Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Miðvikudagur 17. mai. 1972 visiitsm: Ilvað mynduð þér gera ef ég byði yður hassmola til sölu? Guðmundur Guðmundsson, inn- heimtumaður: Ég myndi nú ekki vilja það. Annel Þorstcinsson, borgari: Ég myndi nú bara hringja i lögregl- una og láta hirða þig. Anna llallgrimsdóttir, sendill hjá Sjóvá: Ég myndi ekki þiggja það. Ég segði þér að eiga þaö sjálfur. Stefán Aðalsteinsson, sölumaður: Ég held, að það þýddi ekki að bjóða mér slikt. Nei takk. Steinar Guðmundsson, verka maður: Ég segði já takk. ði^UlJUii oiguvataauii, u Þ.ið færi nú eftir verði. VOLVO KYNNIR TILRAUNA Tugum saman streymdu blaðamenn úr mörgum löndum til Gautaborgar í Svíþjóð síðustu vikur. Hittust þarna frétta- menn í þeim tilgangi að skoða svokallaða Tækni- miðstöð Volvo-verksmiðj- anna, ,,Volvo tekniska center", sem sænskir kalla svo. Með í þessum fjöl- menna hópi slæddust þrir blaðamenn islenzkir og virtu fyrir sér á nokkrum dögum helztu verksmiðj- ur Volvo í Svíþjóð, grand- skoðuðu Tæknimiðstöðina og fengu að skoða „öryggisbílinn" svokall- aða, sem Volvo hefur látið smíða með öryggi neyt- enda i huga. Oryggismál bilaiðnaðarins hafa viða mjög verið til um- ræðu, einkum þó i Bandarikjun- um, þar sem harður áróður hef- ur verið rekinn gegn mann- drápstækjum þeim, sem bila- framleiðendur hafa hingað til látið sitja við að framleiða. Hef- ur nú þar i landi verið sett lög- gjöf, sem til framkvæmda á að koma á næstu árum, þar sem bilaframleiðendureru skyldaðir til að hafa bila sina smiðaða út frá öryggissjónarmiði — og vél- ar þeirra þannig úr garði gerð- ar, að blikkbeljurnar hætti að menga andrúmsloft sem hingað til. Sviar framarlega A þessu sviði standa Sviar, eða sænskir framleiðendur, framarlega. Volvo-verksmiðj- urnar brugðu á það ráð að reyna af fremsta megni að verða á undan með að hefja framleiðslu betur búinna bila— og var efnt tii samstarfs með sænskum verksmiðjum, þ.e. Volvo- Scania og Saab i þessu skyni. Það, sem miklu ræður um til- raunir og framkvæmdir Volvo i Sviþjóð á þessu sviði, eru svo hagsmunir fyrirtækisins i Bandarikjunum, þvi ekki vilja sænskir tapa markaðinum þar, Tilraunabillinn frá Volvo — Iangur bíll, en fremur þyngslalegur. þótt ný og harðari löggjöf komi til sögunnar. 10 ,,öryggisbílar" Þeir Volvo-menn leiddu blaðamenn afskaplega stoltir á svip um Tæknimiðstöð sina, sem mun einhver hin-fullkomn- asta sinnar tegundar i Evrópu. Viðhafa þeir þar visindalegar athuganir á bilum sinum, at- huga áhrif hinna ýmsu utanað- komandi afla á venjulegan Volvo-bil, skrá hjá sér niður- stöður athugana og reyna siðan að betrumbæta. Mjög fáir menn vinna raunar i stofnun þessari, þvi útbúnaður er allur sjálfvirk- ur og stjórnað af tölvum. Hápunktur þessarar prófun- armiðstöðvar er svo salur einn, þar sem stendur „öryggisbill- inn”, sem verksmiðjurnar eru nýfarnar til að kynna. Ekki stendur til að fjölda- framleiöa þennan öryggisbil, hafa enda aðeins verið smiðaðir 10 slíkir. Átta þessara bila, sem eru mjög dýrir i framleiðslu, verða á næstunni eyðilagðir að meira eða minna leyti i hinum ýmsu tilraunum, en tveir verða notaðir til kynningar, annar i Mælaborð i „VESC” ( Volvo Experimental Safety Car ). Engir harðir hnúðar eða hnappar, og borðið sjálft klætt þykku gallon-efni. Sviþjóð eða Evrópu, en hinn er nú i Bandarikjunum. Búnaður sá, er þessi tilrauna- bill Volvo hefur, er margvisleg- ur umfram það sem fram- leiðslubilarnir hafa. Má þar nefna sérstaklega sterkt hús, og er billinn þar fyrir utan styrktur með þykkum stálbita, sem gengur yfir þvert þak bilsins. Þessi biti gerir það að verkum, að þótt billinn taki loftköst stór og endi á toppnum, á sjálft húsið alls ekki að skemmast, heldur fullkomlega lögun sinni. Gúmi- rönd liggur frá fremsta högg varahorni aftur með öllum bil báðum megin og aftur á horn aftur-höggvara. Sjálfir högg vararnir ganga langt aftur úr og framúr bilnum og gefa eftir, þegar ekið er á fastan flöt. Fremri höggvarinn getur geng- ið 180 mm inn i bilinn — gefur eftir, en sá aftari 90 mm. Þessi tilraunabill er og búinn ýmsum öðrum atriðum, sem ekki snerta beint öryggi far- þega— má þar nefna vél, sem fullkomlega nýtir útblásturinn, þannig að hann hefur ekki skað- leg áhrif á andrúmsloftið. Er vélin þá búin hringrásar- kerfi, sem útblástursloftið fer eftir og nýtist að nokkru leyti aftur. Samkvæmt bandariskum kröfum verða allir bilar seldir i Bandarikjunum að hafa slikan búnað eigi siðar en 1974. Næstu ár ætlar Volvo að leggja mikla áherzlu á að þaul- reyna þennan tilraunabil, auka mmm Engin refsing nógu hörð á hasssmyglara Okkur langaði rétt aðeins til þess að koma á framfæri nokkr- um orðum varðandi greinina, sem birtist i Visi i fyrradag um hass-smyglið mikla. Svona lagað finnst manni svo mikill glæpur, að refsing á svona mönnum ætti næstum að vera dauöadómur, þó að sú refsing sé reyndar ekki lögleg hér á landi. Þessirhass-smyglarar eru svo of- boðslegir glæpamenn og fremja svo óhuggulegan glæp, að ekkert straff verður of mikið á svona menn. Alveg merkilegt, að menn skuli geta lagt sig i þetta. Enda er ástandið alvarlegt. 1 birtist grein um daginn um ■ i Kaupmannahöfn, sem ..eystu sér lengur i sjúkra- vitjanir, vegna þess að glæpa- menn höfðu komið þvi til leiðar, að allt ópium var horfið úr land- inu. Margir sjúklingar þjáðust af ópiumleysi, og þegar læknarnir komu, var stundum ráðizt á þá og öll þau lyf, sem þeir báru á sér, tekin af þeim. Ætlun glæpamannanna var að láta ópium hverfa af markaðn- um, en koma i stað þess á sölu á heróini. Þeir vissu sem var, að þegar fólk væri orðið háð þvi, gætu þeir hækkað verð þess upp úr öllu valdi. Atvinna þessara manna er að gera fólk að aumingjum, og i sumum tilfellum jafnvel verra, þjóðfélagslega séð. Þjóðfélagið verður að hlaupa undir bagga og jafnvel af góðsemi einni að gefa þessu fólki eitur, til þess að lina þjáningar þess. Það er engin refsing nógu hörð á þessa smyglara. Starfsmcnn i Slippnum. Varið ykkur ó farandssölum Kona úr Iláaleitishverfi: vill brýna fyrir fólki að vera á verði fyrir biræfnum farandsöl- um. Töluvert er um það, að menn gangi i hús og bjóði vöru sina til sölu. Kona þessi segist hafa farið illa út úr viðskiptum við einn slik- an nýlega. Sá hafi boöið unghæn- ur til sölu á góðu verði að eigin sögn eða 265/- stk. Keypti konan 3 hænur, enda grunaði hana ekkert, að hér væru brögð i tafli. Hún hringdi þó til vonar og vara i kjötverzlanir i borginni eftir á og fékk þær upplýsingar, að kg af unghænu væri selt á 140 kr. Brá hún einni hænunni, sem hún hafði keypt af farandsalanum, á vigt og vó hún nákvæmlega 1 kg. Siðan sauð hún hænuna i tvo tima og lét hana liggja yfir nóttina eins og siður er um slikar kjötvörur. Bragðaðist hænan illa, var seig og greinilega komin til ára sinna. Það var þvi ekki nóg, að „ung- hænusalinn” hafi grætt allsæmi- lega á konunni heldur bauð hann einnig svikna vöru. Sem sagt, húsmæöur, hugsið ykkur tvisvar um, áður en þið kaupið vörur af farandsölum, sérstaklega ef þeir hafa „unghænur” á boðstólum. Eru aðrir nauð ungarsamningar vœntanlegir? A.G. skrifar um launakröfur lækna: „Það voru ýmsir, sem töldu Þorstein Thorarensen taka full djúpt i árinni, þegar hann reit grein um lækna i Visi ekki alls fyrir löngu. Enda var greinin skorinorð, eins og hans var von og visa. En nú er komið upp, að ekk- ert, sem Þorsteinn sagði þar, var ofmælt. Læknar hafa nú kastað grimunni og hinar gifurlegu launakröfur þeirra orðnar opin- bert mál. Þeir hafa náttúrlega fullan rétt á mannsæmandi laun- um og vel það, en fyrr má nú rota en dauðrota. Þessir menn virðast hafa lagt út i læknanám með það meginmarkmið að geta haft sem mest upp úr starfinu. Það getur vart verið mikið eftir af hugsjón þeirri, sem varð þess valdandi hér áþur fyrr, að menn fóru út i læknisfræðina. Þegar ekki er svo gengiö að öll- um þeirra kröfum, segja þeir bara upp störfum. Það á sjálfsagt að leika sama leikinn og siðast, þegar laun þeirra voru hækkuð. Þáverandi fjármálaráðherra lýsti þvi þá yfir, að um nauð- ungarsamninga væri að ræða, þvi það hefði orðið að ganga að kröf- um lækna, eða neyöarástand myndi skapast. Þótt ég sé á móti sósialisma, get ég ekki að þvi gert, að mér finnst að rikið ætti að kosta þá, sem vilja fara út i læknisnám og ákveða svo laun þeirra, að sjálf- sögðu hæfilega rifleg, að námi loknu. Þeir, sem ekki vildu una þessu gætu sjálfir kostað sitt læknisnám að öllu leyti og starfað siöan hjá stórþjóðum, sem efni hefðuá að greiða þeim milljóna- tugi á ári.” HRINGIÐ í SÍMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.