, sem féll aftan af
bil, sem ók niður Suðurlandsbraut
frá Ármúla. Og það sem mér
fannst skrýtnast var það, að
billinn var merktur borginni.
Logreglan gerði gott verk, ef hún
tæki að sér að ala þá svolitið betur
upp vörubilstjórana , sem þetta
stunda.”
Á að stytta
lélega dagskrá?
örn Ásmundsson skrifar:
„Ekki get ég orða bundizt
vegna fávislegra skrifa i einu
dagblaði bæjarins um að dagskrá
sjónvarpsins mætti ekki ljúka
seinna en kl. 10.30. á kvöldin.
Manni finnst margt lélegt af þvi
efni, serri sjónvarpið sýnir, og ef
stytta á dagskrána frá þvi, sem
nú er, þá tekur þvi varla að opna
fyrir tækið yfirleitt.
Þar fyrir utan finnst mér
skrýtinn þessi styrr um Kefla-
vikursjónvarpið, þegar
ameriskar myndir eru svo til ein-
göngu sýndar i kvikmynda-
húsum hér. En kannski er
breyting i vændum, og þá verða
sjálfsagt eingöngu sýndar myndir
frá járntjaldslöndum. Að mfnum
dómi og margra annarra ætti
skilyrðislaust að leyfa Kefla-
vikursjónvarpið. Þar er oft mun
betri dagskrá en i þvi islenzka.”
HRINGIÐ I
SÍMA1-16-60
KL13-15