Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Miðvikudagur 17. mai. 1972 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Stœrstu sigrar Wallace Sigraði í Norðurríkinu Michigan og einnig í Maryland — Fékk jafn mikið og McGovern og Humphrey til samans George Wallace vaknaði skamma hriö í gærkvöldi af deyfilyfjasvefni og frétti, að hann hefði sigrað í próf- kosningunum i Maryland og Michigan. Kona hans færði honum brosleit þessar mestu sigurfréttir í stiórn- málabaráttu hans. Sigur Wallace i norður-miðfylk- inu Michigan er sá fyrsti slíkur, sem hann hefur unnið. Hann hefði þótt ótrúlegur fyrir nokkrum mánuðum. t báðum fylkjunum sigraði Wallace McGovern og Hubert Humhrey, en þeir börðust nokkuð jafnri baráttu um annað sætið. Fékk jafnmikið og hinir samtals. I Michigan vann Wallace með yfirburðum i prófkosningum i demókrataflokknum i fylki, sem hefúr verið vettvangur frjáls- lyndis, iðnaðarriki,. sem skiptir miklu i stjórnmáíabaráttunni i flokknum. Maryland er einnig ekki suður- riki, þótt sigur Wallace þar þyki ekki jafn athyglisverður. Talningu var nærri lokið i báðum fylkjunum i morgun. 1 Michigan hafði Wallace 50 af hundraði atkvæðanna. MacGovern 25% og Humphrey 18%. 1 Maryland hafði Wallace 40 af hundraði atkvæðanna, McGovern 26% og Humphrey 22% Nixon vann. yfirburðasigra i prófkosningum i repúblikana- flokknum. t Maryland voru keppinautar hans tveir þingmenn flokksins i fulltrUadeildinni, og raunar voru nöfn þeirra á listan- um helzt til málamynda. Tilræðið jók fylgi hans. Skotinn niður, með miklar efa- semdir um, hvort hann gæti stigið i fæturna að nýju, meðtók Wallace sigurfréttirnar. Engir fagnaðarfundir voru haldnir eða hópgöngur stuðningsmanna vegna sigursins. Sigurinn var það mikill, að felstir töldu, að tilræðið hafi aukið fylgi hans. Fulltrúar Wallace segja, að hann muni halda áfram þátttöku i prófkosningunum. Kona hans heimsótti i gær- kvöldi leyniþjónustumanninn, sem skotinn var i hálsinn á sama tima. Ti Iræðismaður með „meðal-gáfur7' Arthur Bremer, sem var hand- tekinn vegna tilræðisins við Wallace, hafði verið sendur i geð- rannsókn i nóvember i haust, þar sem framburður hans hafði verið mjög undarlegur, er hann kom fyrir rétt vegna ákæru um að hafa vopn ólöglega undir höndum. Sálfærðingur taldi hins vegar eftir rannsókn, að Bremer hefði meðalgáfur, þó i lakara lagi. Hann var sektaður um 40 dollara (3520 krónur). Lögregluþjónn hafði stöðvað bifreið hans, sem hafði verið lagt ólöglega og Bremer var tekinn höndum, þegar tvö veski i bilnum fundust með skotum og ein skammbyssa i vasa Bremers. Skömmu fyrir tilræðið hafði Bremer verið tekinn til yfir- heyrslu vegna grunsamlegs hátt- ernis, en lögreglan sá ekki ástæðu til að halda honum. Tilræðisbærinn kaus McGovem. Bærinn Laurel i Maryland, sem verður minnzt vegna tilræðisins, kaus McGovern i gær. Bærinnn er nánast útbær Washington og þar búa margir opinberir starfsmenn. Umsjón: Haukur Helgason 2000 milljónir í hreinu heróíni Rikissaksóknari i Belgíu sagði i gærkvöldi, að lögreglan hefði lagt hald á 120 kiló af hreinu heróini, sem verið var að flytja frá Paris til New York. Sjö manns hefðu verið hand- teknir vegna þessa smygls, fimm i New York og tveir I Paris. Hann taldi, að verðmæti heróinsins mundi vera um 2000 milljónir króna, hefði það náð til markaðarins i New York. Fimmtón með kóleru Tiu ný tilfelli af kóleru hafa komið á daginn I Singapore, og hafa þannig alls 15 tekið veikina þar, siðan hennar varð vart fyrir viku. Tvgir munaðarleysingjar á flotta fra' heimilum sinum sitja við veginn nálægt Hué I Suður-Viet- nam. Börnin misstu foreldra sína i bardögunum i Quang Tri fyrr í mánuðinum. BANNA LAXVEIÐAR Á HAFINU VIÐ ÍSLAND Fiskveiðinefnd Norð- austur-Atlantshafs hefur gert aðgerðir um verndun ákveðinna fiskstofna eftir fjögurra daga fundi í London. Stofnar þessir eru taldir i hættu vegna ofveiði. Nú á að vernda laxinn i hafinu i auknum mæli. Aður hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að tálma laxveiði á hafinu, en nefndin hefur fært takmarkan- irnar út með þvi að banna lax- veiði á hafinu umhverfis Island. Þá hafa verið settar nýjar hömlur við sildveiði i Norðursjó og Skagerak fyrir næsta ár. Verður aflamagnið 1973 tak- markað við aflann árin 1969- 1972. Möguleikar á að setja hömlur á þorskveiði i Norð-austur- Atlantshafinu voru ræddir. Áður hefur verið rætt um al- mennar takmarkanir við þorsk- veiðinni á þessum slóðum. SKOTIÐ AFTUR I KOREU Norður-Kóreumenn sökuðu Suður-Kóreu- menn i morgun um að hafa skotið mörg hundr- uð sinnum af vélbyssum yfir landamærin. Sögðu þeir, að Bandarikjamenn og Suður-Kóreustjórn hygðust nota hlutlausa beltið milli rikj- anna i Kóreu til að magna illdeil- ur á skipulagðan hátt. ATTA FUNDIR NIXONS OG SOVÉTLEIÐTOGA Nixon mun halda að minnsta kosti átta fundi með æðstu mönnum Sovét- ríkjanna í næstu viku, þeg- ar hann sækir Moskvu heim. Enn hefur þó ekki verið gengið frá dagskrá fundanna. 350 blaðamenn hafa tilkynnt Moskvudvöl og fengið tilheyrandi leyfi vegna ferðar Nixons. Blaða- mannamiðstöð með 10 fjölritalin- um og 20 alþjóðlegum simalinum verður sett á fót i hið nýja Hótel Intourist, sem er skammt frá Kreml. Þetta er i fyrsta sinn, að sovézk stjórnvöld setja upp blaðamanna- miðstöð fyrir erlenda blaðamenn. Yfirmaður TASS-fréttastofunnar, Leonid Samjatin, hefur verið skipaður forstjóri miðstöðvar- innar. ........ .. ..■ yfOýffjÝj. Hermdarverkabylgja gekk yfir Vestur-Þýzkaland fyrir skömmu, og sprengjur sprungu viða. Hér er starfsfólk I rannsóknarlögreglustöðinni i Múnchen að horfa út um brotnar gluggarúðurnar, eftir að sprengja sprakk á bflastæði og eyðilagði 25 bíla og særði margt rnanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.