Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 6
6 V’ÍSIK. Miðvikudagur 17. mai. 1972 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. , Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsinga^tjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Sjúkt þjóðfélag Holskefla glæpa riður yfir Bandaríkin. Timaritið/ Time ræðir i þvi sambandi um „sálfræði glæp-\ anna” og telur, að þeir hafi verið gerðir ,,glæsi-\ legir” i augum þorra manna. Ofbeldið er i sifellu ( flutt inn á heimilin i sjónvarpi, þar sem hryllings-/ myndir eru taldar bezta söluvaran og þvi sýndar i) siauknum mæli. Svipuðu máli gegnir um kvik-l myndir. Það er að visu umdeilanlegt, hvernig áhrif ( sjónvarps og kvikmynda koma fram, en það er( óumdeilanlegt, að i óefni er komið. / Morð og morðtilraunir á stjórnmálamönnum tala) sinu máli. Þau vekja eðlilega meiri athygli en\ glæpaverkin, sem eru unnin gegn almennumí borgurum. Skýringa á morðunum á Kennedy-/ bærðrum var leitað i sjúkum huga einstaklinga, og) svipuðu máli gegndi um morðið á Martin Lutherj King, leiðtoga blökkumanna. Fréttir benda til, að( George Wallace hafi orðið fórnardýr sjúks manns./ En slikar skýringar eru auðvitað alls ónógar. ) Eitt morð er framið i Bandarikjunum með 33) minútna millibili að meðaltali. Aukningin hefurl verið um átta af hundraði á fyrstu mánuðum þessaU árs miðað við sömu mánuði i fyrra. Þessi þróun/ hefur staðið lengi, og mörg ár eru siðan leiðtogar) Bandarikjanna lýstu yfir neyðarástandi i þessum) efnum og John Mitchell, þáverandi dómsmálaráð-\ herra, hugðist beita öllum þunga laga og reglu gegníi vaxandi glæpaöldu, en án verulegs árangurs. / í Filadelfiu, þar sem um tvær milljónir búa, eru) framin álika mörg morð á-ári og i Englandi, Skot-\ landi og Wales samanlögðu, þar sem 54 milljónirl búa. / Morð og morðtilraunir á forystumönnum i stjórn-) málalifi eru áberandi, en á bak við þau er þjóðfélag ) öryggisleysis hins almenna borgara, þar sem ( morðin verða i fréttum ekki annað en tölur, sem eru ( lagðar saman með reglulegu millibili og siðan sagt) eitthvað á þá leið, að „fjölgun hafi orðið á) morðum.” \ Sams konar aukning hefur orðið á öðrum stór- ( glæpum. Það kann að virðast undarlegt og nánast / tylliástæða i augum íslendinga, þegar talað er um, ) að ein helzta ástæðan fyrir tregðu yngsta Kennedy- \ bróðurins, Edwards, til að gefa kost á sér i forseta- í1 kosningum sé sú, að hann óttist um lif sitt. / Það kann að virðast fráleitt, þegar talað er um, ) að það muni freista margra sjúkra sálna að halda \ um gikkinn og verða bani siðasta Kennedy- ( bróðurins. En atburðir eins og sá, sem gerðist i ( fyrradag á kosningafundi i Maryland, sýna okkur, ) að slik rök eru sannarlega gild. ) Á einum áratug hafa margir frægustu stjórn- ( málaleiðtogar Bandarikjanna fallið fyrir morð- v ingjahendi. Auk Kennedybræðra og Kings, sem allir / voru frjálslyndir, má nefna hinn róttæka svert-) ingjaforingja Malcolm X og nasistaforingjann \ Lincoln Rockwell. ( Þessi morð má vafalaust skýra með sjúku hugar- // fari einstaklinga, að minnsta kosti þrjú hin fyrst- / töldu eða „kúrekahugarfari”, sem enn rikir svo) mjög i landi villta vestursins. ( í ljósi talnanna um glæpi framda gegn borgurum ( almennt blasir við sjúkt þjóðfélag. /( Kirkjan eins og ,,l>aft er hæfti skiljanlegt og furftulegt, hvc mikil itök kirkjan hefur enn á italiu. i gegnum aldirnar hefur hún staftift, þolaft gófta páfa og glæpamenn i sæti heilags Péturs, tekift þátt i styrj- iildum og ávallt komizt nokkuft slysalaust út úr þeim, hefur staft- izt tvær heimsstyrjaldir og stend- ur enn. Ilvers vegna kaþólska kirkjan stóft, mcftan kóngsriki fcllu, er erfitt aft segja, ef til vill er þaft vegna þess, aft meft ihurfti hennar og leyndardómum höfftafti hún til maiina, sem sáu i henni spcgil- ravnd af glæsilcika, leyndardómi og náft gufts. Páfar, þrátt fyrir veraldlegt sukk, gleymdu aldrci aft liöffta til guftsrikis,- og guftsriki stóft aft eilifu, og einhvern veginn l'ylgdi kirkjan meft. Og enn hefur hún gifurlega mikil áhrif á hugsanagang flestra itala. Ilún er i æðum þeirra eins og vin og pasta, hluti af þeim. Brandarar um dýrlinga, páfa og krossfestingu. Fjöldi fólks fer reglulega til messu og skrifta, hér i Flórens mest eldra fólk, og á stórhátiðum eru kirkjur yfirfullar. A Suður- ítaliu fara ungir og gamlir reglu- lega til kirkju. Það er almennt viðurkennt, að við lifum á öld guðleysis. Hvers vegna eru Italir trúaðir? Vinir minir hér mundu hlæja að þessari spurningu og segja, að þaö væru ttalir alls ekki. En Flórensborg og Túskania yfir- leitt hefur i margar aldir verið andstæð páfa. Aðall Flórens naut Páll páfi hefui' ekki fylgt sömu braut og fyrirrennari hans. ávallt gæða þessa heims rikuleg- ar en aðalsmenn annars staðar á Itáliu, eins og stórkostleg lista- verk og hallir um alla Túskaniu bera vitni um. Þeir trúðu á annan heim, sóttu messu reglulega, en vildu frekar njóta lifsins, meðan timi var til. Þeir vildu ekkert með páfa, sem skýrist af valdagræðgi margra páfa og tilraunum þeirra til að ná undir sig hinum sjálf- stæöu borgrikjum Túskana þeirra tima. Alla tið hefur þessi krytur lifað, og páfi og kaþólsk trú runnið saman i hugum margra. Enn hafa F'lórens- og Siennebúar orð á seí fyrir guðleysi. Ég man hve undrandi ég varð, þegar ég heyrði ,,húmor” margra Flórensbúa, sem var mestmegnis ruddalegar sögur og brandarar um ýmsa dýrlinga og páfa, og fjöldi um krossfestingu Jesú. Páfi hefur ekki heimsótt Flórens i sex ár. siðan 1966 i flóðunum miklu, þegar hann kom fyrir algera nauðsyn. Börnin fari til vitis, ef menn kjósi ekki rétt. Erjurnar milli páfa og Túskan- búa hafa einnig komið fram á stjórnmálasviðinu. Pius páfi var æstur andkommúnisti og vann með öllum ráðum gegn fram- gangi sósialisma á ítaliu. Prest- í œðum ítala vín og pasta um var ráölagt aö hvetja fólk til aö kjósa kristilega demókrata, og þótt eiginmenn væru kannski kommúnistar, þá unnu prestar aö þvi að fá eiginkonurnar til að kjósa rétt, annars færu börn þeirra til vitis, sögðu þeir. Og samkvæmt þvi, sem ungur prest- ur segir mér, tiðkast þetta ennþá, þrátt fyrir andstöðu yngri og framsýnni presta. En i þessu klekktu rikir bændur og ráða- menn i Túskana á páfa með þvi að kjósa kommúnista og sósialista á þing aftur og aftur - og gera enn. Páfadómur Páls skref til baka. Með tilkomu þess góða manns, Jóhannesar XXIII., var nýju lifi blásið i kaþólsku kirkjuna. Jóhannes revndi að revta arfa hins úrelta úr kerfi kirkjunnar og lagði sérstaka áherzlu á hið mannlega hlutverk kirkjunnar. Hann reyndi einnig að hvetja til samstöðu stjórnmálaflokkanna i llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason þeim málum, þar sem um heill almennings var að ræða, og gerði tilraun til að hella oliu á öldur endalausra stjórnmálaerja um einskisverð málefni. Gagnstætt fyrirrennara sinum, Piusi, leit Jóhannes ekki á sósial- isma sem eins konar grýlu, held- ur taldi hann sig sjá sömu undir- stöðu i kristni og sósialisma. Jóhannesi vannst ekki timi til að ljúka þeim mörgu umbótum, sem hann hafði hafið. Hann lézt árið 1965, og eftirmaður hans, Páll VI., sem enn situr, reyndist ekki verðugur arftaki hans, heldur frekar skrefi til baka, þvi að kirkjan er nú enn sá dragbitur i mörgum málum, sem hún vpr fyrir daga Jóhannesar. Páfi stendur fast gegn skilnaði, meðan allir vita, að þeir, sem geta borgað kirkjunni nogu vel, fá skilnað samstundis, leikarar og söngvarar til dæmis. Og prestar,. sem reyna að fylgja hugsjónum Jóhannesar i kirkjumálum, ná sambandi við almenning, taka þátt i gleði hans og sorgum, er stefnt fyrir kirkjurétt, eins og kom fyrir prest hér nýlega. Ungur prestur, sem ég þekki vel, lætur i ljós andúð sina á kirkju- skipulagningu, formfestunni, græðgi starfsbræðra sinna,- en er sannfærður um, að kirkjan geti orðið að miklu afli til góðs,- undir páfa eins og Jóhannes var. Það er gott dæmi, að þar sem hanga myndir á heimilum, eru myndir af Jóhannesi og Jesú Kristi. % Aðalsteinn Ingúlfsson, sem er vift nám i Flórens, sendi okkur bréf um þátt kirkjunnar i lífi fólksins á italiu. „Trúi ekki á Krist, heldur heilagan Antonius. En sumir segja mér, að Italir séu alls ekki trúaðir, heldur hjátrúarfullir eða heiðnir. Það er rétt, að það nálgast nokkurs kon- ar blót, þegar Italir heita á dýr- linga sina, kveikja á kerti og biðja hálfum hljóðum um úrlausn á ýmsum málum. Og þeir heita á dýrlinga, sem standa með sælu- bros á vörum og blóð á andliti, eða örvar i búknum, málaðir eða mótaðir i leir eða plast i kirkjum um alla Italiu. Fái fólkið ekki úr- lausn, leggur það silfurskildi eða plastblóm að ölturum þeirra. Saga segir, að gömul kona lægi á banabeði, og prestur kom, en hún sagði honum að fara, hún tryði ekki á guð. ,,Þú trúir þó á Jesúm Krist", sagði presturinn. „Nei”, sagði konan. ,,A hvað trúir þú?” Konan þagði um stund og sagði svo: „Ég trúi á heilagan Antonius”, en hann er meðal annars dýrlingur ferðamanna. Ef fram færi atkvæðagreiðsla um vinsældir dýrlinga á ttaliu, held ég væri óhætt að fullyrða, að þeir vinirnir Antonius og Frans frá Assisi mundu sigra með yfirburð- um Ég var staddur i Padua um daginn, þar sem er kirkja Antoniusar, finlega byggð eins og útskorið skartgripaskrin. Það var sunnudagur, og löng röð dökk- klæddra manna og kvenna gekk hægt fram hjá marmarakistu Antoniusar. Reykelsisilmur var i lofti og þúsundir býflugna sveim- uðu milli véggjanna. Fólkið snerti kistuna varlega eins og hún væri úr postulini, og ég sá gamla konu kreppa hnefana eins og til að geyma snertinguna, njóta hennar sem lengst, og signa sig. Jafnvel trúlausir ttalir bera i beinum sér eins og merg hugsanagang þann, sem kirkjan hefur skapað, lifið sé nokkurs skonar refsing, engin náðun komi til greina, erfðasyndir sé ekki hægt að afmá, enginn umflýi ör- lög sin, og alltaf komi skúr eftir skin. Þetta hafa þeir drukkið með móðurmjólkinni. Þar sem myndir hanga á heimilum, eru myndir af Jóhannesi páfa og Kristi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.