Vísir - 10.04.1972, Qupperneq 13
VISIR. Mánudagur 10. apríl 1972
13
Það munaði mjóu í
Hollywood um daginn. Öll
borgin, hver einasti slúður-
dálkahöfundur og hver
einasta kerling í síðdegis-
kaffi tútnuðu út af ánægju.
Svoleifiis var, að Dean Martin,
sá frægi leikari, söngvari, drykk-
jurútur, kvennagull og margt
fleira, fór út að borða. Og það
gerði lika konan hans, hún
Jeannie Martin. Þau fóru bæði að
borða kvöldverð á frægum stað i
kvikmyndaborginni, sem kallast
„Chasens”. Það er nú ekkert,
þetta fólk verður nefnilega lika að
borða. Hitt var merkilegra, að
þau Martins-hjón fóru ekki
saman. Þau hafa varla verið
saman i allan vetur eða lengur.
Og Dean á kærustu sem er ung,
spengileg og sexi og heitir sú
Cathy Hawn. Stelpan fór með
Dean að borða. Og Jeannie, eða
frú Martin, sem leikarinn frægi er
nú að reyna að fá til að skilja við
sig út af þessari Cathy, fór að
borða með manni sem hún hefur
sofið hjá i allan vetur og hann
heitir Frank Calcagnini. Þau
Frank fóru á „Chasens” til að
borða með fólki sem hélt veizlu
þar til að fagna komu franska
skiðakappans, Jean Claude Killy,
til Hollywood.
Pörin lentu sem betur fór sitt
hvoru megin i borðsalnum. Sem
betur fer. (Hefði reyndar verið
gaman hefði fólkið lent i næsta
nágrenni hvert við annað. Þá
hefði sko aldeilis orðið fjör
maður!)
Nei. Þau sátu bara fjarri hvort
öðru hjónin, og litu ekki einu sinni
á hvort annað. Svo kláraði Dean
Martin matinn sinn. Spurði Cathy
kurteislega hvort hún vildi ábót.
Nei, sagði hún. Og þá fóru þau
bara.
Hálftima siðar var Jeannie
Martin lika orðin södd, og þá stóð
hún upp, og sagði vini sinum,
honum Frank, að hún vildi
ómögulega meira. Svo fóru þau
lika.
Þegar það parið, sem siðar
yfirgaf veitingastaðinn, kom út á
götu, var fréttin af þessari
merkilegu tilviljun flogin út um
allan bæ.
Og daginn eftir lásu menn i ein-
hverju dagblaðinu, hvað Cathy
hefði raunverulega fundizt um að
sitja i sama veitingasal og kona
elskhuga hennar.
„Við hittumst sko ekki”, sagði
Cathy, ,,og ég var svaka glöð að
við gerðum það ekki. Samt held
ég að þau hefðu ekkert farið að
rifast eða slást, þótt við hefðum
hittzt. En þetta var gasalega
neyðarlegt, og sannarlega langar
mann ekki að labba sig inn i sona-
lagað aftur.”
Og Frank, elskhugi frú Martin,
eiginkonu leikarans fræga, sagði
þetta:,,Við heyrðum að þau væru i
veitingahúsinu og ég varð soldið
Dean Martin og viðhaldiö
Jeannie Martin og viðhaldið
MUNAÐI
MJÓU!
hræddur. Hræddur af þvi ég hélt
að vitneskjan um Dean þarna
gæti komið Jeannie úr jafnvægi.
En við hittum þau ekki Og við
pössuöum okkur að biða viö
borðið okkar þar til við fréttum að
þau hefðu farið. Svakalegt
maður”.
CHARLES AZNAVOUR
— franskur söngvari — á nú i vök
að verjast. Geysimikil reiðialda
hefur risið vegna þess, að hann lét
þriggja ára gamla dóttur sina,
Katia, vera með i harðgerðri
hasarkvikmynd. Henni er i mynd
inni rænt og misþyrmt af mann-
ræningjunum. M.a. er brugðið
reipi um háls henni og hún þannig
dregin fram og aftur þar til hún
æpir af kvölum. Mann-
ræningjarnir halda höfði hennar
lika undir iskaldri vatnsbunu þar
til tennur litlu telpunnar heyrast
glamra. Charles Aznavour viður-
kennir, að hlutverkið hafi verið
erfitt, en bætir við: — Við skýrð-
um það út fyrir döttur minni, að
þetta væri allt saman leikur, og
hún skemmti sér afar vel.
FRANK SINATRA
ætlar að veitast það erfitt að
draga sig i hlé frá skemmtana-
iðnaðinum fyrir fullt og allt eins
og hann hafði ætlað sér. Það er
verið að undirbúa söngskemmtun
hans i London, og nú er verið að
undirbúa töku myndar með'hon-
um i aðalhlutverki. „Litli prins-
inn” verður heiti myndarinnar,
en hana gera þeir sömu úrgarði
og „My Fair Lady”.
VANESSA
REDGRAVE
— ensk kvikmyndaleikkona —
hefur neitað að vera viðstödd
frumsýningu myndarinnar
„Mary, Queen of Scots”, en i
myndinni fer hún með aðalhlut-
verkið. Drottningarmóðirin og
Margrét prinsessa verða á meðal
frumsýningargesta, en ekki
Vanessa. — Kannski það komi til
áf þvi, hversu ég er vinstrisinn-
uð...., segir leikkonan. En hún
segir ekki meir.
HUSCAGNAVIKA
1972
8,- 17. APRÍL
ÍÞRÓTTAHÖLLINNI í LAUGARDAL
OPIN VIRKA DAGA KL. 16 - 22
LAUGARDAGA
OG SUNNUDAGA KL. 14-
22
SÝNING Á HÚSGÖGNUM
OG INNRÉTTINGUM,
EFNI TIL HÚSGAGNA,
ÁKLÆÐUM, GLUGGATJÖLDUM
OG TEPPUM
STERLING
óskar eftir að ráða nokkra flugstjóra
og aðstoðarflugmenn strax
Þeir einir koma til greina, sem hafa eða hafa haft réttindi á DC
6B, Lockheed Electra eða Fokker Friendship (F-27).
Skriflegar umsóknir ásamt hæfnisvottorðum og meðmælum
sendist til:
5TERLING AIRWAYB^
Köbenhavns Lufthavn Syd 2791, Dragör, Danmark.
Höfum opnað
Viðgerðarverkstæði fyrir:
Utanborðsmótora.
Briggs og Stratton vélar.
Sláttuvélar.
Svo og allar gerðir minni véla.
LEGGJUM ÁHEIIZLU Á GÓÐA
ÞJÓNUSTU.
VÉLARÖST H.F.
Súðavog 28-30
Inng. frá Kænuvogi.
Renault 6 TL "71
Til sölu nú þegar. Bifreiðin er vel með
farin, snjódekk og sætacover fylgja.
Til sýnis hjá Renault umboðinu.
KIIISTINN GUÐNASON h.f.
Klappastig 27
Simi 22675