Vísir - 14.04.1972, Qupperneq 2
2
VÍSIR. Föstudagur 14. april 1972.
vimm-
Hvaö ætlar þú aö veröa,
þegar þú ert orðinn stór?
Rjörn Sigurftsson, (i ára,
Austurbæjarsk. Ég ætla kannski
aft verða skipstjóri. Ekki á litlu
skipi eða bát, heldur á stóru skipi,
sem siglir til útlanda. Og af þvi að
pabbi vinnur á Hafrannsóknar-
stofnuninni og er alltaf að prófa
vörpur og svoleiöis, þá ætla ég
kannski að verða togaraskip-
stjóri.
Sigurftur Sigurftsson, 5 ára. Eg
veit það ekki. Jú, ég ætla að vera
flugmaður, fljúga til útlanda og
kaupa fullt af útlendu gotti.
Ouftrún kórarinsdóttir, (i ára.
Auðvitað ætla ég að vera sjúkra-
kona og hjálpa veiku fólki og svo-
leiðis. Ég er ekkert hrædd, þó ég
sjái blóð og svoleiðis.
Auftur Friftriksdóttir, (> ára,
Kópavogsskóla. Kannski ætla ég
að verða sjúkrakona lika, en ég
ætla ekki að verða húsmóðir. Það
langar mig ekkert. Og þó ég þurfi
að sjá blóð og slasað fólk, iss það
er allt i lagi, mér er alveg sama
um það.
Baldur Þórarinsson, 4 ára.Rútu-
maður! Auðvitað ætla ég að verða
rútumaður og keyra i sveitina og
út um allan bæ og allt land. Ég
ætla að vera á rauðri, svaka
sfórri rútu.
Reynir Ámundason, 7 ára.Ætli ég
verði ekki bara skipstjóri, mig
langar það mest. Ég hugsa að það
sé mest gaman að vera á stóru
skipunum, sem sigla til útlanda.
Þá fær maður lika að sjá svo
margt.
ÚR FANGELSUNUM KOMUM VIÐ
VERRI MENN EN ÁÐUR
„Grjótgarfturinn hefur verift i byggingu í 10 ár og er hálfnaftur”.
Húsnœðismál
°9
Seðlabankinn
Þ. R. skrifar:
,,Þá hefur maður heyrt sönginn
i seðlabankastjóranum einu sinni
ennþá á aðalfundi bankans. Og
það er eins og fyrri daginn,
ástandið er ekki gott. Al-
menningur hefur eytt alltof
miklu, og nú verður að spyrna við
fótum. Nú verða bankarnir al-
varlega að breyta um stefnu og
hætta útlánum til þeirra, sem
ætla sér að kaupa ibúðir eða bif-
reiðir. Jafnframt skildist mér á
ræðu hans, að vaxtahækkun sé á
döfinni. Ég vil undirstrika orð
bankastjórans um, að bankarnir
verði að draga útlánum til ibúða-
bygginga. Þetta kemur i kjölfar
beiðni rikisstjórnarinnar um, að
lifeyrissjóðirnir afhendi henni
nokkur hundruð milljónir til að
fjármagn Húsnæðismála
stofnunina.
Ég hef ekki hundsvit á þessari
æðri hagfræði, sem efnahags-
sérfræðingar okkar eru mennt
aðir i. En hins vegar get ég ekki
skilið þessa speki, að nauðsynlegt
sé að draga úr byggingu ibúða.
Hér i borginni hefur verið kveinað
og kvartað yfir húsnæðisleysi
mörg undanfarin ár, og ástandið
virðist siður en svo hafa farið
batnandi. Mikill fjöldi ungs fólks
hefur hug á að koma sér upp eigin
húsnæði, sem eðlilegt er, og
treystir á að fá til þess lán úr
bönkum til lengri eða skemmri
tima. Ég held, að flestir geti verið
sammála um, að yfirleitt hafi þó
bankarnir ekki getað leyst vanda
húsbyggjenda, nema að hluta. Og
ef enn á að skerða útlán bankanna
til þessara hluta, þá er mér öllum
lokið. Um leið og húsbyggingar
dragast saman missir fjöldi
manns atvinnu, húsnæðis-
vandræðin stóraukast, húsaleigu-
okrið margfaldast og þar fram
eftir götunum.
Þegar allt verður svo komið i
óefni, þarf að gera einhverjar
stórkostlegar ráðstafanir til að
koma öllu á réttan kjöl aftur.
Þessi fjármálaóstjórn okkar er
fyrir neðan allar hellur. Svo er al-
menningi að sjálfsögðu kennt um
allt saman. Fólkið hefur eytt of
miklu, nú verður að draga úr
eyðslu almennings. Það væri vel
þegin tilbreyting, ef seðla-
bankastjóri og aðrir ráðamenn
peningamála segðu okkur einh-
■vern tima umbúðalaust ástæðuna
fyrir þessu öngþveiti, sem rikir
hjá þjóð, sem hefur hæstu þjóðar-
tekjur á mann. Ég er smeykur
um, að þar megi einhverjum
öðrum um kenna en almenningi.
Og hvernig væri, að bankarnir
byrjuðu nú sjálfir á að spara i
sinni starfsemi?
Almenningur mundi eflaust taka
öllum sparnaðarráðstöfunum vel,
ef opinberar stofnanir gengju á
undan með góðu fordæmi. Meðan
það er ekki gert, er fáránlegt að
halda, að við tökum einhverjum
haftastefnum fegins hendi.”
HRINGIÐ í
síma86611
KL13-15
18 ára fangi á
Kviabryggju skrifar:
,,Ég dvel nú á Kviabryggju til
að afplána 18 mánaða
fangelsisdóm og get ekki orða
bundizt lengur, þegar alltaf er
verið að ræða fangelsismálin.
Það er ekki nóg að dæma menn til
fangelsisvistar, þegar allflestir
koma þaðan verri menn en áður,
enda er ekki við öðru að búast,
eins og fangelsismálum okkar er
komið.
Ég hef dvalið bæði á Skóla-
vörðustig 9 og hér á Kviabryggju,
en á Litla-Hrauni hef ég ekki
verið og get þvi ekki dæmt um
ástandið þar. Aðbúnaður og
mataræði á Skólavörðustig 9 er
fyrir neðan allar hellur að minu
áliti. Þar fá menn til dæmis aldrei
annað en soðinn mat og þá aðeins
eina heita máltið á dag. Á kvöldin
er bara brauð, og þá álegg aðeins
á tvær sneiðar, afgangur af súpu
frá hádegi og hálfur litri af mjólk.
Og húsnæðið er fyrir neðan allar
hellur eins og allir vita, sem
þangað hafa komið.
Þá er komið að Kviabryggju, og
þar er talsvert öðru máli að
gegna. Hér er til dæmis ágætur
matur að minum dómi, en þó
finnst mér hart að mjólkin skuli
vera skömmtuð, þar sem hér
dvelja margir unglingar. Þá er
ekki notað smjör á brauö, heldur
bara jurtasmjörliki, og fangar fá
aðeins tvo bolla af mjólk og svo
rétt út i kaffið. Hvað viðkemur
vinnu fanga, þá eru þeir að hlaða
grjótgarð, sem engum tilgangi
þjónar að minu áliti. Hann
hefur verið i byggingu i
10 ár, og mun nú vera hálfn
aður. Svo er lfka verið að rækta
hér, og er allt gott um það að
segja. En okkur finnst þaö
skrýtið, að fiskur, sem bátar frá
Grundarfirði veiða, skuli vera
fluttur i vinnslu til Akraness
vegna skorts á vinnuafli heima
fyrir, en hér á Kviabryggju er
nægilegt vinnuafl fyrir hendi.
Fangar á Litla-Hrauni fá þó að
vinna utan fangelsisins, ef hægt
er að koma þvi við. Fyrir vinnu
okkar hér fáum við 2.000 krónur á
mánuði, og getur fólk imyndað
sér, hvað að segir til að kaupa
það, sem fangana vanhagar um.
Þá er komið að þvi, er fangar
losna. Jú, þeir fá 550 krónur fyrir
fari með áætlunarbil til Reykja-
vikur, en ekkert er hugsað út i,
hvort þeir eigi fyrir máltið á leið-
inni. Þeir verða að notast við það,
sem þeim hefur tekizt að spara af
þessu litla kaupi, og ekki geta það
verið stórar upphæðir. Nú, þegar
fangarnir eru komnir i bæinn, þá
eru þeir flestir mjög neikvæðir út
i lifið og veikir fyrir afbrotum.
Hvað er þá gert fyrir þessa
menn? Svarið en hreint ekki neitt.
Félagssamtökin Vernd eru að
visu til, en gera litið gagn eftir þvi
sem mér skilst á mönnum, sem
sitja inni.
Ég vil segja nokkur orð um Jón
Bjarman fangelsisprest. Hann
sagði i einhverju viðtali, að hann
kæmi hingað vestur með vissu
millibili. Siðast kom hann i
byrjun desember, og eftir þá
heimsókn hefur hann ekki látið
sjá sig. Að minu áliti er hann ekki
hæfur til að gegna þessu starfi, oa
er hann mjög óvinsæll af föngum.
Þórður Björnsson sagði i út-
varpsviðtali fyrir stuttu, að öllum
unglingum væru gefnir sjensar,
áður en þeir væru settir inn til að
afplána dóma, með frestun ákæru
3 — 4 sinnum, og svo með þvi að
dæma þá fyrst skilorðsbundið.
Ég tel mig ungling, þar sem ég
er ekki nema 18 ára gamall, en ég
fékk aðeins tvivegis frestun á
ákæru. Siðan var ég dæmdur og
fékk fjóra mánuði óskilorðs-
bundið, og kom dómurinn til
framkvæmda hálfu ári seinna. Þá
hafði ég ekkert brotiö af mér i n
mánuði og stundað sjó á togurum
allan þann tima. Tel ég það til
mikilla málsbóta fyrir mig.
Það, sem þarf að gera fyrir
fanga, sem losna, er að styðja þá,
meðan þeir eru að koma sér fyrir,
svo þeir geti lifað sem heiðarlegir
menn. Einnig þarf að hjálpa ung-
lingum meira en gert er, áður en
þeir eru settir i fangelsi, þvi fang-
elsin bæta þá ekki, það er sannað
mál.
Ég ætla ekki að hafa þetta
lengra að sinni, en vona, að
þessar linu verði til að vekja
athygli almennings á þessu
vandamáli.
Opnið laugarnar
kl. 7 og lokið
þeim ekki fyrr
en 10 á kvöldin
KG. simar:
„Það væri til mikilla bóta, ef
sundlaugarnar i Laugardal opn
uðu kl. 7 á morgnana og hefðu
opið allt til kl. 22 á kvöldin. Nú
opna þær ekki fyrr en 7.30, og
menn sem byrja vinnu um kl. 8,
eiga þess varla kost að sækja
sund á morgnana. Svo er lokað kl.
19.30 á kvöldin, og er það full-
snemmt.
Ég hef heyrt þvi borið við, að
ekki sé unnt að hafa lengur opið
vegna breyttra kjarasamninga
við starfsfólk sundlauganna. En
það hlýtur að vera hægt að koma
þarna á vaktafyrirkomulagi, eins
og svo mjög tiðkast hjá þjónustu-
fyrirtækjum.”
Upp með strákústinn, löggur
Örn Ásmundsson skrifar:
„Mikið af glerbrotum þekur
jafnan þá staði, þar sem
árekstrar hafa orðið i umferðinni.
Virðist litið hirt um að sópa
glerinu til hliðar, eftir að mæl-
ingar hafa farið fram. Það væri
ekki ofverk lögreglu að hafa
strákústa i bilunum og sópa gler-
brotunum i göturæsið. Bildekk
eru orðin býsna dýr i dag. Þá
hendir ölóður lýður stöðugt
flöskum i göturennuna, og ber
mest á þvi um helgar. Það yrði
eflaust til stórra bóta, ef Sana og
Skalli færu.að tappa öli lika á
dósir, og allavega þarf að skapa
meiri menningu á þessu sviði.”
Gott væri aft láta kvöldsólina skfna á kroppinn I sumar.