Vísir - 16.05.1972, Síða 7
VÍSIR. Þriðjudagur. 16. mai. 1972
7
cTVIenningarmál
Ekki hlessa ó tíðinni
fyrir leikstjórann, Mariu
Kristjánsdóttur enda veigamesta
verkefni hennar til þessa að ég
hygg.
gætt að væma ekki kúnstner
Hansen né gera hann úr hófi
spekingslegan, furðu snaggara-
legan karl i meðförum Júliusar
Oddssonar.
Leikfélag Akureyrar:
STROMPLEIKURINN
eftir Halldór Laxness
Leikmynd og búningar: Iván
Török
Tónlist: Erlingur Ingvarsson
Hörður Askelsson og Guðmundur
Bárðarson
Leikstjóri: Marla
Kristjánsdóttir.
Að tíu árum liðnum
leggur maöur leið sina til
Akureyrar til að rifja upp
Strompleikinn að nýju. Og
hvað hefst nú upp úr þvi?
Það hefst upp úr því að sjá
loks reynda nýja aðferð að
leikritum Halldórs Laxness
— aðferð sem er í sjá Ifri sér
líkleg að leiða til lifvænna
sýninga. Og jafnframt er
að henni blessuð tilbreytni
eftir allan undanfarinn
afmælis-hátiðleik.
Fyrirfram væri þaö ætlandi
að sami háttur hentaði leik
ritúm Halldórs Laxness og i
seinni tið hefur gefizt vel við leik-
gerðir eftir skáldsögum hans: að
leggja allt kapp á raunsæislegan
efniskjarna málfars og
mannlýsinga, leitast við að gæða
leikina efnisfestu og innra sam-
hengi alþýðlegs raunsæis i þeirra
stilfærðu, öfgafengnu sniðum Það
leikrit Halldórs sem langbezt
hefur lánazt á sviðinu til þessa,
Dúfnaveizlan, naut einmitt
þvilikra mannlýsinga i sjónar-
miðju leiksins, hlutverkum
pressarah jónanna.
Þvi miður man ég ekki sýningu
Þjóðleikhússins á Strompleiknum
fyrir tiu árum nógu vel til að gera
grein fyrir henni i einstökum
atriðum. En hræddur er ég um að
þessi háttur leiks hafi ekki lánazt
þá fremur en á Prjónastofunni
Sólinni siðar meir. Og margur
maðurinn mun hafa snúið heim af
sýningunni aldeildis hlessa á
tiðinni: þá upphófst sá siður, sem
siðan hefur loðað við, að geta
tákngátur i leikritum Halldórs
Laxness, sjálfum honum til hins
mesta ama. „Það er ekki ætlazt
til að maður komi i leikhúsið með
logaritmatöflur upp á vasann til
að fá botn i það sem gerist á
sviöinu,” sagði hann siðast i
Skeggræðum þeirra Matthiasar
Johannessens i vor.
Blöff eða ekta?
Maria Kristjánsdóttir leikstjóri
velur allt áðra aðferð aðStromp-
leiknum á Akureyri, aðferð sem
einmitt kemur mætavel heim við
þá áherzlu sem Halldór kveðst
leggja á „sjálfan sjónleikinn” i
leikverkum sinum.
Nú er engum blöðum um það að
fletta að i Strompleiknum er
æðimiklum raunsæisleifum
fyrir að fara i einstökum mann-
lýsingum leiksins, og þar eru
gleggst tengsl . i hinum seinni
leikritum Halldórs við þjóð-
félagslegt efni og ádeilu Silfur-
túnglsins og þar á undan
Atómstöðvarinnar. „Þó heimur-
inn sé blöff þá eru kjaftshöggin
ekta,” segir i Strompleiknum.
Gallínn á þessu máli er sá að ekki
getur heitið aö neinum sé ærlegt
kjaftshögg greitt i leiknum, svo
einfaldað og stilfært sem
samtíðarefnið er þar orðið, en
áhorfandinn fær hins vegar ekki
varizt sterkum grun um að anda-
spekin i leiknum, zen-ex-machina
i leikslokin, sé — bara blöff.
Um þessi efni er ekki mikið
skeytt i meðförum Leikfélags
Akureyrar, og svo mikið er vist
að ekki þarf á neinum lógaritma-
reikningi að halda til að ráða i
merkingu leiksins. Hún er
einvörðungu fólgin i þeirri
skemmtun, hugljómun sem af
leiknum stafar jafnharðan sem
hann ber fyrir á fjölunum,
stilfærður allt að hreinum og
beinum farsa i likingu við farsa-
leiki Dario Fo. Þessi stilstefna
mótar allan ytri umbúnað
leiksins, gervi og förðun leikenda,
hina einföldu leikmynd Iváns
Török, og minnsta kosti sum hlut-
verkin alfarið, svo sem eins og
innflytjandann og útflytjandann.
Með þessum hætti fæst lika heil
Jóhann ögmundsson sem saungprófessorinn og Guölaug Hermanns-
dóttir I hlutverki Ljónu I pakkhúsinu hjá Fiskhausi og Kó. ^
brú i þá félaga sem torvelt kynni
að reynast með öðrum hætti. Hitt
má vera að önnur tiltæki leik-
stjórans þyki i hótfyndnara lagi,
t.a.m. aðláta þrjú „sjógörl” leika
eina og sömu Ólu vinnukonu, þótt
ekki verði heldur séð aö það spilli
neinu. En það er vitaskuld mest
álitaefni hvort þeim Ólfers-
Fólkið og farsinn
A Akureyri virðist vera lokið,
a.m.k. I.bili, þeirri tilraun sem
gerð var undanfarin tvö ár með
vísi að fastráðnum leikhóp, leik-
húsrekstur sem a.m.k. sé stefnt i
atvinnu-snið. Verkefni félagsins i
vetur eru lika færri og léttvægari
en undanfarin ár. Hitt er visast aö
En helzta álitaefni er sem fyrr
segir hvað varð úr ólfers-
mæðgum, Lamba i þungamiðju
leiksins. Væri e.t.v. vert að gangá
enn lengra i stilfærslu en hér var
gert, t.a.m. siðastnefnda hlut-
verksins? Þráinn Karlsson lýsti,
eins og textinn mælir fyrir um,
ungum vasklegum manni, og.kom
að sönnu vel fyrir i hlutverkinu.
Hópatriði úr þriðja þætti Strompleiksins hjá Leikfélagi Akureyrar.
(Ljósmyndir Páll A. Pálsson)
mæðgum, Lamba, kúnstner
Hansen verði gerð réttmæt skil
með þessum hætti og umræðu
leiksins um þaö sem ekta sé og
hvað blöff.
Og satt að segja verður ekkert
séð þvi til fyrirstöðu. Það varðar
mestu um sýningu Leikfélags
Akureyrar að furðu gaman var
að horfa á hana, hún er föst i
sniðum mótuð einfaldleik og
kátínu, sýnilega unnin með
smekkvisi og fyrirhyggju. Ekkert
virðist þvi til fyrirstöðu að með
leiknari,mikilhæfari áhöfn en hér
var til að dreifa mætti gera enn
meira úr leiknum eftir sama
hætti og hafður var á þessari
sýningu. Og maður hlýtur að
spyrja hvort efnismeira og fjöl-
skrúöugra leikverk eins og
Prjónastofan Sólin gæti ekki
einnig notið góðs af viðlika aðferð
að efninu. Þannig séð er
Strompleikurinn á Akureyri
ótviræður og umtalsverður sigur
áhugahópur félagsins njóti góðs
af starfi undanfarinna ára,
einkum skipaður ungu fólki i
þessari sýningu. Og farsasnið
leiksins virtust henta leikhópnum
vel: Aðalsteini Bergdal, Gesti
Ólafur Jónsson
skrifar um leiklist:
Einari Jónassyni, Sögu Jóns
dóttur i hlutverkum út- og inn-
flytjanda og útflytjandafrúar,
söngprófessor Jóhanns
Ógmundssonar kom sömuleiðis
réttskapaður fyrir sjónir, og
söngprófessorsynjan, Sigurveig
Jónsdóttir, var aldeilis útmetin
skopgerving. Þess var vandlega
Og þær Guölaug Hermannsdóttir,
Kristjana Jónsdóttir drógu upp
alveg skýrar útlinur þeirra
mæðgna — þótt reyndari leikkona
en Guðlaug mundi án efa megna
að fylgja hlutverki Ljónu, veiga-
mestu i leiknum, fram til meiri
hlitar. En heildarsvipur og stefna
sýningarinnar, hin lifvænlegu
vinnubrögð leikhópsins varða satt
að segja meiru en meðferð
einstakra hlutverka i þetta sinn.
Skrýtið á Akureyri
En skrýtnir eru Akureyringar.
A frumsýningu á laugardags-
kvöld var leikþús þeirra ekki
nema hálfsetið. Og það hef ég
fyrir satt að þá hafi enginn einasti
miði enn verið seldur á aðra
sýningu leiksins, kvöldiö eftir.
Undirtektir þeirra sem komu
voru að sönnu góöar. En við
slikar aðstæður hlýtur að vera
örðugt að koma á fót leikhús-
rekstri til frambúðar.
Anægjan endist aHa leið
ef forsjá er með í ferðum
í langferðina
bjóðum við m. a. eftirtalinn
búnað í flestar tegundir bifreiða:
Platínur, kveikjuhamar,
kveikjulok, Champion kerti,
háspennukefli og þéML OMmjm
loku, viftureim, pakkdóair,
pakkningar og pakkningalim,
vatnsdælu, vatnskassaþétti og
vatnskassahreinsivökva, hemla-
vökva, benzindælu, fjaðrablöð,
lím, bætur, loftdælu og lyftu,
Trico þurrkublöð, startkapla,
þurrkvökva fyrir rafkerfið, ryð-
olíu, einangrunarbönd,
hemlavökva, verkfærasett,
5 litra benzínbrúsa, þvottakúst
og farangursgnHdur.
Allt á sama Stað Laugaue9TtB-S*i2SNB
EGILL VILHJALMSSWHR