Vísir - 10.04.1972, Page 20

Vísir - 10.04.1972, Page 20
vísm Mánudagur 10. apríl 1972 ¥ Ottasleginn innbrotsþjófur — þjófabjallan kvað við hótt, og þjófurinn tók til fótanna Þjófabjöllukerfi virka þannig, aö ef einhvcr áreitir þetta undar- lega kerfi, þá kvcður það við svo hátt, að einungis mjög tauga- sterkum mönnum er vært í næsta nágrenni við það, þegar þaö lætur sem verst. Það fór þvi illa fyrir ungum manni, sem aðfararnótt sunnu- dagsins ætlaði að krækja sér i ofboðlitinn glaðning. Hann braut rúðu i skartgripaverzlun við Laugaveginn, ætlaði sér þar inn að stela. En varla var rúðan hrunin niður úr karminum, þegar fjárans glymskrattinn sem búðareigandinn hafði komið þar fyrir, fór að hringja af þvilikum grenjandi havaða, að taugar þjófsins brustu. Ifann lagði á flótta upp Laugavginn eins og fætur toguðu. En lögreglan heyrði bjöllu- gargið. Og var eins og ævinlega komin á vettvang þegar i stað. Og ungur löggi brá undir sig betri fætinum og hljóp uppi þjófinn, svo skammt hafði hann borið undan. —GG. BÍLL RANN NÆR YFIR ÖKUMANN — en stöðvaðist og rann til baka Bifreið lenti nokkuð illa saman við Ijósastaur á Akureyri á laugardaginn. Vildi 'áreksturinn þannig til, að ungur piltur, nýlega orðinn 17 ára, og nýlega búinn að fá sér ökuréttindi, ók norður Gefiunar- veg. Missti pilturinn allt i einu vald á bilnum þótt færi væri ágætt og skyggni gott. Lenti billinn á ljósa- staur, og skemmdust báðir illa, bill og staur. Pilturinn sem ók, hentist út úr bilnum við skellinn, og lenti undir honum. Hefði hugsanlega getað farið illa, ef billinn hefði ekki séð að sér. Er hann var i þann veginn að renna yfir piltinn, stöðvaðist hann allt i einu.og rann siðan aftur á bak, frá drengnum ' þar sem hann lá. Stðð ökumaðurinn ungi siðan upp ómeiddur, en staurinn mun illa á sig kominn. — GG. A þriðja hundrað miðar pantaðir Skáksambandi t slands berast-i pantanir frá erlendum aðilum" ^þrátt fyrir allan cfann Tsambandi við heimsmeistara--f einvigið. A þriðja hundrað að-Ý göngumiðar hafa veriö pant-+ aðir, mestmegnis frá Bret--f landi. T —HH. | POLSTJARNAN DREGIN LOGANDI TIL HAFNAR í KEFLAVÍK í MORGUN Eldur kom upp í Pól- stjörnunni frá Keflavík, er hún var komin skammt frá landi í morgun, á leið á veiðar. Skipstjórinn á Pól- stjörnunni, Högni Felix- son brá við hart, og snéri við, og skömmu síðar bar Keflvíking frá Keflavík að, en hann vareinnig ný- látinn úr höfn á leið til fiskjar. Keflvikingur tók Pólstjörnuna i tog og dró hana til hafnar aftur á meðan skipverjar á Pólstjörn- unni börðust við eldinn. Þegar til hafnar kom, en þaö var um klukkan átta þrjátiu i morgun, voru fjórir slökkviliðs- bilar til reiðu og um klukkan hálf ellefu i morgun, hafði slökkviliðinu tekizt að komast fyrir eldinn. Varð að rjúfa gat á vélarhús bátsins til aö komast fyrir eldinn, en aö öðru leyti þurfti ekki að raska við neinu að utanverðu. Skemmdir munu hafa orðið talsvert miklar i vélarrými skipsins, en sem betur fer einangra hann þar inni. Pólstjarnan er 70-80 tonna bátur, tréskip gerð út af Sjö- stjörnunni, Keflavik — GG breiddist eldurinn ekkert út um bátinn. skipverium tókst að Slökkviliðsmenn ráðast til atlögu við eldinn I bátnum I morgun. (Ljósm. Visis MG) BANN VIÐ AÐ NOTA HAFIÐ FYRIR RUSLAHAUG? — alþjóðleg mengunarróðstefna hófst í morgun í Reykjavík Meira en hundraö fulltrúar frá 80 þjóðum munu fjalla um gerð samkomulags um bann viö að setja eiturefni frá skipum f hafið á ráðstefnu, sem hófst á Hótel Loftleiöum I morgun. Munu full- trúarnir þinga hér I vikutlma. Verður samkomulagið lagt fyrir mengunarráðstefnu I Stokkhólmi I vor. Við opnun ráðstefnunnar I morgun flutti Einar Agústsson utanrikisráðherra og Vladimir Baum starfsmaður Sameinuðu þjóðanna ræður. tslenzka sendinefndin hjá Sam- einuðu þjóðunum og utanrikis- ráðuneytið hafa undirbúið ráð- stefnuna. —SB— TROLLIN FARIN AÐ VEIÐA BÁTA — munaði minnstu að illa fœri hjá Vestmannaeyjabát við innsiglinguna Litlu munaði að illa færi fyrir Lundanum VE f innsiglingunni i Vestmannaeyjahöfn í nótt. Talið er, að báturinn hafi lent I trolli fyrir utan höfnina. Botninn h-rotnaöi og bátinn rak en bátar komu til aðstoöar og náðu honum inn. t morgun var veriö aö dæla úr bátnum við bryggjuna. Ekki er vitað með vissu hvernig stóð á trollinu á þessum staö, þeg- ar Visir haföi samband viö Vest- mannaeyjar i morgun. Möguleiki er talinn á, að það hafi rekiö fyrir innsiglinguna. —SB — Réðust ó strœtóstjóra — þrír piltar vildu hefna þess að vera visað úr vagninum Bilstjóri einn hjá SVR var á laugardagskvöldiö að aka sinum strætisvagni. Komu þá þrir ungir menn i vagninn til hans og létu dólgslega, enda ölvaðir nokkuö. Var fyrirferðin i piltunum loks þvilik, að vagnstjórinn varð að vikja þeim úr vagninum. Ungir menn eru stoltir. Og þessir þrir voru svo særðir vegna þessarar meðferðar vagnstjórans á þeim, að þeir sóru að hefna. Klukkan rúmlega eitt um nóttina sátu þeir svo fyrir vagn- stjóranum og réðust þrir á hann einan. Börðu þeir hann nokkuð, eða svona á meðan kjarkur entist. Er þeir voru í burtu, kærði vagnstjórinn, og lögreglan náði tveimur piltanna fljótlega. Vagnstjórinn var tilsvert pústraður. Sprungið fyrir á auga- brún, og einhverja fleiri áverka hlaut hann. —GG. Guðinn brillíantín mœtti til leiksýningar í Laugunum ,,fíg er handviss um að leiksýning okkar hefði ekki notið þeirrar að- sóknar, sem raun varð á, hefði hún farið fram á venjulegu leik- sviði fyrir venjulegum áhorf- endasal. Þaö, aö sýna lcikritið ,,A rúinsjó" úti i miðri Laugardals- laug hefur áreiöanlega vakið mesta athygli á leikflutningi okk- ar llamrahliðarskólanema," sagði Kudolf AdolTsson, einn leik- endanna er Visir vakti hann- af værum hlundi i morgun til að spyrja hann hvernig til tókst með leiksýninguna i gærkveldi. ,,Ég er svo nývaknaður, að ég er ekki búinn að kanna heilsufaé mitt eftir volkið i lauginni,” sagði Rudolf ennfremur. „Mér varð svo sem ekkert tiltakanlega kalt. Það kom svo afbragðs veður akkúrat um leið og við hófum leikinn. — Verst að það sóðaveð- ur, sem hafði verið fram að þvi skuli hafa fælt fjölda frá þvi að koma til sýningarinnar. Ég er ekki i neinum vafa um að svo hafi verið. Þó megum við gera okkur ánægða með aðsóknina. Það komu éitthvað um 500 manns til að horfa á okkur." Hvernig þeim kom til hugar, að sýna leikritið úti i miðri sund- laug? „Það atvikaðist þannig, að einn kennarinn vildi spauga svolitið, þegar hann heyrði að við ætluðum að sýna leikritið „Á rúmsjó". — Nú já, og ætlið þið að sýna það úti i einhverri sundlauginni, spurði hann. Og við tókum hann auðvit- að á orðinu”. Þeir voru fimm, piltarnir, sem léku i leikritinu. Hudolf telur litlar likur á þvi, að nokkur þeirra hætti sér lengra út á leiklistarbrautina. „En það var geysilega skemmti- leg tilbreyting i þvi, að taka þátt i þessu sprelli,” sagði hann. „Borgar Garðarsson, sem annað- ist leikstjórnina var lika svo hress og skemmtilegur. Hann sýndi okkur það mikinn áhuga, að hann stakk af úr Iðnó i hléi frá Atóm- stöðinni bara til að sjá hvernig okkur gengi. Hann mætti i leik- búningi Guðsins brilliantin”. — —ÞJM Atómvopn á Víetnam? — „Nixon tilbúinn", segir krossfarinn Jack Anderson Nixon Bandarikjaforseti er til- búinn að beita kjarnorku- vöpnum i Vietnam, ef innrás Noröur-Vietnama eyðileggur þá stefnu hans að kalla bandariska liðiö heim segir blaðamaðurinn Jack Anderson. Anderson hefur látið mikið til sin taka að undanförnu og staðið á bak við margar helztu fréttir-l nar, eins og Visir rakti á laugar-| dag. Anderson leggur áherzlu á,J að kjarnorkuvopnum verði ein- ungis beitt sem algerri neyðar- ráðstöfun, ef Nixon telji sigi annars muni þurfa að auka liðið) fyrir forsetakosningarnar i' haust. —HH.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.