Vísir - 10.04.1972, Side 6
6
VÍSIR. Mánudagur 10. april 1972.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjófi: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjóm: Siðumúla 14. Simi 86611 línur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Ottinn við óþœgindin
Algengur veikleiki manna er óttinn við að þurfa
að horfast i augu við erfiðan sannleika. Þótt menn
viti, að undan þvi verði ekki komizt, reyna margir
að fresta þessu óþægilega andartaki eins lengi og
hægt er. Með þessu geta þeir valdið sér og öðrum
miklum vandamálum, eins og ljósast er af ótal
dæmum um, að menn hafi veigrað sér við að takast
á við fjárhagsvandamál sin i tæka tið.
Þessi veikleiki getur einnig herjað á heilar rikis-
stjórnir. Það er til dæmis tæplega sanngjarnt að
gagnrýna rikisstjórn Islands fyrir að reyna að
blekkja þjóðina i sambandi við verðhækkanir,
öryggismál og ýmis önnur mál. Liklegra er, að þar
sé um að ræða sjálfsblekkingu, ótta við að horfast i
augu við erfiðan sannleika. Um þetta má taka ýmis
dæmi.
Rikisstjórnin hefur áreiðanlega ekki talið sig geta
haldið leyndri fyrir fólki þeirri hækkun, sem um
daginn varð á tóbaki og áfengi. Samt lét hún undir
höfuð leggjast að tilkynna hækkunina samdægurs.
Þar var á ferðinni ótti við óþægindi, ótti við óvin-
sældir, ótti við gagnrýni eða skens i samtölum og
einlæg löngun til að fresta þessum óþægindum, þótt
ekki væri um nema einn dag.
Ótrúlegt er, að rikisstjórnin hafi talið sig geta
sannfært fólk um, að siminn hækkaði aðeins um 10%
um daginn. Auðvitað hlaut að komast upp fyrr eða
siðar, að hækkunin á simgjöldum ibúa Reykja-
vikursvæðisins væri hvorki meira né minna en 60%.
Það hlaut að komast upp i siðasta lagi, þegar menn
færu að greiða nýju gjöldin. Og i rauninni komst
þetta upp þegar á fyrsta degi.
Rikisstjórnin lætur enn halda uppi málflutningi
fyrir þeirri skoðun, að skattar muni ,,lækka á þorra
manna”, eins og sagt var i forsiðufyrirsögn Timans
um daginn. Vitanlega kemur i júni að þvi, að menn
fá skattseðla sina, og i júli að þvi, að menn þurfa að
fara að borga skattahækkanirnar. Þá reynir á þá
töfralist rikisstjórnarinnar að láta greiða helmings
hækkun rikisútgjalda með lægri sköttum. Svona
töfralist flokkast ekki undir blekkingu, heldur
sjálfsblekkingu.
Menn hafa furðað sig á mörgum og misjöfnum
túlkunum rikisstjórnarinnar á stefnu hennar i
öryggismálunum. Það vekur athygli, að utanrikis-
ráðherra hefur haft á takteinum fjórar túlkanir á
þessari stefnu. Það vekur athygli, að nú eru i gangi
þrjár túlkanir hjá rikisstjórninni, túlkun utanrikis-
ráðherra, túlkun ráðherra Alþýðubandalagsins, og
svo sérstök túlkun forsætisráðherra.
Rikisstjórnin sér sjálf, að óþægindi verða ekki
umflúin með þvi að yppta öxlum og visa i málefna-
samning sinn, sem er i þessu efni eins óljós og verða
má. En hún er að reyna að hafa alla góðasemlengst.
Hún er að reyna að friða alla flokka og flokksbrot.
Hún er að reyna að ýta vandamálinu á undan sér,
þótt hún viti, að einhvern tima komi að skulda-
dögunum, og þótt hún heyri, að menn láta ekki
blekkjast. Undanbrögð hennar eru þvi fyrst og
fremst sjálfsblekking.
Þegar að skuldadögunum kemur, verður óttinn
við óþægindin orðinn rikisstjórninni dýrasti veik-
leikinn.
Tebollar gömlu
kvennanna
Fallhlifahermennirnir drápu I
Londonderry, en hlutverk þeirra
er að hjálpa, eins og þeir gera
hér.
munu
róða úrslitum
Heath hefur rekið fleyg í báðar
w
fylkingar á Norður- Irlandi
Norður-írland hefur breytzt.
Ekki einúngis af því, að minna
blóðhefur flotiðsíðustu daga. Þar
flýturenn blóð. En Bretinn Heath
kastaði teningunum og fór yfir
ána. Hann hefur kallað yfir sig
reiöi margra mótmælendatrúar-
manna. Þeir eru nú háværastir.
En honum hefur teki/t að reka
fleyg i báðar fylkingar, og hver
veit nema meirihlutinn báðum
inegin hafi séð ljós?
Heath gerði það eina, sem gat
vakið vonir um björgun. Norður-
Irar stóðu á barmi borgara-
styrjaldar og höfðu rambað þar
lengi. Atökin hörðnuðu og mann-
vigin uxu. Stjórnvöld höföugertþá
hörmulegu skyssu að heimila
handtöku fólks ,,án dóms og
laga”, ef það var grunað um
græzku. Vafalaust sáu Bretar að
minnsta kosti það ekki fyrir, en
þáttinn um „Adam Strange”
siðasta föstudagskvöld ætti að
vera þessi staðreynd ljósari en
fyrr, þvi að i reynd veita margir
henni ekki athygli. Fáiö
stúdentum ljósaperur til að
fleygja i lögregluþjóna, sem þeir
kunna að gera i bræði, óvitandi
um, að þetta eru mannskæðar
sprengjurog geta drepið menn og
limlest, og þið fáið reiöa andstæö-
inga stúdenta. Reiðir andstæð-
ingar stúdenta munu heimta
„hefndir”, harðvitugar lögreglu-
aðgerðir gegn öllum slikum,mein-
lausum sem öðrum. Pislarvottar
verða til. Stúdentar svara.
Ofgamenn meðal stúdenta fá þar
öll völd. öfgamenn meðal and-
stæðinga stúdenta fá öll völd þeim
megin. Kannski sitja eftir ein-
hverjir aumingjar og segja
„Farið með gát” og láta hia á sig.
Þetta þekkja nasistar og kom-
Hún var stödd I búöinni, þegar sprengja henndarverkamanna sprakk.
kaþóslkir litu á þessar aðferðir
sem yfirlýsingu um kúgun.
Lærdómur af
„Adam Strange”
IRA-hreyfingin fékk þar tæki-
færi til að taka öll völd meðal ka-
þólskra. Innan IRA urðu þeir
öfgafyllstu allsráðandi. Alls
staöar fæðast öfgar af öfgum.
Aukin harka i viðskiptum við ka-
þólska var olia á eldinn, efldi
öfgamenn i IRA og vegna óhæfu-
verka þeirra efldust öfgamennir-
nir hinum megin.
Þeim, sem sáu sjónvarps-
múnistar alls staðar. Þetta er
stafrófskver öfgamanna.
Verða öfgamenn
einangraðir ?
A þetta er bent, þvi að oft má
mikið læra af litlu, sem menn
taka vel eftir, og fyrst og fremst
af þvi, að þetta er eðli málsins i
Norður-lrlandi. Þetta var hnútur-
inn, sem Heath hjó á. Hann hefur
sigrað i fyrstu lotu, ekki endan-
lega, ekki til fulls. En vonir Ira
eru bundnar þvi, að öfgamennir-
nir veröi einangraðir báðum
megin.
Kannski hefur þessi gamla kona
gefið þreyttum og köldum her-
manni tebolla og vonandi lifir hún
sár sin til að gera það aftur.
Mótmælendur eru greinilega
klofnir I afstöðu til aðgerða
brezku stjórnarinnar. Brian
Faulkner, sem var forsætis-
ráðherra Norður-Irlands, og þvl i
fararbroddi mótmælenda, mót-
mælir Heath i orði en hvetur til
friðsemdar I verki. ööru máli
gegnir um mótmælenda-
foringjana William Craig og séra
Ian Paisley. Þeir búast til bar-
daga, gegn kaþólskum, en ekki
siður gegn Bretum, ef Heath
stendur við fyrirheit sin.
Þannig gætu öfgafullir mót-
mælendur tekið upp raunveru-
lega samkeppni við öfgafulla ka-
þólikka I mannsmorðum, þar sem
hinir síðarnefndu, öfgamennirnir
i IRA, hafa mest gert. Fréttir
bera einnig með sér, að IRA-
hreyfingin er klofin, og nú er
verið að reyna að lappa upp á
hana. Meirihluti kaþólskra tekur
tillögum Heaths með von um
betri tima. Sagt er, að kaþólskar
konur séu aftur farnar að færa
brezkum hermönnum tebolla.
1 Norður-trlandi er ein milljón
mótmælenda og hálf milljón
kaþólskra. Heath hefur enn
aðeins stigið fyrstu skrefin með
þvi að vikja heimastjórn Norður-
Irlands til hliðar, þar sem hún i
reyndinni hafði verið tæki i hönd-
um mótmælenda til að halda ka-
þólska minnihlutanum niðri. Allt
veltur á framhaldinu i stefnu
Heaths og þvi, hvernig fylkingar-
nar klofna. Framtið N-Irlands
veltur á þvi, hve margir tebollar-
nir verða, sem gömlu konurnar
færa brezku hermönnunum á
svölum nóttum.
IIIIIIIIIIII
Umsjón:
Haukur Helgason