Vísir - 14.04.1972, Side 17

Vísir - 14.04.1972, Side 17
VÍSIR. Föstudagur 14. apríl 1972. 17 D □AG | D KVÖLD | Q DAG | D KVÖLD | Q □AG g Sjónvarp, kl. 20.30: VAKA Þátturinn Vaka, dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund, er eitt efnið á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Að þessu sinni sjá um þáttinn Njörður P. Njarðvik, Björn Th. Björnsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Björn tekur til umræðu merki þjóðhátiðarn., sem opinberuð verða i dag, sýnir merkin og ræð- ir við teiknarana Gisla B. Björns- son og Kjartan Guðmundsson. Njörður P. Njarðvik kynnir nýja bók Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar, sem heitir Hreiðrið, og Sigurður Sverrir Pálsson kynnir kvikmyndirnar Mach og frönsku myndina Slátrarinn. Mach verðurtekin til sýningar i Nýja biói á næstunni, og Slátrar- inn verður sýnd á almennum sýningum i Háskólabiói. —EA SJÚNVARP • Föstudagur 14.apríl. 20.00 h’réttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Vaka Dagskrá um bók- menntir og iistir á liðandi stund. Umsjónarmenn Njörður P. Njarðvik, Vigdis Finnboga- dóttir, Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigurojörnsson. 21.10 Adam Strange: Skýrsla nr. 1021 Draumsýn Þýðandi Krist- mann Eiðsson.æ 22.00 Erlend málefni Umsjónar- maður Jón H. Magnússon. 22.30 Dagskrárlok IÍTVARP # FÖSTUDAGUR 14. apríl. 14.15 Létt lög. 15.30 Miðdegistónleikar: Rúss- nesk tónlist. 16.15 Véðurfregnir. Þáttur um uppeldismál (endurtekinn) Tryggvi Þorsteinsson skóla- stjóri á Akureyri talar um útilif og skólastarf. 16.30 Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Leyndarmálið í skóginum” eftir Patriciu St. John. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Mál til nieðferðar. Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 19.55 Kvöldvaka bændavikunnar, gerð á vegum Búnaðarsam- bands Austur-Skaftfellinga og hljóðrituð á Höfn i Hornafirði. Frásöguþætti flytja Aðalheiður Geirsdóttir, Halldóra Hjalta- dóttir, Rafn Eiriksson og Sævar Kristinn Jónssson. Þorsteinn Jóhannsson bóndi á Svinafelli flytur frumort ljóð. Fluttur kafli úr leikrítinu „Fastur i istaðinu” eftir Hjalta Jónsson i Hólum undir stjórn Hreins Eiriksssonar. Kirkjukór Bjarnanessóknar og karla- kvartett syngja, einnig syngja Ásgeir Gunnarsson og Skafti Pétursson einsöng og tvisöng. Umsjón og kynningar hafa Egill Jónsson ráðunautur og Þor- steinn Geirsson á Reyðará með höndum. Lokaorð flytur Ásgeir Bjarnason alþm., form. Búnaðarfélags Islands. 21.30 Útvarpssagan: „Hinumegin við heiminn” eftir Guðmund L. Friðfinnsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Endurminningar Bertrands Russells. 22.35 Kvöldhljómleikar: Frá tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar islands i Háskólabiói kvöldið áður. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Dómnefnd þjóðhátiðarnefndar hafðiyfir 200 tiliögur til að fjalla um Á myndinni eru þeir Indriði G. Þorsteinsson, frkvstj. þjóðhátfðar nefndar, og Hannes Friðsteinsson, með tillögurnar. Uin hverja helgi gefur að lita i öllum dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, yfirlit yfir dagskrá næstu viku. Menn annaðhvort hnussa fyrirlitlega yfir dag- skránni cða þá kinka kolli ánægjulega, aldrei er hægt að gera öllum til hæfis. En þaö væri nú nokkuð fróðlegt að vita, á hvað fólk mest hlustar, en það er nokkuö, sem tekur sinn tima. Við brugðum okkur þó niður i útvarp og hittum þar að máli eina af starfskonum stofnunarinnar og báðum hana að renna augum yfir dagskrána og segja okkur, hvað hún hygðist hlusta á í útvarpinu næstu viku. Starfskona sú heitir Ingibjörg Árnadóttir og er dyravörður Rikisútvarpsins. Ingibjörg hefur starfað við dyravörzluna i næst- um 29 ár, eða frá þvi i april 1924. Starfstimi hennar er frá 8.15-5 alla virka daga, en hún hefur við hlið sér hátalara, þar sem hún getur hlustað á útvarpið. Og hún ætlar að hlusta á: „Morguntónleikana á sunnu- daginn alveg hiklaust. Ég er nefnilega gifurlega mikið fyrir músik, þó ekki þessa nýjustu, maður er nefnilega að verða svo gamall! En þessi sigilda, hún er góð. Erindið um sjó og sjávar- nytjar ætla ég að hlusta á, þetta eru góð erindi. Ef við litum svo á mánudaginn, þá er nú fyrst að nefna morgunútvarpið, það hlusta ég alltaf á, það er gott, mjög gott. Kl. 20.30 er erindi um starfsemi hjartarannsóknar- deildar Landspitalans og á eftir þvi tónlistarhátiðin i Dubrovnik, ég verð að hlusta á það. Svo eru nú þessar framhalds- sögur og siðdegissögur, æ ég hef ekki nokkra þolinmæði i þess háttar. En hér sé ég þáttinn Hljómplötusifnið, hann hlusta ég alltaf á. En litum á þriðjudag, jú, þar gefur fyrst að lita hana Dagrúnu Kristjánsdóttur. Ég hlusta yfir- leitt á þættina hennar, og mér lik- ar mjög vel við hana. Hún er sko ekkert að klipa neitt af hlutunum, segir bara það sem henni finnst. Og ég sé ekkert fleira athyglis- vert þann daginn, en á miðviku- dag er þáttur kl. 13.15: Til þess eru vitin. Ég býst við þvi að hlusta á hann. Annað er ekki at- hyglisvert heldur á miðvikudag, ja, nema þá rauösokkurnar, þær hef ég alltaf hlustað á, og finnst mér sumt af þessu, sem þær segja, ágætt, en svo aftur annað fyrir neðan allar hellur. Á sumardaginn fyrsta er fyrst að nefna morgunútvarpið og svo samsöng finnska stúdentakórsins kl. 20.40. Einnig vil ég hlusta á þáttinn Góð eru grösin kl. 21.25. Á föstudag er einhver þáttur um uppeldismál, almáttugur, ég á ekkert til að ala upp, ekki einu sinni páfagauk! A kvöldvökuna ætla ég að hlusta, og endilega hann Steinþór Þórðarson, það er gaman að karlinum, og svo er það Þetta vil ég heyra. Á laugardag er þátturinn Við- sjá, mjög góður þáttur sá, og einnig „Dagskrárstjóri i eina klukkustund”. En svo er þarna þátturinn um áfengismál, æ nei. Það eru allir hrópandi á peninga, og allir peningalausir, hvort sem það eru einstaklingar eða rikis stjórn. Og þetta er allt sem ég vil heyra.” — Hvað finnst þér annars um dagskrána? — „Hún er mjög góð og hefur ald- rei verið betri. Það er reynt að gera öllum til hæfis. Og það er al- veg áreiðanlegt að ég tek ekki sjónvarpið fram yfir útvarið. —EA S- ★ s- X s- * s- X s- ♦ s- * s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- ★ s- * s- X ♦ s- X s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X s- X s- X s- X s- X 4- X X X X X s- f f- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X •S- X s- X s- X s- X s> X s- X s- f4 m .£» r 'n u jÉ Spáin gildir fyrir laugardaginn 15. apríl. Hrúturinn, 21. marz—20. april.Allgóður dagur, en þó geta lengri ferðalög haft nokkra erfiðleika i för með sér. Skemmri ferðir geta reynzt mjög ánægjulegar. Nautið, 21. april—21. mai. Það verða að öllum likindum fyrst og fremst þinir nánustu, sem setja svip sinn á daginn og að öllum likindum á mjög svo jákvæðan hátt. Tvíburarnir,22. mai—21. júni. Það bendir allt til þess að það verði gerðar til þin miklar kröfur á næstunni, og þú verðir að hafa þig allan við til að verða við þeim. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það bendir allt til þess að þú verðir i athafnaskapi og afkastir miklu i dag. Eitthvert ferðalag eða mannfagn- aður virðist á næsta leiti. Ljónið,24. júli—23. ágúst. Svo getur farið að þig hendi einhver skyssa vegna annrikis og fljót- færni, sem getur haft nokkrar afleiðingar og þá helzt i peningamálum. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú kemst varla hjá þvi öllu lengur að taka afstöðu i viðkvæmu máli, sem snertir einkum þina nánustu, en sýndu þar ýtrustu varfærni. Vogin, 24. sept,—23. okt. Þetta verður sennilega annrikisdagur, en um leið einkar skemmtilegur. Stendur það að öllum likindum annaðhvort i sambandi við ferðalag eða mannfagnað. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þú hefur að þvi er virðistalla ástæðu til að vera ánægður með gang málanna að undanförnu, en það er eins og þér finnist nokkuð á skorta. Bogamaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þér tekzt að koma ár þinni sérlega vel fyrir borð i dag, ef til vill fyrir góða aðstoð einhverra kunningja þinna. Notadrjúgur dagur dagur i heild. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Segðu ekki hug þinn allan i dag og hugsaðu þvi meira og hlýddu á samtöl og fylgstu með þvi, sem er að gerast i kring um þig þessa stundina. Vatnsberinn,21. jan,—19. febr. Þetta getur orðið mjög skemmtilegur dagur, einkum þegar á liður. Farðu gætilega ef þú ert á ferðalagi og reiknaðu með öllu. Fiskarnir,20. febr,—20. marz. Þetta getur orðið mjög notadrjúgur dagur og ættirðu að taka hann snemma. Ferðalög geta reynst einkar ánægju- leg, bæði lengri og skemmri. ¥ -k <t * -íj -k -K ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ v ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ■tr ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ -ít ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.