Vísir - 27.03.1972, Page 21
Vfsir. Mánudagur 27. marz 1972.
21
n □AG | D KVÖLD | n DAG 1
Hluti úr frescomáiverki eftir Goya. Málverkiö heitir Kraftaverk San Antonio.
Sjónvarp kl. 22.30:
FRANCISKO GOYA
Sjónvarpið sýnir i kvöld hol-
lenzka mynd um spánska mál-
arann Goya, en hann varö meðal
annars frægur fyrir andiits-
myndirsinar, myndir af nautaati
og ýmiss konar hrollvekjandi at-
burðum.
Francisco José de Goya Y Luci-
entes, eins og hann heitir fullu
nafni, var einn sérkennilegasti
listamaður Spánar og fremstur
allra 19. aldar málara og mynd-
grafara i Evrópu.
Hann fæddist 30. marz 1746 i
smábænum Fuendetodos nálægt
Saragossa og hóf listnám sitt i
Saragossa, en lærði siðar i
Madrid. Þar kynntist hann systur
kennara sins og giftist henni
siðar.
Hann hélt siðar til Italiu til þess
að halda áfram námi sinu og
dvaldi þá i Róm. Stuttu siðar hélt
hann aftur til Saragossa, og þar
fékk hann eitt fyrsta mikilvæga
verkefni sitt, en það var að gera
kalkmálverk i dómkirkjuna á
staðnum.
Hann fór þó fyrst að láta að sér
kveða árið 1775, en þá var hann
ráðinn til þess að mála mynda-
seriur fyrir fyrirtæki nokkurt að
nafni Santa Barbara.
Haft er eftir Goya að hann hafi
aðeins viðurkennt þrjá meistara,
það voru þeir Velázques, Rem-
brandt og svo umfram allt, sjálf
náttúran. Á siðari árum var hann
bersýnilega undir nokkrum áhrif-
um frá Rembrandt, en málverk
Velázquez komu honum til þess
að veita náttúrunni meiri athygli
og hann fór að mála hana meira.
Hann var gerður að yfirmanni
akademiunnar á Spáni árið 1775,
en hætti tveim árum seinna vegna
heilsu sinnar, en árið 1792 hafði
hann lagzt i alvarlegum veikind-
Jú, það er rétt, þetta er Eiður
Guðnason að störfum i Dacca,
höfuðborg hins nýja rikis Bangla
Desh. Tveir sjónvarpsmenn,
Eiður og örn Harðarson kvik-
myndatökumaður, dvöldust þar
nýlega i nekkra daga. Og i kvöld
sýnir sjónvarpið mynd frá dvöl
þeirra þar.
um og varð algjörlega heyrnar-
laus. Eftir þau veikindi fór list
hans að taka á sig nýjan svip.
tmyndunaraflið virtist frjórra, og
i afturbata sinum málaði hann
mjög mikið.
Og Goya hélt áfram að mála, og
hann náði stöðugt meiri frama.
1824 ákvað hann að fara til
Frakklands sökum hriðversnandi
heilsu sinnar. Eftir að hafa verið i
Paris, bjó hann um sig i Bor-
deaux, þar sem hann hélt kyrru
fyrir til dauðadags, eða 16. april
árið 1828. En verk hans lifa enn,
og enn vekja þau aðdáun manna.
—EA
IÍTVARP •
Mánudagur 27. mar7
7.00 Morgunútvarp. Morgunbæn
kl. 7.45: Dr. Jakob Jónsson
(virka daga vikunnar).
Morgunstund barnanna kl. 9.15
Þáttur um uppeldismál ki.
10.25: Valborg Sigurðardóttir
skólastjóri talar um sjálf-
stæðisþörf barnsins og mót-
þróaskeiðið. Gömul Passiu-
sáimalög I útsetningu Sigurðar
Þórðarsonar kl. 10.45:
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tii-
kynningar. Tónleikar.
13.15 Búnaðarþáttur: Or heima-
högum Jón Helgason bóndi i
Segulbúðum i Landbroti segir
frá.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan:
„Draumurinn um ástina”
eftir llugrúnu. Höfundur les
(10).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar
16.15 Endurtekið cfni: Minningar
frá Hólum i Hjaltadal
Guðmundur Jósafatsson frá
Brandsstöðum segir frá.
17.00 Fréttir. Tóníeikar.
17.10 Framburðarkennsla i
tengslum við bréfaskóla SIS og
ASiDanska, enska og franska.
17.40 Börnin skrifa Skeggi Ásb-
jarnarson les bréf frá börnum.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá-
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Daglegt málSverrir Tómas-
son cand. mag. flytur þáttinn.
19.35 Um daginn og veginn Elin
Pálmadóttir blaðamaður talar.
19.55 Mánudagslögin
20.30 iþróttalif örn Eiðsson talar
við Ara Guðmundsson sund-
kappa.
20.55 Frá hátið ungra norrænna
tónskálda i Kaupmannahöfn i
byrjun þessa mánaðar (Hljóð-
ritun frá danska útv.).
21.20 islenzkt mál Asgeir Blöndal
Magnússon cand. mag. flytur
þáttinn.
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
5-
f
5-
I-
1-
X-
«-
X-
«-
X-
«•
X-
«-
X-
«-
X-
s-
X-
«-
X-
«•
X-
«•
X-
«-
X-
«■
X-
«-
X-
«•
X-
«-
X-
X-
«-
X-
s-
X-
«•
X-
«.
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
X-
s-
X-
«-
X-
«-
X-
«
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
5-
X-
«-
X-
«-
X-
«•
X-
«■
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
X-
«-
r*
Íþ
w
fií
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 28. marz.
Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þðtt þú hlustir á
ráð og leiðbeiningar annarra, skaltu ekki fara
eftir þeim nema að svo miklu leyti sem þér
finnst það sjálfum hyggilegt.
Nautið, 21. april-21. mai. Það rætist betur úr
ýmsu i dag en efni virðast standa til. Góður
dagur, einkum er á liður, og ættirðu að notfæra
þér það á sem flestan hátt.
Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Þú getur að öllum
likindum komið ár þinni vel fyrir borð hvað ýmis
áhugamál þin snertir. Sómasamlegur dagur i
peningamálum einnig.
Krabbinn, 22. júni-23. júli Fólk sem þú
umgengst náið, verður ef til vill eitthvað önugt
og erfitt við að fást. Heldur mun það þó lagast,
þegar á daginn liður.
Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þetta verður að ýmsu
leyti góður dagur, nema hvað eitthvert ferðalag
eða áætlanir i þvi sambandi geta brugðizt að
einhverju leyti.
Meyjan,24. ágúst-23. sept. Vertu við þvi búinn að
þurfa að breyta fyrirætlunum þinum. Annars
verður þetta að ýmsu leyti ágætur dagur, sem þú
skalt notfæra þér vel.
Vogin,24. sept. -23. okt. Það er ekki óliklegt að
þú eigir i einhverju annriki, og verðir á báðum
áttum i sambandi við einhverjar ákvarðanir, en
sennilega greiðist úr þvi.
Drekinn.24. okt.-22. nóv. Farðu gætilega i áætl-
unum að svo miklu leyti sem þær snerta pen-
ingamálin. Fréttir geta sett jákvæðan svip á
daginn.
Bogmaðurinn,23. nóv.-21. des. Einhver kunningi
þinn kann að koma þér skemmtilega á óvart.
Eða þá að þér berst bréf, sem færir þér óvæntar
og góðar fréttir langt að.
Stcingeitin22. des.-20. jan. Treystu varlega á öll
loforð i sambandi við ferðalog, og gakktu
sjálfur sem bezt frá öliu, eftir þvi sem þér er
unnt, jafnvel i smæstu atriðum.
Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Annrikisdagur,
vegna einhvers undirbúnings, og mun þó vafa-
samt, að hann komi að öllu leyti að tilætluðum
notum, óvæntra atburða vegna.
Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Faröu þér hægt
og rólega, og þótt þusað verði i kring um þig,
skaltu láta sem þú verðir þess ekki var, en halda
þinu ákveðna striki.
■ít
-K
•tt
•tt
•k
•tt
-k
•»
-k
-tt
-k
-tt
-k
■tt
-k
-tt
*
-tt
*
-tt
■+
•tt
+
•ti
-k
-ít
+
-tt
+
•tt
*
■tt
+
-ti
-ti
+
-tt
+
*
-t!
-t*
+
+
*tt
+
•t
+
-t
-t
-t
★
•tt
-S
+
■tt
+
-tt
★
-tt
★
•tt
-k
■ti
+
•tt
*
-tt
■tt
+
•tt
*
•tt
-tt
-tt
-k
•tt
+
-tt
+
-tt
+
-tt
+
■tt
■tt
*
•tt
*
-tt
4M?*J?*lM‘-J7*J7-+J?-¥-J?-+J?+Jí*J?-+J?+J?4M?+V+V+V+
21.40 Pianósónata i A-dúr op. 101
eftir Ludwig van Beethoven
Svjatoslav Rikhter leikur á tón
listarhátið i Dubrovnik i ágúst
s.l.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (47) Óskar
Halldórsson lektor les.
22.25 Kvöldsagan: Endur-
minningar Bertrands Russells
22.45 Hljómplötusafnið
23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.
SJÓNVARP •
Mánudagur27. marz.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og augiýsingar
20.30 Rósa, Leikrit frá danska
sjónvarpinu eftir Jytte Hauch-
Fausböll. Meðal leikenda eru
Iben Wurbs, Kirsten Rolffes,
Willy Rahnov, Mime Fönss og
Suzanne Brögger. (Nordvision
— Danska sjónvarpið) Þýðandi
Ingibjörg Jónsdóttir. Saklaus
og óspillt sveitastúlka kemur til
Kaupmannahafnar og fær þar
vinnu i stórverzlun. Þar er
henni kennd sú framkoma sem
talin er hentugust fyrirtækinu
og brátt er hún gjörbreytt frá
þvi, sem áður var.
21.45 Dacca, Bangla Desh. Tveir
sjónvarpsmenn, Eiður Guðna-
son fréttamaður og örn
Haröarson kvikmyndatöku-
maður, dvöldust nýlega nokkra
daga i Dacca, höfuðborg hins
nýja rikis Bangla Desh. Þar
rikir nú viða neyðarástand eftir
styrjöldina við Vestur-
Pakistan. Milijónir manna eru
heimilislausar, og skortur er á
ýmsum lffsnauðsynjavörum.
Alþjóðastofnanir vinna nú að
hjálparstörfum og endurreisn i
Bangla Desh. t kvikmyndinni,
sem sjónvarpsmenn gerðu i
Dacca, er brugðið upp myndum
af ástandinu í borginni, rætt viö
flóttafólk, og þá sem sinna
hjálparstörfum. Umsjón og
hljóðtaka Eiður Guðnason.
Kvikmyndun örn Harðarson.
Klipping Erlendur Sveinsson.
Hljóðsetning Oddur Gústafs-
son.
22.30 Francisko Goya. Hollenzk
mynd um spánska málarann
■ Goya (1746-1828), sem meðal
annars, varð frægur fyrir and-
litsmyndir sinar, myndir af
nautaati og ýmiss konar hroll-
vekjandi atburðum. Sýndar
eru myndir hans og æviferill
hans jafnframt rakinn. Þýðandi
og þulur Gylfi Pálsson.
22.55 Dagskrárlok.