Vísir


Vísir - 16.05.1972, Qupperneq 16

Vísir - 16.05.1972, Qupperneq 16
vísm Þriðjudagur. 16. mal. 1972 Skin og skúrir þesso dagana Skin og skúrir. Þannig ætlar veðrið hér i höfuðborginni liklega að verða i dag. Eflaust sætta flestir sig við það, þar sem i dag er virkur dagur og allir viö vinnu. Á Veðurstofunni búast þeir viö mjög svipuöu veöri eins og verið hefur i morgun. Suðvestan eða sunnan átt og heldur svalt skúra- loft. En sólskiniö hefur þó ekki al- veg sagt skilið við okkur aö sinni, það mun glitta f sólina öðru hvoru á milli skýjaþykknanna. Það má einnig geta þess, rétt til þess að gera höfuöborgarbúa dá- Htiö græna. A norðan- og austan- verðu landinu veröur sennilega 8 stiga hiti, gott veður, bjart og hlýtt. Þeir hafa veriö heppnari á þeim hluta landsins að undan- förnu, en þaö er vonandi aö viö getum bliökað veöurguöina á ein- livern hátt. —EA Jeppinn valt með kornbarn innanborðs — en allir sluppu ómeiddir Jeppabifreið með manni og konu og kornabarni innanborðs valt á hiiðina á Nýbýlaveginum I Kópavogi I gærdag. ökumaðurinn hafði ekið of tæpt eftir vegar- kantinuin og missti jeppann út af og á hliöina. Sem betur fer ók maöurinn ekki hratt, og sluppu þau öll þrjú ómcidd, og bíliinn óskemmdur. Var honum ekið af staðnum, strax og búið var að koma honum aftur á réttan kjöl. — GP. Bygging skóla á TRÖLLAFOSS BRENNIVÍNSINS VIÐ DREKKUM MEIRA OG MEIRA íslendingar viröast sannarlega ekki slá slöku viö áfengisneyzluna/ þrátt fyrir miklar hækkanir á veröi brennivins. Fyrstu fjóra mánuði 1971 keyptum við af ATVR áfengi fyrir 306,6 milljónir króna. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs keyptum við áfengi fyrir 404 milljónir. Við bættum 98,4 milljónum i kassa ATVR i ár — og ef við tökum verð- hækkanirnar með i reikninginn, sem nú nema samtals um 32 prósentum og komu til haustið 1971 og i marz 1972, þá virðist magnaukning áfengisneyzl- unnar vera um 8 prósent. 011 þessi 32% háa verðhækkun var ekki komin til fyrir allt þetta fyrsta fjögurra mánaða timabil. Meðaltalshækkun fyrir mánuðina fjóra er kringum 24% — og mismunurinn, um 8%, er magnaukning. Hvort menn almennt auka áfengisneyzlu þegar guðaveigar hækka, er ekki gott að segja og kemur þarna sitthvað til, t.d. fólksfjölgun, og svo er drykkju- skapur kannski meiri fyrstu mánuði ársins en seinni hlut- ann, og óvarlegt að reikna meö einhliða aukningu áfengisneyzl- unnar — þótt óneitanlega freist- ist maður til að halda, að menn séu i góðum efnum að drekka svo mikið. ATVR gaf Visi upp fjárupp- hæðirnar sem keypt var fyrir frá 1. jan til 30. april árin 1971 og 1972, og virðist greinilegt af þeim, að markmið rikisstjórn- arinnar, þ.e. ,,að draga Ur áfengisneyzlu”, eins og það var orðað þegar brennivinið var hækkað, hefur illu heilli mis- tekizt hrapallega, en rikis- kassanum liður vitanlega ögn skár. -GG PRINSESSAN FRÁ KRÍT Hér á landi er nú staddur leik- flokkur frá sænska rikisleikhús- inu, Friteatern, sá fyrsti I nær aldarfjórðung. Leikflokkurinn mun sýna hér I Norræna húsinu verkið Goðsagan um Minotauros, en Leikfélag Reykjavikur hefur fengiö styrk frá Norræna menningarsjóönum til þess að bjóða leikflokknum hingað til lands. Höfundair verksins: Goðsagan um Minotauros, eru þær systur Frances og Martha Vestin, en hún er jafnframt leikstjóri. Þær eru sænskar og hafa vakið mikla at- hygli i heimalandi sinu, Frances fyrir bækur sinar, og Martha fyr- ir leikstjórn, en hún hefur unnið sem leikstjóri siðan hUn var 19 ára gömul. A meðal þeirra leikrita, sem hUn hefur stjórnað, eru Rómeó og JUlia, Horfðu reiður um öxl og Sem yður þóknast. Goösagan er þriðja verkefni þeirra systra, sem þær vinna saman að, en það er sett upp á hringsviði i Norræna hUsinu og er eitt af þeim verkum sem hægt er að feröast með um alla heima og geima. Goðsagan fjallar um ófreskj- una Minotauros, hetjuna Þeseif og Ariödnu fögru. Goðsaga þessi er alþekkt og i hópi kunnustu goð- sagna, sem varðveitzt hafa. Minotauros er hinn mesti óvættur og verður helzt haldið i skefjum með mannáti, en sagt var að Pasefaes drottning hefði getið hann við nauti. Sýningar á Goðsögunni verða I Norræna hUsinu dagana 15. 16. 18. 19. og 20. kl. 8.30. — EA nýs tónlistar nœsta óri Hér er Ariaðna, prinsessa frá Krit, að visa Þeseifi til vegar i völundarhúsinu. Það er Barbro Enberg, sem fer með hlutverk prinsessunnar. Tcikningar að nýju Tónlistar- skólahúsi, scm risa skal i Sigtúni, eru nú á lokastigi. Vart verður þó hafizt handa við byggingarfram- kvæmdir á þessu ári, en mjög sennilega snemma á þvi næsta. Það er Gestur Olafsson, arki- tekt, sem unnið hefur að teikn- Nýtt frímerki vegna afmœlis sveitarstjórnarlaga Eftir tæpan mánuð, þ.e. 14. jUni, sendir póststjórnin á markaðinn nvtt 16 krónu frimerki, vegna af- mælis tilskipunar um sveitastjórn á tslandi. Gisli B. Björnsson, Auglýsingastofan h.f. hannaði merkið, sem er marglitt, og sést það á myndinni, sem hér fylgir. TIISKIPUN UM SVEITASTJÚRN A ÍSIANDI ingu hússins, en hann hefur jafn- framt unnið nokkrar tillöguteikn- ingar að tónlistarsölum, ýmissa stærða, i beinu framhaldi við skólabygginguna. Jafnframt gerir hann ráð fyrir biósal I hUsinu og einskonar myndlistar- sal, sem innrétta mætti i anddyr- inu. Að þvi er Visir aflaði sér upp- lýsinga um i morgun, verður þó aðeins tekið til við skólabygging- una sjálfa i fyrsta áfanga og óráð- ið hvað siðan verður hafizt handa við. Tónlistarskóli Reykjavikur er sem stendur til hUsa i Skipholti 33 (næstu hæð fyrir ofan Tónabió), en þar er orðið allþröngt um tón- listarkennsluna og nýtt kennslu- hUsnæði brýn nauðsyn. -ÞJM GEYMDI HASS- BIRGÐIR UM ALLA BORGINA Milljón króna fíkniefnadreifing — Þrennt í gœzluvarðhald Þrjár manneskjur, tveir menn úrskurðuð I gæzluvarðhald, og ein stúlka, hafa veriö meðan rannsóknin yfir hass- ________________________ salanum stendur yfir. „FER BEINT Á GÖTUNA" Komiö er i ljós, að hér er um að ræöa umfangsmikið fiknilyfja- smygl og dreifingu og hefur lögreglan komið höndum yfir nær 3 kg af hassi og milli 50 og 100 LSD-töflur. — segir húsnœðislaus heimilisfaðir, sem verður að víkja fyrir borginni „í sjö mánuði hef ég leitaö ibúöar án árangurs og á nú fyrir höndum aö veröa borinn út á hlað með konuna og barnið," sagði ungur iönverka- maður, Sveinn Magnús- son — einn af mörgum, sem stríöir i húsnæðis- vandræðum. „Eigandi hUssins hafði selt Reykjavikurborg hUsið og átti að vera bUinn að rýma það fyrir 14. mai, og nU knýja borgaryfir- völd á. Þau neita að greiða kaupverðið, nema ég verði lát- inn rýma hUsið, og maður hefur ekkert að fara nema beint á göt- una.” sagðiSveinn, sem kom að máli við okkur i von um., að við vissum um ibUðir á lausu eða þekktum einhverja Urlausn. Hann hefur rætt við Félags- málastofnun borgarinnar og lýst raunum sinum þar, og sótt um að bUa áfram i hUsnæðinu, en.... „Við erum með fólk I stórum hópum, sem við berum ábyrgð á, og þetta er fólk, sem sannan- lega er á götunni. Það er önnur fjölskylda, sem á að flytja þarna inn,” sagði Helgi Helga- son, deildarstjóri i Félagsmála- stofnunni. „Það er fjölskylda, sem býr i hUsi, er stendur i vegi fyrir gatnagerð. Það hUs á að rifa, en framkvæmdirnar tefj- ast og vélarnar biöa, meðan fjölskyldunni er Utvegað annað hUsnæði.” Fjöldi fólks mun eiga i hUs- næðisvandræöum um þessar mundir, og þótt jafnan hafi ver- ið skortur á leiguhUsnæði á ibUðarmarkaðnum, þá mun sjaldan fyrr hafa verið jafnfátt um ibUðir, sem að losna á far- dögunum — eins og aö þessu sinni. —GP. Hass-salinn hefur viöurkennt sölu og dreifingu á efninu og skýrt frá þvi,að það hafi hann fengið sent frá Kaupmannahöfn. Visaði hann lögreglunni á birgðirnar, sem hann geymdi hér og þar I borginni. Þegar eitt gr af hassi er selt I lausasölu á kr 250 sést, að hér er um að ræða milljón króna fíkni- lyfja-dreifingu. Lögreglan í Reykjavík, svo og á Keflavikurflugvelli og i Kópa- vogi, vinna að rannsókn málsins, sem stendurenn sem hæst. -Gp.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.