Vísir - 27.03.1972, Síða 14

Vísir - 27.03.1972, Síða 14
14 Vísir. Mánudagur 27. marz 1972. Silfurfatið var eina gjöf Leeds-liðsins til Arsenal Þegar skrifað eða rætt er um enska knatt- spyrnu nú verður að byrja á Leeds. Á laugar- daginn komu ensku meistararnir, Arsenal, i heimsókn og yfir 45 þús- und áhorfendur voru á Elland Road, sem er góð aðsókn þar. Það var mikill sýning fyrir leik- inn. Leikmenn Leeds hiupu inn á völlinn, klæddir alhvitum æfingabúningum með nafni hvers leikmanns á og i hvitum æfingaskóm. Fyrirliða Arsenal, Frank McLintock, var fært silfurfat sem gjöf frá leikmönnum Leeds vegna þess, að Arsenal vann bæði deild og bik- ar i fyrra. En það var lika eina gjöfin, sem Arsenal fékk á Elland Road. í leiknum var þeim ekkert gef- iö. Allan fyrri hálfleikinn léku Leedsararnir sér aö Arsenal — spiluðu meistarana sundur og saman — og leikmenn Arsenal voru eins og illa gerðir, mislitir konfektmolar innan um þá ,,al- hvitu”. Mörkin létu ekki á sér standa og þrisvar hafnaði knött- urinn i marki Arsenal i fyrri hálf- leik. Þeir Alan Clarke, Mike Jones og Peter Lorimer — eitt af hans frægu þrumumörkum a la Bobby Charlton — skoruðu og úr- slit voru fengin. 1 siðari hálfleikn- um töku leikmenn Leeds lifinu með ró — Arsenal fékk þá tvi- vegis góðtækifæri, sem voru bæði misnotuð, og Alan Ball og Pat Rice lentu i hinni svörtu bók dómarans. Það var ekki miöið um óvænt úrslit I leikjunum á laugardag og viðskulum nú lita á úrslitin I leik- junum á getraunaseðlinum. 1 Chelsea-West Ham 3-1 x Everton-Wolves 2-2 1 Leeds-Arsenal 3-0 1 Leicester-Ipswich 1-0 1 Manch.Utd.-C.Palace 4-0 x Newcastle-Man.City 0-0 1 Nottm.For.-Coventry 4-0 2 Southamton-Liverpool 0-1 x Stoke-Derby 1-1 1 Tottenham-Sheff.Utd. 2-0 x WBA-Huddersfield 1-1 x Preston-QPR 1-1 Manc.Dity lenti i erfiðleikum og missti stig i Newcastle, en erfiðleikarnir stöfuðu ekki aðal- lega af leikmönnum Newcastle, heldur hávaöaroki, sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Ekkert mark var skorað i leikn- um eins og oft vill verða við slikar aöstæður. City hefur nú þriggja stiga forustu i 1. deild — 50 stig eftir 35 leiki. Derby er með 47 stig eftir 34 leiki og Leeds 46 stig eftir 33 leiki. Þá kemur Liverpool, sem hlotið hefur 16 stig af 18 möguleg- um i síðustu 9 leikjunum, með 44 stig. Crlfarnir hafa 41 stig, Totten- ham og Manch.Utd. 40 stig. Derby náði sinu fyrsta stigi i Stoke og þurfti að hafa talsvert fyrir þvi. Það var Greenhoff, sem skoraði fyrir Stoke úr vitaspyrnu, en Alan Durban jafnaði fyrir Derby. Manch.Utd. náði sér vel á strik gegn C.Palace og strax á 3. min. skoraði Alan Gowling eftir að Ian Moore tætti vörn Lundúna- liðsins i sundur. A 23. min. átti Bobby Charlton eitt af sinu frægu skotum — Jackson, markvörður Palace, hafði ekki hugmynd um neitt fyrr en knötturinn var bak- við hann i markinu. Þegar klukkutimi var af leik skoraði Moore og Denis Law nokkru sið- ar. Ahorfendur voru 41.550 — minnsti áhorfendafjöldinn á Old Trafford i vetur — en 11 sinnum hafa áhorfendur þar veriö yfir 50 þúsund. Tekst Nottm.Forest að bjarga sér? Það er spurningin eftir stór- sigur liðsins gegn Coventry 4-0 og svo virðist sem aörir leikmenn liðsins treysti sér nú til að gera eitthvað eftir aö vera lausir við „stórstjörnuna” Ian Moore. Tommy Gemrhill, sá frægi kappi og Evrópumeistari með Celtic (skoraði þá sigurmark liðsins, 1967) skoraði fyrsta mark sitt fyrir Forest á laugardag, en hann er bakvörður. McKenzie og Richardson (tvö) skoruðu hin mörkin. Og nú er staðan að verða ljót hjá Coventry. Forest er enn i neðsta sæti með 19 stig. Þá Huddersfield meö 22, Southamp- ton 23, C.Palace 24 og Coventry 26 og liðinu hefur gengið afar illa að undanförnu. ekkert má bregða út af hjá for- ustuliðunum i deildinni — þá er Liverpool strax á hælum þeirra. Það var John Toshack, sem skor- aöi sigurmark Liverpool eftir fyrirgjöf Steve Highway i Southampton á 52.- og eftir það hefði Liverpool öll völd i leiknum, þó mörkin yrðu ekki fleiri. Um aðra leiki er það að segja, að þeir Lyons og Kendall skoruðu fyrir Everton, en Hibbitt jafnaði fyrir Clfana. Bobby Gould skor- aði mark WBA, en Robertson sendi knöttinn svo i eigið mark og Huddersfield hlaut þýðingarmik- ið stig og óvænt. Osgood og Boyle skoruðu fyrir Chelsea i góðum sigri gegn West Ham, og Martin Chivers — tuttugasta deildamark hans á keppnistimabilinu — og Alan Gilzean skoruðu fyrir Tottenham — bæði mörkin voru skoruð i fyrri hálfleik. 1 2. deild vann Norwich stórsig- ur gegn Blackpool 5-1 og Millwall vann einnig — Oxford 2-0 — og eru liðin þvi jöfn og efst með 46 stig. Birmingham hefur 41 stig og hef- ur leikið einum leik minna. Liðið átti i erfiðleikum með Luton á heimavelli og rétt fyrir leikslok tókst Hutton, 70 þúsund punda manninum frá Carlisle, að skora sigurmarkið. Trevor Francis, 17 ára pilturinn, sem skoraði mikinn fjölda af mörkum i fyrra lék nú sinn ellefta deildaleik án þess að skora mark. Hann er greinilega ekki á sömu skotskónum nú og i fyrra eins og við sáum vel i sjón- varpsleiknum á laugardag. —hsim. Sovét nóði efsta sœti Sovétrikin hlutu efsta sætið i forkeppninni á Spáni og unnu Noreg i siðasta leiknum með 15—14 eftir skemmtiiegan leik, þar sem jafnt var 14—14 þremur minútum fyrir leikslok. Rússunum tókst þá að skóra 15—14 og það merkilega skeði að nokkru síðar var boitinn dæmdur af Norð- menn vegna tafa — léku upp á að ná jafntefli — Rússarnir brunuðu upp og fengu viti, en norski markvörðurinn Pal Bye varði. Nokkrar sekúndur voru eftir, og þær nægðu Norðmönnum ekki til að jafna. Fyrri hálfleikur var mjög jafn — Norðmenn byrjuðu betur, en Rússum tókst að ná yfirhöndinni 3—2 eftir 10 min. og voru eftir það aldrei undir i leiknum. Staðan i hálfleik var 8—7 fyrir Rússa. Rússar voru mjög góðir fyrst i siðari hálfleik og náðu fljótt þriggja marka forustu 11—8 og þegar 10 min. voru eftir stóð 14—11. Allt virtist stefna i greinilegan sigur Rússa — en Norðmenn voru ekki á þvi að gefast upp. Þeir smásöxuðu á for- skotið og þegar þrjár minútur voru eftir var staðan orðin 14—14, en Rússar skoruðu svo siðasta mark leiksins. Lokastaða þjóðanna i keppninni á Spáni var þessi. 1. Sovetrikin 2. Noregur 3. Island 4. Pólland 5 Spánn 6. Búlgaría 7. Sviss 8. Austur- riki 9. Frakkland 10 Luxem- borg 11. Finnland 12. Holland 13. 'Portúgal 14. ttalia 15. Belgia 16. Bretland. —hsim. r 132 keppendur í Víðavongshlaupi Islands Héraðslœknirínn var maður dagsins Það er sannarlega enginn uppgjafarsvipur á frjálsiþróttamönnum i landinu. A.m.k. mætti ætla að þar ríkti fjör- mikil starfsemi, eftir að hafa séð 132 keppendur i fyrsta Víðavangshlaupi islands, sem fram fór i gærdag i Laugar- dalnum. Veðrið lék sannarlega við hlauparana, glaðasólskin og bliða, en snjórinn varð varla til trafala. Hlaupin tókust mjög vel og voru spennandi eins og jafnan þegar svo margt manna tekur þátt, eins og hér átti sér staö. Hins vegar gerðist það hér eins og oft áður að þriðjungur keppenda mætti ekki til leiks. Slikt hefur alltaf verið, og er, afar hvimleitt. I kvennakeppninni varð Ragn- hildur Pálsdóttir, UMSK, lang- fyrst á 2.52.7 min, en hlaupnir voru 800 metrar. Þarna tóku 38 þátt, UMSK vann 3. manna sveitakeppnina og einnig 5 manna keppnina, en ÍR 10 manna sveit- ina. I unglinga og fullorðinsflokki varö Jón H. Sigurösson, HSK, sigurvegari á 12:50.0, Agúst As- geirsson, 1R, annar á 13.11.8, en vegalengdin var 4 kilómetrar. Sá sem var e.t.v. maður dagsins var þó héraðslæknirinn á Selfossi, hann Brynleifur Steingrimsson. Hann var elzti keppandinn, — og einn af sigurvegurunum, þvi HSK, Héraðssambandið Skarp- héðinn, vann bæði 3 og 5 manna sveitakeppni i flokki full- orðinna og unglinga, en þar voru 22 keppendur. Var gaman að sjá að fullorðnir leggja einnig fyrir sig iþróttir, sér til heilsubótar og upplyftingar. 1 piltaflokki var Guðmundur Geirdal úr UMSK, yfirburða- sigurvegari á 2.49'.l, en IR vann 3, 5 og 10 manna sveitarkeppni. Július Hjörleifsson, Borgfirð- ingur, vann i sveina og drengja- flokki, en UMSK vann sveita- keppnina i öllum flokkum. —JBP— Þátttakendur leggja af staö I Vlöavangshlaup tslands. Ljósmynd Astþór.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.