Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 29. marz 1972.
cýVIenningarmál
FÆREYSKAR PISLIR OG ÍSLENZKAR
Færeyjamynd sjón-
varpsins á sunnudagskvöld
var falleg fyrir þá, sem
horfa á berum augum, þótt
ugglaust hafi verið til ófáir
valkostir varðandi mótíf og
klippingu. Þetta var í raun-
inni ekki annað en Ijós-
myndasýning og birti lítið
mannlif. Það á sjálfsagt að
birtast í næstu mynd á
ólafsvökunni. En ólafs
vakan á ekki orðið mikið
skylt við færeykst þjóðlif,
því þetta er að verða hálf-
gerð prumphátið fyrir
túrista, sem alltaf eyði-
leggja allt, sem eyðilagt
verður.
Þetta var semsé þögul mynd og
þvi ekki ástæða til að gráta það.
að ekki skyldi talað við nokkurn
mann ein sog t.d. Sverri Dahl eða
Pál Paturson varðandi Kirkjubæ,
og Þórshöfn er ein af þiisum
vinalegu Dæjum, ao mauui
næstum kominn heim við það eitt
að horfa á myndir þaðan. Af
stærri bæjum slikum mætti nefna
Prag og öxnafurðu.
Nólseyjar— Páll,
Bogesen og úa
En þegar svo er ástatt, riður
nokkuð mikið á textanum og tón-
listinni sem flutt eru með. Þá
saknar maður þess t.d., að ekki er
minnzt á Fróðskaparsetrið i
Þórshöfn eða Stokkastofuna i
Kirkjubæ, og þegar vélaraugað
leið yfir Nólsey, þá átti maður
von og rétt á þvi, að minnzt væri
nokkrum orðum á þá björtu sól,
sterka Nólseyjar-Pál, sem skein
svo bjart gegnum tiðina þá römu.
En þarna virtist annað skyn borið
á sjálfstæðisbaráttu Færeyinga,
þvi að i Klakksvik var mest lof
borið á bogeseninn Kjölbro og
kirkju þess mikla sérguðsmanns.
Og ekki ýjað að þvi, þegar
Klakksvikingar geru uppreisn og
lokuðu innsiglingunni með
gömlum togara fyrir hvað 17
árum til að mótmæla þvi, að Kjöl-
bro hefði allt lif þeirra og heilsu i
sinni almáttugu verndarhendi
þessa heims og annars. Nýi
héraðslæknirinn var nefnilega
tengdasonur hans. Góðum tima
var að visu varið i hina þrigiftu
Úu, sem Jörgen Frantz Jacobsen
skrifaði ágæta vel um, en rétt
xmxxxxxxmxxmxxg
X p,.* X
X , Eftir X
x Arna Björnsson x
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
aðeins drepið á pislarsöguna i
Voninni bliðri Heinesens.
Svo er það músikin, og á það við
um flestallar myndir sjónvarps-
ins, að hlustandi verður að a.m.k.
tveim spurningarmerkjum: Hver
velur fylgitónlistina og eftir
hvaða aðferðum?? Færeyingar
eiga afar merkilega músik, sem
allir mættu öfunda þá af, og það
er ekki annað en skortur á sann-
menntun, ef einhver telur hana
einhæfa. Hversvegna þá að troða
klssiskri þýzkri músik inn i mynd
frá Færeyjum? Hvi að sýna okkur
löng skot af allravinalegasta
hrút, kvigu, fressketti og hvutta
og byrja um leið á dynjandi
Beethoven? Þegar siglt er inn i
helli i gotneskum kirkjustil, þá
upphefst náttúrlega fræg prelúdia
og fúga eftir Bach. Sjálfsagt á
útvarpið litið úrval af færeyskri
tónlist, og hún er kannski ekki að-
gengileg á böndum, en vita skulu
menn samt, að i færeyskum
dönsum eru hverskyns blæbrigði
túlkuð af þeim flytjendum, sem
kunna, og þarf ekki utan-
aðkomandi hjálpar við.
Mér býður i grun, að tæknilegur
vandi einn ráði ekki þessu tón-
vali, heldur lika vanþekking og
vantrú á færeyskri menningu
yfirleitt. Og lokaorð myndarinnar
með náðugri rödd Helga Skúla-
sonar minntu átakanlega á þann
tilgerðarhátt Islendinga',, sem
Færeyingum sviður, að þykjast
vilja vera góður við litla bróður.
I jakkafötum, bindi
og þyrnikórónu
Annað sjónvarpsatriði sunnu
dagskvöldsins, Litil Dislar
saga, var út af fyrir sig nokkuð
gott, en vekurlika þrálátar spurn-
ingar. Það er gott að fá þessi lög
fram i sterkasta fiölmiðlinum, og
útsetningar Þorkels Sigurbjörns
sonar virtist vel heppnaður
kostur af æðimörgum úrvinnslu-
möguleikum þess fjölda afbrigða.
sem til eru. Hann tranar
hljóðfæraleiknum blessunarlega
litið fram nema milli sálma svo
að maður veit varla af honum, en
samt er hann nálægur. Helzt átti
hann bágt með að stilla sig i
krossfestingarkaflanum.
En hér verður fyrir hin sivið-
kvæma spurning um flutning
Passiusálmanna yfirleitt. Það er
ekkert á móti Friðbirni G. Jóns-
syni að hafa sem söngvara, nema
siður væri. Það er aðeins þessi
uppstilling, að maður i jakka-
fötum með bindi er settur til að
syngja þessi þjóðarinnar helgi-
ljóð eftir beztu samvizku, rétt
eins og Ég lit i anda liðna tið.
Lausnin er ekki nærtæk.
Reynandi væri, að guðsnáðar-
leikari fengi starfsstyrk til að
hlusta án afláts á þær að visu allt-
of fáu hljóðupptökur, er bjargazt
Frá Færeyjum
hafa af eðlilegum og ósviknum
fiutningi aldraðs fólks á þessum
lögum, ef ske kynni, að hann
mætti nema eitthvað af þeim
áherzlum, blæbrigðum, ákefð,
pathos, sem efninu hæfði og með
vissu var til og kom með nokkrum
hætti i stað undirleiks, likt og i
færeysku dönsunum.
Val þeirra versa, sem flytja skal
i einskonar hraðferð gegnum
Passiusálmana, það er eilif sam-
vizkukvöl, ekki sizt vegna hins
njörvaða samhengis efnisins.
Sjálfur hef ég brennt mig á þvi og
bæli þvi alla ólund niður.
Myndir Snorra Sveins voru
nokkuð góðar, nema það var
obboðlitið spaugilegt, að Jesús
Kristur virtist helzt bera svip af
Halldóri Laxness. Þetta kom þó
ekki mikið að sök, fyrr en komin
var þyrnikóróna á höfuð Kiljans,
þá minnti hann helzt á riddara á
skákborði.
Hringur Jóhannesson skrifar um myndlist:
Úr formsmiðiu Harðar
Hörður Ágústsson heldur
um páskana tvær sýningar
á vatnslitamyndum og
teikningum í húsakynnum
Listasafns ASí og Gallerí
Súm. Landsminni 1957-1963
nefnist sýning hans í ASí
og Úr formsmiðju í Súm.
Sýning Harðar þar má
segja að feli í sér viður-
kenningu af hans hálfu,
sem staðið hefur í ýmsum
af hans kynslóð, á þeirri
starfsemi sem þar fer
fram.
Að undanförnu hafa nokkrir
málarar um miðjan aldur skipað
saman eldri og nýjum verkum á
sýningum, t.d. Bragi Asgeirsson
og Eirikur Smith og nú Hörður
Agústsson, Með þessum hætti
veitist áhorfendum nokkurt yfirlit
yfir list þeirra.
Hörður mótaðist sem lista-
maður á þeim árum þegar ab-
straktlistin var sem áhrifamest.
Fyrrum voru málverk hans mest
megnis i ljóðrænum abstraktstil,
en á siðari árum hefur hann nær
eingöngu tjáð sig i teikningu, allt
frá finlegum ljóðrænum stemn
ingum til strangformaðrar
geometriu. Hann er tvimælalaust
sá myndlistarmaður af sinni
kynslóð sem mestum árangri
hefur náð i knöppu tjáningar-
formi teikningar.
Þótt myndirnar I Listasafni ASI
séu 10-15 ára gamlar eru nýrri og
sterkari verk i Galleri Súm. Og
málverk hans á siðustu haustsýn-
ingu sýndu einnig að Hörður
Agústsson er enn vaxandi mynd-
listarmaður.
A sýningunni i Listasafni ASÍ er
meirihluti myndanna málaðar
með gouashe-litum , og reynast
þær myndir beztar sem standa
næst teikningu vegna einfaldleika
og hófsemi i lit, myndir nr. 10, 15,
20, og 21. 1 heilu lagi stendur
sýning þessi þó að baki sýningu
Harðar i Súm. En þar kom ég
ekki auga á nokkurn veikan
hlekk. Bygging myndanna er með
þeim ágætum að naumast er hægt
að hugsa sér betri lausnir. Sem
sagt: formsmiðja Harðar Agústs-
sonar er ein sú ágætasta hé^-
lendis.
1 einstökum myndum finnst
mér Hörður ná beztum árangri
þar sem þrihyrningsform mynda
spilandi hreyfingu. Agætar eru
þrjár myndir, byggðar upp úr
ákveðnum sterkum linum en svo
slegið á hátiðarleikann með einu
höggi — sbr. mynd á forsiðu
sýningarskrár. Skráin er út af
fyrir sig eitt af iistaverkum
sýningarinnar og ber höfundi
glöggt vitni.
I viðtali við Morgunblaðið sagði
Hörður Agústsson að tilgangu
sinn með þessum sýningum væri
að minna sjálfan sig á að þrátt
fyrir allt væri hann listmálari.
Þótt þjóðþrifastörf hafi tekið
meginið af tima hans hin siðari
ár, er það vonandi að hann gleymi
þvi ekki i bráð.
■ ■ii mm
og I Gallerí SÚM við Vatnsstlg.
Frá sýningu Harðar I listasafni ASl.