Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 17. mai. 1972 Dumbungsveður í dag og nœstu daga Hér i ltcykjavíkinni i gær urð- um vift aft sætta okkur vift hálf- gert dumbungsveftur, skúri' en þó aftcins sólskin á milli. Þannig var veftur líka viftast livar á land- inu, gott fyrir bændurna eflaust, svo og allan gróftur, þó aft ibúar borgarinnar hafi orftift aft hlaupa á milli húsa nieft kápur efta frakka hreidda yfir höfuft i mestu skúrunum. 1 dag verftur mjög svipað veftur. Sunnanátt á öllu Suftur- landinu og skúrir. A Veöurstof- unni sögftu þeir skúrir hafa mælzt 5 millimetra i nótt. En hér verftur þó 6 stiga hiti og sólin nær von- andi aft brjótast fram úr skýjun- um öftru hvoru. Þeir á Vefturstofunni búast einnig vift sama veftri hér i Reykjavik næstu daga og verift hefur aft undanförnu. —EA HASSI ÁÐUR SMYGLAÐ í KÍLÓAVÍS? Fóru í innkaupaferðir til Hafnar. Netið um smyglhringinn þrengist Net lögreglunnar utan um f iknief nahringinn hefur þrengzt og næstu daga er þess aö vænta að málsatvik liggi Ijós fyrir, en 6 eöa 7 lögreglumenn hafa unnið að rannsókn- inni nætur og daga frá því að hassböggullinn fannst í handtösku suður í Stapa í Keflavík.— Um 20 manns hafa verið yfirheyrðir og fjögur sitja í gæzluvarð- haldi, en allt er þetta fólk um tvítugt. Greinilegt þykir, aft hluti þessa fólks hefur haft samtök um öflun fjár til þess að festa kaup á miklu magni af hassi og liggur fyrir vifturkenning á þvi, aft þaft hafi staftið aft smygli á ca 3 kg af hassi ogn ær 70 töflum af LSD. — En til þess hefur fikni- efnahringurinn vart komizt af meft minna en kr. 800 þúsund til kaupanna. Ágóftavonin af fikni- efnasölunni lætur nærri aft nema hálfri milljón króna. Það er hald lögreglunnar, aft þessi stóra sending hafi komift til landsins fyrir tólf dögum meft skipi, sem kom á Akureyri, en siftasti viftkomustaftur þess var Amsterdam. Af þessari sendingu hefur lögr. komift höndum yfir 200 gr af hassi og LSD-töflurnar,en hinu hefur annafthvort verift dreift til kaupenda eða komift fyrir i felum. Og má af þvi marka, hver eftirspurnin er á fiknilyf jamarkaftnum hér, þegar svona mikift magn selst upp á ekki lengri tima. Lögreglan telur sig ekki hafa haft hendur i hári nærri allra, sem lagt hafa fram fé til kaupa á þessari sendingu. En hún mun hafa komizt á snoðir um, aft þessi sending muni ekki vera sú eina, þar sem hassi var smyglaft til landsins i slikum mæli eða i kilóavis. Hafa ein- staklingar farift sérstakar inn- kaupaferftir utan til Kaup- mannahafnar til aft ganga frá kaupum og smygli á hassi. Dreifingin hefur verift þessum aftilum einföld, meö þvi aft flestir fikniefnaneytendur vita hverjir af öftrum, ýmist af eingin samneyti efta þá af- spurnum. Enda höfðu margir þeirra, sem aft kaupunum stóðu, eigin neyzlu og kunningja sinna i huga — og svo vonina um aft ágóftinn af sölu umframmagns stæfti straum af kostnaftinum á þeirra eigin neyzlu. Meðan lögreglan hefur ekki enn náft til allra sem hún telur vift málið riðna — og þeirra á meftal munu vera einhverjir, sem framarlega stóftu i hópnum — verst hún allra frétta af málinu. Hinsvegar hefur rannsóknin gengift þaft vel að á morgun efta næsta dag má vænta þess aft svipt verði hulunni af rannsókninni og nifturstöftum hennar. -GP. BÍLL FYRIR SEX MILLJÓNIR — stœrsti rútubíll sem fluttur hefur verið inn Stærsti fólksflutningsbilinn sem sé/.t hefur á islcnzkri grund kom til landsins i nótt. »g i morgun var honum skipaft upp úr Dettifossi. Er þetta bifreift af gerftinni Mercedes Benz og verftur i fram- tiftinni notuö á Þingvallaleið, til Grindavikur, ,,og svo til al- mennra fólksflutninga, hópferða og sliks,” sagfti eigandi bilsins, Ingvar Sigurftsson, sérleyfishafi. ,,Þeir segja aft þetta sé stærsti bilinn sem til er hér — hann tekur nær 70 manns i sæti, er búinn 265 hestafla vél og kostar á milli 5 og 6 milljónir hingaft kominn”. Sagftist Ingvar eiga fyrir sex fólksflutningabila, og hafi hann trú á aft „risabillinn” hefði i nógu aft snúast vift aft flytja ferftamenn i sumar. -GG Sungið fyrir afmœlisbarn Dr. Róbert Abraham sextugur „Þetta var himtiesk vakning sein vift feiigum i morgun — Fil- harmoniukórinn kom hér klukkan átta og söng fyrir utan liúsift og svo kom allt fólkift, 70-80 manns, hingaft inn til okkar og drakk meft okkur morgunkaffi”, sagfti frú Guftriftur Magnúsdóttir, eigin- kona dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, en dr. Róbert er afmælisbarn dagsins — hann er sextugur i dag. Visir reyndi i morgun aft hafa tal af dr. Róbert, en var einum of seinn á sér, afmælisbarnift var komift i kenuslustund i Háskólan- um, en siftdcgis i dag niun hann taka á móti gestum aö heimili Landhelgisgœzlan fœr þrjór þyrlur Klugvélakostur Landhelgis- gæzlunnar er nú óöum aö aukast og batna. Shikorsku-þyrlan stóra, sem Landhelgisgæzlan hefur fest kaup á, er væntanleg til landsins næstu daga frá Bandarikjunum, en auk hennar hefur Landhelgisgæzlan fest kaup á tveimur þyrlum til viftbótar. Eru þær allmiklu minni, efta hliftstæftar aft stærft og TF Eir, litla þyrlan sem hrapafti eigi alls fyrir löngu, en Landhelgis- gæzlan átti. „Þaö var nýlega samift um kaup á þessum tveimur, þær eru svipaftar Eir, en nokkuft full- komnari að búnafti”, sagfti Pétur Sigurðsson, er Visir ræddi við hann i morgun, „ég reikna meft aft fá þær tvær tií landsins fljót- lega, og verfta þær báftar i verk- efnum hliftstæftum þeim og Eir hafði áftur.” Munu litlu þyrlurnar verfta fluttar heim meft einni ferft. —GG Kórsöngur á gangstéttinni, dr. Róbert til heiðurs. Þaft er Martin Hunger, organisti Háteigskirkju, sem stjórnar þarna Filharmoniukórnum, sem dr. Róbert hefur raunar verift aftalstjórnandi fyrir frá upphafi. HAFNAR RANNSÓKNIR Á LANDGRUNNINU — Sjö íslenzkar stofnanir sameinast um vísindalega könnun á jarðeðlisfrœði landgrunnsins Sjö íslenzkar stofnanir hafa undanfarið unnið saman aö því að hefja vísindalegar athuganir á landgrunninu umhverfis island. Hefur Rannsóknaráð ríkisins beitt sér fyrir samstarfi þessara stofn- ana, sem eru Orkustofn- un, Raunvisindastofnun Háskólans, Sjómælingar islands, Veðurstofan, Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæzla. t næstu viku mun svo varpskipið Albert láta úr höfn meft um 10 visindamenn innanborfts, jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga, og munu þeir hefja mælingar og athuganir út af Vesturlandi. Vilhjálmur Lúftviksson hjá Rannsóknaráði rikisins tjáfti Visi i morgun, aft til stæfti að hefja nú i fyrsta sinn vift Island samfelldar segulmælingar, dýptarmælingar, þyngdarmæl- ingar og mælingar á jarftlaga- þykkt — en þykkt jarðlaganna verftur mæld meft nokkurs konar skjálftamælingum,- raf- neisti er sendur niður frá skip- inu, og hann siðan numinn aftur. Fyrst i staft verða afteins stundaftar þyngdar- og dýptar- mælingar, þar eft undirbúningur aft þeim tveim verkefnum er lengst kominn, en gert er ráft fyrir, að eftir mánaftamótin muni Albert koma inn aftur og fleiri mönnum og tækjum verfti þá skipaft um borft. Mælingadeild bandariska hersins mun lána tæki til þessara rannsókna, og auk islenzku visindamannanna verfta þrir Bandarikjamenn um borft, og munu þeir taka þátt i þessum samfelldu jarðeftlis- fræftirannsóknum á landgrunn- inu. tslenzkir visindamenn hafa ekki áður rannsakaft land- grunnið hér svo visindalega, þótt nokkrir tslendingar hafi verift um borft i Albert, er hann fór meftfram landgrunni Græn- lands fyrir nokkrum árum og framkvæmdar voru rannsóknir i sambandi vift oliu i jarftlögum. Mælingar þessar vift tsland verfta framkvæmdar að til- lögum Rannsóknaráfts rikisins, og veröur Albert i þjónustu visindastofnananna a.m.k. fram til 1. september i haust, er hann verftur tekinn i annaft. „Vift byrjum út af Vestur- landi”, sagfti Vilhjálmur Lúft- viksson, ”en siftar verftur haldift áfram annars staftar eftir þvi sem timi og aðrar ástæftur leyfa”. -GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.