Vísir - 16.05.1972, Síða 2

Vísir - 16.05.1972, Síða 2
2 VÍSIR. Þriðjudagur. 16. mai. 1972 vísissm-- Hlustuðuð þér á eldhús- dagsumræðurnar í út- varpinu? y Klisabcl Brynjúlfsdótiir, hús- móðir: Nei, það gerði ég ekki. Haíði engan áhuga á þvi. Eg er á móti þvi. Hata svona umræður. Iluskuldur Stel'ánsson, rafvirki: Nei. fcg gerði það nú ekki. Ég hef nú l'ylgzt með svona umræðum, en aö öðru leyti hef ég mjög takmarkaðan áhuga fyrir þeim. Sigurður Jóliannsson. starfs- niaður i Aliurðarverksm.: Já. Að nokkru leyti. Hafði nú ekkert sér- staklega gaman að hlusta á umræðurnar. Þetta er alltaf sama þvælan. Ilulda llaraldsdóttir, skrifstofu- stúlka: Nei. Ekki i þetta sinn. Ég er ekkerl mjög spennt fyrir þessu. Bergþóra Skarphéðinsdóttir, liús- nióðir: Nei það gerði ég ekki. Ég var ekkert spennt fyrir þvi, hafði engan áhuga. ,»rir Bjarnason, verkamaður ei þvi miður gat ég ekki í eð þeimaðþessusinni. Ég h... . fullan áhuga fyrir þvi. y Burtu með smóborgarana! — í hippa-bœnum í Kristjaníu við Kaupmannahöfn búa 700 ungmenni í áhyggjuleysi og rólegheitum. Vísismaður var á hippaslóðum í síðustu viku Þeir búast við innrás i Kaupmannahöfn i sumar. Innrás? Já — innrásinni sem vofði yfir i fyrra, en aldrei varð af. Þá dembdist hún yfir Amsterdam, en Kaupmannahöfn slapp — nú beinist áhugi hippa aftur að Kaupmannahöfn, þeim fannst borgaryfirvöld i Amsterdam ekki nægi- lega hliðholl sér í fyrra og lögreglan leiðinleg. Yfirvöld Kaupmannahafnar eru svo sem ekkert mjög ugg- andi: Við látum dótið bara vera niðri i Kristjánshöfn, þar eru þegar 700 hippar búandi og una sér vel. Útlendingarnir geta far- ið þangað lika. Hipparnir 700, sem nú eru i Kristjánshöfn, eða Kristjaniu, eru hins vegar ekki eins gest- risnir og borgaryfirvöld. Þeir segja, að 700 sé nákvæmlega hæfileg tala og að hverfið, sem þeir byggja, geti hreinlega ekki tekið við fleiri hippum. Vissu- lega samrýmist þessi ógestrisni Kristjaniubúa ekki beinlinis ástar- og friðarkenningu hipp- anna, en það er eins og þeir séu ófærir um að losa hugsanagang sinn úr viðjum þeirra smá- borgaralegu hugmynda, sem þeir ólust upp við. Við eigum heima hér, segja þeir, og horfa hatursaugum á hvern þann borgaralega klæddan mann, sem heimsækír Kristjániu. ,,Ég á heima hér — snáfaðu burt!” Visismaður átti leið um Kaup- mannahöfn i siðustu viku np Daginn langan sat hann þessi og dundaði eitthvað með blýant. . . hvildi sig eitthvað annað slagiö og levgði þá úr sér á grasflötinni. . . . Ljósm.ÞJM. kom þá við i Kristjaniu úti undir Amagereyju, þar sem hippar hafa haslað sér völl. Þetta svæði, sem unga fólkið býr á, var áður vettvangur danska hersins, herskálar eru þar margir, jafnvel stór, hlaðin fjöl- býlishús, viðáttumikil verk- stæði, sem auð standa, og skúrar ýmsir. Fyrir um ári tóku hippar i Kaupmannahöfn þetta svæði til sinna þarfa, tóku það eins konar eignarnámi, og búa þar nú án þess að borga krónu fyrir. Þeir fá lika að vera þarna i friði, að undanskildu þvi, að lögreglan á það til að rjúka inn i hverfið og gera húsleit — taka fasta menn, sem eru með eitur- lyf og annað slikt. Það var á föstudaginn var, er ég gekk um Kristjaniu. Það var sólskin og heitt, og þvi margt um manninn úti við, úti á gang- stigum, á grasbölum og i húsa- sundum. Af einhverjum ástæðum hafði ég áður imyndað mér, að hippar hlytu að vera gestrisið fólk, létu sig fornaldarhugmyndir um eignarrétt engu skipta og hefðu ekki miklar áhyggjur af klæða- burði. Kannski er þetta lika rétt — nema hvað þessir hippar, sem á vegi minum urðu, höfðu afskaplega miklar áhyggjur af klæðaburði minum og hár- greiðslu. Islendingur, sem þarna hefur verið, sagði mér lika, að ef hár manna væri ekki sitt og ógreitt, væru „snyrtimenni”, „borgara- svinin”, hreinlega „fryst” út úr hverfinu. Þótt Kristjania teygi sig ekki yfir mjög stórt svæði, þá er húsakostur þar sæmilegur — var góður, en hefur mjög drabb- azt niður. Eru þarna fáeinar ibúðablokkir, auk margs konar skúra. Búa hippin þarna i „eig- in” ibúðum — stundum ekki nema einn maður i stórum skúr, þriggja herbergja ibúð eða öðru hliðstæðu. Mér brá svolítið i brún — er ég gekk um í minum „borgaralegu” skóm og buxum þarna og mætti hinum „frjáls- legu” hippum. Þeir horfðu á undirritaðan óvinsamlega, og er ég gægðist inn i húsakynni, var æpt af heift: Hér á ég heima, snáfaðu burt! íslenzk „nýlenda” í einni blokkinni búa á annarri hæð einir fjórir eða fimm Is- lendingar. Ég gekk þangað upp og las nöfn, snyrtilega rituð á nafnspjald við dyrnar. Þar búa þau Solla, Gunni, Palli og Guð- .mundur einbúi, en þvi miður var enginn heima, allir Ibúarnir LESENDUR HAFA ORÐIÐ Enn beðið svars... „Nýlega birtist hér i dálkunum grein eftir formann Barnaverndarnefndar, og var hún svar við annarri grein i Visi, þar sem sagt var frá konu, sem þurfti að koma börnum sinum i fóstur, meðan hún fór i sjúkrahús. Sagði formaðurinn i grein sinni, að umrætt atvik hafi aldrei komið til afgreiðslu hjá nefndinni og væri þetta þvi hreinn uppspuni. En segjum nú svo, að þetta atvik með konuna hafi i rauninni aldrei átt sér stað, heldur verið sett á svið til þess að sannprófa, hvort 'fndin hefði þann hátt á að -a aldrei neinum fyrir- um hvernig sem þær væru, ort hún svaraði aðeins þvi, sem væri i engu óþægilegt fyrir hana. Og einmitt þarna kom svarið fljótt, og jafnframt var það á formanninum að skilja, að þar með væri að fullu svarað öllum ádeilum á Barnaverndarnefnd, eins og hver heilvita maður hlyti að sjá. En svona auðvelt er það nú alls ekki, þvi að enn þá er eftir að svara mörgu, og vil ég þar benda á spurningar minar i þessum dálkum þann 13. april og spurningum móður þann 25/2. Ég skil vel, að menn geti verið önn- um kafnir við störf sin og þess vegna geti dregist að svara svona smávægilegum spurníngum, og einmitt þess vegna hefi ég beðið rólegur enn þá. En ég vil endur- taka það, sem ég sagði i fyrri grein minni, að Barnaverndar- nefnd verður að svara og jafnvel lika þeim spurningum, sem eru dálítið óþægilegar”. Þjóðfélagsþegn. • • „Oskraðu meðan ég finn aumingjann" Kona hringdi: „Ja.éggetnú ekkiorða bundizt og verð að koma á framfæri at- viki, sem kom fyrir mig á föstu- daginn þann 12. sfðastliðinn. Ég var stödd niðri i Trygginga- stofnun rikisins, og var það fyrsti dagurinn, sem úthlutað var ör- orkubótum. Það var óskaplega mikið að gera, enda fyrsti dagurinn. Ein af afgreiðslu- stúlkunum kallaði upp karl- mannsnafn. en enginn svaraði. Afgreiðslustýlkan vikur sér þá að starfssystursinni og segir: „Viltu. öskra þetta nafn fyrir mig, á meðan ég finn aumingjann”. Atti hún þá við karlmanninn, sem hún hafði verið að kalla á. Þetta heyrðu fleiri en ég, og eins og gefur að skilja varð fólk mjög undrandi. En mig langar að spyrja: Eru ekki gerðar nokkrar kröfur til þessara afgreiðslu- stúlkna niðri i Tryggingastofnun? Er ekki fyrsta skilyrði, að þær kunni almenna kurteisi? Svona afgreiðslu getur ekki nokkur stofnun verið þekkt fyrir að bjóða upp á, og ég vona bara, að þessi stúlka lesi þetta og hagi sér betur i framtiðinni.” Kotbúar í kúlnahríð Örn Ásmundsson skrifar: „Ég get ekki orða bundizt út af skotæfingasvæðinu hjá Skotfélagi Reykjavikur, svo mikið blöskraði mér, þegar ég og félagi minn ætluðum að hefja skotæfingu með þungum rifflum þarna upp frá við Grafarholtið. Skotbakkar eru engir, en búið að snúa skotbraut i norðaustur frá skúrnum, sem hentar vel eða hitt þó heldur. I þeirri stefnu voru menn að bera á tún, sem tilheyrir koti þarna skammt frá. Þyrfti litið út af að bera til að þeir fengju skæðadrifu af blýi yfir sig. 1 fyrra voru það golfmenn, sem voru i stórhættu, nú kotkarlarnir. Glerbrot, sundurskotnar dósir, spýtnabrak og sitthvað fleira var þarna að sjá á vellinum. öll mál þarna virðast i mesta ólestri. Manni verður spurn, hvort ekki sé einhver framtakssamur náungi hér i borginni, sem getur komið upp almennilegum skotbakka, þar sem menn geta reynt með sér án þess að klikuskapur sé neins- staðar hafður i frammi. Siðan Leó Schmidt hvarf af landi brott, hef- ur enginn hugsaö um skotsvæðið i Grafarholti, og niðist það niður ár frá ári. Skotfélagsmenn eru værukærir fyrir svæðinu, og margir þeirra ættu ekki skilið að hafa byssuleyfi fyrr en þeir hafa sýnt i verki, að þeir séu leyfanna verðir. —”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.