Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 9
VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. 9 VOR - svolitlar vangaveltur í tilefni dagsins Eins gott að hjóltíkin sé í lagi, nú þegar tlmi ferðalaganna gengur í garð. Þessir strákar eru Ilafnfirðingar og sögðust heita Ullur og llannes. Það eru farnar að sjást stelpur i bænum! Inni á Mokka—kaffi sátu nokkrir spekú- lantar i fyrradag og veltu fyrir sér tilverunni. Flettu dagblöðum, og gagnrýndu þau sumir hart. Og i tilefni af þvi að blaðamaður sat á meðal þessara lifsspekúlanta, sem sumir voru málarar, og kannski einn eða tveir blekiðju- menn, þá fannst þeim tilvalið að yfirheyra undirritaðan um starf hans. — Þið skrifið aldrei um það sem máli skiptir. Þið skrifið aldrei um hlutina sem gerast allt i kringum okkur. Farðu út núna, andaðu að þér vorloftinu og skrifaðu svo grein um það! Ef þú getur það, þá skal ég næst bjóða þér upp á einn sterkan hér á Mokka. Og af þvi að sterkur á Mokka er góður drykkur, varð ég við áskoruninni. Bezt að byrja á þessum lifsspekúlöntum sem um daginn voru að þenja sig á Mokka: Þeir eru farnir að losa um hálsmálið og nenna ekki alltaf að greiða skeggið, eins og þeir gerðu flestir í vetur. Þeir eru löngum stundum utandyra og láta vorvindana, vorregnið, skola af sér vetrarrykið. Og þeir eru orðnir hálfu kvensamari en oft áður. Hefur meira að segja frétzt af ævintýri i örfirisey. Vormenn fötum fækkað. Segir ekki frekar af þessu vorfólki, nema hvað slangur af þvi lá i þrjá daga á eftir með fjörutíu stiga hita, og hefur aftur dregið fram vetrar- frakkann og trefilinn a.m.k. i bili. Óstaðfestar fregnir Svona getur vorið siazt inn i komið— eða ekki fyrr en júni er liðinn og sólin er örugglega farin að skina hátt yfir höfðum manna. Stelpur i bænum! Vel á minnzt. Þeir voru eitt- hvað á Mokka að tala um stelpurnar i bænum. Og það er staðreynd sem hægt er að reiða sig á, að þegar almanakið og tizkublöðin útlendu boða vor, þá tekur kvenþjóðin við sér. Flykkistútá götur i miðbænum og skálmar hnarreist um gangstéttir og torg og gýtur kannski dulræðum augum undan stórum, dökkum sól- gleraugum (þrátt fyrir rigninguna) i búðarglugga. Gamalreyndir stelpuskoðarar i Reykjavik segja, að fegurð kvenna fari svo til algjörlega eftir veðri. Þegar sól skin, segja þeir, þá blómstrar hver stelpa og getur fyrirhafnarlitið látið karlkyns slæpinga, sem eru að stelast út úr bankanum eða skrifstofunni, fá hálsrig af góninu. Garpar syntu i sjó Það er vissulega misjafnt hvernig vorkoman fer i mann- fólkið. Sumir eru byrjaðir i marzmánuði að skipuleggja sumarleyfið. Panta sér kannski þá ferð til Mæjorku eða ttaliu og vinna siðan innandyra frá morgni til kvölds langt fram á sumar, bara til að geta skotizt i viku eða hálfan mánuð suður að Miðjarðarhafi að liggja þar i heitari sól en hér þekkist. við i honum til lengdar, og þeir eru svo fáir dagarnir yfir- blásumarið, sem hægt er að flatmaga við strönd eða á vatns- bakka. Samt leggja menn sig fram um að vera mannalegir og hafa ævinlega þá trú á föður- landinu, að þar sé ekki siður hægt að stunda sólböð en hjá Frankó. Til dæmis fóru tveir ungir menn i fyrravor (annar þeirra var undirritaður) akandi út á Álftanes. Sól skein glatt og hátt á himni. Ekki skýhnoðri hvert sem litið var. Við ákváðum að hrista af okkur vetrardrungann, gera vorhreingerningu á sálinni og anda að okkur sjávarlyktinni. Sannarlega vorum við upp- veðraðir yfir vorkomunni — enda komið fram i mai. Við fórum yzt á Alftanesið. Það var ekki mjög kalt þar i fjörunni, og við ákváðum eftir nokkrar vangaveltur að snara okkur úr skyrtunum. Stóðum svo og létum goluna leika um okkur. Við bárum okkur mannalega, jafnvel þótt gæsa- húð sprytti út, og eiginlega væri illmögulegt að halda lengi kyrru fyrir. En einhvern veginn fannst okkur að við værum þvilik karl- menni, að „smágola skipti okkur engu”. Við fórum lika úr buxunum. Góndum svolitla stund frán- eygir út á hafið og veltum þvi fyrir okkur hvort aldrei hefði verið synt yfir flóann og upp á Snæfellsnes. Svo sperrtum við fram brjóstkassann, og kannski læddist sú hugsun að, að ef ein- hver kvenpersóna ætti nú leið um fjöruna og sæi okkur þarna i Adamsklæðum, þá myndi hún sjálfsagt falla i yfirlið af hrifningu. Svo óðum við út I Atlantshafið. Vöruðumst að lita hvor á annan, ef ske kynni að hinn sæi þá hve hart var bitið á jaxlinn — og svo skellti maður sér bara i jökulkaldar öldur úthafsins. Eftir svo sem hálfrar minútu svaml i 100 cm djúpu vatni (eiginlega ekki svaml, heldur sund upp á lif og dauða) var tekin ákvörðun um að halda til lands. Við vorum ekki beint hnarreistir þegar við stóðum aftur i fjörunni. Og hafi manni fyrir „sundið” dottið stelpa I hug, þá var maður eftir það búinn að gleyma að þess háttar verur væru til á íslandi. Við tindum á okkur leppana, fórum i lopapeysur, settum upp sólgleraugu og keyrðum beint heim. Þetta strákager var að kútveltast á leikvelli við Viðistaöaskólann I Hafnarfiröi i gær. Það voru friminútur og þeir kunnu sannarlega að meta góða veörið og leikvöllinn, sem var tilbúinn handa þeim frá nátturunnar hendi. Stór, gróinn bolli I hrauninu. nokkrir tóku sig til þegar sólin skein og var svo heit á hörundinu, svona gegnum gler, að þeir fóru nokkrir saman með vinstúlkum og fengu sér hvitvin. Svo var haldið með vin I körfuog kjúklingalæri i höndum út i örfirsey. Þegar ganga tók á hvitvinið, gleymdist hvað það var i raun og veru andskoti kalt úti, og raunar var fólkinu svo heitt, að sumir héldu að þeir væru skógarpúkar frekar en kulvísar manneskjur. Var þvi blóðrásina og komið hart niður á kerfinu. Annars held ég að allir „skógarpúkarnir” hafi jafnað sig þegar þessar linur eru skrifaðar, og eru eflaust farnir að hugsa til annarrar skógar- ferðar með kjúklinga og hvitvin út i örfirisey. Fregnir af vorkomu hljóta reyndar að vera næsta ðáreiðanlegar hér á Islandi, og varla þorir nokkur maður að segja upphátt: Nú er vorið Sumir kunna að meta grösin grænu hér á fósturjörðinni og vilja heldur aka nokkra kilómetra búnir tjaldi og vindsængum. Flatmaga siðan i faðmi náttúrunnar við heiðar- vatn eða stunda fjallgöngur til að halda blóðrásinni i lagi. Það er verstur fjárinn, að hér norður við yzta haf er sjaldan hægt að striplast verulega utan dyra. Sjórinn er svo jökulkaldur allan ársins hring, að venju- legur pappirsbúkur þolir ekki Akfært um vegi En það er óþarfi að fá vorið svo gersamlega út i blóðið að það valdi manni heilsutjóni. Það dugirsvo sem alveg til ærlegrar vorhreingerningar á sálinni að fara út fyrir dyr, fá sér göngu ferð eða jafnvel aka aðeins út fyrir borgarskarkalann og venja fæturnar við eitthvað annað en malbik. Þei sögðu hjá Vegagerðinni i gær, að það væri útlit fyrir að vorið myndi hægt og hægt siast inn á okkur. „Engar leysingar”, sögðu þeir, „vegna þess að veturinn hefur verið svo mildur, að varla er nokkurs staðar klaki i jörð. Það eru allir vegir færir á landinu, nema stöku heiðar- vegur. Það má kannski nefna Dynjandiheiði og Þorska- fjarðarheiðina. Vegirnir yfir þær eru ófærir, og svo Möðru- dalsöræfi og vegur um Austur—Barðaströnd. Allt annað er fært og i góðu lagi. Ætli við opnum ekki þessa sumar- vegi, t.d. veginn ýfir Gjábakka- hraun. Það er ekki til neins að biða með að opna þetta úr þvi mai er kominn”. Og þá vitum við það. Það er komið vor. En vitanlega segjum við það með hálfum huga eins og ævinlega. Það er svo sem hugsanlegt að það geri smáhret. Jafnvel að snjói eitt- hvað svolitið. En vonandi verður það ekki og sennilega skrifa þeir bara undir þetta hjá okkur, veðurguðirnir. 1 trausti þess óskum við lesendum gleðilegs sumars. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.